Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2001, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2001
I>V
Útlönd
u
Franskir valdamenn rjúka upp til handa og fóta:
Neita samskiptum
við Alfred Sirven
Franskir stjórnmálamenn ruku
upp til handa og fóta í gær til að
bjarga mannorði sinu eftir að fjöl-
miðlar birtu einkasímaskrá Alfreds
Sirvens, fyrrverandi yfirmanns rík-
isolíufyrirtækisins Elf. Sirven er
sakaður um að hafa greitt valda-
mönnum mútur til að hafa áhrif á
skoðanir þeirra. Fyrrverandi ráð-
herrar, þingmenn og aðstoðarmenn
gáfu út yfirlýsingar þar sem þeir
ýmist neituðu því að þeir þekktu
Sirven eða fullyrtu að samband
þeirra við hann hefði alls ekki ver-
ið óeðlilegt.
„Ég hafði ekkert samband við Sir-
ven,“ sagði Herve de Charette, fyrr-
verandi utanríkisráðherra, í út-
varpsviðtali. Sagði hann einu sam-
skipti sín við Elf hafa verið vegna
framlags úr góðgerðarsjóði fyrir-
tækisins til hátíðahalda í borginni
þar sem hann var borgarstjóri.
Alfred Sirven
/ einkasímaskrá hans var beint
númer til fjölda valdamanna.
Sirven var handtekinn á Filipps-
eyjum í síðustu viku eftir að hafa
verið á flótta síðan 1997. Hann var
leiddur fyrir rétt í París síðastliðinn
miðvikudag.
Er hann ákærður fyrir fjársvik og
mútugreiðslur. Verjandi Sirvens
kveðst ætla að kæra þjófnaðinn á
símaskrá hans. Við handtökuna
kom Sirven í veg fyrir að lögreglan
gæti rakið síðustu símtöl hans með
því að tyggja og gleypa kortið í far-
síma sínum.
Lögmaður Jeans-Christophes
Mitterrands, sonar Frangois Mitt-
errands Frakklandsforseta, sem
ákærður er fyrir ólöglega vopnasölu
til Afriku, segir það ekki undarlegt
að nafn skjólstæðings sins hafi ver-
ið í símaskrá Sirvens. Sirven hafi
verið yfir alþjóðaviðskiptum Elfs
þegar Mitterrand var ráðgjafi fóður
síns i málefnum Afríku.
Sandkastali á Miamiströnd
Feröamenn virða fyrir sér 3,6 metra háan sandkastala sem myndhöggvarinn Victor Long frá Kendall í Flórída tók upp
á því að reisa á ströndinni. Verkið tók listamanninn tvær vikur og er ekki annað að sjá en vel hafi tekist til.
Uppreisnarbóndinn Bové fyrir rétti í Frakklandi:
Barátta
Róttæki franski bændaleiðtoginn
José Bové kom fyrir rétt i Mont-
pellier I gær, ákærður fyrir að
brjótast inn í rannsóknarmiðstöð í
borginni og eyðileggja þar erfða-
breyttar hrísgrjónaplöntur.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
Bové, auðþekkjanlegur af rostungs-
legu yfirskeggi sínu, kemst í kast
við lögin. Hann vakti fyrst athygli
umheimsins árið 1999 þegar hann
fór fyrir árás á veitingastað
McDonalds í borginni Millau í
sunnanverðu Frakklandi. Tilgang-
urinn var að mótmæla ruslfæði og
álögum á innflutning franskra osta
og gæsalifrarkæfu til Bandaríkj-
anna. Bové var dæmdur í þriggja
mánaða fangelsi fyrir tiltækið.
Mörg hundruð félagar og stuðn-
ingsmenn Bovés gengu með honum
til dómhússins. Bændaforinginn á
yfir höfði sér allt að fimm ára fang-
elsi verði hann fundinn sekur að
þessu sinni.
fyrir framtíðinni
Bændaforingi í réttarsalnum
Franski bóndinn og hnattvæöingar-
skelfírinn José Bové fyrir rétti í gær.
„Ég tek á mig alla ábyrgð á þvi
sem var gert með félögum mínum,“
sagði hinn 47 ára gamli sauðfjár-
bóndi fyrir réttinum. „Hvað svo
sem sumir segja, segja margir aðr-
ir að barátta okkar sé barátta fyrir
framtíðinni."
Bové notaði tækifærið til að
gagnrýna harkalega erfðabreytt
matvæli sem hann sagði að vís-
indamenn bæru ekki almennilegt
skynbragö á.
í síðasta mánuði slóst José Bové
í lið með fátækum bændum í Bras-
ilíu og aðstoðaði þá við að rífa upp
erfðabreyttar sojaplöntur á til-
raunabúi bandarisks stórfyrirtæk-
is.
Gripið var til þeirra aðgerða á
meðan fram fór fjölmenn ráðstefna
andstæðinga kapítalisma og hnatt-
væðingar í borginni Porto Alegre,
eins konar mótvægi við peninga-
furstaráðstefnuna sem haldin er á
hverju ári í Davos í Sviss.
Vél:
1) Skipt um kerti.
2) Loftsía athuguð.
3) Bensínsíaathuguð.
4) Kveikjukerfi stillt og mælt.
5) Stilling vélar
(ganghraði og útblástur).
6) Kælivökvi, frostþol mælt.
7) Kælikerfi þrýstiprófað.
8) Vélarolía mæld.
9) Viftureim athuguð.
10) Viftukúpling athuguð.
Rafkerfi:
1) Rafgeymasambönd athuguð.
2) Hleðsla mæld.
3) Rafgeymirálagsmældur.
4) Ljós yfirfarin og stillt.
5) Rúðuþurrkur og sprautur athuguð.
6) Flauta, miðstöð og
afturrúðuhitari athuguð.
Undirvagn:
1) Hemlaprófun.
2) Hjólbarðar skoðaðir og loft mælt.
3) Bremsuvökvamagn mælt.
4) Pústkerfi og dempararathugaðir.
Yfirbygging:
1) Hurðalæsingar og lamir smurðar.
2) Þéttilistar á hurðum silikon varðir.
Ef talið er að skipta þurfi um annað en
venjulega slithluti höfum við samband
áður en það er gert.
BOSCH
HÚSIÐ
BRÆÐURNIR ORMSSRN
Lágmúla 9,
sími 530 2800