Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.2001, Blaðsíða 12
12 ______________________MÁNUDAGUR 29. JANÚAR 2001 Skoðun x>V Spurning dagsíns Á að selja léttvín í matvöruverslunum? Kári Guölaugsson nemi: Já, af hverju ekki? Saga Ýrr Jónsdóttir nemi: Já, þaö myndi auövelda mér lífiö mikiö. Ellý Vilhjálmsdóttir: Já, þaö eru sjátfsögö mannréttindi. Viö eigum aö fylgja hinum Noröurlöndunum. Aöalmundur Sævars: Já, fáránlegt aö ríkiö hafi einkasölu á áfengi. Garðar Sverrisson, Steingrímur J. Sigfússon, Össur Skarphéöinsson. Hljóta aö verða ofsalega glaöir viö málalyktir. Pólitískt lýðskrum Óiafur Gíslason skrifar: Jæja, þá verður farið í það að borga út um það bil einn milljarð til þeirra öryrkja sem vegna hjúskap- arstöðu sinnar höfðu það einna skást i peningalegu tilliti. Þá hljóta þeir Össur Skarphéðinsson, Garðar Sverrrisson, Steingrímur J. Sigfús- son, og allir verkalýðsforingjarnir að verða ofsalega glaðir. Sennilega er þjóðin líka kát yfir því að þessu máli sé að nokkru lok- ið. En það er þó ekki svo. Garðar, formaður Öryrkjasambandsins, seg- ir það svartasta dag í sögu lýðveld- isins að ekki skyldi borgað meira til þessa hóps. - Upphæðin sem fer til þeirra sem mest var dregið af vegna hárra tekna maka er um það bil ein og hálf milljón. Ef farið hefði verið að vilja ofan- „Þegar upp verður staðið og moldviðrinu slotar má reikna með að velferðar- kerfi okkar verði orðið svo dœldað og skemmt að mörg ár taki að vinna sig út úr óskapnaðinum. “ nefndra dánumanna hefði upphæð- in verið um þrjár milljónir. í við- talstíma á Skjá einum, sl. mánudag, sagðist Vilborg Traustadóttir, for- maður MS-félagsins, fá eina milljón, en vinkona hennar sem er öryrki og tveggja barna móðir í basli fengi ekkert. Sennilega vegna þess að hún á ekki vel skaffandi maka. Eitt tilvik þekki ég þar sem stöndug hjón létu verða af því að endumýja Mercedes Benz-bifreið sína. Hvort þau gerðu það vegna þess að annað þeirra er öryrki og á ávísun upp á eina og hálfa miiljón á leið í pósti hef ég ekki hugmynd um. Einhvern veginn held ég að al- menningur hafi ekki almennt áttað sig á þvi að hér er á ferðinni eitt- hvert ljótasta pólitíska lýðskrum í sögu lýðveldisins. Jafnaðarmennska og gömlu gildin - að hjálpa þeim er verst standa - fokin út í veður og vind. Þegar upp verður staðið og moldviðrinu slotar má reikna með að velferðarkerfi okkar verði orðið svo dældað og skemmt að mörg ár taki að vinna sig út úr óskapnaðin- um. Ágætu landsmenn og sérstak- lega íjölmiðlamenn; Vöknum og stöndum vörð um þá er minnst mega sín. Ofannefndir piltar gera það ekki! Dómsorð hæstaréttar - um greiðslur til öryrkja Ingibjörg Sigtryggsdóttir skrifar: Stefnda, Tryggingastofnun ríkis- ins, var óheimilt frá 1. janúar 1994 á grundvelli 2. mgr. 4. gr. reglugerðar nr. 485/1995 að skerða tekjutryggingu örorkulífeyrisþega í hjúskap með þvi að telja helming samanlagðra tekna beggja hjóna til tekna lífeyrisþegans í því tilviki er maki lífeyrisþegans er ekki lífeyrisþegi. Mér er spurn: Hvernig var mögu- legt að rangtúlka og/eða snúa út úr þessum dómsorðum? Dómurinn segir skýrt, að skerðing tekjutryggingar vegna tekna maka sé óheimil og enginn vafi leikur á þvi að ríkisstjórninni ber að sjá til þess að Tryggingastofnun greiði þeim ör- yrkjum sem hér eiga hlut að máli það „Enginn vafi leikur á að dómurinn gildir einnig um kjör ellilífeyrisþega þar sem þeir hafa mátt sæta svipuð- um skerðingum á lífeyris- greiðslum frá Trygginga- stofnun. “ sem á vantar tekjutryggingu, ásamt með vöxtum, fyrir það tímabil sem hér um ræðir, eða frá 1. janúar 1994. Enginn vafi leikur á að dómurinn gildir einnig um kjör eliilífeyrisþega þar sem þeir hafa mátt sæta svipuð- um skerðingum á lífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun. Enginn vafi leikur heldur á að hækka verður bætur almannatrygginga til þeirra sem minnst hafa, því það er þjóðar- skömm að ætla öryrkjum og ellilíf- eyrisþegum að lifa langt undir nauð- synlegum afkomutekjum. Forsætisráðherra hefur lagt mikla áherslu á að fræða landsmenn um það að verið sé að krefjast kjarabóta fyrir hátekjufólk. Þá hafa verið nefnd- ar tekjur upp á 200.000 til 500.000 kr. Ef til vill vita þessir menn ekki við hvaða tekjumörk tekjutrygging ör- orkulífeyrisþega byrjar að skerðast. Þá þurfa þeir að fræðast um það. Hvergi annars staðar gæti ríkis- stjórn setið óáreitt áfram eftir slíka framgöngu. Ríkisstjórninni ber því að segja af sér. - Framganga hennar er orðin þjóðinni til skammar um all- an hinn siðmenntaða heim. Dagfari Engan fjandans flugvöll Reykjavíkurflugvöllur er bölvuð kvöl og pína. Dagfari er alveg sammála öllum þeim sérlunduðu Reykvikingum og Kársnesbúum sem vilja flugvöllin burt og þá er alveg sama hvurt. Hvað eiga Reykvíkingar svo sem að vera að púkka upp á flugbrautir inni í miðri höfuðborginni. Flugbrautir sem taka upp óhemju pláss þar sem byggja mætti í það minnsta flmm eða sex nýjar Kringlur eða Tvíbökur eða hvað sem menn vilja ann- ars kalla þessar verslunarmaskínur. Það eru líka ýmsir aðrir fletir á þessu blessaða flugvallarmáli sem Dagfari skilur hreint ekkert i. Hvernig i ósköpunum hefur það fengið að viðgangast undir stjórn vinstri- manna í borginni að það sé verið að flagga og jafnvel dásama í bæklingum á kostnað borgar- innar hernaðarmannvirki? Hvar eru nú friðar- sinnar og herstöðvaandstæðingar? Ef mönnum skjátlast ekki, þá var Reykjavíkurflugvöllur frá upphafi hannaður undir vígvélar og drápstól. Það var breski herinn sem hróflaði þessu upp eftir að hafa hertekið ísland. Eins og þeim var einum lagið þá völdu þeir fúlan forarpytt undir þessa starfsemi í miðri Vatnsmýrinni, sannar- lega staður sem hæfði svo göfugu hlutverki. Nú, en með fjandans seiglunni, þá tókst Tjöllunum Því skal nú henda flugvellinum burt, skítt þó einhver þjónustufyr- irtœki í borginni tapi viðskiptum og borgin um leið aðstöðugjöldum og útsvari. Hann skal samt burt. að troða svo miklu grjóti í drullusvaðið að það hætti að vera mýri. í áranna rás hefur svo enn verið bætt um betur og nú er leitun að því fyrir- bæri sem eitt sinn hét með réttu Vatnsmýri. Eins og íslendingum var einum lagið, þá þótti tilhlíðilegt að græða á þessu fjandans hermangi og nýta mannvirki til einhvers brúks. Var því komið upp aðstöðu fyrir inn- anlandsflug og þótti bara skrambi gott að hafa það svona steinsnar frá miðbænum. Fluginu óx fiskur um hrygg og einnig öll- um þeim þjónustuaðilum sem í dag græða stórar fúlgur á þjónustu við Reykjavíkurflug- völl. Það þurfti heldur ekki lengi að bíða eft- ir því að fleiri en flugrekstraraðilar ásældust flugvallarstæðið í Vatnsmýrinni. Einhverjir snjallir hagspekingar hafa nefnilega fundið það út að peningar verði til í fjandans mýr- inni. Þvi skal nú henda flugvellinum burt, skítt þó einhver þjónustufyrirtæki í borginni tapi viðskiptum og borgin um leið aðstöðugjöld- um og útsvari. Hann skal samt burt. Dagfari er líka á því að þegar í stað verði ákveðið að byggja nýjan Reykjavíkurflugvöll eins langt frá borgar- miðju og kostur er. Þá fyrst verður öruggt að landsbyggðarhyskið steinhættir að nota flugið til að komast til Reykjavíkur, það verður hreinlega fljótlegra og ódýrara að keyra landleiðina! Þá erum við lika komin að kjarna málsins, það þarf engan Qandans flugvöll, - ekki heldur höfuðborg ef þvi er að skipta. Cvfu Háir vextir, og veröbótaþættir að auki Útskýringar vantar. Engin vaxtalækkun? Óskar Sigurðsson hringdi: Það er reyndar að bera í bakkafull- an lækinn að ræða um hávaxtastefnu íslensku bankanna. En vextir hér eru þeir hæstu í allri Vestur-Evrópu. Að ekki sé minnst á Bandaríkin og Kanada. En látum nú vera þótt útláns- vextir séu þetta háir, væri ekki tvö- faldur verðbótaþáttur líka ofan á öll- um afborgunum af lánum. Hér leggst svokailaður „verðbótaþáttur" á vext- ina og „verðbótaþáttur" á höfuðstól- inn, svo að hann hækkar sífellt. Fáir vita hvernig verðbótaþáttur er reikn- aður ofan á vexti, en í landi með lága verðbólgu eins og hér hlýtur verðbóta- þáttur að vera lækkandi. En er hann það? Það veit enginn og enginn fæst til að ræða verðbótaþáttinn, bara vext- ina. - Einkennileg efnahagsumræða!! Lélegar skyrtuverslanir Torfi hringdi: Ég hef hvað eftir annað gert mér það erfiði að leita að venjulegum en almennilegum herraskyrtum, en aldrei fundið neina. Því kaupi ég mér vanalega skyrtur fari ég eitthvað til útlanda, þar sem ég fæ skyrtur við hæfi. Nú eru skyrtuverslanir hér í Reykjavík ekki skyrtulausar, en þær eru allar fjandans ólán. Og nú skal ég greina það sem ég á við: Mínar skyrt- ur skulu vera eins og aðrar skyrtur að því viðbættu að hafa vasa vinstra megin (helst báðum megin) og með hnappi á vasanum svo að þar geti ég geymt t.d. greiðslukort og því um líkt, þvi þar er það helst varðveitt, t.d. fyr- ir vasaþjófum sé maður staddur í mannþröng. Já, hér er ófullkomin þjónusta í skyrtuverslunum. í sumariö og sólina. En veröiö hækkar ár frá ári. Ofurverð á ferðum Steinn skrifar: Allir sem ég hef rætt við eru sam- mála um að svokallaðar pakkaferðir til sólarlanda hafa hækkað gífurlega mikið. Nú er t.d. farið að segja frá ferð- um til nýrra sólarstaða í Eyjahafi (á Kýpur, Krít og þar austur frá). Þetta eru ofurverð sem maður sér að þar eiga að gilda. Einnig eru bara einfóld flugfargjöld til sólarlanda (án hótels eða annars) orðin óviðráðanleg. Það er því ekki furða þótt fólk bíði þess að GO-flugfélagið eða einhver annar bjargvættur birtist erlendis frá sem býður okkur hér i einangruninni við- ráðanlegt verð í sólarferðimar næsta sumar, eða bara einföld fargjöld þar sem maður sér sjálfur um gistingu og ferðir t.d. á meginlandinu. Ferðakostnaður B.Ó.S. skrifar: Það hlýtur að vera rannsóknarefni hinnar opinberu stjómsýslu hvernig risnu- og ferðakostnaður hækkar ár frá ári vegna ferðalaga opinberra starfsmanna. Ferðakosmaðurinn einn hækkaði um 172 milljónir milli áranna 1998 og 1999, og tæpir 2 milljarðar króna vegna ráðuneyta og ríkisstofn- ana árið 1999!! Ef ekki er hægt að lækka þennan kostnað á tímum tölvu- samskipta verður hreinlega að koma upp þröngum kvóta fyrir ráðuneytin og Alþingi til ferðalaga og dagpeninga- greiðslna vegna þessara stofnana. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11.105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.