Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 10
10 Útlönd MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 r>v Wen Ho Lee Grunadur um aö hafa framselt hernaöarleyndarmál. íhuga frekari yfirheyrslur Alríkisstjórn Bandaríkjanna íhugar nú að leita réttarsamþykkis fyrir frekari yfirheyrslum yfir kjamorkuvísindamanninum Wen Ho Lee. Þetta kom fram í Wash- ington Post í gær. Blaðið vitnar í heimildamenn sem segja að svörin sem Lee gaf í vitnaleiðslunum í nóvember og des- ember hafi vakið frekari spurningar varðandi samskipti hans og kjarn- orkuvísindamanna frá Taívan og Kína. Lee samþykkti að taka þátt í vitnaleiðslunum í september á síð- asta ári gegn þvi að Bandaríkja- stjórn félli frá ákæru um að hann hefði reynt að komast yfir teikning- ar af kjamavopnum á rannsóknar- stofu í Los Alamos. Abu Sayyaf ítrek- ar hótanir sínar Uppreisnarmenn múslíma á Jolo- eyju á Filippseyjum hafa itrekað hótanir sínar um að myrða banda- rískan ríkisborgara sem þeir hafa haft í haldi undanfama 5 mánuði. Hótunin kemur í kjölfar fullyrðinga yfirvalda um að gíslinn Jeffrey Schilling sé frjáls ferða sinna í her- búðum uppreisnarmanna. Talsmaður uppreisnarmanna, sem tilheyra samtökum Abu Sayyaf, hringdi í útvarpsstöð í Manila og ít- rekaði hótanir þeirra. Hann sagði þó ekki hvenær þeir myndu láta verða af hótunum sínum. Sergeij ívanov um smíði bandaríska eldflaugavarnakerfisins: Vígbúnaðarkapp- hlaup í vændum Háttsettur rússneskur embættis- maður segir að láti bandarísk yfir- völd verða af því að koma sér upp eldflaugavarnakerfi muni það hafa ófyrirséðar afleiðingar og geti leitt til nýs vígbúnaðarkapphlaups. Sergeij ívanov, yflrmaður rúss- neska Öryggisráðsins, lét þessi um- mæli falla á ráðstefnu um varnar- mál sem fram fór í Múnchen í Þýskalandi um helgina. Sagði ívanov Rússa vera tilbúna til við- ræðna um verulega fækkun lang- drægra kjarnavopna hyrfl George W. Bush og ríkisstjóm hans frá fyr- irætlunum um að koma sér upp slíku varnarkerfi. í ræðu ívanovs kom fram að settu Bandaríkjamenn kerfið upp bryti það í bága við ABM-sáttmálann frá 1972 sem undirritaður var milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um fækkun langdrægra kjarna- vopna. í sáttmálanum er skýrt tekið fram að bannað sé að þróa og smiða Sergeij Ivanov ítrekar viöhorf Rússa til smíöi eldflaugavarnakerfis. eldflaugavarnakerfi. Sagði ívanov að færi sem horfði og Bandaríkjamenn byggðu kerfið sköpuðust nýjar forsendur fyrir vig- búnaðarkapphlaupi í geimnum. ívanov gaf lítið út á fullyrðingar Bandaríkjamanna um að kerflð yrði einkum smíðað til að verjast hugs- anlegum árásum frá svoköflum „skálkaríkjum", einkum írökum og Norður-Kóreumönnum. Ræða ívanovs kemur í kjölfar ræðu Donalds H. Rumsfeld, varnar- málaráðherra Bandaríkjanna. Rumsfeld flutti mál sitt fyrir ráð- stefnunni á laugardag og ítrekaði þar fyrirætlanir Bandaríkjastjómar um að smíða eldflaugavamakerfi. Bill Clinton, fyrrum Bandarikjafor- seti, undirritaði lög því til staðfest- ingar árið 1999. Fjölmörg ríki hafa mótmælt afstöðu Bandaríkjanna og segja að eldflaugavarnakerfið komi ójafnvægi á fælingarmátt kjarn- orkuveldanna. Mercedes Benz 190 £ 2,0 L Árgerð 1990 * ekinn 93 þkm. Sjálfskiptur, topplúga, ABS, 4 höfuðpúðar, samlæsingar, álfelgur, litaðgler ofl, 720.000,- Oryggis- og varnarmálin rædd Varnarmálaráöherrar fjölmargra ríkja hittust á tveggja daga þingi um öryggis- og varnarmál í Munchen um helgina. Á myndinni eru varnarmálaráöherrar Bandaríkjanna (I. t.h.) og Þýskalands ásamt yfirmanni NATO aö hlýöa á mál franska varnarmálaráöherrans. ísraelskir arabar ætla að sniðganga kosningarnar hbimport. be smart ehí. sími 699 5009 Ehud Barak, forsætisráðherra ísraels, gerði í gær úrslitatilraun til að saxa á forskot Ariels Shar- on, leiðtoga Likud-bandalagsins, Féiágsþjónustan Sjúkraliðar/ aðhlynning SELJAHLÍÐ, heimili aldraðra við Hjallasel, vantar strax sjúkraliða eða starfsmann vanan aðhlynningarstörfum á naeturvaktir. Um 57% starf er að ræða! Einnig vantar starfsfólk í aðhlynningu og ( eldhús. Vaktavinna, þ.e. unnar eru dagvaktirog kvöldvaktir og önnur hver helgi. Laun skv. kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Eflingar. Nánari upplýsinpar veitir Margrét Ósvaldsdóttir hjúkrunarfræðingur á staðnum eða í síma 540-2400 " ” " virka daga milli kl. 10 og 14. Fólagsþjónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunln leggur mlkla óherslu ó freeöslu og slmenntun fyrir starfsfólk sitt, að upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar i málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu sem veitt er. Alllr nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og kynnlngu um Fólagsþjónustuna og borgarkerfið og fróttabróf reglulega um 6tarfsemi stofnunarlnnar. fyrir forsætisráðherrakosningarn- ar sem fram fara í ísrael á þriðju- dag. Sharon hefur aukið forskot sitt á Barak jafnt og þétt undan- famar vikur og munar tuttugu prósentum á fram-bjóðendunum. Barak, sem er einkum óvinsæli meðal ísraelskra araba fyrir fram- göngu sína í friðarviðræðunum, notaði tækifærið og ávarpaði þá sérstaklega. „Fyrir mína hönd og hönd ríkis- stjórnarinnar harma ég dauða arabanna," sagði hann og vísaði í mótmæli i október á síðasta ári þegar 13 ísraelskir arabar voru myrtir er þeir lýstu stuðningi sín- um við aðgerðir Palestínumanna í fjöldamótmælum. ísraelskir arabar eru 12,3% kjósenda. Marg- ir þeirra hafa ákveðið að snið- ganga kosningarnar á þriðjudag. Ariel Sharon Er meö öruggt forskot á Ehud Barak, forsætisráöherra. Ekki forsætisráðherra Friðarverðlauna- hafi Nóbels og fyrr- um forsætisráð- herra Israels, Shimon Peres, sagði í viðtali við Sky-sjónvarpsstöð- ina að hann myndi ekki vilja taka að sér stöðu forsætisráðherra á nýjan leik. Sagðist hann feginn að Ehud Barak skyldi ekki hætta kosninga- baráttunni og víkja fyrir sér eins og lagt hefur verið að Barak að gera. Hertari aögeröir Bresk og ítölsk stjórnvöld hafa ákveðið að taka höndum saman og herða eftirlit með ólöglegum inn- flytjendum frá Balkanskaganum til Vestur-Evrópu. Mótmæli í Bangladesh Lögreglan í Dhaka í Bangladesh hefur handtekið leiðtoga samtaka múslímskra bókstafstrúarmanna vegna mótmæla í borginni á sunnu- dag. Hundrað manns slösuðust í átökum sem brutust út. Reuters yfirgefur Teheran Fréttastofa Reuters hefur kallað heim yfirmann fréttaskrifstofu sinn- ar í Teheran í íran vegna ásakana íranskra stjórnvalda í garð yfir- mannsins og fréttastofunnar. Ásak- anirnar komu í kjölfar viðtals sem Reuters átti við pólitískan útlaga í janúar sl. Ræddi viö forseta Rúanda Joseph Kabila, sonur og arftaki Laurents Kabila, fyrrum forseta lýð- veldisins Kongó, sneri aftur til Kongó í gær eftir fyrstu utanför sína síðan hann tók við embætti forseta. Kabila ræddi m.a. við forseta Rúanda, Paul Kagame, en stefnt er að því að að taka upp viðræður milli ríkjanna sem gætu bundið enda á tæplega þriggja ára borgarastyrjöld í Kongó. Snjóflóð í Ölpunum Þrír létust í snjóflóðum í sviss- nesku Ölpunum í gær. Mikil hætta er á frekari snjóflóðum í Sviss og Austurríki. íhuga málshöfðun Ahmed Jibril, leiðtogi samtaka um frelsun Palest- ínu, segir samtökin vera að íhuga máls- höfðun á hendur Bandaríkjastjóm. Leiðtoginn var á sínum tíma grunað- ur um að hafa verið valdur að Locker- varð 270 manns að Nei í maí Færeyski Sósíaldemókrataflokk- urinn hvetur kjósendur til að hafna sjálfstjóm eyjanna undir kjörorðinu Nei í maí í kosningum 26. maí nk. Flytja vegna netbarna Bresku Kilshaw-hjónin, sem hafa barist fyrir forræði yfir tviburum sem ættleiddir voru á Netinu, íhuga að flytjast til Ameríku vegna málaferlanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.