Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.02.2001, Qupperneq 16
16 33 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoðarrltstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: Þverhoiti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiðlun hf. Plötugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk„ Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Lcekkun vaxta Seðlabankinn hefur á síðustu árum fylgt aðhalds- samri stefnu í peningamálum og náð umtalsverðum árangri og komið í veg fyrir að verðlag færi úr böndunum. Það er af það sem áður var þegar Seðla- bankinn var lítið annað en viljalaust verkfæri stjórnvalda og umsjónaraðili peningaprentunar. Á föstudag ítrekaði bankastjórn Seðlabankans stefnu sína. Það verður ekkert gefið eftir og vextir verða áfram háir. í Peningamálum, ársfjórðungsriti bankans, segir meðal annars: „Seðlabankinn telur að enn sem komið er séu ekki forsendur til að slaka á aðhaldi í peningamálum. Fyrir því eru tvær ástæður. í fyrsta lagi, eins og nánar er rökstutt í næstu grein, hafa enn ekki komið fram ótvíræðar vísbendingar um að ofþenslan sé tekin að hjaðna. í öðru lagi er hugsanlegt að lækkun stýrivaxta bank- ans myndi við núverandi aðstæður stuðla að frekari lækkun á gengi krónunnar og færa það óþægilega nærri vikmörkunum.“ Margt bendir til þess að þensla í efnahagslífinu sé að baki. Raunar eru merki um það að væntingar at- vinnulífsins og almennings til framtíðarinnar séu neikvæðar fremur en jákvæðar - bjartsýnin er ekki sú sama og hún var fyrir nokkrum mánuðum eða misserum. Fátt er verra í efnahagsmálum en minni bjartsýni. Væntingar eru að öðru jöfnu einn mikilvægasti drifkraftur frjáls efnahagslífs, en um leið mikilvæg skilaboð til stjórnvalda. Trú manna á framtíðina getur ráðið úrslitum um hvernig efnahagslífið þró- ast. Með sama hætti drepur bölmóður allar vonir og getur gert góða möguleika í framtíðinni að engu. Færa má sterk rök að því að kominn sé tími til þess að Seðlabankinn slaki aðeins á klónni og lækki vexti. Að öðrum kosti er veruleg hætta á því að efnahagslífið taki óþarfa dýfu. Og þá skipta háir vextir ekki lengur máli þegar reynt verður að verja gengi íslensku krónunnar. Raunar kann að vera að gengi krónunnar sé of hátt miðað við stöðuna í efna- hagslífinu. Á undanförnum misserum hefur Seðlabankinn varið gengi krónunnar bæði með þvi að halda vöxt- um háum en einnig með skipulegu inngripi á gjald- eyrismarkaði. Efnahagslegar forsendur virðast hins vegar vera þær að gengi krónunnar sé hærra en það ætti að vera. Margt bendir því til að skynsamlegt sé að lofa genginu að lækka nokkuð - undir þau vik- mörk sem Seðlabankinn miðar við. Slík lækkun krónunnar mun, að öðru óbreyttu, hafa áhrif á verð- lag til skamms tíma, en það er langur vegur frá því að vera áfall fyrir íslenskt þjóðarbú. Þvert á móti. Lægra gengi skapar sóknarfæri fyrir efnahagslífið sé rétt á málum haldið og dregur úr hallanum á við- skiptum við útlönd. íslensk fyrirtæki munu standa sterkari á eftir, ekki síst ef vextir verða lækkaðir samhliða. Seðlabankinn hefur haldið skynsamlega á málum og ekki hefur honum verið auðveldað verkið af stjórnvöldum, ríki og sveitarfélögum. En nú er tími til að slaka aðeins á, líkt og Alan Greenspan, seðla- bankastjóri Bandaríkjanna, hefur leyft sér að gera. Óli Björn Kárason Með og á móti ameina Garðabœ og Bessastaðahrepp? Skömmu fyrir jól urðu nokkrar umræður á Alþingi og utan þess um málefni Ríkisútvarpsins. Töldu ýms- ir það vera i miklu fjársvelti, svo ekki væri við unandi. En hver skyldi vera sannleikurinn í þessu máli? Hvað með öll afnotagjöld RÚV sem tekin eru, á milli tvö og þrjú þúsund krónur af sérhverju sjðnvarpstæki i landinu i mánuði? Og hvað með allar auglýsingatekj- urnar sem RÚV hefur? - —— Stöð 2 verður þó að láta sér nægja af- notagjald þeirra sem eiga myndlykil. Virðingarleysi við samborgarana Ríkisútvarpið er til húsa i glæsi- höll við Efstaleiti. Er þetta að vera i fjársvelti? Stöð 2 er tíl húsa á einni hæð eða svo, norðan í Árbæjarhálsi. Það er alkunna að hjá Ríkisútvarp- inu er oft bruðlað með skatttekjur ríkissjóðs, og ég gæti nefnt fjölmörg dæmi um það, en takmörkuð lengd þessa pistils leyfir það þó ekki. Að nokkru leyti orsakast það af stjórn- lausri samkeppni á milli sjónvarps- stöðvanna tveggja um að vera fyrst- ar með fréttirnar. - Það er engu lík- ara en við íslendingar teljum okkur næstrikustu þjóð heims. I þessu sambandi má nefna að þeg- ar flugslysið varð í Skerjafirðinum í sumar voru fréttamennimir komnir á staðinn með beina útsendingu frá slysstað, að ég tel á und- an björgunarmönnum. Það hefur verið ekki óskemmtilegt fyrir að- standendur þeirra sem voru i vélinni, að sjá í sjónvarpi hvort ein- hverjir hefðu lifað af, og þá hverjir. Virðingar- leysi þessara manna við samborgarana er svo al- gjört. Ef til vill er okkur orðið líkt farið og Róm- verjum hinum fomu, þar sem fólkið heimtar mannsblóð sér til augnayndis og dægra- styttingar. Agnar Hallgrímssort cand. mag. samanstendur eins og allir vita af sjónvarpinu og hljóðvarpinu, sem svo aft- ur skiptist í tvær rásir, Rás eitt og tvö. Ef við förum ei- lítið í saumana á þessu, og byrjum á Sjónvarpinu, þá er þetta helst um það að segja: Það sem flestir horfa á i því eru sennilega fréttirn- ar. Þær eru þó oftast nær svo leiðinlegar og óhugnan- legar að við liggur að mað- ur þurfl að fá áfallahjálp eftir hvern fréttatima. Fátt eitt virð- ist vera talið frétt annað en náttúru- hamfarir, manndráp eða fangelsanir. Við ber þó að jákvæðar fréttir heyr- ast. Annað efni Sjónvarpsins er nokkuð misjafnt, en skarar í engu fram úr efni Stöðvar 2, eftir þeim kynnum sem ég hef af báðum stöðv- unum. Hvað hljóðvarpið snertir þá er Rás 2 tvímælalaust afþreyingar- og ómenningarstöð, sem ekki nær nokkurri átt að ríkið sé að starf- rækja, og e.t.v. með miklum halla. Er hún í engu frábrugðin einkastöðvun- um sem heyra má i á höfuðborgar- svæðinu. Benda má á að afþreyingarstöðin Bylgjan heyrist nú víða um land og ætti hún að geta þjónað sem slík stöð í stað Rásar 2. Þeirri stöð á skilyrð- islaust að loka eða selja tafarlaust. - Eða er hún ekki góður fjárfestingar- kostur? Nær enda engri átt að tvær ríkisreknar útvarpsstöðvar séu að keppa við hvor aðra um hlustun. Útvarp Reykjavík Þá kem ég að gamla, góða Útvarpi Reykjavík, eða hljóðvarpinu, sem margir kalla nú því óskemmtilega nafni „Rás eitt“. Ekki skal því neitað að marga fræðslu- og ánægjustund veitti það manni hér á árum áður þegar fátt var um fjölmiðla. Þessi rás var vissulega menningarstöð, og er það víst enn. Blikur eru þó á lofti um að verið sé að þynna út dagskrá hennar. Má þar til nefna að þættirn- ir „Um daginn og veginn“ og „Kvöld- vökurnar" hafa verið lagðir niður. Það er aðeins einn ókostur við þessa rás, og hann er sá hversu skelf- ing fáir hlusta á hana nú orðið. Ég hef að vísu ekki haldbærar tölur yfir það, en finnst það engu að síður. Sennilega helst sveitafólk sem farið er að reskjast. Af þessu má sjá að þessar þrjár stofnanir Rikisútvarps- ins eru á undanhaldi i hlustun. Án efa væri best að gefa stofnun- unum, öllum þremur, dánarvottorð og selja eða leigja glæsihöllina í Efstaleitinu undir verðbréfafyrir- tæki. Það myndi eflaust gefa ríkinu besta ávöxtun. Agnar Hallgrímsson Afþreyingar- og ómenningarstóð En vikjum nú nánar að Ríkisútvarpinu, sem „Ríkisútvarpið er til húsa í glcesihöll við Efstaleiti. Er þetta að vera í fjársvelti? - Án efa væri hest að gefa stofnununum, öllum þremur, dánarvottorð og selja eða leigja glæsihöllina í Efstaleitinu undir verðbréfafyrirtœki. Það myndi eflaust gefa ríkinu besta ávöxtun. “ 4* .... * 1 ” ____________________________________________MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001_MÁNUDAGUR 5. FEBRÚAR 2001 xyv Skoðun BETTR ER RLURP K0MF7, Jl)WRTf?N MINN. EN Itolú V03? fYRIR NEÐBH MCr MBNBTU Veraldlegur þjóðkirkjuskilningur Fyrir skömmu vék undir- ritaður að því í kjallagrein (18. jan. sl.) að oft væri því haldið á lofti að tengsl ís- lensku þjóðkirkjunnar við fólkið í landinu væru veik. Væri því til staðfestu höfð- að til þess að þau einkennd- ust af þeirri tvíbentu stöðu að mikill meirihluti þjóðar- innar tilheyrði kirkjunni án þess að taka þátt í reglu- bundnu starfi hennar. Þá færði ég rök að þvi að hér væri fremur samnorræn en íslensk þjóðkirkjukreppa á ferð. í framhaldi af því mætti spyrja hvernig skilja beri hlutverk norrænu þjóðkirkn- anna við þessar sérkennilegu að- stæður. Hlutverk sameinandi afls í nýlegri norrænni rannsóknarrit- gerð er fengist við spurningar af þessum toga. Þar er m.a. hafnað skýringu sem mjög var haldið á lofti hér á landi í umræðum nýliðins kristnihátíðarárs, þ.e. þeirri, að Norðurlandabúar upp og ofan til- heyri þjóðkirkju lands síns af hefðar- festu og íhaldssemi. Þá er dregið í efa að þörf fyrir hátíðleika á merkisdög- um mannsævinnar skipti hér sköpum. Þvert á móti telur höfundur að kirkjurn- ar og athafnir þeirra gegni raunverulegu hlutverki bæði á sviði samfélagslífs- ins í heild og í lífi einstakra fjölskyldna og einstaklinga. Hann telur að á sviði samfé- lagslífsins gegni þjóðkirkj- urnar hlutverki sameinandi afls. Með aðild sinni að þjóð- kirkjunum lýsi Norður- landabúar öðrum þræði yfir sam- stöðu sinni með menningarlegum táknheimi og hefðum þjóðar sinnar. I huga þorra Norðurlandabúa sé að- ild að þjóðkirkju þvi mikilvægur þáttur í hinni þjóðlegu sjálfsmynd. Margir virðist með öðrum orðum setja samasemmerki milli þess að vera ekta Dani, Norðmaður eða Svíi og þess að vera lúterskur. Norrænt fríkirkjufólk, ekki síst kaþólskt, hef- ur raunar löngum bent á þetta atriði í samkirkjulegri umræðu. í lífi fjölskyldna gegna þjóðkirkj- urnar að mati höfundar einnig sam- einandi hlutverki þar sem stórfjöl- skyldan og jafnvel ættin í víðari skilningi safnast saman við athafnir Hjalti Hugason prófessor kirkjunnar á ævihátíðum. Þá telur hann að hinar kirkjulegu athafnir gefi lífsferli fjölskyldna og einstak- linga festu og hrynjandi sem allur þorri fólks sækist eftir. Það hlutverk sem norrænu þjóðkirkjunum er hér ætlað í lífi fjölskyldna og einstak- linga á auðsjáanlega einnig við hér á landi. Það sama má eflaust segja um hlutverkið á samfélagssviðinu í rík- ari mæli en okkur er alltaf ljóst. í leiðara Morgunblaðsins Hvort sem um er að ræða hið sam- félagslega eða einstaklingsbundna svið er hér lögð áhersla á félagslegt og veraldlegt hlutverk þjóðkirkn- anna. Þeim er því ætlað hlutverk þess sem oft er nefnt civil religion sem þýða mætti með „borgaraleg trú“. Er þar átt við safn hugmynda, siða og venja sem tengjast sögu við- komandi ríkis (þjóðar), samræmast pólitískum markmiðum þess, eflir samstöðu þegnanna og gefur öllu þessu æðri tilgang. Hér á landi er algengast að mæta þessum skilningi á hlutverki þjóð- kirkjunnar á síðum Morgunblaðsins. Sem nýlegt dæmi má benda á for- ystugrein frá 4. jan. Þar tekur leið- arahöfundur heils hugar undir með „Þvert á móti telur höfundur að kirkjurnar og athafnir þeirra gegni raunverulegu hlutverki bœði á sviði sam- félagslífsins í heild og í lífi einstakra fjölskyldna og einstaklinga. “ biskupi er hann í nýárspredikun sinni leggur áherslu á mikilvægi þess að saman fari „þjóðernisleg sjálfsmynd" og „virðing fyrir dýpri og æðri gildum" er við í 1000 ár höf- um sótt till kristninnar. Hér skal í sjálfu sér ekki efast um gildi þessa boðskapar. Hitt er vart tilviljun að einmitt þessi kafli ræðunnar skuli dreginn fram í „blaði állra lands- manna“. Hjalti Hugason Hreppsnefnd Bessastaðahrepps samþykkti fyrir skömmu að fara í viðræður við Garðabæ um sameiningarmál og má búast við því að viðræður hefjist fljótlega. Sitt sýnist hverjum um þessar viðræður sem voru samþykktar af sjálfstæðismönnum en Á- og H-lista-menn vildu ekki viðræður heldur skipa þriggja manna nefnd. Kúariðan „Einkenni hins hræðilega sjúkdóms sem kúariðusmit getur valdið hjá mönnum koma seint í ljós og nú, á tímum mikillar græðgi og efnishyggju, er auðvelt að fljóta sofandi að feigðar- ósi. Því er nauðsynlegt að bregðast hart við þegar hagsmunaaðilar mót- mæla tillögum um bann við innflutn- ingi nautgripaafurða frá kúariðusýkt- um löndum.” Ólafur F. Magnússon, læKnir og borgarfull- trúi í Reykjavík, í Mbl. 2. febrúar Erfðabreytt matvæli „Erfðabreytt matvæli eru á svörtum lista ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Krafa þeirra er að banna erfðabreytt matvæli. Ólíklegt má teljast að sú krafa þeirra njóti stuðnings, enda eru erfða- breytt matvæli nú þegar orðin lífsbjörg milljóna manna. Umhverfisverndar- sinnar eru þó samkvæmir sjálfum sér að þessu sinni, enda er fólk eitt helsta vandamál jarðar að þeirra mati, ekki síst fólksfjölgun, þ.e. nýir einstaklingar. Til vara er því krafa umhverfisvemdar- sinna sú að öll erfðabreytt matvæli verði merkt sérstaklega. Þetta kann að hljóma skynsamlega en er það ekki. Er ekki rétt að þeir sem hafa sérþarfir, eins og þá að matur megi ekki inni- halda erfðabreytt hráefni, beri sjálflr kostnaðinn?" Úr Vef-Þjóöviljanum 1. febrúar Á móti erfðavísunum „Ég hef alltaf verið á móti þessari tilraun og menn eiga að hætta við þessi áform nú, í ljósi nýrra upplýsinga en ekki síður vegna þess að íslenskar kýr mjólka mjög vel... Forystumenn bænda verða að hlusta á raddir bænda í þessu máli, meirihluti manna í grasrótinni hefur verið á móti þessu og sama má segja um neyt- endur - og þeirra rödd vegur þungt.“ Drífa Hjartardóttir alþm. í Degi 2. febrúar Fordild og fyrirhyggjuleysi Atkvæðagreiðsla um fósturvísa „Égá ekki von á því að þetta endi þannig að menn leggi til að hætt verði við innflutning fósturvísa. Það er einkum tvennt sem menn hafa verið að velta fyrir sér sem viðbrögð í þeirri ótrúlegu þjóðfélags- umræðu sem hefur verið síðustu vik- ur. Það er annars vegar hvort menn ættu að fresta verkefninu og hins veg- ar hvort þyrfti að kanna baklandið betur fyrir verkefnið með almennri at- kvæðagreiðslu meðal kúabænda." Þórólfur Sveinsson, form. Landssambands kúabænda, í Degi 2. febrúar Það verður sameining á höfuðborgarsvæðinu Engin knýjandi þörf fyrir sameiningu j „Það að hrepps- /j£v nefndin hafl sam- þykkt að óska eft- ir óformlegum viðræðum við Garðabæ um sameiningar- mál, merkir ekki að samein- ing verði, refjalaust. Við vilj- um ræða frekar við Garðbæ- inga og verða þá rædd mál- efni þessara tveggja sveitarfé- laga. Einnig verður rædd af- staða Garðbæinga til stærri sameiningar og þá sérstak- lega horft til Hafnfirðinga. Þessi mál eru þannig vaxin að niðurstaða verð- ur ekki á einum fundi. Ef niðurstaða Guðmundur G. Gunnarsson fulltrúi í hrepps- nefnd Bessastaóa- hrepps fæst um áhuga til frekari við- ræðna, með samræðum við Garðbæinga og hugsanlega önnur sveitarfélög, þá verður gerð skoðanakönnun í Bessa- staðahreppi um vilja íbúa til framhalds málsins. Samein- ing sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu verður. Hvort við berum gæfu til þess að leiða slíkan möguleika til lykta, veit ég ekki. En ég er þeirrar skoðunar að við eigum að flnna valkost fyrir kjósendur í Bessastaðahreppi til að kjósa um. Hvort af því geti orðiö verður tíminn að leiða í ljós.“ r„í sjálfu sér er minnihlutinn ekki á móti sameining- arviðræðum við önnur sveitarfé- lög. Við teljum þær hins veg- ar ótímabærar. Frá því að meirihlutinn kom með tillög- ur sínar um sameiningarvið- ræður höfum við í minnihlut- anum reynt að fá frá þeim svör við því hver tilgangur- inn væri með slíkum viðræð- um. Meirihlutinn hefur engin svör gefið. Við teljum að fyrir slíkar viðræð- ur þurfl að fara fram ákveðin heima- Sigtryggur Jónsson 7 minnihluta sveitar- stjórnar í Bessa- staóahreppi vinna hjá okkur. Við þurfum að átta okkur sjálf á þvi hvað við gætum hugsanlega grætt og hverju við myndum tapa við slíka sameiningu, kynna þær niðurstöður fyrir íbúum og fá þeirra álit á því hvort hreppurinn eigi að fara í sameiningarviðræður með þær niðurstöður í farteskinu, eða hvort betra er að halda sjálfstæði hreppsins. Hreppurinn stendur ágæt- lega og hefur gert ágæta samstarfs- samninga við aðliggjandi sveitarfé- lög, þannig að engin knýjandi þörf er á sameiningu.” safngripa, er glöggt og helst óskeikult auga fyrir sýningar- gildi einstakra muna ásamt skapandi krafti til að búa til dramatíska heildarmynd úr því fjölbreytilega efni sem hann hefur til umráða. Að líkja honum við góðan leikstjóra er ekki útí hött, því það eru einmitt sviðsetning- arhæfileikar sem þörf er á, enda var Sigurður Guð- mundsson málari, fyrsti for- stjóri Þjóðminjasafnsins, mik- ill leikhúsmaður. Er engu lík- ara en hérlendum ráðamönnum menningarmála sé ókunnugt um, að stjórn safna er sérstök fræðigrein og kennd við virta háskóla. Pjattverkefni Þjóðminjasafni var lokað á sjálfu stórhátíðarárinu 2000 og ekki að vita hvenær dyrum þess verður lokið upp á ný. Viðgerð og stækkun safnsins hefði átt að vera komin til fram- kvæmda fyrir langalöngu, ef ráða- menn hefðu haft snefll af framsýni og lágmarksskilning á hlutverki þess. En einsog vænta mátti, höfðu valds- menn enga tilfinningu fyrir þeim þjóðardýrgrip sem safnið er, heldur létu stjórnast af pjatti og fordild. í stað þess að leggja fram nægilegt fjár- magn til að koma Þjóðminjasafni í viðunandi horf á réttum tíma var hlaupið til og sóað hundruðum millj- óna króna í hlægileg pjattverkefhi, svo ekki sé dýpra tekið í árinni: 100 milljónum til framkvæmda í Bratta- hlíð sem kemur íslendingum næsta lítið við; 60-70 milljónum í stafkirkju í Vestmannaeyjum sem er hrein firra einsog annað sem Árni Johnsen kem- ur nálægt; 50-70 milljónum í Eiríksstaði og er eintómt sögulegt rugl! Og ekki má gleyma við- gerðinni á blessuðu „Þjóð- menningarhúsinu" sem kostaði 400 milljónir og fór 100 miUjónum frammúr áætlun. ýissulega var rétt og skylt að endurnýja þetta fallega og stórmerki- lega hús, en hversvegna fékk það ekki að halda sínu sögulega nafni, Safna- húsið, og hversvegna var ekki hægt að fá því tilhlýðilegt hlut- verk, gera það að lifandi safni, en ekki geymsluhúsi fyrir meira og minna vafasamar vésagnir um vik- inga, landafundi, kristnitöku og ís- lenska þjóðríkið? Sú frosna mynd íslenskrar sögu, sem þar ber fyrir augu, vekur ósjálfrátt hugrenningatengsl við lík- hús. Það kynlegasta er kannski, að um leið og Þjóðminjasafni er lokað, er sett á laggirnar stofnun sem er nauðalík því og gerir sig líklega til að taka í einhverjum mæli við hlut- verki þess. Hver er eiginlega mein- ingin? í Safnahúsinu heföi til dæmis verið hægt að koma fyrir bók- menntasafni, einsog írar gerðu í Dyflinni, þarsem gestir gætu með sérstökum tækjum kynnt sér bók- menntir þjóðarinnar fyrr og síðar, hlustað á skýringar að eigin vild með heyrnartólum, lesið texta á veggjum og horft á myndir af merk- um höfundum fyrri tíma. En þá hefði vitanlega þurft að ráða fagmann, en ekki flokkshollan pólitískan um- skipting einsog raunin varð. Sigurður A. Magnússon Sigurður A. Magnússon rithöfundur Sumarið 1977 birti ég kjallaragrein í Dagblaðinu (sem nú er betri helm- ingur DV) og bar heitið „Líkhús eða listmiðlar?". Var þar vakin athygli á, að húsakynni Þjóðminjasafns væru á engan hátt fallin til að varðveita dýr- gripi þjóðarinnar. Byggingin væri ekki búin raka- og hitastillingartækjum til að halda uppi réttum og stöðugum skilyrðum, enda lægju ýmsir munir safnsins undir skemmdum. Sömuleiðis benti ég á að sýningargripum væri þannig fyrir komið, að öllu ægði saman, engin tilraun gerð til að draga fram það sem mestu máli skipi og láta það njóta sín. Hlutverk safnstjóra Margt af því sem gagnrýnt var fyr- ir tæpum aldarfjórðungi hefur góðu heilli verið fært til betri vegar, þótt alltaf megi betur gera. Það eru ekki hnjóðsyrði um fornleifafræðinga þótt því sé haldið fram, að þeir séu ekki endilega hæfustu menn til að stjórna söfnum, þótt þeir gætu vitanlega ver- ið það. Það sem safnstjóri verður að hafa til brunns að bera, auk staðgóðr- ar þekkingar á tæknilegri varðveislu „Þjóðminjasafni var lokað á sjálfu stórhátíðarárinu 2000 og ekki að vita hvenær dyrum þess verður lokið upp á ný. Viðgerð og stœkkun safnsins hefði átt að vera komin til framkvœmda fyrir langalöngu..........“ Hvað á að gera við Ríkisútvarpið?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.