Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
DV
7
Fréttir
Mikil fólksfækkun í Hrísey veldur áhyggjum:
Okkur vantar fisk
- segir oddvitinn sem segir að fólki megi ekki fækka meira
Frá Hrísey
Þar fækkaöi fólki um 14% á síöasta ári og menn eru uggandi um framtíö
byggöar í eyjunni.
DV, AKUREYRI:________________________
„Auðvitað veit maður ekki hvort
þessi fólksfækkun heldur áfram en
það er svo að ef okkur tekst ekki að
treysta betur grunninn í atvinnulíf-
inu hérna í eyjunni þarf voðalega lít-
ið að gerast til að þessi þróun haldi
áfram. Það er hugsanlegt að húskof-
amir haldi eitthvað í fólkið en ef það
er tæpt með vinnu og umræðan nei-
kvæð þá auðvitað fer fólk. Til að hægt
sé að veita nauðsynlega þjónustu má
ekki fækka mikið hér,“ segir Narfi
Björgvinsson, oddviti í Hrísey. Mikill
fækkun hefur orðið á íbúafjölda í eyj-
unni siðustu árin, á áratug hefur íbú-
um fækkað úr um 300 i um 190 og á
síðasta ári nam fækkunin 30 manns
eða um 14% sem er geysilega mikið.
„Auðvitað má segja að það sem að
er hér, er að okkur vantar fisk. Þessi
eyja byggðist upp á veiðum og
vinnslu á sjávarfangi og við höfum
orðið undir í staðarvali stærri fyrir-
tækja fyrir slíka starfsemi og hér er
engin útgerð botnflskskipa lengur.
Samt sem áður fmnst manni að sjáv-
arútvegurinn og vinnslan eigi að
vera kjölfestan. Hér voru að jafnaði
60-80 manns í frystihúsinu þegar
best lét. En ég held að það fólk sem
hér er vilji vera hér áfram og ég veit
um fólk sem hefur flutt héðan sem
myndi vilja koma aftur ef hér væri
vinnu að hafa. Hér er gott mannlíf en
það er auðvitað erfiðara að halda
uppi öflugu félagslífi þegar fólkinu
fækkar,“ segir Narfi.
Hríseyingar áttu talsverðan þorsk-
kvóta þegar best lét fyrir nokkrum
árum, en hann fór með Snæfelli þeg-
ar það flutti vinnsluna til Dalvikur.
Síðan hafa Hríseyingar reynt ýmsar
leiðir til að skjóta öðrum stoðum
undir atvinnulífið, s.s. fjarvinnslu,
en árangur orðið lítill. „Menn verða
að gera sér grein fyrir því að það
verður að vera fiskur því atvinnulíf-
ið í Hrísey byggir á honum og engu
öðru. Það verður að taka á því máli
ef við ætlum okkur ekki að missa allt
út úr höndunum á okkur,“ segir
Smári Thorarensen sem á sæti í
sveitarstjóm í Hrisey. -gk
DV-MYND NJÖRÐUR HELGASON
Brautina burt
Nú er veriö aö leggja nýjan gangstíg utan lóöarmarka landbúnaöarráöherra á Selfossi, uppgröfturinn notast
í byggingu hljóömanar.
Göngustígur færður
frá húsi ráðherra
DV, SELFOSSI:________________________
Framkvæmdir við að færa göngu-
stíg og ljósastaura sem eru inni á
byggingarlóð nýs húss landbúnaðar-
ráðherra við norðurenda Ölfusár-
brúarinnar á Selfossi eru hafnar.
Ráðherra fór fram á það við bæjar-
stjóm Árborgar í haust að göngu-
stígurinn yrði færður enda lá hann
innan lóðarmarka á nýbýli hans
auk tveggja ljósastaura. Þá fór ráð-
herra fram á það að gerð yrði hljóð-
mön við húsið, í þeim tilgangi að
draga úr hávaðamengun frá þjóð-
veginum sem liggur í túnfæti ráð-
herrans.
„Það þurfti að byggja upp göngu-
stíg á þessum stað, þama var ekki
göngustígur fyrir, aðeins vegslóði
sem notaður var. Við keyrum ekki í
burtu það sem grafið er upp úr
vegstæðinu því það notast á staðn-
um,“ sagði Jón Guðbjörnsson, bæj-
artæknifræðingur Árborgar, við
DV. Jón segir að heildarkostnaður
við framkvæmdina ásamt flutningi
ljósastauranna sé á milli 2 og 300
þúsund krónur.
Hús landbúnaðarráðherra er nú
farið að rísa af grunninum, þessa
dagana er verið að reisa útveggi
hússins og því ekki langt í að á
granninum standi hið reisulegasta
hús, sannkallað óðal á einum besta
útsýnisstað Selfossbæjar.
-NH
Ekki horft í krónurnar á Akureyri:
18 milljóna dælustöðvarhús
DV, AKUREYRI:______________________
Hús sem risið hefur á horni Gler-
árgötu og Þórannarstrætis á Akur-
eyri hefur vakið nokkra athygli. Hús-
ið er allsérkennilegt i útliti, byggt
með hallandi veggjum og fleiri „útúr-
dúrum“ og gluggar mjög áberandi.
Útlit hússins bendir ekki til þess að í
því sé dælustöð sem dælir affalls-
vatni af Eyrinni og miðbænum upp í
kyndistöð við Þórunnarstræti, en sú
er samt sem áður raunin og eini til-
gangurinn með byggingunni er að
hýsa vatnsdælur.
„Það er auðvitað ekki nauðsynlegt
að byggja svona flotta dælustöð frek-
ar en það sé yfirhöfuð nauðsynlegt að
'byggja flott," sagði Magnús Finnsson
hjá Norðurorku sem er veitufyrir-
tæki Akureyrarbæjar. „Húsið varð
að vera á þessum stað í bænum sem
DV-MYND GK.
Dýr dælustöö
Hús dælustöövarinnar á mótum
Glerárgötu og Þórunnarstrætis kost-
ar tæpar 20 milljónir.
er nokkuð áberandi og því var ákveð-
ið að hafa stöðina áberandi sem inn-
legg í húsaflóruna. Húsið er ekki full-
búið, það er eftir að ganga frá i kring-
um það og ganga frá lýsingu innan-
dyra. Húsið verður ávallt upplýst
innandyra og því nokkuð áberandi,"
sagði Magnús.
Þegar talið barst að því hvað „her-
legheitin" kosti sagði Magnús að það
lægi ekki fyrir endanlega. „Nei, það
liggúr ekki fyrir, en kostnaðaráætl-
un nam 18 milljónum króna og inni-
falið í því er flutningur stöðvarinnar
sem var áður í einu verksmiðjuhús-
anna á Gleráreyrum."
Nokkuð hefur heyrst að staðsetn-
ing stöðvarinnar hafi farið fyrir
brjóstið á mönnum en húsið þykir
trufla nokkuð umferð við aðkeyrslu
að Glerártorgi og bíla sem ætla upp
Þórunnarstræti. „Staðsetningin er
bundin við lagnakerfi og einhverjar
breytingar á því hefðu kostað mjög
mikið.
Vissulega hefði verið hægt að
grafa dælustöðina í jörð en reynslan
af slíkum mannvirkjum er ekki
góð,“ sagði Magnús. -gk
Notaður bíll
*■
£
o*
<
(D
Til sölu
Mercedes-Benz CLK230
Compressor, 193 hö., nýskr. 11/99,
sjálfskiptur, ABS-hemlar, ASR-spólvörn,
ESP-stöðugleikakerfi, hraðastillir, 16“
álfelgur, rafdr. rúður, rafdr. útispeglar,
fjarst. samlæsingar, útvarp/CD, sumar-
/vetrardekk o.fl. Ekinn 16.000 km.
T, . • ... Q., Verðkr. 4.150.000.
Til synis hja Bilahollinm hf.,
Bíldshöfða 5.
------------------------------www.raesir.is
Raftækja
dagar
5&9Ö0
39.995 kr
Tricty Bendix þvottavél
1000 snúningar
r
HÚSASMIDJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
U T S A L A
Opnunartími:
án.-fim. og lau. kl. 10-18
is. kl.10-19. Sun. kl.12-17
70%
afsláttur
t.d. talandi drekar