Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001_______________________ DV _____________________________________________________________________Menning þó kannski einhverju fyrir þá sem sjá sýninguna. Það veki til dæmis athygli á því að verið sé að gera merkilega hluti sem eru málverk. En hefur leikið vafi á því ? „Málarar geta nú ekki mikið barmað sér þar sem staða málverksins er mjög góð á íslandi. En ef við förum út í það sem stundum er kallað „lista- snobb“ - listfræðinga, listgagnrýnendur, ráðgef- endur og ýmsa experta - þá er ekki mikið snobb- að fyrir málverkinu núna. Málverkið þykir ekki gott og ekkert merkilegt verið „að segja“ með mál- verki.“ - Og hvað eruð þið að segja? „Ja, því verður hver Gullpensill að svara fyrir sig. Ég er til dæmis að segja að fallegar, blautar konur geti líka verið hluti af hinum raunsæja myndlistarheimi." „Málverk eru bara fyrir almenning" Þorri ítrekar að málverkið sé alls ekki búið að vera. Málarar á Islandi séu ekki hópur í nauðvöm og þeir hafl engin efni á því að vera með barlóm eða stórar yfirlýsingar um framtíðina. „Það er áhugi á sýningum okkar sem er hið besta mál. Það er sá listræni sigur sem nægir okkur - og það sem við lögðum af stað með í upphafi." Sýning Gullpenslanna hefur verið gríðarlega vinsæl og stöðugur straumur fólks á Kjarvalsstaði sannar það. Getur verið að málverkahefö okkar - landslagsmálverkið til dæmis - sé einfaldlega svo sterkt i þjóðarvitundinni að þessu hafi stórir hóp- ar fólks verið að bíða eftir? „Það er a.m.k. ákaílega þakklátt starf að vera málari þar sem málverkið gengur hraðar í sam- band við áhorfandann en öll önnur list,“ segir Þorri. „Ef við stefnum skúlptúr til móts við mál- verk hafa málarar mikið forskot. Engu að síður eru stórir hópar fólks innan listheimsins sem segja: „Málverk eru bara fyrir almenning." - Er það slæmt? „Ja, sumt þykir einfaldlega merkilegra en ann- að,“ segir Þorri og brosir. „Mér finnst samt eins og þetta sé að breytast. Fyrir tíu, fimmtán árum átti maður helst að vera misskilinn og úthrópað- ur - þá hlaut maður að vera á réttri leið. Nú fmnst mér fólk ekki vera eins viðkvæmt gagnvart vin- sældum. Þær standa ekki eins mikið í vegi fyrir gæðum og þær gerðu. Þetta er eins með vinsælar bíómyndir og vinsælar bækur - ýmsir fordóma- fullir hópar líta niður á verk sem falla í kramiö hjá fjöldanum. Það sem er mest ögrandi í dag er að vera venjulegur, einlægur, mála fallegar myndir og selja þær vel. Að áliti margra á maður nefni- lega að gera illskiljanleg myndlistarverk, vera á þriggja ára starfslaunum, ganga um í grút- skítugum jakkafötum og hanga rauðeygður á börunum. Ef ég vildi gera verulega uppreisn þá sneri ég mér að rómantísku landslagi og setti utan um það gyllta ramma," segir Þorri og glottir. - Verða fleiri sýningar á næstunni? „Við höfum engin áform um það að sigra heiminn með stórum og þéttum sýningum,“ segir Þorri. „Gamli málarastíllinn væri vissu- lega að stofna félag, sýna reglulega á sama tima til þess að tryggja að fólk sæi að allir væru að gera eitthvað, en ég held að slíkt virki ekki í dag. Athygli fólks færi fljótt dvínandi. En það verður vitanlega eitthvaö um að vera hjá Gullpenslunum og meðan allir hafa gaman af þessu þá gengur það. En um leið og gamanið er búið þá er félagsskapurinn lítils virði.“ -þhs • • Ograndi að vera venjulegur Þorri Hringsson listmalari Athygli hefur vakið málverkasýning á Kjarvals- stöðum sem ber heitið Gullni pensillinn. Þar eru komnir fjórtán okkar fremstu málara sem sýna nýjustu afurðir sínar. Einn málaranna, Þorri Hringsson, rölti með mér um sýninguna og ég spurði hann hvaðan hugmyndin að svo stórri samsýningu væri komin. „Frumkvæðið kemur frá okkur málurunum," segir Þorri. „Fimm okkar voru saman í Mynd- lista- og handíðaskólanum, við þekkjumst vel og höfum fylgst að. Raunar þekkist allur hópurinn vel og sá elsti okkar, Helgi Þorgils, kenndi okkur í skólanum." Þorri segist ætla að eigna sjálfum sér nokkum heiður af sýningu Gullpenslanna því hann hafi sagt við félaga sína fyrir u.þ.b. tveimur og hálfu ári: „Hjá okkur er eitthvað í gangi sem ætti að setja upp í samsýningu. Við verðum að setja fram þá yfirlýsingu að það sé eitthvað nýtt að gerast í málverkinu." Og eftir krókaleiðum urðu úr því Gullpenslamir. Hlutbundin list „Það er erfitt að vera með alvarlegan félagsskap sem snýst um málverk," segir Þorri. „Menn hafa tilhneigingu til að loka sig inni 1 einhverjum fila- beinstumi og verða svo bitrir yfir skilningsleysi, líkt og gerðist með Málarafélagið og Septemhóp- inn. Það var ekki það sem við vildum þar sem slikur félagsskapur virðist vera orðinn að eins konar yfirlýsingu i sjálfum sér. Frekar viljum við bara vera vinir og félagar sem hafa gaman af því að mála og spjalla um myndlist." Það fyrsta sem þessi óformlegi félagsskapur málara gerði var að halda litla sýningu í Gallerí Gangi, ganginum hjá Helga Þorgils Friðjónssyni. Þar sem ekki var mikið rými lögðu félagamir metnað sinn i að gera veglega sýningarskrá með litmyndum og fljótlega eftir það var stjómendum stórra sýningarrýma send hugmynd að sýningu. Eiríkur Þorláksson hjá Listasafni Reykjavíkur tók erindinu strax fagnandi. - Sagt hefur verið um Gulipenslana að þeir séu „figúratífir", þ.e. máli hlutbundið. Fallið þið öll undir þá skilgreiningu? „Sum okkar em á mörkunum," segir Þorri sem sjálfur hefur getið sér gott orð fyrir hlutbundna list sína. „Einkum eru það Sigurður Árni, Jón Bergmann og Inga Þórey sem hneigjast í átt að hinu óhlutbundna. Sigurður hefur verið að mála náttúratengdar þrívíðar blekkingar en jafnframt verið að kasta fram spumingum um eðli mál- verksins sem tvívíðs hlutar. Sýningin er ekki ein- ungis á fígúratífum verkum, það má kannski segja að hún sé millibilið en ekki endilega önnur hvor áttin." - Rotta Gullpenslar sig saman í hópa innan hópsins? Hverja er hægt að spyrða saman? „Við Jóhann Ludvig, Birgir og Hallgrimur emm figúratífir á raunsæisplani. Kristín Gunn- laugs og Helgi Þorgils eru kannski figúratíf á goð- sögulegu plani. Síðan koma Georg Guðni, Sigríð- ur Ólafs og Eggert P. sem em ljóðrænir raunsæis- málarar náttúrumynda. Jón Bergmann, Sigtrygg- ur, Inga Þórey, Sigurður Ámi og Daði eru siðan komin að einhverjum mörkum hins óhlutbundna. En auðvitað er það ekki tilviljunin ein sem ræður því að fólk er saman á sýningu. Það er t.a.m. greinilegt kynslóðabil á mflli málara. Maður sér það á því hvaða afstöðu menn hafa til málverks- ins. Það er hægt að finna málara sem em á öðmm slóðum en við sem tökum þátt í þessari sýningu. Enginn heldur því fram að þetta sé endanleg sam- setning á einhverju sem heitir Gullpensillinn." Blautar konur hlutl af raunsæinu - Er þessi sýning upphafið að einhverju nýju í íslenskum myndlistarheimi? „Það er ekki gott að segja. Stundum finnst manni einhverjar sýningar marka tímamót en síð- ar kemur i ljós að þær voru nauðaómerkilegar. Svo koma ef til vill einhverjar pínulitlar sýningar sem maður tekur varla eftir en þær reynast hafa margt að segja um framtíðina," segir Þorri og bætir við að það sé framtíðarinnar sjálfrar að skera úr um það. Að sjá verkin í samhengi breyti Engin áform um að sigra heiminn Gullpenslarnir eru Helgi Þorgils Friöjónsson, Daöi Guöbjörnsson, Jóhann Ludvig Torfason, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Birgir Snæbjörn Birgisson, Sigríöur Ólafsdóttir, Hallgrímur Helgason, Georg Guöni, Eggert Pétursson, Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, Siguröur Árni Sigurösson, Kristín Gunn- laugsdóttir, Jón Bergmann Kjartansson og Þorri Hringsson. DV-MYND HARI Guömundur Páll og Gyrðir bera saman gullin sín. Hamingjuóskir Menningarsíðan sendir Gyrði Elíassyni og Guðmundi P. Ólafssyni innilegar ham- ingjuóskir með íslensku bókmenntaverð- launin sem þeir eru vel að komnir. Gyröir hlaut Menningarverðlaun DV árið 1997 fyr- ir bókina Indíánasumar. Frétt eða skýrsla ? Fátt nýstárlegt kom út úr fundi leikhús- listafólks og gagnrýnenda í Borgarleikhús- inu i vikunni sem leið enda tala þessir að- ilar ekki alveg sama tungumál. Hlutverk listgagnrýnenda á dagblöðum er að skrifa snaggaralegar fréttir af viðburðum í lista- lífmu með ákveðnu mati - eins konar fréttaljós - og ekki sakar, frekar en um aðr- ar fréttir, að þær séu vel skrifaðar og freist- andi lesning. Leikararnir vilja hækju. Seg- ið okkur hvort við túlkum verkið rétt og hvort við leikum vel, var viðkvæðið, og líka krafan um að gagnrýnendur fylgist með æfingum og skrifi að lokinni frumsýn- ingu hjartnæma skýrslu um erfitt og óeig- ingjarnt starf leikarans. Gagnrýnendur eiga ekki að vera i liði með leikurum og leikstjórum en þeir eiga að elska leikhúsið. Upp úr skúffunni? Þau draga hvort sína ályktun af nýju leikriti Kristjáns Þóröar Hrafnssonar í Þjóðleikhúsinu, Já, hamingjan, Halldóra Friðjónsdóttir, gagnrýnandi DV, og Gunn- ar Stefánsson á Degi. Halldóra fagnar því að ungur höfundur skuli fá tækifæri til að heyra texta sinn mæltan fram af úr- valsleikurum en Gunnar telur „að höfund- inum hefði verið best gert með því að segja honum að geyma það áfram í skúffunni". Afiir fá dæmi eru um það í veraldarbók- menntum að skúffuskáld hafi orðið stór- skáld. I svipinn man ég ekki eftir neinum nema bandarísku skáldkonunni Emily Dickinson. Hins vegar má nefna ótalmarga sem byrjuðu hikandi. Kannski er hið gagn- stæða undantekning. Víst er að Þjóðleik- húsið hefur skyldur við unga höfunda og Litla sviðið ætti oftar að vera tilraunasvið. Þó að „dramað" vanti í leikritið, eins og rýnir Morgunblaðsins orðaði það (sem vitaskuld er ansi stór galli), þá er greinilegt að Pálmi og Baldur Trausti leggja sál sína í persónusköpunina og það hlýtur að vera hvetjandi fyrir ungt leikskáld. Leitið að föðurnum Við höfum á undanfómum misserum fengið að sjá furðumörg leikrit þar sem tveir karlmenn leikast á og er nærtækt að minna á hið frábæra Abel Snorko býr einn sem Kristján Þórður þýddi og Melkorka Tekla setti upp (eins og Já, hamingjan), Svartklæddu konuna og Svikamyllu - sem eiga það lika sameiginlegt að Arnar Jóns- son lék annað hlutverkið í þeim öllum! Einkenni á þessum verkum var að þó að aðeins tvær persónur sæjust á sviðinu skipti ekki minna máli persónan sem var fjarverandi en hélt atburðarásinni gang- andi samt, og sú persóna var yfirleitt kona. Þessa þriðju persónu vantaði í Já, hamingj- an og var þó lagt upp til hennar. En þar var það ekki kona heldur hinn fjarverandi fað- ir bræðranna, rithöfundurinn frægi sem eldri bróðirinn elskar og óttast enn en er fallinn í gleymskunnar dá. Kristján Þórður hefði átt að muna betur eftir honum ...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.