Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 9
^ MÁNUDAGUR 29. JANUAR 2001 I>V Fréttir Mikil aukning mála hjá lögreglunni á Akureyri: Umferðarslysin allt of mörg — segir aðstodaryfirlögregluþjónn í bænum DV, AKUREYRI: Slysin í umferðinni eru allt of mörg, sem og hraðaksturinn og ým- islegt sem tengist akstursmáta manna. Þetta er einna mest sláandi þegar maður horfir yfir málaflokka síðasta árs," segir Ölafur Ásgeirs- son, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Akureyri. Lögreglan á Akureyri fékk alls 6.493 mál til meðferðar á síðasta ári og fjölgaði málum um rúmlega 400 frá árinu áður. Hæsta talan í málaskránn ier 1.692 undir liðnum „ókuhraði" sem segir að svo margir ökumenn hafl verið teknir fyrir of hraðan akstur. „Það er algjör óþarfi að menn aki á þeim hraða að við þurfum að taka svona marga fyrir hraðakstur en lögreglan er alltaf á ferðinni og tek- ur því á þessu vandamáli. Af þess- um fjölda tókum við um 800 manns utan Akureyrar, í Öxnadal, á Ólafs- fjarðarvegi, á Svalbarðsströnd og í Eyjafjarðarsveit, alls staðar eru menn að aka of hratt. Annað sem vekur athygli manns er að tala þeirra sem ekki nota bílbelti er geysilega há eða hátt í fimm hund- ruð manns. Af þessu hljótast slys- in," segir Ólafur. Málin sem tengjast brotum á um- ferðarlögum eru hátt í fimm þúsund talsins en mál sem heyra undir hegningarlagabrot eru hátt í þús- und talsins. Þar er mest urri þjófnaði en 422 slík mál komu til kasta lög- reglunnar á síðasta ári, 68 innbrot voru kærð og 67 líkamsárásir. Undir liðinn „sérrefsilagabrot" féllu 127 mál og þar voru fíkniefna- brot langflest eða 64. „Þessi tala er lægri en hún var árið 1999 en þá verða menn að hafa í huga að geysi- legur fjöldi fíkniefnabrota kom upp í tengslum við hátíðina Halló Akur- eyri 1999. Það ár voru fíkniefnabrot 95 þannig að þeim fækkaði mikið. Þau eru samt sem áður allt of mörg, því miður," segir Ólafur. -gk Tálknafjörður: Ný kirkja risin á Þinghóli Á Þinghóli í Tálknafirði er risin glæsileg kirkjubygging. Áriðl993 voru fyrstu hugmyndir að nýrri kirkju á Tálknafirði fyrir alvöru teknar fyrir af safnaðarstjórn en ekki fékkst samþykki fyrir því að fara út i byggingu þá og var hug- myndin geymd en ekki gleymd. I um og standa vonir til að hægt verði að vígja kirkjuna á hausti komanda. Þetta er timburhús og það eitt og sér er sérstakt því ár og dagar eru liðn- ir síðan timburkirkja var byggð á Is- landi svo vitað sé. Kirkjan er 210 fer- metrar að grunnfleti en heildarfer- metrafjöldi með kórlofti er 280. margar góðar minningar þaðan. Þess má geta að gefin hafa verið út minn- ingarkort Stóra-Laugardalssóknar til fjáröflunar fyrir byggingarsjóð. -KA utsa fcv Enn meiri verölækkun allt að afstáttur VERÐDÆMI; barnaúlpa ZAW^- 990.- húfa og trefill AÆ^- 799.- peysa skolataska star waars barbee úr ^mr- 299. ^Q&T- 499.- ^QmT- 499.- ^mr:- 499.- Opnunartími: Mán.-fim. oglau. kl. 10-18 Fös. kl.10-19. Sun. kl.12-17 Nýja kirkjan er afar glæsileg og setur mikinn svip á bæinn þar sem hún stendur uppi á Þinghóli. mars 1997 hófst svo undirbúningur að hönnun hússins. Arkitekt er Elísabet Gunnarsdótt- ir á ísafirði og hefur hún unnið verk- ið 1 nánu samráði við byggingar- nefnd kirkjunnar en þar er Sigurður Magnússon formaður og jafnframt yfirsmiður byggingarinnar. Aðal- safnaðarfundur samþykkti svo bygg- inguna 1999 og var fyrsta skóflustungan tekin 6. maí. 2000 af biskupi íslands, Karli Sigurbjörns- syni, Eydisi Huldu Jóhannesdóttur, fulltrúa yngri kynslóðarinnar, og Friðriki Kristjánssyni, fulltrúa eldri borgara. Kirkjan varð fokheld nú .i desem- ber sl. og verður haldið áfram allt til loka verksins ef allt gengur að ósk- Kostnaður við bygginguna er kom- inn í 22 miljónir í dag en heildar- kostnaðaráætlun er 40 milljónir. Til gamans má geta þess að sókn- arpresturinn Séra Sveinn Valgeirs- son var með „afstressunarstund" í nýju kirkjunni á Þorláksmessukvöld og komu nærri tvö hundruð manns með kertaljós og áttu saman nota- lega kyrrðarstund. Nýja kirkjan mun setja mikinn svip á bæinn þar sem hún stendur uppi á Þinghóli og blasir þar við bæjarbúum. Stóra-Laugardalskirkja hefur þjónað Tálknfirðingum vel allt frá þvi að hún var vígð í febrúarbyrjun 1907 og verður hún notuð áfram að einhverju leyti enda fallegt og nota- legt guðshús og eiga bæjarbúar Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Skagafjarðar: Aðalf ramkvæmd við gagnfræðaskólann DV, AKUREYRI: Síðari hluti framkvæmda við Gagnfræðaskólann á Sauðárkróki er langstærsta framkvæmd sveitarfé- lagsins Skagafjarðar á árinu en fyrir- hugað er að taka skólann í notkun í haust. í sumar á að vinna fyrir 150 millj- ónir króna við skólahúsið en fyrri hluti framkvæmdanna kostaöi svip- aða upphæð. Af öðrum verkefnum samkvæmt fjárhagsáætlun má nefna að verulegar framkvæmdir verða við höfnina og varðandi hitaveitumál verður unnið fyrir tugmiUjónir króna. Þar má nefna endurnýjun á stofnlögn á hálfri leiðinni milli Sauð- árkróks og Varmahlíðar en sú fram- kvæmd kostar um 40 milljónir króna. Að sögn Snorra Bjórns Sigurðsson- ar sveitarstjóra stendur til að greiða niður lán fyrir um 130 milljónir króna á árinu en lánsþörf sveitarfé- lagsins í ár er um 150 milljónir króna. Útsvar verður 12,7%, eða hæsta leyfilega útsvar, þá hækkar sorphirðugjald um 20% en það hefur ekki hækkað í mörg ár. -gk Þegar bíltæki skipta máli ¦B Komdu með bílinn -við græjum hann Verðfrá 19.900,- Setjum tækið íbílinn þér að kostnaðarlausu Líttu við íglæsilegri hljómtækjaverslun okkar og upplifðu stemmninguna BRÆÐURNIR :#1QRMSSQN Lágmúla 8 • Sími 530 2800 www.ormsson.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.