Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 14
14 Menning Bræöur berjast Það eru gömul sannindi og ný að systkini geta verið afar ólíkar manngerðir, þrátt fyrir sömu foreldra og sams konar uppeldi. Bræð- umir í leikritinu Já, hamingjan, sem var frum- sýnt á litla sviði Þjóðleikhússins sl. föstudags- kvöld, virðast í það minnsta eiga fátt sameigin- legt ef undan er skilið að báðir eru bókelskir kennarar. Reyndar eru þeir Pálmi Gestsson og Baldur Trausti Hreinsson sem leika bræðurna glettilega líkir í útliti en áhorfendur gera sér strax ljóst að um afar ólíka einstaklinga er að ræða. Það sést á klæðaburði þeirra og fasi og fæst síðan margstaðfest í orðasennunni sem er hin eiginlega atburðarás verksins. Leiklist Á yfirborðinu snúast deilumar um bækur en í raun eru bræðumir að takast á um grundvall- arspurningar varöandi lífið og tUveruna. Ekki hafa þeir einungis mismunandi skoðanir á því í hverju lífshamingjan sé fólgin heldur eru hugmyndir þeirra um hvernig sé best að öðlast hamingjuna eins og svart og hvítt. Sá eldri er sannfærður um að „mannrækt" sé eina rétta leiðin en er sjálfur í svo hróplegu ósamræmi við kenningarnar sem hann heldur fram að hlátur vekur. Hann er bæði einstrengingslegur og þröngsýnn auk þess sem hann bókstaflega valtar yfir yngri bróður sinn af fádæma frekju. Sá er aftur á móti sannfærður um að það að hafa húmor hjálpi okkur við að takast á við líf- ið og hans eigin reynsla hefur kennt honum að það eru ekki endilega stórir sigrar og hetjudáð- ir sem gefa lífinu gildi. Kristján Þórður Hrafnsson sýndi það strax í sínu fyrsta verki, einleiknum Leitum að ungri stúlku, að hann getur skrifað lipur samtöl auk þess sem hann hefur næmt auga fyrir skop- legri hliðum mannlifsins. Já, hamingjan er líka ágætlega skrifað og launfyndið, en á köfl- um verður textinn fullbóklegur og fyrri hluta verksins hefði mátt stytta töluvert. Áhorfendur eru löngu búnir að átta sig á því hvers vegna eldri bróðirinn hagar sér eins og hann gerir þegar hann loks ljóstrar upp um leyndarmálið og fyrir vikið verður hann nánast óbærilega leiðinlegur þegar á líður. Þetta er ekki auðvelt verk í sviðsetningu og hvarflaði oftar en einu sinni að mér að það hefði hentað betur tU flutnings í útvarpi. Engu að síður er gaman að fylgjast með þeim Pálma og Baldri Trausta á sviðinu enda standa þeir sig báðir með prýði. Melkorka Tekla Ólafsdótt- ir leikstjóri hefur valið þá farsælu leið að halda öUu eigri um sviðið í lágmarki og leggja áherslu á hárfín svipbrigði og líkamsbeitingu. Þetta skUar sér sérlega vel hjá Baldri Trausta sem er í því erfiða hlutverki að vera áheyrandi stóran hluta verksins. Hann þurfti engin orð tU að koma líðan Tómasar yfir til áhorfenda og sannaði enn á ný að hann er vaxandi leikari. Pálmi fær kærkomið tækifæri til að sýna að honum er ýmislegt fleira til lista lagt en að leika harðsvíraða töffara og útfærsla hans á þessum forstokkaða menntaskólakennara var afar sannfærandi. Örlítið vantaði á öryggi í textaflutningi en það lagast án efa með fleiri sýningum. Það er ánægjulegt að Þjóðleikhúsið skuli gefa ungum höfundum eins og Kristjáni Þórði tækifæri þvi leikskáld verða að fá að máta verk sín við svið og heyra textann talaðan úr munni leikara. Halldóra Friðjónsdóttir Þjóöleikhúsiö sýnir á Litla sviöinu: Já, hamingjan eftir Kristján Þórð Hrafnsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Leikmynd og búningar: Helga I. Stefánsdóttir. Leik- stjórn: Melkorka Tekla Ólafsdóttir. Sextugt tímarit fær loforð um andlitslyftingu TMM mætir nýrri öld Það teljast tíðindi í bókmennta- og listaheim- inum að ákveðið hefur verið að gera umtals- verðar breytingar á Tímariti Máls og menning- ar frá og með þessu ári. Friðrik Rafnsson sleppir nú ritstjórnartaumunum eftir rösklega 7 ár, og í stól hans sest Brynhildur Þórarins- dóttir. Hún er kunnur útvarpsmaður eins og forveri hennar, hefur bæði verið á Bylgjunni og rás 2. Hún er íslenskufræðingur að mennt og hefur fengist við ýmiss konar skriftir, verið ritstjóri Vinnunnar og blaðamaður í lausa- mennsku. Brynhildur sagðist hlakka til að glíma við þetta ríflega sextuga tímarit og finna því frísk- legt og gott útlit sem hæfir virðulegum aldri og um leið nýrri öld. Brotið verður stækkað, heft- um á ári fjölgaö og prentað í lit. En hvað með efnið? Verður það óbreytt. „Við byggjum auðvitað á þeim trausta grunni sem fyrir er,“ sagði Brynhildur, „og enn verða bókmenntirnar kjölfestan. En efnið á að verða fjölbreyttara, við viljum ná utan um fleiri listgreinar, líta á menninguna sem mjög vítt hugtak og auka mannlega þáttinn - án þess að keppa beint við mannlífstímaritin. Tímarit- ið á enn að þjóna fagmönnum í bókmenntum og listum en höfða líka til breiðari fjölda." Síðasta ár var geysilega viðburðaríkt á menningarsviðinu og margir kvörtuðu undan því að ekkert tímarit tæki almennilega undir þann mikla menningaráhuga sem sýnilegur var. Síðasta tilraunin tO að gefa út víðfeðmt og gagnrýnið menningartímarit var Fjölnir hinn nýi undir stjórn Gunnars Smára Egilssonar sem lognaðist því miður út af eftir tvö tölublöð. Verður spennandi að vita hvort nýtt TMM svarar þeim fjölbreyttu kröfum sem breiður hópur gerir tO tímarits um listir og menningu. BrynhOdur verður ein ritstjóri og hefst handa strax í dag. Næsta hefti Tímarits Máls og menningar verður því í breyttu formi. - Það er í rauninni ekkert timarit sem þú ert beinlinis að keppa við. „Nei, við lítum svo á að það sé gat á mark- aðnum fyrir listatímarit af þessu tagi - tímarit sem kemur út kannski annan hvern mánuð og tekur vel púlsinn á menningunni, birtir áhuga- verðar greinar og gagnrýna umfjöOun um ýmsa þætti menningarmála." BrynhOdi er óskað til hamingju með nýja starfið. Brynhildur Þórarinsdóttir ritstjóri Þaö er gat á markaönum fyrir víöfeömt menningartímarit. MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 ________________r>v Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Gísli Holgeirsson ásamt Aöalsteiní Stefánssyni viö vegglampann Blender eftir Aöalstein. Ljósahönnuður styrktur í nóvember stóð Hönnunarsafn ís- lands fyrir ljósahönnunarsýningunni LysfortæUinger í Listasafni ASÍ í samvinnu við alþjóðlegan hóp hönn- uða og nokkur íslensk fyrirtæki. í framhaldi af sýningunni veitti GH heUdverslun að Garðatorgi 7, sem sérhæfir sig í Ijósabúnaði, eina ís- lendingnum á sýningunni, Ijós- og leikmyndahönnuðinum Aðalsteini Stefánssyni, styrk að upphæð 50.000 krónur tU að þróa áfram ýmsar hug- myndir sínar sem tengjast umhverf- islýsingu. „Það er ákaflega ánægjulegt að geta styrkt skapandi rannsóknir á þessu mjög svo áhugaverða sviði,“ sagði Gísli Holgersson, forstjóri GH heUdverslunar, „og ekki sakar að styrkþeginn skuli vera Garðbæingur í húð og hár.“ Aðalsteinn Stefánsson starfar í Kaupmannahöfn en er einnig á ferð og Ougi um meginland Evrópu. Fyrirlestur í dag kl. 12.30 heldur Ólafur Sveinn Gislason fyrirlestur við Opna listahá- skólann, Laugamesvegi 91, stofu 021. Ólafur Sveinn stundaði myndlistar- nám í Hamborg þar sem hann býr nú og starfar sem myndlistarmaöur. Hann er um þessar mundir gesta- kennari við Listaháskóla íslands. í fyrirlestrinum fjaUar Ólafur um verk sín og ýmis verkefni sem hann hefur unnið á undanfómum áram á stöð- um víðsvegar um Evrópu og eru verkin unnin í samvinnu við fólk sem býr á viðkomandi stöðum. Nýr vettvangur 7. febrúar hefst námskeiðið Nýr vettvangur í Opna listaháskólanum sem HaUdór Ásgeirsson myndlistar- maður kennir. Það er hvorki auðvelt né sjálfsagt mál að stíga út fyrir hlut- lausa sýningarrýmið og hinn opin- bera listheim. Spurt er: Er hægt að skapa nýjan vettvang fyrir myndlist? Og svarið er: Ef við leitum út fyrir rammann, sýnum frumkvæði og tök- um áhættu, finnur listin sér stöðugt nýjan farveg og samræður. Á nám- skeiðinu verða könnuð ókunn svæði og aðferðir og hinn „vemdaði og gefhi listheimur“ skoðaður. Sýndar verða litskyggnur sem tengjast verk- efni, ásamt umræðum. Þátttakendur verða beðnir um að koma með hug- myndir og úrlausnir í tengslum við verkefnið. Kennt verður á miðviku- dögum í LHÍ Skipholti 1, stofu 308. Leikstjóm Laugardagana 10. og 17. febrúar verð- ur námskeið í leikstjóm í Opna listahá- skólanum sem Rúnar Guðbrandsson leikstjóri kennir. Það er ætlað fólki sem hefur reynslu af leikhúsvinnu. Á námskeiðinu verður rætt um ólík- ar aðferðir í uppsetningu leikverks og vinnu með leikurum. Þátttakendur eru beðnir að lesa ieikritið Hamlet eftir William Shakespeare áður en námskeið- ið hefst og verður síðan unnið með verkið bæði fræðilega og verklega. Kennt verður í Listaháskóla íslands, leiklistardeild, Sölvhólsgötu 13. 16.-18. febrúar verður námskeið í áferðarmálun sem Victor G. Cilia mynd- listarmaður kennir. Fjallað verður um helstu þætti áferðarmálunar sem notuö er í leikmyndum í leikhúsi og kvikmynd- um, kennt að líkja eftir áferð á viði, marmara, málmi, grjóti og fleiru og einnig litasamsetningar og skyggingar. Áhersla lögð á notkun auöfáaniegra efha. Kennt veröur í LHI Skipholti 1 stofu 112.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.