Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 32
fi FRÉTTASKOTI0 SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notaö í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 Guöni Ágústsson: Gleðst yfir útkomunni „Ég gleðst yfir þessari útkomu Framsóknarflokksins. Framsóknar- flokkurinn og rík- isstjórnin var bor- in röngum sökum í öryrkjamálinu svonefnda og galt fyrir það í síðustu skoðanakönnun. Það er og hefur verið ætlun okkar að veita samhjálp- inni á þá sem verst eru settir. Á þessu eru menn að átta sig,“ segir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra. -aþ Össur Skarphéðinsson: Persónuleg vonbrigði „Þetta eru von- brigði fyrir mig persónulega því Samfylkingin hefur staðið sig ákaflega vel í síð- ustu lotu. Eina skýringin sem ég finn á þessu er atvikið þegar leið yfir heilbrigðisráðherra í beinni út- sendingu og þjóðin taldi að ég hefði látið mér fátt um finnast. Ég trúi að famfylkingin sé að súpa seyðið af ví í þessari mælingu," segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylk- ingar, um niðurstöður skoðana- könnunar DV. -aþ Björn Bjarnason: Munum sækja í okkur veðrið „Þetta sýnir miklar sveiflur í fylg- inu og sýnir líka að það er að skila sér sem við höfum verið að segja um málflutning manna i öryrkja- málinu,“ sagði Björn Bjarnason menntamálaráð- herra. „Mér kem- ur á óvart að Sjálf- stæðisflokkurinn skuli ekki bæta við sig meira fylgi miðað við fylgisaukningu Framsókn- arflokksins. Framsóknarflokkurinn virðist styrkja sig á þessu en Sam- fylkingin sveiflast svona gífurlega mikið niður enda hefur málflutning- ur formanns hennar ekki verið trú- verðugur í þessu.“ Björn telur að fylgið eigi eftir að skila sér og jafna sig aftur. „Fram- sóknarflokkurinn sækir í sig veðrið sem er ágætt og við munum sækja í okkur veðrið aftur, ég er sannfærð- jjir um það.“ -ss Stórbruni við Grandagarð Mikill eldsvoði varö á laugardagsmorgun í gamla Bæjarútgerðarhúsinu við Grandagarð. Eldurinn kom upp á annarri hæð hússins þar sem endurbætur hafa staðið yfir að undanförnu og stóð tii að tölvufyrírtækið Stefja flytti starfsemi sína 1 húsið í þessari viku. Minnihlutinn í Hafnarfirði vissi ekki um fund eftirlitsnefndar: Segir bæjarstjóra hafa leynt gögnum. einungis um að ræða fundarboð, segir Magnús Gunnarsson Fulltrúar Samfylkingar í bæjar- stjóm Hafnarfjarðar gagnrýna bæjar- stjóra harðlega vegna þess að þeim var ekki kunnugt um bréfaskipti bæjarstjómar og eftirlitsnefndar fé- lagsmálaráðuneytisins. Hlutverk nefndarinnar er að skoða sveitarfélög með bága fjárhagsstöðu og var Hafnar- Sörður eitt tuttugu sveitarfélaga sem lentu í slíkri skoðun. Bæjarstjórn mun hafa borist bréf frá nefndinni um miðj- an desember og sent svarbréf í kring- um 10. janúar. „Við fréttum af þessu máli i fjöimiðlum og þá var bæjarstjóri búinn að liggja á erindinu og að minu mati fela þetta fyrir okkur. Þetta er ekki einkamál bæjarstjórans og hon- um ber að leggja gögn sem þessi á borð bæjarráðs," segir Lúðvík Geirsson, fulltrúi Samfylkingar. Að sögn Lúðvíks er það auðvitað viðkvæmt mál þegar bæjarfélag er komið undir smásjá eftirlitsnefndar en það liggi á borðinu að málið hefði átt að leggja fyrir bæjarráð. Á fundi bæj- arráðs í vikunni lögðu Lúðvík og Jóna Dóra Karlsdóttir fram fyrirspum í níu liðum vegna málsins. Þar spyrja þau í hvers umboði nefndinni hafl verið svarað, hvort fleiri erindi ffá opinberum að- ilum séu afgreidd á þennan hátt og hvort bæjarfulltrú- ar Samfylkingar megi eiga von á slík- um vinnubrögðum í framtíðinni. „Menn em gripnir í bólinu og þetta er auðvitað þvert á alla stjómsýslu og eðlileg vinnubrögð. Ég hef jafnvel ástæðu til að ætla að fleiri erindi liggi á borði bæjarstjóra sem við fáum ekki að sjá,“ segir Lúðvík en kveðst jafn- framt undrandi á því að eftirlitsnefnd in skuli einvörðungu leita upplýsinga hjá meirihluta bæjarstjómar. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði hafnar því að nokkuð óeðlilegt hafi verið með vinnubrögð meirihlutans í málinu. „í bréfinu vora bæjarstjóri og forseti bæjar- stjóra boðaðir á fund. Ég mætti á þennan fund og gerði siðan grein fyrir málinu í bæj- arráði þannig að málið var ekkert óeðlilegt frá mín- um bæjardyram séð.“ Magnús segist á fundinum með eft- irlitsnefnd eingöngu hafa lagt fram gögn sem áður höfðu verið lögð fram í bæjarstjórn Hafnarfjarðar, árseikning, rammaflárhagsáætlun og fleiri gögn og eftirlitsnefndin hafi eftir það ekki talið þörf á að gera nokkuð frekar í málinu. „Við höfúm áður verið kölluð á svona fund og ekkert óeðiilegt við að fylgst sé með flármálum sveitarfélagsins. Ég mætti á fundinn og gerði bæjamáði grein fyrir því.“ -aþ/-ss Magnús Gunnarsson. Lúövík Geirsson. Ástand slæmt í Bolungarvík eftir gjaldþrot Nasco: Verkalýðsleiðtogar á fund ráðherra Ætli við verðum ekki að nota þolimæðina og treysta á guð og lukkuna“ segir Ólafur Kristjánsson, bæj arstj óri Bolungarvíkurkaupstað- ar eftir ljóst varð að samningavið- ræður við þann aðila sem átti hæsta tilboðið í rækjuverksmiðju NASCO tókust ekki. Tekin var sú ákvörðun hjá Byggðastofnun að leggja ekki meiri fjármuni í þann rekstur, en eins og kunnugt er var Byggðastofn- un stærsti kröfuhafinn. Ölafur segir að um 75 manns séu nú á atvinnu- leysisskrá í bænum og fari ástandið ekki að skýrast óttast hann fólks- flótta. Verkalýðsleiðtogar af staðnum fóru til Reykja- víkur í gær og búist er við heim- sókn félagsmála- ráðherra seinna i vikunni þannig að verið er að leita leiða til að laga ástandið. „Það eru allir sammála um að þær lausnir sem finnast þurfi að vera til frambúðar, það er óásættan- legt að bjóða fólkinu sem hér býr, og bæjarfélaginu sem heild, upp á ann- að“ segir Ólafur. Kristinn H. Gunnarsson, formað- ur stjómar Byggðastofnunar, segir að næstu skref í þessu máli verði ákveðin nú í vikunni. „Stofnunin mun skaðast gríðarlega á þessu gjaldþroti og við munum leggja áherslu á að verja okkar kröfur. Einnig verðum við á einhvern hátt að reyna að stuðla að því að at- vinnurekstur hefjist að nýju.“ Krist- inn segir að staðan í atvinnulífi landsbyggðarinnar fari versnandi og að erfið mál séu að koma upp, eins og á Bolungarvík, en að stofn- unin hafi verið búin að leggja mikla peninga í þau. „Stundum borgar sig ekki að bæta í þegar ástand er mjög tvisýnt." -ÓSB Steingrímur J. Sigfússon: Maklegt að ríkisstjórnin fái á baukinn Steingrímur J. Sigfússon sagði nið- urstöðuna koma sér nokkuð á óvart. Hann bendir á að það sé lítið breytt frá fyrri könnun að fylkingar stjómar og stjóm- arandstæðinga séu nokkuð jafnar. „Það sýnir að stjómarandstaðan í heild sinni hefur sótt í sig veðrið og ég er ánægður með það og mér finnst maklegt að ríkis- stjómin fái á baukinn. Við höfúm enn styrkt okkar stöðu og ég get ekki ann- að en verið ánægður með það. Þetta er áframhald á þeirri þróun sem staðið hefur býsna lengi, við höfum jafnt og þétt sótt í okkur veðrið." Steingrímur sagðist ekki geta neitað því að sú sveifla sem virtist koma fram miili Samfylkingar og Framsóknar- flokks kæmi sér á óvart. „Ég hlýt þó að lýsa sérstakri ánægju minni með að þetta er staðfesting á því að Sjálf- stæðisflokkurinn er á verulegri nið- urleið." -ss Margrét Sverrisdóttir: Eigum fastafylgl „Ég trúi því að við eigum fasta- fylgi,“ segir Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. „Við höfum aldrei mælst nema í kringum 2%, bæði fyrir og eft- ir kosningar, en við fengum meira. Ég held að þetta sé meðal annars vegna þess að töluvert af okkar stuðnings- mönnum sem eru sjómenn eru ekki við símann.“ Margrét segist að sjálfsögðu vilja sjá fylgið vaxa. Hún sagðist bjarsýn og vonast til að flokkurinn bætti smám saman við sig. „En það er greinilegt að stjórnarliðar mega svolítið vara sig.“ -ss Fjöldaslagsmál Lögregla í Reykjanesbæ var kvödd í Garðinn aðfaranótt sunnudagsins en þar höfðu brotist út slagsmál á Klapp- arbraut. Þegar lögreglu bar að garði vora mestu átökin um garð gengin; enginn var handtekinn en tveir vora fluttir til aðhlynningar á Sjúkrahúsið í Keflavík. Þeir munu ekki alvarlega slasaðir en annar þeirra er að likind- um nefbrotinn. Að sögn lögreglu vora óróseggimir úr Reykjanesbæ og hafa mennimir tveir, sem slösuðust, kært atvikið til lögreglu. -aþ Heihudýnur í sérflokki! Svefn&heilsa ★ ★★★★ ^^^heilsunnar Reykjavík581 2233 Akureyri 461 1150 tilboösverö kr. 2.750,- Merkilega heimilistækiðS Nú er unnt að o merkja allt á § heimilinu, ^ kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport___ Rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.