Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Page 12
12 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 Skoðun DV Spurning dagsins Hvaða íþróttir finnst þér skemmtilegast að horfa á? Karl Örvarsson hönnuöur: Fótbolta og leöjuslag. Berglind Rós Karlsdóttir, starfsm. Eymundsson: Fótbolta. Stefán J. Hafstein, ritstjóri flugur.is: Fluguveiöar. Stefán Aðalsteinsson sölumaöur: Fótbolta. Ingvar Valgeirsson tónlistarmaöur: Ég er mjög harður anti-sportisti. Jón Kjartan Ingólfsson hljóöfærasali: Mér finnast íþróttir ekki mjög áhugavert sjónvarpsefni. Vísitala ........... Grunnvísitala ........ * vísitala $. gjalddaga . Vaxtatafla ........... »Vextir nö ............ JVaxtatímabil ......... , Maðalvextir tímabils . , Pjóldi gjalddaga eftir Vísitala neysluverðs 183.10 198.40 Afbórgun | Vextir .............. Verðbætur á afborgun Verðbatur S vexti ... Greiöslugjald ....... 85CöTóTtlö' 16.799,00 7.102,67 1.403,33 180,00 Til greiðslu á gjalddaga: 110.485,00 Lánsfjárhæö ......................... LSnsfjárhæð S verðlagi á gjalddaga .. EftirBt. Sn verðbðta eftir greiðalu . Eftirst. með verðbðtum eftir greiðalu 850.000,00 921.026,70 510.000,00 552.616,02 Eindagi er m| Sé greitt síðar reiknast dráttarvextir kr. 68,00 fyrir hvern daa sem greiðsla dregat frS GJALEDAGA. Falli eindaqi S helqidac), barf að greiða fyrir eindaga til að komast hjá dráttarvöxtuni. Taflan sýnir annað lán en í dæmi bréfritara. Verðbætur á afborgun og verðbætur á vexti stinga í strax í augu. Eftirstöðvar með verðbótum Kristjana skrifar: Ég hef lengi spurt: Er þetta hægt? - Er hægt að auðgast svona á kostnað þeirra sem lítið sem ekkert eiga? Þeg- ar ég segi „auðgast svona“ á ég við lánastofnanir hér á landi sem auðgast á kostnað þeirra sem hafa þurft að fleyta sér áfram í lífinu á lánum, og oft lánum einum saman. Og skiptir þá engu á hvaða forsendum. Neyðist þú til aö bjarga þínum málum með því að taka skuldabréf í sparisjóðum landsins þá ertu illa settur. Ég á nú ekki viö sparisjóðs- stjórana sérstaklega. í þeim spari- sjóði sem ég skipti við er frábær „stjóri", jafnvel leitun á öðrum eins - finnist hann þá nokkurs staðar. Ég tek dæmi af láni, 660.000 kr. uppreiknað kr. 712.152,-, útgáfud. 11. 6. 1999. Vextir samkv. ákvörðun sparisjóðsins og lán verðtryggt með vísitölu neysluverðs á höfuðstóli. Grunnvísitala 187,5 stig. „Mér finnst endilega að þegar ég er búin með þetta skuldabréf þá sé ég búin að gjalda vel fyrir greiðann.“ sem ég fékk að láni, en á eftir að borga kr. 524.222,30. - Er sem sé búin að greiða af mínu upphaflega láni, sem var kr. 660.000,- kr. 137.777,70. Það sem ég er búin að borga í vexti og verðbætur er kr. 151.480,20 og er bara hluti þess sem á eftir að greiða af hinu upphaflega skulda- bréfi. Ég er enginn sérfræðingur, en mér finnst endi- lega að þegar ég er búin með þetta skuldabréf þá sé ég búin að gjalda vel fyrir greiðann hjá sparisjóðnum (hugsanlega kann að vera einhver lítils háttar skekkja í saman- tektinni og bið ég þá sérfræðing(a) að leiðrétta. Eftirstöðvar nafnverös fyrir greiðslu kr: 499.999,00 Áfallnar verðbætur fyrir greiðslu kr. 39.113,00 Hækkun/lækkun verðbóta kr. 00,00 Afborgun kr. 9.891,00 Eftirst. m/verðbótum kr. 524.222,00 Eftirst. nafnverðs eftir greiðslu kr. 485.832,00 ÁfaUnar verðbætur eftir greiðslu kr. 38.389,00 Greiðsla: gjalddagi 10/1 2001, 19 af 72 Afborgun af nafnverði kr. 9.166,70 Afborgun verðbóta kr. 724,30 Vextir kr. 5.163,10 TUk. og greiðslugj. kr. 170,00 Nú hef ég greitt í 19 afborgunum kr. 289.257,90 af þessum 660 þús. kr. Ekkert kjöt af Gallowaykyninu „Er Gállowaykynið horfið að fullu eða búið að dreifa því innan um íslenska stofninn? Og hver var þá tilgangur- inn? Og hefur þá nautakjöt- ið hér batnað við þetta?“ Tómas Guðmundsson skrifar: Ég er orðinn dauðleiður á umræð- unni um kúariöu og sýkt eða ekki sýkt nautakjöt á markaðnum hér á landi. Auðvitað á ekki að sleppa inn í landið neinu kjöti - hvaða tegundar sem er - og búið mál. Hins vegar ætt- um við íslendingar sjálfir að kynna okkur hvaða nautgripakjöts viö erum að neyta hér. Er t.d. allt kjöt merkt „nautakjöt" í raun og veru nautakjöt? Er ekki mikið af kýrkjöti í kjötborð- um verslananna? Þekkja neytendur þetta nokkuð? Ég borðaði aldeilis fint nautakjöt á veitingahúsi í Hrísey fyrir nokkrum árum. Það var sagt vera af þvi eðla Gallowaykyni sem var í einangrun í eynni á þeim tíma. Nú er ekki lengur Galloway í einangrun hér heldur búið að dreifa Gallowaykyninu um landið. Eða svo var sagt i fréttum. Ég hef spurt kjötkaupmenn hér hvort ég geti fengið keypt kjöt af Gallowaykyn- inu. En þaö er bara hlegið að mér eða brosað út í annað eins og ég sé Fær- eyingur á hvolfi! Þeir segja að búið sé að „blanda“ stofninum saman við innfædda nautgripi. - Ég segi nú bara; hvaða loddaraleik er nú verið að leika í þessum kjötmálum? Er Gallowaykynið horfið að fullu eða búið að dreifa því innan um ís- lenska stofninn? Og hver var þá til- gangurinn? Og hefur nautakjötið þá batnað hér við þetta? Er mikið af kýr- kjöti á markaðnum? - Getur einhver vís maður, t.d. úr dýralæknabransan- um, svarað einhverju, eða einhver annar, sem til þekkir. Það er ekki hægt að rífast endalaust út af inn- flutningi á nautakjöti og hafa engar haidbærar upplýsingar um eigið nautakjöt. Dagfari Yndislegir og sannir fagmenn Eru stjórnmálamennirnir okkar ekki yndis- legir og sannir fagmenn? Hvar annars staðar í veröldinni gætu pólitíkusar komist upp með að blaðra tóma vitleysu án þess að þurfa nokkru sinni að standa við orð sín, hvað þá að bera ábyrgð á þeim? Hér á landi eru afar fá dæmi þess að stjórnmálamenn hafi sagt af sér vegna eigin klúðurs. Það bendir ótvírætt tU að ís- lenskir stjórnmálamenn séu stjórnmálamönn- um annarra landa miklu fremri í að klóra sig út úr málum. Þannig leika okkar menn sér að því að snúa fuUyrðingum og eru aUan tímann með óhaggaðan pókersvip á andlitinu. Þaö sem meira er, þeim tekst aUtaf að fá borgarana til að trúa sér þegar þeir komast að þeirri niður- stöðu að svart sé í raun og veru hvítt. Það er erfitt að gera upp á milli íslenskra stjórnmálamanna í þessu tUliti, þá virðist Dag- fara sem forsætisráðherra vorum sé farið að daprast flugiö. Þetta hefur að undanfórnu helst lýst sér í ólundarköstum sem kannski eiga sér eðlUegar skýringar. Hann er orðinn svo vanur því að fólk trúi öUu sem rennur úr munni stjórnmála- manna, að hann verður hvumsa við þegar ein- hverjum verður á að svelgjast á hinum mikla sannleika. Hann er orðinn svo pirraður á þessu að hann er farinn að gripa æ oftar tU þess máls að Innflutningur fósturvísa er nú allur á ábyrgð bœnda. Ráðherra er með hvítþvegnar hendur, en ef innflutningi á fósturvísum frá Noregi verður haldið til streitu þá er það bara vondum leyfishöfum í bœndastétt að kenna en alls ekki ráðherranum sem ákvörðunina tók. hundskamma stofnanir og aðra sem að málum koma. Skiptir þá engu hvort um Hæstarétt eða aðra er að ræða. Dagfari hefur því tekið ástfóstri við annan póli- tíkus íslenskan. Sá hefur alveg frá því hann settist í sæti landbúnaðarráðherra verið uppáhaldsbangsi Dagfara í stjómarfjölskyldunni. Hann er svo mik- ið rassgat og skemmtUega sveitalegur og forn í háttum. Ráðhería þessi hefur verið hreinn sniU- ingur í að snúa sig út úr vandræðum og standa keikur eftir með fagurgljáandi geislabaug eins og saklaust barn. í öUu fárinu í sambandi við fóstur- vísainnflutninginn, sem hann heimilaði þegar hann skreiddist undan feldinum góða á haustdög- um, hefur hann aldrei taliö sig þurfa að bera ábyrgð á nokkrum hlut. Þegar efasemdir vökn- uðu um vísindaleg rök og fyrrverandi yfirdýra- læknir ásamt smitsjúkdómasérfræðingi og dýra- lækni á Keldum töldu innflutningin vafasamt mál, þá var ráðherra fljótur tU. Hann vísaði mál- inu alfarið tU vísindamanna og dró upp mótspil sitt sem var sjálfur yfirdýralæknirinn. Þegar svo yfirdýralæknir varð ómerkingur í augum almenn- ings vegna leyfa sem hann gaf um innflutning á kjöti frá kúariðulandi fann ráðherra annað tromp í erminni. Innflutningur fósturvísa er nú allur á ábyrgð bænda. Ráðherra er með hvitþvegnar hendur, en ef innflutningi á fósturvísum frá Noregi verður haldiö til streitu þá er það bara vondum leyflshöfum í bændastétt að kenna en aUs ekki ráð- herranum sem ákvörðunina tók. Ef þetta er ekki snUld, þá er snUld ekki tU. Fyrirhuguð verslunarmiðstöð í Kópavogi Hve lengi getur stört stækkaö? Verslun minnkar Sveinbjörn skrifar: Samkvæmt fréttum virðist smá- söluverslun og velta hennar vera komin á það stig að hún er hætt að aukast, og hefur ekkert aukist um- fram verðlagshækkanir eða vísitölu neysluverös. Þetta þýðir aðeins eitt: það er loks að koma að því að það hægir á neyslu almennings. Og það er góðs viti fyrir þjóðarbúið. Ég veit ekki hvað menn ætla sér með byggingu enn stærri stórmarkaða á höfuðborg- arsvæðinu, nema þeir ætli sér að tæma þá sem fyrir eru, eins og t.d. Kringluna, Skeifusvæðið o.s.frv. o.s.frv. Það eru því athyglisverðir tim- ar fram undan en óvissir. Greiðum skuldirnar Árni Jónasson skrifar: Er ekki öUum hoUt að greiða sínar skuldir - svo framarlega sem þeir geta eða hafa burði til? Þetta á nú ekki að vefjast fyrir neinum. En eitthvað vefst þetta fyrir íslenska ríkinu þvi i stað þess að nota eitthvað af hinum óhemjumikla afgangi sem sagður er vera á ríkisreikningi þá var ákveðið að greiða ekki að ráði niður erlendar skuldir heldur geyma enn um sinn. Fjármálaráðherrar Norðurlanda er voru hér á fundi á dögunum töldu það mikUvægast að greiða erlendar skuldir og hafa hemU á kostnaðarþróuninni og fylgja aðhaldssamri stefnu í efnahags- málum. Og þar er yfirleitt afgangur á fjárlögum líkt og hér er nú. En við ætl- um að fylgja gamla laginu, geyma að greiða þar tU aUt er komið í óefni. Valhöll á Þingvöllum. Sa/a væri þjóöarskömm. Hekla og Gullfoss til sölu? Kristinn Sigurðsson skrifar: Þetta var umræðuefni í frábærri grein sem Árni Gunnarsson, fyrrv. al- þingismaður, skrifaði nýlega. Þar seg- ir Ámi m.a.: Við islendingar viljum ganga um ÞingveUi, rifja upp söguna og ganga nokkurn spöl tU suðurs, rekast þar á hlið eða girðingu þar sem stendur „No trespassing, please" - eða ÖU umferð bönnuð. Svo sannarlega hittir Árni þarna í mark. Það væri þjóðarskömm ef útlendingur gæti sett upp skUti þar sem okkur væri bann- aður aðgangur að ValhöU, sem vissu- lega tilheyrir ÞingvöUum og þjóðinni og er aUt að því helgur staður í okkar augum. Ríkisstjóm íslands á að stöðva þessa smánarsölu og kaupa ValhöU nú þegar. Bankaráðið víki Friðrik Friðriksson hringdi: Mér fmnst ekki við hæfi að banka- ráð Búnaðarbankans, eða a.m.k. for- maður þess sitji á meðan rannsókn stendur yfir hjá ríkislögreglustjóra á meintu misferli bankans á kaupum á bréfum í Pharmaco. Aukinheldur sem rUdslögreglustjóri segir að málið sé stórt og alvarlegt. Fjármálaeftirlit r&- isins, sem hafði forgöngu um rannsókn málsins, á að sjálfsögu að víkja öUu bankaráði Búnaðarbankans frá. Það er ábyrgt fyrir innri málefnum bankans, ekki einstaka starfsmaður. Rétt eins og skipstjóri eða forstjóri í fyrirtæki. SE Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangið: gra@ff.is Eða sent bréf til: Lesendasíða DV, Þverholti 11, 105 Reykl'avík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar með bréfunum á sama póstfang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.