Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 4
4 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 Fréttir I>V Ríkissaksóknari fyrirskipar rannsókn: Meint árás kennara - lögreglan lét málið niður falla vegna skorts á sönnunargögnum Ríkissaksóknari hefur nú til athug- unar meinta árás kennara á nemanda í 10. bekk í grunnskóla í mars síðast- liðnum. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu kom málið til hennar fyrir tæpu ári, í mars 2000. Það var í rannsókn þar fram í október þegar ákvörðun var tekin um að láta málið niður falla vegna skorts á sönnunum. Aðstandendur piltsins kærðu ákvörðunina til ríkissaksóknara sem er enn með málið til athugunar. Að sögn piltsins sat hann í tíma hjá kennaranum þegar annar nem- andi henti kennaratyggjói í kennar- ann. Kennarinn er sagður hafa brugðist illur viö, kennt piltinum um og fleygt honum út úr tíma. Pilt- urinn barði þá á dyr stofunnar og vildi fá skólatöskuna sína. Þá segir pilturinn að kennarinn hafi komið fram á gang, lokað á eftir sér og tuskað sig til. Engin vitni voru að atburðinum. Drengurinn fór þá á kennarastof- una og fór fram á að kallað yrði á lög- reglu og sjúkrabíl. Hann var mjög æstur og var beiðni hans synjað. Hann rauk þá á dyr og gekk upp á slysavarðstofu þar sem hann kastaði upp í viðurvist hjúkrunarfólks. Drengurinn var greindur með snert af heilahristingi og hafði tognað á hálsi, brjósti og baki. Seinna kom fram að drengurinn er hugsanlega með skadd- aða taug og á í erfiðleikum með að beita hægri handlegg á eðlOegan máta. Samkvæmt skýrslum lækna þykir ljóst að drengurinn hafi orðið fyrir líkamsárás þennan dag og ekki er talið að hann hafi getað veitt sér áverkana sjálfur. Málið var kært til lögreglu daginn eftir þar sem það var látið niður faUa rúmu hálfu ári síðar. Kennarinn er enn við kennslu í skólanum. -SMK Skammtímavistun fatlaöra í rýmra húsnæði: Dvalarþörfin hefur tvöfaldast búsetu. Verulegar breytingar voru gerðar á húsnæðinu og hófust þær 24. október sl. og tóku því skamm- an tíma. Að sögn Grétu Sjafnar var mjög hart gengið aö iðnaðar- mönnum á þessum tíma og skil- uðu þeir sínu verki með sóma. Að- alverktaki var Trésmiðjan Eik, Magnús Ingvarsson byggingar- meistari, hönnuðir Gláma-Kím í Reykjavík og Verkfræðistofan Stoð á Sauðárkróki annaðist eftir- lit með framkvæmdum fyrir hönd verkkaupa. Eyjólfur Þór Þórarins- son, verkfræðingur hjá Stoð, flutti mjög yfirgripsmikið yfirlit um byggingarframkvæmdina sem sýndi að mikill fjöldi iðnaöar- manna kom að verkinu. Páll Pétursson félagsmálaráð- herra vék að uppbyggingu þjón- ustu fyrir fatlaða og gat þess m.a. að nú stæðu yfir framkvæmdir við sambýli á Siglufirði og í undirbún- ingi einnig að ráðast í breytingar á sambýlinu á Hvammstanga. Páll kvað málaflokk um málefni fatl- aðra vel komið hjá sveitarfélögun- um, sagði að vel hefði tekist til þar sem það heföi verið reynt, s.s. í Norðurlandi vestra, og kvaðst von- ast til að sveitarfélögin myndu al- farið yfirtaka málaflokkinn en ráðuneytið hefði fullan vOja til að gera vel og styðja við þessa starf- semi eins og frekast er kostur. Páll vék einnig að nýjum lögum um fé- lagsþjónustu sveitarfélaga en þau gera m.a. ráð fyrir auknum rétti langveikra barna til félagsþjón- ustu. Forstöðuþroskaþjálfi í skammtímavistuninni á Viði- grund 22 er Dóra Heiða HaOdórs- dóttir og deUdarstjóri Margrét Sig- urðardóttir. -ÞÁ MYND ARNARFELL EHF. Framkvæmdir á Möðrudalsöræfum Þótt komiö sé fram í febrúar standa enn yfir vegaframkvæmdir á Norðausturvegi viö Brunnahvammsháls. Einmunatíö hefur veriö á hálendinu og segja verkamenn veöriö vera líkara hausti en vetri. Til stendur aö vinna fram í miðjan febr- úar viö vegfyllingu, en taka svo hlé fram á sumar þegar ís er farinn úr jöröu. Þessi vegur mun stytta leiðina á milli Vopnafjarðar og Egilsstaöa um 30 kílómetra. DV, SAUÐÁRKRÓKI: A mánudaginn var formlega tek- in í notkun ný aðstaða skamm- tímavistunar fyrir fatlaða á Sauð- árkróki en þjónustuþörfin hefur verið aö aukast mjög frá því starf- semin byrjaöi í húsnæði tengdu sambýlinu í Fellstúni á árinu 1994. Fyrsta heila árið voru dvalar- stundirnar 196 en á siðasta ári 500 og er útlit fyrir aukningu á þessu ári. Nýja húsnæðið er um 170 fer- metar og mun rýmra en í FeUstún- inu sem var 60 fermetrar. Þessi bætta aöstaða veitir möguleika á að þróa og endurbæta þjónustuna, segir Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, yfirmaður búsetumála hjá byggða- samlagi málefna fatlaðra í Noröur- landi vestra. Skammtímavistunin er nú kom- in á Grundarstíg 22 þar sem áöur var sambýli en íbúar sem þar voru eru nú allir komnir í sjálfstæða Vígsluathöfn Gréta Sjöfn Guömundsdóttir talar viö vígslu skammtímavistunarinnar, Elín R. Líndal, stjórnarformaöur SSNV, til vinstri, og Páll Pétursson félagsmálaráöherra. Holan mæld Þórólfur Hafstaö og Peter Danielsen viö tækjabíl Orkustofnunar hjá bor- holunni viö Laugardæli. Selfoss: Gjöful hola „Holan hérna virðist gefa töluvert mikið vatn, við erum að fá það upp rúmlega 77 gráðu heitt og vatns- borðslækkunin við dælinguna er ekki neitt sérstaklega mikil, það lækkar um 20-30 metra í henni þeg- ar við dælum 20 lítrum á sekúndu," sagði Þórólfur Hafstað, jarðfræðing- ur hjá Orkustofnun, sem var við mælingar á borholunni hjá Laugar- dælum við Selfoss á dögunum ásamt Peter Danielsen, dönskum jarðfræðingi. Þórólfur sagði að hol- an virtist vera mjög gjöful en eftir eigi að koma í ljós hvort hún hitni enn frekar, botnhitinn í holunni sé um 80 gráður en miklar og gjöfular vatnsæðar séu ofar í henni. -NH Akureyri: Hass í heita pottinum Lögreglunni á Akureyri var til- kynnt um torkennilega lykt sem barst frá tveimur mönnum sem sátu í heita potti í sundlauginni á Akur- eyri á fimmtudagskvöldið. Þegar lögregluna bar að garði kom í ljós að tvímenningamir sátu að hass- reykingum í pottinum. Mennirnir voru handteknir og við leit í foggum þeirra í búningsklefa laugarinnar fannst meira hass. Mennimir fengu að gista fangageymslur lögreglunn- ar. -SMK Ungur stútur undir stýri: 16 ára ökumaö- ur tekinn fullur Ölvaður, 16 ára ökumaður var stöðvaður við reglubundið umferð- areftirlit lögreglu í Súðavík aðfara- nótt sunnudagsins. Blóðsýni var tekið úr piltinum, sem er ekki kom- inn með aldur til ökuréttinda vegna ungs aldurs. Að sögn lögreglunnar á ísafirði má pilturinn búast við því að þurfa að bíða lengur eftir öku- réttindum en jafnaldrar hans vegna atviksins. -SMK Veöríö i kvold ■ SoLirg.tiigur < Frostiö harönar Eftir milda tíð þennan vetur er útlit fyrir að vel byrji að frysta á næstu dögum, enda ekki seinna vænna. Skíðafólk sem horfir til himins og biöur um snjó getur huggað sig við þær spár Veðurstofunnar að á næstu dögum eru él væntanleg. I vetrarfrostinu eiga bifreiöaeigendur þaö þráláta verk fyrir höndum aö skafa rúður. Þá er betra að hafa hanska, og ekki sakar að þeir séu úr leöri. REYKJAVIK AKUREYRI Sólarlag i kvöld 17.30 17.03 Sólarupprás á morgun 09.52 09.51 Síödegisflóö 16.16 22.49 Ardegisflóö á morgun 04.45 09.18 Skýringar á veöurtáknum \ *^VINDÁTT — HITI -10° OviNDSTYRKUR VFrost 1 metrum i sekúmlu x 1 HEIOSKÍRT o O LÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKÝJAÐ SKÝJAÐ ALSKVJAÐ © w Q RIGNING SKÚRIR SLYDDA SNJÓKOMA . & +■ ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- ÞOKA VEOUR RENNINGUR im . rf: y-„ Vaxandi noröaustanátt í kvöld verður austlæg átt, 5-10 m/s, og yfirleitt léttskýjað en dálítil él viö austurströndina. Vaxandi norðaustanátt í nótt og víða 8-13 m/s. Frost veröur allt niður í 10 stig, kaldast til landsins. Él nyrðra og eystra Vindur verður að norðan, víðast hvar 8-13 m/s en 13-18 viö austurströndina. Él veröa noröan- og austanlands en léttskýjað suövestan til. Frost veröur 0-5 stig. Vindur: 13-18 ilpiíilj' I ímittlitálsi fátg>mna Upf- Frost til - Vindur: 13-18 Frost -o° til «5® Vindur: 8-13 m/s Norftan 8-13 m/s en 13-18 vlö austurströndlna. Él noröan- og austanlands en léttskýjaö suövestan tll. Frost 0 tll 5 stlg. Noröan 8-13 m/s en 13-18 vlö austurströndlna. Læglr heldur í dag. Él noröan- og austanlands en léttskýjaö suövestan tll. Frost 0 tll 5 stig. Noröaustlæg eöa breytlleg átt. Víöa él vlö ströndlna og fremur kalt. AKUREYRI léttskýjaö -2 BERGSSTAÐIR léttskýjaö -1 B0LUNGARVÍK léttskýjaö 0 EGILSSTAÐIR -3 KIRKJUBÆJARKL. léttskýjaö -1 KEFLAVÍK léttskýjaö 1 RAUFARHÖFN léttskýjaö 0 REYKJAVÍK léttskýjaö -1 STÓRHÖFÐI úrkoma í grennd 1 BERGEN léttskýjaö -9 HELSINKI snjókoma -21 KAUPMANNAHÖFN skafrenningur -4 ÓSLÓ léttskýjaö -15 STOKKHÓLMUR úöi og rigning -14 ÞÓRSHÖFN snjóél -2 ÞRÁNDHEIMUR léttskýjaö -18 ALGARVE skýjaö 15 AMSTERDAM frostrigning 0 BARCELONA þokumóða 14 BERLÍN snjókoma -4 CHICAGO alskýjaö 0 DUBLIN súld 6 HALIFAX léttskýjaö -12 FRANKFURT rigning 5 HAMBORG alskýjaö -3 JAN MAYEN léttskýjaö -2 LONDON rigning 11 LÚXEMBORG súld 9 MALL0RCA þokumóöa 14 MONTREAL heiöskírt -21 NARSSARSSUAQ skýjað -9 NEW YORK alskýjaö -3 ORLANDO alskýjaö 13 PARÍS rigning 11 VÍN rigning 5 WASHINGTON léttskýjaö -8 WINNIPEG heiöskírt -13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.