Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 16
16 Útgáfufólag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarforma&ur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðsto&arrltstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, siml: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, simi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setnlng og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Filmu- og plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Loksins! Loksins hefur Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tekið af skarið varðandi sölu á Landssímanum, en í kom- andi mánuði mun hann leggja fram frumvarp á Alþingi um sölu á 49% hlut ríkisins í fyrirtækinu. Auðvitað má búast við að afturhaldið á þingi muni reyna að gera söl- una tortryggilega og þar verða stóru orðin ekki spöruð. Því miður hefur einkavæðing Landssímans dregist, enda hefur ríkisstjórninni ekki tekist að ná pólitískri samstöðu um hvernig standa skuli að sölunni. Sam- gönguráðherra fól einkavæðingarnefnd á liðnu ári að undirbúa einkavæðinguna. Niðurstaðan liggur fyrir og í fyrstu verða 15% seld til starfsmanna fyrirtækisins og al- mennings, auk þess sem 10% verða seld til fjárfesta þar sem hver og einn getur keypt 2-3%. Síðar á árinu er ætl- unin að selja 25% til kjölfestufjárfesta að undangengnu forvali. Hér er skynsamlega að verki staðið og þannig að ætla má að friður og sátt verði meðal starfsmanna og neyt- enda um breytt eignarhald, þótt afturhaldsöflin reyni að koma í veg fyrir slíkt. Starfsmannafélag Landssímans hefur þegar lýst yfir stuðningi við einkavæðinguna. í leiðurum DV hefur margoft verið bent á nauðsyn þess að selja Landssímann enda eignarhald fyrirtækisins tímaskekkja, eins og bent var á 3. júlí 1999 þar sem sagði meðal annars: „Fyrir örfáum árum þótti það jaðra við landráð að setja fram hugmynd um einkavæðingu Lands- símans. Viðhorf almennings virðist vera allt annað nú og aðeins fáeinir forpokaðir afturhaldsmenn leggjast gegn því að fyrirtækið sé selt. Einkavæðing Landssímans verður langstærsta einka- væðing sem ráðist hefur verið í hér á landi og því er mik- ilvægt að rétt sé að málum staðið. Margt bendir til að heillavænlegt sé að reyna að selja stóran hluta félagsins tH erlendra aðHa, samhliða því sem einstaklingum, fyrir- tækjum og stofnanafjárfestum hér heima, eru boðin hlutabréf á jafnréttisgrunni og skapa þannig frið um söl- una. Eina spurningin sem vert er að svara áður en haf- ist er handa um söluna er hvort eðlHegt og skynsamlegt sé að brjóta fyrirtækið upp í tvær einingar, þar sem önn- ur starfi á samkeppnismarkaði en hin annist dreifikerf- ið, sem verður öUum opið. Tækniframfarir kunna hins vegar að gera slíkt óþarft.“ Um það er ekki hægt að deUa að Landssíminn hefur yf- irburðastöðu á íslenskum fj arskiptamarkaði, en það kann að breytast og hefur raunar verið að breytast á undanförnum árum. Sá tími er sem betur fer liðinn þeg- ar fyrirtækið sat eitt á markaði í skjóli ríkisverndaðrar einokunar. Fáir taka lengur að sér að verja einokun rík- isrekins fyrirtækis á fjarskiptamarkaði. En tH þess að eðlHeg samkeppni fái að þróast - samkeppni sem neyt- endur njóta - verður að tryggja að aUir sitji við sama borð. Og það verður best tryggt með því að selja Lands- símann tH einkaaðHa sem taka fjárhagslega áhættu af rekstri fyrirtækisins. Samgönguráðherra hefur þegar boðað að fyrsta skref- ið í einkavæðingu Landssímans verði stigið á þessu ári. MikHvægt er að ráðherrann marki ákveðna stefnu um hvenær siðara skrefið - sala á meirihluta hlutafjár - verður stigið. Vonandi verða lappimar ekki dregnar í þeim efnum eins og í einkavæðingu ríkisviðskiptabank- anna. Óli Björn Kárason MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 3% Skoðun Orð skulu standa Kjallari Síöastliðið vor urðu nokk- ur skoðanaskipti, meðal ann- ars í DV um Strætisvagna Reykjavíkur í ljósi hug- mynda sem þá höfðu verið reifaðar innan R-listans í Reykjavík. Þessar hugmynd- ir voru um að breyta rekstr- arfyrirkomulagi SVR. í ljósi reynslunnar af einkavæðingartilraun Sjálfstæðisílokksins fyrir fáeinum árum og þeim afleiðingum sem það hafði í for með sér fyrir starfsmenn leyfði undirritaður sér að hafa uppi varnaðarorð. Borgarstjórinn brást þegar við og sagði það á misskilningi byggt að tO stæði að breyta rekstrar- fyrirkomulaginu í þessa veru. „Það er rangt," sagði borgarstjóri, „það stendur ekki til að einkavæða SVR.“ I ljósi þessa brá mönnum þegar kynnt var í Borgarráði skýrsla sem er einn samfelldur óður til einka- væöingar með tillögum um að rekstr- arfyrirkomulagi á almenningssam- göngum í borginni yrði breytt í þessa veru. Tillaga er gerð um að stofnað verði sameignarfélag sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu sem Ogmundiir Jónasson formaöur BSRB „leiti hverju sinni að hag- kvæmustu leiðum í rekstri og starfrækslu þess hvort heldur það not- ar til þess eigin vagnflota eða aðkeypta þjónustu. „Félag þetta verði sjálf- stæður aðili og skal stjórn- skipulag, samþykktir og aðrir innviðir fyrirtækis- ins vera með sem líkust- um hætti og í hlutafélagi." Þjónustulund fyrir lít- inn pening í skýrslunni er víða leitað fanga og er vitnað í reynslu annarra þjóða, einkum í Danmörku þar sem al- menningssamgöngur í bæjum hafa víða verið einkavæddar. Raktar eru reynslusögur til að varpa ljósi á mis- munandi rekstrarform. Ráða má af þessum lestri aö sums staðar hefur verkalýðshreyfingin fengið því áork- að að í útboðsskilmálum eru víða „skilmálar sem tryggja að fyrirtækin geti ekki boðið lægri verð með því að lækka kaup vagnastjóra". Hvergi er hins vegar getið um að launin hafi hækkað og fram kemur að réttindi hafi verið skert. Enda „Það sem ég furða mig mest á er að þessar tillögur skuli yfirleitt settar fram því þœr ganga þvert á yfir- lýsingar borgarstjóra frá síðastliðnu vori. - Stendur ekki einhvers staðar skrifað að orð skuli standa?“ kom fram i viðræðum við forsvars- menn HT í Kaupmannahöfn „að erfitt væri stundum að manna vagn- stjórastöður. Þeir væru hins vegar Ráðherra hótar Reykvíkingum Helgina 20.-21. janúar kynnti sam- gönguráðherra tillögur sinar að byggð á tveimur skikum á vestari hluta Reykjavíkurflugvallar. Það er í samræmi við þær ranghugmyndir að hann sé æðsta yfirvald í skipulags- málum Reykvíkinga. Ríkið á um 40 % lands undir Reykjavíkurflugvelli, Reykjavíkurborg um 60%. Land ríkis- ins er landsvæðið umhverfis flug- turninn og Hótel Loftleiðir og þaðan yfir miðju vallarins í vestur. Landið sem samgönguráðherra tekur að sér að skipuleggja er að mestu í eigu borgarinnar. Á sama tima og borgurunum er meinað um heiðarlega úttekt á verð- mæti Vatnsmýrarinnar kaupir sam- gönguráðuneytið Birtish Aerospace til þess að teikna nokkur hús inn á núverandi flugvallarsvæði í þeim til- gangi að hafa áhrif á borgarbúa í væntanlegri kosningu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Rík- isvaldið er þannig að blanda sér í kosningabar- áttuna. Samgönguráðherra notar almannafé í kosningaáróð- ur gegn borginni og fyrir áframhaldandi flugrekstri í Vatnsmýrinni. Reykjavík- urborg ber að mótmæla þessum afskiptum ráðherr- ans og flugmálayfirvalda af skipulagsmálum borgarinn- ar. Þeir hafa farið freklega út fyrir verksvið sitt. Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur Tombóluprís á Vatnsmýrinni En það er fleira athugavert. Sama laugardag og skipulagstillögur sam- gönguráðherra voru kynntar í Morg- unblaðinu, birtist þar einnig grein eftir Trausta Valsson skipulagsfræð- ing, þar sem hann gerir skýra grein fyrir því hversu gróflega vanmetin Vatnsmýrin er í þeim tölum sem borgarverk- fræðingur hefur borið á borð fýrir almenning, 2,7 milljarð- ar. Trausti boðar nýja úttekt á svæðinu sem nemendur hans í HÍ hafa unnið og verður kynnt innan skamms. Sam- tök um betri byggð á höfuð- borgarsvæðinu hafa einnig hrakið lágt mat borgarverk- fræðings á gildi Vatnsmýrar- innar. Samtökin ganga út frá núgildandi lóðaverði í miðborginni þegar þau reikna verð Vatnsmýrar- innar þar sem rísa mun miðborgar- byggð. Borgarverkfræðingur notast hins vegar við fjögurra ára gamla skýrslu Hagfræðistofnunar Háskólans, þar sem Vatnsmýrin er metin á við hvert „Ríkið hefur haft þetta mikla landsvœði undir flugvöll fyrir ekki neitt í sextíu ár. Þegar kominn er réttur verðmiði á Vatnsmýrina gœti borgin sýnt fram á hversu gríðarlegt framlag hennar til innanlandsflugsins er í krónum talið og krafist leigu af landinu. “ Með og á móti annað úthverfi fyrir daga lóðaupp- boða. Þannig fær borgarverkfræðing- ur út sitt tombóluprís. Hollusta þessa embættismanns borgarinnar er öll við ríkisvaldið. Hótun samgönguráðherra Og víst eru hagsmunir ríkisvalds- ins miklir af því að Vatnsmýrin sé lít- ils metin. Ríkið hefur haft þetta mikla landsvæði undir flugvöll fyrir ekki neitt í sextíu ár. Þegar kominn er réttur verðmiði á Vatnsmýrina gæti borgin sýnt fram á hversu gríðarlegt framlag hennar til innanlandsflugs- ins er í krónum talið og krafist leigu af landinu. Á sínum tíma bjó f Vatnsmýrinni fólk sem var flutt nauðungarfiutningi af landskikum sínum inn í Laugames þegar lagning flugvallarins hófst. Ein- hverjum gömlum ábúanda gæti dottið í hug að krefjast skaðabóta, þegar ljóst verður að þúfurnar hans voru gulls ígildi. Enn hefur enginn hótað rikinu með bótakröfum eða leigu- töku. En samgönguráðherra hikar ekki við að hóta Reykvíkingum öllu illu ef þeir leyfi sér að kjósa öðruvísi en honum hugnast í komandi kosn- ingum. Ef ákveðið verður að flytja miðstöð innandlandsflugsins út fyrir núver- andi svæði, eins og t.d. út í Skerja- Qörð, þá skulu Reykvíkingar borga það af eigin skattfé, segir samgöngu- ráðherra. Lögin segja þó annað því bygging flugvalla heyrir undir rikið en skipulag Reykjavíkur undir borg- aryfirvöld. Og borgarbúar geta látið hótun samgönguráðherra sem vind um eyru þjóta. Steinunn Jóhannesdóttir úandi í Hafharfirði til einkaaðila? Hvatning til betra skólastarfs Einkavæðingardella j „Samfélag okkar /{.. hefur tekið mikl- ■[ um breytingum á VBr skömmum tíma og við munum I ná- inni framtíð upplifa margs konar nýja strauma sem hafa áhrif á líf okkar. Við verðum því t.d. að geta brugðist við þeim væntingum sem gerðar eru til nútimalegs skólastarfs. Til þess leita bæj- aryfirvöld í Hafnarfirði nýrra leiða sem að okkar mati munu stuðla að aukinni hvatningu til betra skóla- starfs, auknum sveigjanleika í innra starfi skóla og aðhaldi við fjármála- stjóm. Meginmarkmiðið er ekki að spara peninga en við viljum gjarnan nýta fiármuni almennings betur. Meginmarkmiðið er fyrst og fremst að tryggja þró- un og grósku í starfi grunn- skólanna hér í Hafnarfirði. Þetta nýja rekstrarform einkaframkvæmdar teljum Magnús við aö sé vænlegur kostur til Gunnarsson Þess- bæjarstjóri Hér er þó um tilraunastarf að ræða og ef samþykkt verð- ur í bæjarstjóm að fara þessa leið munum við sækja um undanþágu til menntamálaráðuneytis þar sem um tilraunaskóla sé að ræða. Það er bjargföst sannfæring mín að aukin samkeppni í skólastarfi muni leiða af sér betri skóla fyrir alla.“ ; i ”^g er a^aiað á I móti þessum áformum. Það hef- f ur alla tíð legið fyr- ir. í grunnskólalög- um segir að sveitarfélögum sé skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga. Það er hægt að framselja tO byggðasamlags en ekki einkaaðila. Heimildar- ákvæðið um tilraunaverkefni í grunnskólalögum snýr að kennslutilhögun, stundafiölda, kjósa að senda börnin sín í þá og þeir uppfylla skilyrði. Þaö getur hins vegar aldrei gengið að sveitarfélag þvingi íbúa í einu skólahverfi til að senda bömin sín í einkaskóla eins og hér er meiningin. Þessi einka- væðingardeOa er komin út fyr- ir alla skynsemi. Við getum einkarekið byggingar eða starfs- tíma skóla og þess háttar en ekki því grundvaOaratriði að sveitarfélagið skuli halda skóla fyrir sín börn. Auk þess stundum við ekki tilraunastarf- semi með börnin okkar. Ég hef ekkert á móti einkaskólum ef forráðamenn Guðmundur Rúnar Árnason stjómmáíafræóingur höfnina t.d. en ekki grundvaU- ““arsamfélagsþjónustu. í bamaskap sínum hefur þessi meirihluti gert ýmislegt sem er ekki hægt annað en að brosa að. Sumt hef- ur að vísu verið grátbroslegt. Þetta er bara grátlegt. Ég treysti því að menntamálaráðherra komi í veg fyrir þessa vitleysu." Snarpar dellur hafa fylgt í kjölfar þelrrar ákvörðunar meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að bjó&a kennslu vlð hlnn nýja skóla í Áslandi út. Minnihlutinn er alfarið á móti þeirri tllhögun og nefnir hana „útboösvöru í blindrí pólitískri einkahyggju bæjarfulltrúa Sjálfstæöisfiokks og Framsóknarflokks. „Meirihlutinn átelur minnihiutann fyrir „þröngsýni og skort á framtíöarsýn“. markvisst farnir að miða að því að sækja sitt vinnuafl t.d. tO stórmark- aða, þar sem oft væru þjónustulund- aðir starfsmenn á mun lakari kjör- um en í boði væru hjá strætisvagna- fyrirtækjunum." Til marks um uppgjöf Er að undra að starfsfólk hrökkvi við þegar skipulagsbreytingar á þess- um forsendum eru ræddar. Þetta er dulbúin einkavæðing sem hér er á ferðinni. Ég tek undir það sjónarmið sem kom fram í leiðara Jónasar Har- aldssonar í DV hinn 23. janúar síðast- liðinn að efla þarf almenningssam- göngur á höfuðborgarsvæðinu í kröft- ugu samstarfi sveitarfélaganna. Þetta má gera tO dæmis í byggðasamlagi eða með annars konar samhæfingu. Ég tel hins vegar þær tOlögur sem hér eru á ferðinni spor aftur á bak og reyndar finnst mér þær vera til marks um uppgjöf. En það er önnur saga. Það sem ég furða mig mest á er að þessar tOlögur skuli yfirleitt sett- ar fram því þær ganga þvert á yfir- lýsirigar borgarstjóra frá síðastliðnu vori. - Stendur ekki einhvers staðar skrifaö að orð skuli standa? Ögmundur Jónasson Óvenjulegt en skiljanlegt „I raun var erfitt að búa viö það sérkenni- lega ástand að úrskurð- ur Hæstaréttar í dóms- málinu væri túlkaður út og suður og hann beinlínis notaður tO að styðja fuOyrðingar um að vísvitandi væri veriö að kaOa þing- ið saman tO að brjóta stjómarskrá lýð- veldisins. Það er óvenjulegt að Hæsti- réttur svari erindi af þessu tagi en skOjanlegt þegar skoðað er í hvers kon- ar ógöngur umræðan var komin.“ Tómas Ingi Olrich alþm. í Mbl. 26. janúar Samgöngumannvirkið „Reykjavík er fyrir löngu hætt að vera borg fyrir fídk, hún er ekki einu sinni bær fyrir hús. Höfuðborgin er samgöngumannvirki þar sem bflar og flugvélar þeytast um malbikið með sí- vaxandi þunga. Nema flugumferðin eykst ekkert og er Miðbæjarflugvöllur- inn verst nýtti þriggja brauta mifli- landaflugvöOur og því sá dýrasti í víðri veröld. En þá fávisku vifl enginn láta reikna út fyrir sig. Síst af öllu hollvin- imir í Ráðhúsinu og þinghúsinu." Oddur Ólafsson i Degi 24. janúar „Breytilegur veiðanleiki“ „Mistekist hefur hvað eftir annað að „byggja upp“ hrygning- arsto&iinn með friðun. Nýjasta dæmið er nú týndi árgangurinn frá 1993. TölfræðOeg niður- staða í fyrravor var ekki gamla tuggan; „við höfum ofmetið stofnhin" - heldur ný tugga: „breytOeg- ur veiðanleOd" ... Tölfræðin reiknar sjálfvirkt að þorskurinn hafi ekki verið tO í því magni sem áður var reiknað, með sömu aðferðinni.... Siðasti út- reOmhigur er afltaf heilagur - árlega." Kristinn Pétursson framkvstj. i Morgunblaðinu 26. janúar Öryrkjar í alfleti „Óskaástand mann- eskjunnar er að gera ekki neitt. Við emm því afltaf að strita tfl þess eins að gera ekki neitt. Þetta er eflífðar- vél lifsins, eOifðarvélOi í okkur. Þessa eOífðar- vél hefur fóOc á takteOium þegar það heilsast á götu og spyr: Jæja, ekki afltaf nóg að gera? Þjóðin slítur sig frá volgu bælinu tfl að gera eitthvað svo hún hafi efni á húsi og sjónvarpi... Árið 2100 verður loksOis kominn botn í öryrkjamálið því þá verðum við öfl orðin að löggOtum öryrkjum... Hver og einn liggur í alfletinu sínu og nennir aldrei út úr því.“ Úr Skika Dr. Gunna I Fókus 26. janúar Félagsleg réttindi félagslegar skyldur Dómur Hæstaréttar frá 19. desem- ber sl. í öryrkjamálinu er m.a. tfl marks um vaxandi íhlutun dómstóla um mótun réttarins og aukna áherzlu á félagsleg mannréttindi, nánar tOtekið efnahagsleg og félags- leg réttindi. Lengi hefur verið greint á mifli frelsisréttinda, þar sem mönnum er mæltur réttur til að vera lausir und- an afskiptum, og íhlutun annarra, og er þá ríkisvaldið einkum haft í huga, og svo félagslegra réttinda sem fela í sér tilkall á hendur samfélaginu tO framlags, eins og t.d. aö öflum, sem þurfa, sé í lögum tryggður réttur til aðstoðar vegna örorku, svo sem m.a. er mælt í 65. gr. stjórnarskrárinnar. Þessum áskilnaði var að dómi meiri- hluta Hæstaréttar ekki fullnægt; minnihiutinn taldi á hinn bóginn að dómstólar ættu ekki að hlutast tfl um mat löggjafans á þessu sviði. Félagslegum réttlndum tll framdráttar Félagslegum réttindum hefur lengst af verið skipað skör lægra en frelsisréttindum, ekki af því að þau kunni ekki að vera mönnum jafn- mikilvæg, heldur hitt að með þeim eru lagðar kvaðir á aðra þegna þjóð- félagsins og frelsi þeirra skert sem því nemur, t.d. ráðstöfunarréttur á fiármunum vegna hærri skatta. Þró- unin hefur þó orðið félagslegum rétt- indum tfl framdráttar sem birtist í því aö bæði löggjafar og dómstólar leitast nú við að gefa ákvæðum þar að lútandi efnislega merkingu sem þegnar þjóðfélagsins geti skírskotaö beint tO. í öryrkjamálinu var stigið stærra skref i þessa átt en hingað til hefur verið gert. Við endurskoðun mannréttinda- kafla stjórnarskrárinnar, sem tók gildi 1995, var fastar mælt fyrir um réttindi þegnanna en fyrr. Þar á meðal voru félagsieg réttindi rýmkuð frá því sem verið hafði en með almennari orðum. Ymprað hefur verið á því í um- ræðum undangenginna daga, að þeir sem stóðu að stjómarskrárbreyting- unni 1995 hafi ekki gert sér fufla grein fyrir afleiðingunum. Sjálfur varaði ég við einhliða áherzlum á réttindagreinar, m.a. á árunum 1994- 95, og raunar fyrr, og dró saman skoðanir mínar í ritgerðinni „Stjórn- arskrá og mannréttindi" í Skírni, hausthefti 1995. Athugasemdir Hjör- dísar Hákonardóttur birtust síðan i Skími, hausthefti 1997, í ritgerðinni „Réttur og skylda“. Að öðru leyti hafa engin viðbrögð oröið en ég hef ekki lokið skrifum mínum þótt dráttur hafi orðið. - Og hvað skyldi nú annars mæla gegn rétt- indagreinum? Afleiðingar réttindagreina í skjóli þeirra má afltaf búast við að afmarkaðir hagsmunir - oft tímabundnir - gangi framar al- mannahagsmunum og sýna vax- andi áhrif þrýstihópa þetta svo að ekki verður um villzt. Þótt þeir sem minna mega sín geti myndað “ slíkan hóp og notið ávinnings af rétt- indagreinum er reynslan sú að þeir sem betur mega bera jafnan hæstan hlut að leikslokum. Vaxandi mis- skipting auðs og aðstöðumunur er sí- feflt tfl umræðu, og varla án tOefnis, þrátt fyrir afla áherzlu á jöfnuð og réttlæti með vísan til mannréttinda. Þegar þrýstihópamir leika lausum hala með réttindakröfur að leiðar- ljósi magnast andstæður mifli þegn- anna innbyrðis og kröfur á hendur stofnunum þjóðfélagsins, ríki og sveitarfélögum, um fiárútlát og aðra fyrirgreiðslu verða háværari. Afls þessa sér nú merki víða um Vestur- lönd, ekki sízt hér á landi. Hvernig ber að bregðast viö? Réttindagreinar mótuðust í Evr- ópu í átökum við einveldið. Nú heyr- Kjallari Sigurður Líndal prófessor ir það sögunni tfl og staða manna er önn- ur. Þetta ber að við- urkenna með því aö^ ganga að frelsi og réttindum vísum og leggja þau gildi til grundvallar. Það merkir að ríkisvaldið hvílir á samfélags- sáttmála - ekki vald- boði - og við það hafa menn tekið á sig “” skyldur og bera þá jafnframt ábyrgð. Kröfur reistar á fé- lagslegum réttindum verða þá ekki skoðaöar í ljósi þess hver sé réttur manna heldur hvaða skyldur sé rétt að leggja á þegna þjóðfélagsins. Nú fylgjast réttindi og skyldur vissulega að en með þessu yrði breytt um áherzlur sem fælu jafn- framt í sér breytingu á viðhorfum,. þannig að spurt yrði um skyldur við samþegna og þjóðfélagið, en ekki réttindi. Og dómstólar landsins mætu hversu langt þessar skyldur næðu, en ekki hvern rétt menn hefðu. Þegar mannréttindi, og þá sér- staklega félagsleg réttindi, hafa verið sett jafnmikið á oddinn og raun ber vitni er þetta óhjákvæmfleg við- horfsbreyting ef mannréttindi eiga ekki eftir að snúast í andhverfu sína. Sigurður Líndal „Nú fylgjast réttindi og skyldur vissulega að, en með þessu yrði breytt um áherzlur sem fœlu jafnframt í sér breytingu á viðhorfum þannig að spurt yrði um skyld- ur við samþegna og þjóðfélagið en ekki réttindi. “ <.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.