Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 Fréttir x>v Ný DV-könnun um fylgi flokkanna: Vinstri-grænir tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík - Samfylking hrapar frá síðustu kosningum Samkvæmt skoðanakönnun DV, sem gerð var meðal kjósenda í Reykja- vík í gærkvöldi, koma fram verulegar breytingar á fylgi stjómmálaílokka miðað við síðustu alþingiskosningar sem haldnar vora 8. maí 1999. Sjáif- stæðisflokkurinn fengi nákvæmlega helming atkvæða þeirra sem afstöðu taka, eða 50% á móti 45,7% í síðustu kosningum. Samfylkingin hrapar úr 29% fylgi í kosningunum í 16% nú en Vinstrihreyfingin-grænt framboð tvö- faldar fylgi sitt í Reykjavík og fer úr 9,4% í 18,7% atkvæða. Spurt var hvaöa flokk myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram nú? Úrtakið var 600 manns í Reykja- víkurkjördæmi og var svörun góð. Alls tóku 418 afstöðu til spumingar- innar eða 1,2% U 13,0% 69,7% en 182 eða 30,3% voru óákveðin eða svöruðu ekki. Af atkvæðum þeirra sem afstöðu tóku í gærkvöldi fékk B-listi Fram- sóknarflokks 9,1% á móti 10,4% í kosn- ingunum 1999. D-listi Sjálfstæðisflokks fékk 50% á móti 45,7% í síðustu kosn- ingum. F-listi Fijálslynda flokksins fékk 4,5% á móti 4,2% í kosningunum. S-listi Samfylkingar fékk 16% á móti 29% í síðustu kosningum. U-listi Vinstrihreyfmgarinnar-græns fram- boðs fékk 18,7% í könnuninni á móti 9,4% í kosningunum síðast og Z-listi Anarkista fékk 1,7% á móti 0,3% í kosningunum 1999. Ef litið er á skiptingu alls úrtaksins i könnuninni kemur í ljós að B-listi fengi 6,3% atkvæða, D-listi 34,8%, F- listi 3,2%, S-listi 11,2%, U-listi 13% og Z-listi 1,2%. Óákveðnir vora 21,2% og þeir sem svöraðu ekki reyndust vera 9,2%. S 11,2% Óákve&nir/ svara ekki 30,3% F 3,2% D 34,8% B 6,3% Allt úrtakiö. Vísbendíngar um breytta stóðu Ekki er gott að áætla þing- mannafjölda Reykvíkinga út frá þessari könnun, þar sem ýmislegt getur hafl þar áhrif á, svo sem staða flokkanna á landsbyggðinni og skipting uppbótaþingsæta. Til gamans má þó geta þess að Framsóknar- flokkur fékk í síðustu kosningum 2 þingmenn úr Reykjavík, Sjáifstæðis- flokkur fékk 9 þingmenn, Frjálslyndi flokkurinn fékk 1 þingmann, Samfylk- j | Úrslit kosninga 1999 f Hvaða lista mundir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna? - eingöngu spurt í Reykjavíkurkjördæmi 0 29,0 4,2 4,5 °'6 0,0 0.4. 0,0 16,0 18,7 H 9,4 I &K B—listinn D—Gstain F-listinn H—listimi K—listinn S—listinn U-fistinn Z—listinn ingin fékk 5 þingmenn og Vinstrihreyf- ingin-grænt framboð fékk 2 þingmenn í Reykjavíkurkjördæmi. Þingmönnum fjölgar hjá U- og D-listum Ef gengið er út frá óbreyttum for- sendum og óbreyttri þingmannatölu Reykvíkinga myndu Vinstri-grænir bæta við sig tveim þingmönnum í Reykjavík og væra öraggir með 4 þing- menn. Samfylkingin myndi tapa tveim þingmönnum en væri samt með 3 þingmenn öragga inni. Slagurinn stæði þá hnifjafn um fyrsta þingmann Fijálslyndra, ellefla þingmann Sjálf- stæðisflokksins og annan þingmann Framsóknarflokksins. Tveir þingmenn af þessum fjölda frá þessum þrem flokkum myndu detta út. Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar í Reykja- vík í gærkvöldi er samt útilokað að segja til um hvort þessir tveir þing- menn féllu af listum Frjálslyndra, Sjálfstæðis- eða Framsóknarflokks. Þar réðu úrslit kosninga á landsbyggð- inni væntanlega öllu um niðurstöð- una. Ógerlegt er út frá þessari könnun í Reykjavík að meta heildar þingmanna- tölu flokkanna á landsvísu, enda er vægi flokka mismikið í höfuðborginni og á landsbyggðinni. -HKr. Sleðamaður í Eyjafirði: Lá 11 tíma á slysstað DV, AKUREYRI: Tæplega fertugur Akureyringur, sem lenti í vélsleðaslysi i Skjóldal, sem gengur vestur af Eyjafirði, lá í 11 klukkustimdir á slysstað áður en tókst f að flytja hann til byggða. Maðurinn var í sleðaferð ásamt íleira fólki í Skjóldal þegar hann ók þar fram af snjóhengju um klukkan 17 í gærdag. Björgunarsveit var kölluð á staðinn en vegna bakmeiðsla manns- f ins treystu björgunarsveitarmenn sér ekki til þess að flytja hann og var kall- að eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar. Stóra þyrlan var send af stað en varð að snúa við vegna bilunar. Ekki 1 var hægt að senda litlu þyrluna vegna | ísingar og varð því að bíða þess að við- | gerð á stóra þyrlunni lyki. Henni var síðan flogið til Akureyrar en vegna að- stæðna á slysstað var því ekki viðkom- j ið að sækja manninn. í millitiðinni hafði verið farið með snjóbil á slysstað en þar höfðu læknar hlúð að mannin- um. Úr varð að flytja manninn með snjóbíl og var hann fluttur á sjúkrahús- ið á Akureyri. Honum heilsast vel. -gk DV-MYND GVA A fund ráðherra Aöalsteinn Baldursson, formaöur matvælasviös Starfsgreinasambands íslands, og Kristján'Bragason, framkvæmdastjóri sambands- ins, gengu í gærmorgun á fund Páls Péturssonar félagsmálaráöherra og ræddu viö hann um vanda fískverkafólks vegna yfirvofandi verkfalls sjómanna. Þaö eru tilmæli Starfsgreinasambandsins aö fyrirtæki haldi fólki á launaskrá þrátt fyrir verkfalliö. Heilbrigöisráö- herra og ríkisstjómin uröu hins vegar ekki viö þeim tilmælum aö erlent fiskverkafólk fengi atvinnuleysisbætur i verkfalli sjómanna. Ráðstafanir gegn því að gin- og klaufaveiki berist frá Evrópu: Stórlega hert eftirlit Yfirdýralæknir hefur tekið þá ákvörðun í samráði við tollayfirvöld að allir flugfarþegar sem koma hingað til lands frá Evrópu skuli ganga í gegn- um sótthreinsibúnað sem komið hefur verið upp viö landganga i flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fyrirkomulaginu á sótthreinsuninni hefur verið breytt á þann veg, að í stað þess að stíga i bakka með sótthreinsiefni ganga far- þegar eftir dreglum sem gegnvættir hafa verið í vökvanum. Að sögn Sigurðar Amar Hanssonar aðstoðaryfirdýralæknis átti þessi var- úðarráðstöfun að taka gildi frá og með deginum i gær. Gin- og klaufaveiki hef- ur nú verið staðfest á Bretlandseyjum og í Frakklandi. Yfirdýralæknisembættið hefúr auk þessa látið útbúa leiðbeininingar fyrir ferðamenn sem hafa verið auglýstar í dagblöðum og sendar ferðaþjónustuaö- ilum. Þar hvetur yfirdýralæknir til til- tekinna varúðarráðstafana, m.a. hvemig skuli fara með fatnað sem not- aður hefur verið í Bretlandi og hvað ferðamenn skuli varast þar. Þá er vak- in athygli á því að aðgjört bann sé við að taka með sér til landsins hvers kyns hrá matvæli. Sigurður Öm sagði, að höfða þyrfti til hins almenna ferðamanns að hann virti þessar reglur og færi eftir þeim. Einar Birgir Eymundarson, deildar- stjóri hjá toftgæslunni á Keflavíkur- flugvelli, sagði við DV að sýslumanns- embættið hefði gefið fyrirmæli um hert eftirlit. Þar væra matvælin efst á blaði, en tollgæslan fylgdist mjög vel með að sem minnst af þeim slyppi inn í landið. Eins reyndu tollverðir að hafa auga með óhreinum skófatnaði sem kynni að vera í ferðatöskum fólks. Þá hefur verið tekin ákvörðun um að innflutningur á hráu kjöti frá EBS- löndum verði algjörlega bannaður, svo og innflutningur á lifandi dýram. -JSS Júlíus vill ráðgjafa Júlíus Vífill Ingv- arsson borgarfull- trúi telur brýnt að leitað verði til utan- aðkomandi ráðgjafa í sviði fjármála- stjórnunar fyrir Reykjavíkurborg. Hann leggur til að borgarráð feli fjármálastjóra borg- arinnar og borgarendurskoðanda að leggja fyrir nauðsynlegar upplýsing- ar með hvaða hætti sé heppilegast að standa að ráðningu. Talningu hætt Um síðustu áramót var hætt að telja erlenda ferðamenn sem koma til landsins. ísland verður aðili að Schengen-samstarfinu 25. mars næstkomandi og það felur m.a. í sér afnám vegabréfaeftirlits á svæðinu. Mbl. greindi frá. Flugleiðir gegn fikniefnum í gær var staðfest samkomulag milli Flugleiða og Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli þess efnis að Flugleiðir sjá til þess að starfsmenn Sýslumannsins geti sótt þjálfun og fræðslu erlendis embættinu að kostnaðarlausu. Á móti fá starfs- menn Flugleiða fræðslu og þjálfun í baráttunni gegn fíkniefnum. ítrekuð brot Héraðsdómur Suðurnesja hefur dæmt tæplega þrítugan karlmann í fiögurra mánaða fangelsi fyrir þjófnað, fiársvik og brot á flkniefna- lögum. Maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin. Afleiðingar kvótakerfis Samkvæmt skýrslu Byggða- stofnunar hafa lög um stjóm fiskveiða haft afdrifaríkar af- leiðingar. Veruleg skuldaaukning í sjávarútvegi, lækk- un launa í fisk- vinnslu í samanburði viö aörar at- vinnugreinar og fólksflótti af lands- byggðinni eru meðal afdrifaríkustu afleiðinga laga um stjóm fiskveiða, einkum ákvæði um frjálst framsal veiðiheimilda. Lækkaður tekjuskattur Rikisstjórnin hyggst verja 1200 miljónum til að lækka skatthlutfall tekjuskatts um ríf- lega 0,5% árið 2002. Þá verður 3,5 milj- ónum varið til að styrkja ASl til að halda uppi verðlagseftirliti á gildis- tíma núverandi kjarasamninga. Davíð Oddsson forsætisráðherra staðfesti þetta á fundi með Halldóri Björnssyni, starfandi forseta ASÍ, í gær. RÚV greindi frá. Klofningur í Grindavík Meirihluti framsóknarmanna og J-lista samfylkingarmanna í bæjar- stjóm Grindavíkur klofnaði á fundi í gær vegna ágreinings um kjör í stjórn Hitaveitu Suðurnesja hf. Þetta er í annað sinn á kjörtímabil- inu sem bæjarstjómarmeirihlutinn í Grindavík klofnar. RÚV greindi frá. Maður handtekinn í Keflavík Maður á sextugsaldri var hand- tekinn á Keflavíkurflugvelli með hátt í 2 kíló af hassi í fyrradag. Mað- urinn, sem var aö koma frá Kaup- mannahöfn, játaði að vera aö flytja efnið fyrir nákominn ættingja sem staðfesti það við yfirheyrslur. Þriðji maðurinn sem tengist málinu var handtekinn á mánudagskvöld. Laus- lega áætlað söluverðmæti fikniefn- anna er 4 til 5 miljónir króna. -Kip/ss

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.