Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 24
40 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 Tilvera DV Courtney huggar skylminga- þræl Auminginn hann Russell Crowe. Blessaður skylmingaþrælsleikarinn fékk ekki verðlaun á Golden Globe hátíðinni í Hollywood á dögunum þótt hann geti að stórum hluta eign- að sér heiðurinn af verðlaunum myndarinnar Skylmingaþrælsins. En Russell þurfti ekki að syta einn og yfírgefinn því rokkvillingurinn og leikkonan Courtney Love var boðin og búin að hugga hann. Að minnsta kosti hurfu þau saman inn á hótelherbergi í kvikmyndaborg- inni og létu ekki sjá sig fyrr en morguninn eftir. Russell er alræmd- ur kvennabósi. Hársnyrtivörur í úrvali l/KIAGE Stofnuð 1918 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Sími 551 3010 Nýtt frá Devcon og Loctite KÍSILL ehf. Ánanaustum 15 sími 551 5960, gsm 896 9670 Fax 552 8250 DV-MYND PJETUR Fátt um konur við virkjunarstörf Helle Dahl Andersen hefur ásamt IJölda karla eftirlit meö framkvæmdunum. Dönsk kona við eftirlitsstörf í Vatnsfellsvirkjun: Karlarnir allir notalegir og blíðir - segir Helle Dahl Andersen, en veðrið getur verið mjög erfitt Helle Dahl Andersen er ein ör- fárra kvenna sem starfa við virkjun- arframkvæmdir í Vatnsfellsvirkjun lengst uppi á hálendi íslands. Hún er dönsk að uppruna og starfar sem eftirlitsmaður á vegum VSÓ og er- lendra samstarfsaðila þess. „Það er mjög gott að starfa hér og mjög gott samstarfsfólk. Ég kom hingað í febrúar á síðasta ári og vonast til að starfa hér þar til fram- kvæmdum lýkur á þessu ári. Veðrið er ekki svo slæmt núna en getur verið mjög erfitt og ólíkt því sem ég á að venjast í Danmörku. Það eru ekki margar konur sem starfa hér. Ég er trúlega sú eina sem er hér á sjálfu vinnusvæðinu. Síðan eru nokkrar konur sem starfa í eld- húsi og á skrifstofu." - Hvernig er að starfa i öllu þessu karlaríki? „Það er mjög skrýtið. Ég hef þó ekki lent í neinum vandræðum. Þetta eru allt saman mjög notalegir karlar og blíðir,“ sagði Helle og brosti. -HKr. Sönglíf í miklum blóma í Hornafirði: Sjo ^ kórar í bænum DV, HORNAFIRÐI:__________ Hornfirðingar eru svo lánsamir að hafa góða og virka söngstjóra á staðnum og er kórstarf með miklum blóma. Alls eru kóramir sjö, Karla- kórinn Jökull sem stjórnað er af Jó- hanni Moravek, Gleðigjafar er kór eldri borgara, stjórnandi Guðlaug Hestnes, Kvennakór Hornafjarðar stjórnar Adam Mroz og Samkór Hornafjarðar stjórnar Kristín Jó- hannesdóttir. Kristín stjórnar auk þess þrem barnakórum og eru yngstu söngvararnir fjögurra ára og alls eru um 100 börn í kórunum. Elsti barnakórinn undirbýr heim- sókn til vinabæjarins Kungalv í Sví- þjóð í sumar þegar skóla lýkur og munu rúmlega 30 börn verða í þeim hópi. -Júlía Imsland Þrír barnakórar í plássinu Hér er elsti barnakórinn í Hornafiröi, hann æfir nú fyrir utanlandsferð til vinabæjar í Svíþjóö. DV-MYND JÚUA IMSLAND Þorrablót að hætti Tálkn- firðinga: Þar sjá karlarnir um allt og vaska upp á eftir - eiginkonur spila Ólsen Ólsen um formennsku þorrablótsnefndar DV. TÁLKNAFIRDI: Sinn er siður í landi hverju og erum við Tálknfirðingar þar engin undantekn- ing. Eins og undanfama áratugi var þorrablótið haldið fyrsta laugardag í þorra og mættu þar hundrað manns og skemmtu sér konunglega saman yfir góðum mat og öðru því sem nærir and- legu hliðina. Það sem við teljum okkur til sérstöðu hvað þorrablótshald snertir er það að aðeins karlmenn sjá um sam- komuna frá upphafi til enda, matinn, skemmtiatriðin og vaska svo upp á eftir. Á hveiju blóti er kosin sex manna nefnd sem sér svo um undirbúning að næsta blóti. Þetta þykir okkur góður og skemmtilegur siður sem haldið verður í svo lengi sem þorri verður blótaður. Þess má geta í lokin að burtfluttir Tálkn- firðingar halda sitt þorrablót í Reykja- vík 9. febrúar nk. Upplýsingar um það er hægt að finna á heimasíðu Tálknafjarð- arhrepps, talknaflordur.is. -KA DV-MYNDIR KRISTJANA ANDRESDÓTTIR Skemmtlatriöi á þorrablóti. Séra Sveinn Valgeirsson fer meö vísur um þorrablótsnefndina. Nefndarmenn meö svuntur eru Þórhallur Óskarsson, Bjarni Andrésson, Marinó Bjarnason, Alvin Paulsen og Örn Sveinsson en Hannes Kristjánsson vantar á myndina. Spilaö um eiginmenn Eiginkonur væntanlegrar nefndar áriö 2002 voru látnar sþila Ólsen Ólsen til aö fá úr því skoriö hver húsbændanna veröi formaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.