Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 2
MANUDAGUR 29. JANUAR 2001 Fréttir DV Niðurstöður skoðanakannana DV - til samanburöar eru niöurstööur fyrri kannana DV og úrslit þingkosninga - 50% 45 40 © Samfylkingin % SKOBANAKÖNNUN DVI i- 18/03'99 Kosningar 8/5 '99 -----►! 28/01 '01 I--------- 18/03*99 -►I 28/01 '01 18/03'99 28/01'01 I--------- 18/03'99 -----► I 28/01 '01 I--------- 18/03'99 -----► I 28/01 '01 Ný skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokka: Samfylkingin hrapar - Vinstri-grænir og Framsókn á fljúgandi siglingu Vinstri hreyfmgin - grænt fram- boð er orðin jafn stór Sjáifstæðis- flokknum á landsbyggðinni sam- kvæmt skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöldi og fengi samtals 19 þingmenn ef kosið væri nú. Önnur stór tíðindi eru þau að Samfylkingin hrapar i fylgi og hefur aðeins einu sinni mælst minni frá kosningum. Þriðju athyglisverðu tíðindin eru að Framsóknarflokkurinn er kominn á góða siglingu eftir afar siakt gengi frá kosningum. Úrtakið í könnun DV í gærkvöldi var 600 manna slembiúrtak sem skipt var jafnt milli landsbyggðar og höfuð- borgarsvæðis og einnig jafnt á milli kynja. Svörun var mjög góð þó hún væri örlítið lægri en í siðustu könn- un sem fram fór 12. janúar. Þeir sem afstöðu tóku nú voru 400 manns, eða 66,7% en voru 70,5% síðast. Óákveðn- ir og þeir sem svöruðu ekki voru 200, eða 33,3%, en voru 29,5% í síðustu könnun. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? Það vekur athygli að á 16 dögum, og eftir heiftarleg átök í þingsölum um öryrkjafrumvarpið svokallaða, hefur Samfylkingin hrapað í fylgi kjósenda, eða úr 27% í 16,5%. Á sama tíma stendur Sjálfstæöisflokkurinn nánast í stað með 37,3% á móti 37,4% í síðustu könnun. Framsóknarflokkur- inn tekur duglegt stökk upp á við og mælist nú með 14,8% á móti 9,7% í síð- ustu könnun. Þá eru Frjálslyndir aftur að hressast og mælast nú með 2%, en voru með 1,4% í síðustu könnun, sem er þó innan skekkjumarka. Vinstri hreyfingin - grænt framboð virðist stöðugt styrkjast í sessi og er enn á uppleið og mælist nú með 29,3% fylgi á móti 24% í síðustu könnun DV. Þar með er VG orðinn næststærsti flokkur- inn á landsvísu. Stjórnin héldi velii Ef borin er saman niðurstaða könn- unarinnar í gærkvöldi og úrslit síð- ustu alþingiskosninga, þá kemur i ljós að Framsóknarflokkinn vantar enn talsvert af sinu kjörfylgi. Hann fær nú Skipan þingsæta SKOÐANAKÖNNUN : E v samkvæmt atkvæöafjölda 35 30 25 20 15 10 M 12 8 8 DV 28/01 '01 DV12/01 '01 DV 23/10'OO DV 29/09 'OO IDV21-22/03 'OO ‘ \DV 28-29/12' DV 20/10 '99 j DV13/09 '99 I 1 Kosningar 99 © Samfylkingin 17 Oílj 16 11 11 10 12 VINSTRIHREYFINGIN grsnt framboð 19 16 i»; iu 12 12 6 6 14,8%, en fékk 18,4% í síðustu kosning- um, Sjálfstæðisflokkur fengi eins og áður sagði 37,3%, en var með 40,7% í síðustu kosningum. Eigi að siður þýð- ir þetta að ríkisstjóm Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks héldi velli eftir dap- urt gengi en hún missti meirihluta sínn i síðustu könnun. Frjálslyndi flokkurinn fengi 2% en fékk 4,2% i síð- ustu kosningum, Samfylkingin fengi 16,5% en hafði 26,8% í síðustu kosning- um og Vinstri hreyflngin - grænt framboð fengi 29,3% atkvæða en fékk 9,1% í kosningunum. Fylgi annarra flokka var óverulegt og ekki mark- tækt. Vínstri-grænir í stórsókn Samfylkingin er búin að tapa sæti sínu frá síðustu könnun sem næst- stærsti flokkurinn á íslandi. Þar er Steingrímur J. Sigfússon með sína Vinstri hreyfingu - grænt framboð bú- inn að skáka Össuri og félögum svo um munar. Á landsbyggðinni er VG orðinn jafn stór Sjálfstæðisflokknum með 31% atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Þar mælist Samfylkingin með 15,8%, Framsóknarflokkurinn með 20,7% og Fijálslyndi flokkurinn með 1,6% atkvæða. Skipting þingsæta Ef þingsætum yrði útdeilt miðað við þá sem tóku afstöðu í skoðana- könnun DV í gærkvöldi þá fengi Sjálf- stæðisflokkurinn 24 þingmenn en fékk 26 þingmenn í kosningunum. Vinstri hreyfmgin - grænt framboð er nú næststærsti flokkurinn samkvæmt könnuninni og fengi 19 þingmenn, þrettán þingmönnum meira en í síð- Fylgi stjórnmálaflokkanna - eftir búsetu B Landsbyggðin 20,7% Höfuðborgarsvæðið 9,7% D 31,0% 42,6% F 1,6% 2,3% H 0,0% 0,5% S 15,8% 17,1% U 31,0% 27,8% Samtals 100% 100% I sókn og vörn - breyting á fylgi flokka í prósentustigum frá 12. jan. 2001 5,1 _ _ 5,2 50% 45 40 35 30 25 Fylgi flokka miöaö viö þá sem tóku afstööu DV 28/01 '01 DV12/01 '01 DV 23/10'OO DV 29/09 'OO I DV 21-22/03'OO ■ DV 28-29/12 '99 DV 20/10 '99 I >DV 13/09 '99 1 1 Kosningar SKODANAKÖNNUN DV 2,02^2,8 ^3-81/2,0 1711U © Samfylkingin 25,6 27,0 V M hn 29J 1« 1 i (9,0 ustu þingkosningum. Samfylkingin fengi hins vegar aðeins 10 þingmenn og myndi missa 7 af þingmönnum sín- um. Framsóknarflokkurinn fengi nú 9 þingmenn en fékk 12 í kosningunum og mældist aðeins með 6 þingmenn í síðustu könnun. Frjálslyndi flokkur- inn fengi einn þingmann en fékk tvo í kosningunum og mældist ekki meö neinn í síðustu könnun, þar er óvissan hins vegar mikil. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur væru samkvæmt þessu með 33 þingmenn og héldu þar með meiri- hluta sínum á þingi. -HKr. Dómari hringdi Davíð Oddsson forsætisráðherra fullyrti í Silfri Egils á Skjá einum í gær að einn þeirra hæstarréttardóm- ara sem kváðu upp öryrkjadóminn hefði hringt í rikis- lögmann í kjölfar þess að forstjóri Tryggingastofnunar lýsti því yfir að stofnunin hygðist endurgreiða ör- yrkjum að fullu vegna skerðingar sem þeir hefðu orðið fyrir. Að sögn forsætisráðherra mun d.ómarinn hafa sagt að slík ákvörðun væri röng og ekki í takt við dóminn. Forsætisráðherra tilgreindi ekki hver dómaranna þriggja hefði haft samband við ríkislögmann en meirihluta hæstaréttar í öryrkja- málinu skipuðu Hrafn Bragason, Haraldur Henrysson og Guðrún Er- lendsdóttir. Söluturn rændur Tveir menn, með skíðahettur fyr- ir andlitinu, rændu söluturn við Grundarstíg á laugardagskvöld. Mennirnir, sem höfðu tæpar 50 þús- und krónur upp úr krafsinu, eru ófundnir. Samanburðarútboö Samgönguráð- herra, Sturla Böðv- arsson, mun gera I grein fyrir tillögu sinni varðandi leyfisveitingar á | þriðju kynslóð far- síma á fjarskipta- þingið sem haldið 1 verður á fimmtudag. Samgöngu- ráðherra hyggst leggja fram frum- varp um málið á Alþingi siðar í vetu. Mbl.is greindi frá. Kúabændur funda Landsamband kúabænda boðar til fundar á morgun þar sem meðal annars verður rætt um innflutning á norskum fósturvísum. Að sögn Þórólfs Sveinssonar, formanns sambandsins, er einnig nauðsyn- legt að taka ýmsa hluti til endur- mats; einkum vena þess að nú standa kúabændur frammi fyrir því að kaupa nautgripaafurðir sem þeir telja sig hafa ástæðu til að van- treysta. RÚV sagði frá. Einkavæðing varasöm Guðrún Ebba Ólafsdóttir, formað- ur Félags grunn- skólakennara, segir að menntamálaráð- herra sé ekki stætt á því að veita Hafn- arfjarðarbæ undan- þágu frá lögum svo hægt sé að bjóða út kennsluþátt í nýjum grunnskóla í Áslandi. Hún segir mikilvægt að farið verði hægt í umræðuna um að einkavæða grunnskólann og mál megi aldrei þróast með þeim hætti að gróða- sjónamið vegi þyngra en hagsmun- ir barnanna sem þar stunda nám. Ríkissjónvarpið greindi frá. Hestaslys Maður féll af hestbaki á mótum Gaulverjabæjarvegar og Suður- landsvegar á sjötta tímanum í gær. Maðurinn var einn á ferð þegar óhappið varð en vegfarandi mun hafa gert lögreglu og sjúkraliði við- vart. Meiðsl mannsins reyndust ekki alvarleg að sögn vakthafandi læknis á Heilbrigðisstofnun Suður- lands og verður hann að öllum lík- indum útskrifaður í dag. - aþ/ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.