Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 I>V 7 Fréttir Orkuveita Reykjavíkur í könnunarviðræðum við Akraneskaupstað: Reykvíkingar gefi Skagamönnum straum - Hvalfjarðargöng opna möguleika á samstarfi um heitt vatn eða rafmagn DV, AKRANESI:_______________________ „Það er rétt, það var haldinn einn fundur bæjaryfirvalda Akraness og Reykjavíkur nýlega þar sem ræddur var sá möguleiki að Orkuveita Reykjavíkur kæmi að veitumálum á Akranesi. Þetta voru aðeins könn- unarviðræður og ekkert hefur gerst í framhaldinu enda aðeins um þreif- ingar að ræða,“ sagði Alfreð Þor- steinsson, borgarfulltrúi og formað- ur Orkuveitu Reykjavíkur, i samtali við DV. Aifreð segir að ekki hafi verið rætt náið um sölu á orku, heitu vatni eða köldu eða rafmagni. Þarna hafi aðeins verið um að ræða óform- legar viðræður nágrannabæjanna. Það væri ekki óeðlilegt enda orðið stutt á milli Reykjavíkur og Akra- ness eftir að Hvalfjaröargöng komu. Bæjarmörk Reykjavíkur eru í Hval- fjarðargöngunum miðjum. „Þessu hefur verið fleygt fram en þetta er ekki nema á spjallstigi. Þetta hefur ekkert verið kannað á tæknilegum eða hagkvæmum for- sendum,“ sagði Guðmundur Þór- oddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. DV spurði Gísla Gíslason, bæjar- Akureyri: Fjölmargir vilja í rann- sóknahúsið DV, AKUREYRI:________________ A þriðja tug stofnana hafa þegar lýst áhuga á að leigja aðstöðu í rannsókna- -og nýsköpuníirhúsinu sem byggja á við Háskólann á Akureyri. Nefnd á vegum menntamálaráðherra hefur að undanfómu unnið að undirbúningi út- boðs vegna hússins og er útboðið unn- ið undir merkjum einkaframkvæmd- ar. Einkaaðilar byggja því húsið og reka það og leigja aðstöðuna út. Gert er ráð fyrir leigusamningi til 25 ára. Þær stofnanir sem þegar hafa lýst áhuga á að leigja aðstöðu í húsinu era: Háskólinn á Akureyri fyrir raunvís- indakennslu, matvælasetur, ferða- málasetur og rannsóknastofnun, Byggðarannsóknastofnun íslands, Haf- rannsóknastofnun, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, Orkustofnun, Frum- kvöðlasetur iðnaðarráðuneytisins, Veiðistjóraembættið, Akureyrarsetur Náttúrufræðistofnunar íslands, Stofh- un Vilhjálms Stefánssonar, CAFF, PAME, Veðurstofa ísfands, Rann- sóknastofnun landbúnaðarins, Veiði- máfastofnun, Skógrækt ríkisins, Norð- urlandsskógar, Yfirkjötmat og Búnað- arsamband Eyjafjarðar. Reiknað er með að ofangreindar stofnanir muni þurfa allt að 4 þúsund fermetra húsnæði en fögð er áhersla á að ná fram hagræðingu með samnýt- ingu rýma, s.s. rannsóknastofa, fúnd- arherbergja og móttöku. Enn fremur er gert ráð fyrir að verksah taki að sér rekstur í sem mestum mæli, s.s. al- menna móttöku, ræstingu, rekstur kaffistofu, öryggisgæslu og rekstur símakerfis. Áætlað er að verksala verði heimil- að að byggja allt að 6 þúsund fermetra hús og geti leigt umframrýmið til aðila sem vegna eðlis starfsemi sinnar hafi hag af staðsetningu í rannsóknar- og þróunarumhverfi. Áætlað er að efnt verði til lokaðs útboðs um húsið, að undangengnu forvali á næstu vikum, og bráðabirgðaútboðsgögn kynnt væntanlegum bjóðendum í febrú- ar/mars. Áætlað er að taka húsið í notkun í ársbyrjun 2003. -gk Lagnir lagöar á Kjalarnesi Ljósmyndari DV rakst nýlega á verkamenn sem voru aö leggja kaldavatnslögn í landi Reykjavíkurborgar undir Esjurót- um. Til greina getur komið aö Akranes fái vatn frá Reykjavík, meö vatnslögn sem yröi lögö gegnum Hvalfjarðargöngin. stjóra á Akranesi, hver hugur Akur- nesinga væri í sambandi við þreif- ingar Orkuveitu Reykavikur. „Orkumálin eru stórt verkefni Akraneskaupstaðar og varðandi þau mál er margs að gæta, enda hagsmunir bæjarbúa miklir. Óform- lega hefur þessi og fleiri mál borið á góma, m.a. við fulltrúa Reykjavíkur- borgar, en ekkert verið ákveðið um framhald mála. Bæði er eftir að vinna ákveðna heimavinnu þannig að Akurnesingar átti sig á hvernig hagsmunum þeirra verði í framtíð- inni best borgið, en einnig er ljóst að ekki liggja fyrir endanlegar til- lögur iðnaðarráðherra um breyting- ar á fyrirkomulagi raforkumála sem vissulega munu skipta miklu máli fyrir málaflokkinn í heild. Aðalat- riðið er að halda opnum huga og reyna að rýna í framtíðina hvað þessi mál varðar þannig að við séum sannfærð um að við séum á réttri braut. Ef sú sýn sem birtist mönnum er sú að breyta þurfi stefn- unni þá verður slíkt vandlega und- irbúið, en vinna við slíkt er ekki i gangi,“ sagði bæjarstjórinn. -JBP/DVÓ/SMK •«af hver ju að láta jeppling duga þegar þú færð alvöru JEPPA á sama eða enn betra verði? 3 dyrafrá 1.840.000 kr. 5 dyrafrá 2.190.000 kr. Berðu saman getu, aksturseiginleika, búnað, þaegindi og rekstraitiagkvæmni jepplinga við það sem þú feerð í Suzuki Grand Vitara: grindarbyggðum jeppa með tengjanlegt framhjóladrif og hátt og lágt drif um millikassa. fmm frameIMI Byggður á grind SUZUKl GRAND V1TARA Á meðal nýs búnaðar eru ABS-hemlar með rafeindastýrðri hemlaiöfnun (EBD), rafhitaðir útispeglar, fjarlæsing og tvístillt samlæsing. Hægt er að stilla hæð ökumannssætis og stuoning við mjóbak auk þess sem fótarými aftursæta hefur verið aukið. # SUZUKI SUZUKI BÍLAR HF Skeifunni 17. Sími 568 51 00. www.suzukibilar.is Hátt og lágt drif SUZUKI SÖLUUMBOÐ: Hafnarfjörður: Guðvarður Elíasson, Grænukinn 20, sími 555 15 50. Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Borgarnes: Bílasala Vesturlands, sími 437 15 77. Isafjörður: Bílagarður ehf., Grænagarði, sími 456 30 95. Hvammstangi: Bíla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. Sauðárkrókur: Blla- og búvélasalan, Borgarröst 5, sími 453 66 70. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, sími 462 63 00. Egilsstaðir: Bílasala Austurlands, Fagradalsbraut 21, sími 471 30 05.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.