Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Qupperneq 10
10
Útlönd
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
DV
Helmut Kohl
Saksóknarar falla frá málsókn.
Kohl borgar
sektir og sleppur
við ákæru
Helmut Kohl, fyrrverandi Þýska-
landskanslari, á ekki lengur á
hættu að verða ákærður vegna ólög-
legra greiðslna til flokks síns,
Kristilega demókrataflokksins.
Hann borgar 12 milljónir króna í
sekt og saksóknarar falla frá ákæru.
Þetta tilkynnti dómsmálaráðuneytið
í Nordrhein-Westfalen í gær.
Kohl viðurkenndi 1999 að hafa
tekið við milljónaframlögum án
þess að láta bókfæra féð. Hann hef-
ur hins vegar aldrei viljað greina
frá þvi hverjir gáfu fé í leynisjóð
flokks hans. Hann kveðst hafa lofað
að þegja og sagði siðast við yfir-
heyrslu fyrir þremur vikum að
hann ætlaði ekki að svíkja loforðið.
Ók drukkin og
fékk skaðabætur
Kanadamenn ná ekki upp í nef
sér af hneykslan eftir að dómari úr-
skuröaði að slys sem drukkinn öku-
maður olli væri að hluta til atvinnu-
rekanda hans að kenna. Fyrirtæk-
inu var gert að greiða ökumannin-
um sautján milljónir króna í skaða-
bætur vegna meiöslanna sem hlut-
ust af slysinu.
Málavextir eru þeir að í jóla-
veislu árið 1994 fékk Linda Hunt sér
nokkra drykki og hélt svo áfram að
drekka með nokkrum vinum sínum
á krá. Akstursskilyrði á heimleið-
inni voru afleit og lenti Linda í
árekstri.
Dómarinn var á því að vinnuveit-
andinn hefði átt að koma i veg fyrir
að konan settist undir stýri, til
dæmis með því að kalla á lögguna.
Helmsókn Solana mótmælt
Belgradbúar brenndu brúöu
í líki Solana.
Lofar að hjálpa
Júgóslavíu
Javier Solana, utanríkismála-
stjóri Evrópusambandsins, lofaði í
gær í heimsókn sinni í Belgrad i
Serbíu að hjálpa Júgóslavíu. Á með-
an Solana fundaöi með Vojislav
Kostunica, forseta Júgóslavíu,
efndu hundruð manna til mótmæla.
Hrópuöu mótmælendur slagorðin
Solana barnamorðingi og Solana
fasisti. Kvaðst Solana, sem var
framkvæmdastjóri NATO fyrir
tveimur árum, skiija tilfinningar
þeirra.
Kona særðist í bílsprengju í Jerúsalem:
Sharon og Barak
ræða nýja stjórn
Til stendur að leiðtogar tveggja
stærstu stjórnmálaflokkanna í ísra-
el hittist í dag og að sögn talsmanns
Likud-bandalags harðlínumannsins
Ariels Sharons er líklegt aö þeir
ræði möguleikana á myndun sam-
steypustjórnar.
Sharon sigraði Ehud Barak, frá-
farandi forsætisráðherra og leiðtoga
Verkamannafiokksins, með miklum
yfirburðum í forsætisráöherrakosn-
ingunum á þriðjudag. Sharon hefur
frest fram í mars til að mynda nýja
stjóm og koma fjárlögum í gegn,
ella verður að boða til nýrra kosn-
inga. Lægra settir embættismenn
flokkanna tveggja settust niður í
gær, aðeins nokkrum klukkustund-
um eftir að bílsprengja sprakk í
hverfi strangtrúaðra gyðinga í Jer-
úsalem. Ein kona særðist í spreng-
ingunni.
„Það sem gerðist í dag er hörmu-
legur atburður sem krefst þess að
við stöndum saman i baráttunni
Sprengja í Jerúsalem
ísraelskir borgarar hlaupa burt frá
brennandi bíl eftir aö öflug sprengja
sprakk /' hverfi strangtrúaöra.
gegn hryðjuverkum," sagði Sharon
við fréttamenn skömmu eftir að
sprengjan sprakk.
Tveir áður óþekktir hópar Palest-
ínumanna lýstu ábyrgð á sprengju-
tilræðinu í gær á hendur sér. Það
ku alloft hafa gerst þá fjóra mánuði
sem liðnir eru frá byrjun uppreisn-
ar Palestínumanna.
Sprengjan sprakk á bílastæði
nærri guðfræðiskóla í hverfi strang-
trúaðra gyðinga, skammt frá arab-
íska hluta Jerúsalem. Þótt sprengj-
an væri öflug særðist aðeins ein
kona lítillega og niu aðrir fengu að-
hlynningu vegna taugaáfalls.
Ehud Barak tilkynnti eftir ósigur-
inn fyrir Sharon aö hann myndi
láta af embætti leiðtoga Verka-
mannaflokksins og jafnframt hætta
á þingi þegar Sharon hefði myndað
nýja stjóm. Barak féllst í gær á að
leiða viðræðunefnd flokks síns,
ásamt friðarverðlaunahafanum
Shimoni Peres.
Króatar mótmæla framsali
Mikill fjöldi Króata kom saman í bænum Sinj í sunnanverðri Króatíu í gær til aö mótmæla framsali hershöföingjans
Mirkos Noracs til stríösglæpadómstóls SÞ í Haag í Hollandi. Mótmælendurnir telja að Norac hershöföingi sé saklaus
af öllum ákærum. Þeir lokuöu aðalveginum frá Split til Zagreb til aö leggja áherslu á mál sitt.
Harður eftirskjálfti í Gujarat á Indlandi í nótt:
Ibuarnir slegnir óhug en
tjónið lítið sem ekkert
íbúar í Gujarat-fylki á Indlandi
voru slegnir miklum óhug í nótt
þegar nokkrir jarðskjálftar skóku
héraðið enn á ný en embættismenn
sögðu að svo virtist sem litlar
skemmdir hefðu orðið.
„Við höfum ekki fengið neinar
fregnir um tjón úr öllu héraðinu.
Við erum enn að fá nýjar upplýsing-
ar en ég tel að áhrifin hafi ekki orð-
ið mikil,“ sagði Anil Mukim, hér-
aðsdómari í borginni Bhuj, í viðtali
við fréttamann Reuters í morgun.
Bhuj varð verst úti í jarðskjálft-
anum mikla þann 26. janúar síðast-
liðinn. Sá skjáifti mældist 7,7 stig á
Richter og varð að minnsta kosti
þrjátíu þúsund manns að bana.
Rúmlega ein milljón manna missti
heimili sín í hamfórunum.
HJá Rauða krosslnum
Þessi hálfsextuga kona liggur á
sjúkrahúsi Rauöa krossins í Bhuj.
Skelfingu lostnir ibúar kaup-
sýsluborgarinnar Ahmedabad
dvöldu utandyra í nótt eftir skjálft-
ana sem voru meðal þeirra öflug-
ustu sem hafa komið eftir stóra
skjálftann. Stærsti skjálftinn í nótt
mældist 5,3 stig á Richter.
Indverska blaðið Indian Express
sagði að fjörutíu manns aö minnsta
kosti hefðu slasast í óðagotinu þeg-
ar þeir reyndu að koma sér út úr
háhýsum. Á þriðja tug manna lét
búa um sár sín á sjúkrahúsinu í Ah-
medabad.
Yfirvöld i Bhuj eru hætt eiginlegu
björgunarstarfi eftir stóra skjálft-
ann og eru farin að snúa sér að
hreinsunar- og uppbyggingarstarfi.
Hjálpargögn halda áfram að koma
erlendis frá.
Reno
Janet Reno, fyrr-
verandi dómsmála-
ráðherra Banda-
ríkjanna, kom í gær
til Washington til
að gefa eftirmanni
sínum, John Ash-
croft, góð ráð. Ash-
croft hafði farið
fram á fund með Reno sem flutt er
til Flórída. Öldungadeild Banda-
ríkjaþings staðfesti i síðustu viku
skipun Ashcrofts í embætti dóms-
málaráðherra.
Fær ráð hjá
Bandaríkin greiða skuld
Sex ára löngu striði um skuld
Bandarikjanna tO Sameinuðu þjóð-
anna er lokið. Bandaríkin hafa nú
ákveðið að greiða skuldina gegn því
að framlög þeirra til stofnunarinnar
verði minnkuö.
Skipuleggja mótmæli
Wahid Indónesíuforseti hélt í
morgun til Jövu til að stilla til frið-
ar meðal stuðningsmanna sinna
sem reiöst hafa tilraunum til að
koma honum frá völdum. Stuðn-
ingsmennirnir hafa heitið því að
halda áfram mótmælum sínum.
Símakóngur samþykktur
Þingið í Taílandi kaus í morgun
formlega símakónginn Thaksin
Shinawatra, sem sakaður hefur ver-
ið um skattsvik, i embætti forsætis-
ráðherra.
Powell á fund Annans
Colin Powell, ut-
anríkisráðherra
Bandaríkjanna, fer
í næstu viku á
fyrsta fund sinn
með Kofi Annan,
framkvæmdastjóra
Sameinuðu þjóð-
anna. Gert er ráð
fyrir að stefna í
málefnum Afríku og Miðausturlönd-
um verði ofarlega á dagskránni auk
refsiaðgerðanna gegn írak. Powell
hefur enn ekki útnefnt eftirmann
Richards Holbrookes hjá Samein-
uðu þjóðunum.
Ákæra undirbúin
Bandarískir embættismenn íhuga
nú hvernig ákæru eigi að birta Ro-
bert Pickett sem hleypti af skotum
við Hvíta húsið í vikunni. Hann er
sagður veill á geði.
Vill í glákuaðgerð í BNA
Joseph Estrada,
sem rekinn var úr
T embætti forseta Fil-
iPPseyja' er aö
Bl - _ hugsa um að fara til
MQi <4^' Bandaríkjanna í að-
F ■■ > gerð vegna gláku í
næsta mánuði.
Estrada, sem bann-
að hefur verið að fara úr landi vegna
spillingarákæru, kvaðst í viðtali
ætla að sækja um leyfi yfirvalda til
fararinnar. Estrada heldur því fram
að hann sé enn forseti og að hann sé
einungis í leyfi frá störfum. Hann
vísar öllum sakargiftum á bug.
íhaldsmenn vara við
Breskir íhaldsmenn sögðu i gær
að komandi kosningar kynnu að
verða síðasta tækifæri Breta til að
kjósa um áframhaldandi eigin mynt
eftir að Blair forsætisráðherra blés
nýju lífi í evruumræðuna á mið-
vikudaginn.