Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 11
11 ■f FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001____________________________ X>V______________________________________________________________________________________________________Hagsýni ^ Alþjóðlegur dagur neytendaréttar í dag: Atta lágmarkskröfur neytenda - flest mál í réttum farvegi hér segir Þuríður Hjartardóttir, framkvæmdastjóri NS Talsvert skortir á aö íslenskir neytendur njóti aö fullu þeirra rétt- inda sem neytendasamtök um allan heim telja lágmarksréttindi, segir í fréttatilkynningu frá Neytendasam- tökunum í tilefni af alþjóðlegum degi neytendaréttar. Þessi dagur er haldinn 15. mars ár hvert og á honum minna neyt- endasamtök um allan heim á átta lágmarkskröfur neytenda sem eru eftirfarandi: - Réttur til fullnægjandi grunnþarfa - Réttur til öryggis - Réttur til upplýsinga - Réttur til aö velja - Réttur til áheyrnar - Réttur til bóta - Réttur til fræðslu - Réttur til heilbrigðs umhverfis Þessar reglur urðu til í kjölfar sögulegrar yfirlýsingar fyrrum for- seta Bandaríkjanna, Johns F. Kenn- edys, frá 15. mars 1962 um grund- vallarréttindi neytenda. Yfirlýsing þessi leiddi til alþjóðlegrar viður- kenningar ríkisstjórna og Samein- uðu þjóðanna en Allsherjarþingið samþykkti á árinu 1985 sérstakar leiðbeiningar um neytendavernd. Þar segir m.a. að allur almenning- ur, án tillits til tekna eða félagslegr- ar stöðu, hafi ákveðin lágmarksrétt- indi sem neytendur. í fréttatilkynningunni frá Neyt- endasamtökunum segir að „talsvert skorti á að íslenskir neytendur njóti að fullu þessara réttinda en mark- mið samtakanna er meðal annars að sjá til þess að svo verði.“ Áfátt í nær öllum flokkum Þuríður Hjartardóttir, fram- kvæmdastjóri Neytendasamtak- anna, segir að í raun sé réttindum neytenda áfátt í nær öllum ílokkum sem nefndir eru í reglunum, ef und- anskilinn er rétturinn til fuUnægj- andi grunnþarfa. „Sem dæmi má nefna að réttinum til fræðslu er ekki nægilega sinnt hér á landi, t.d. er engin markviss neytendafræðsla í skólum. Aðgengi að upplýsingum er heldur ekki nægilega gott, það Þuríður Hjartardóttir framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna. þekkja flestir sem eiga við stofnanir og fyrirtæki sem mörg hver liggja á hvers konar upplýsingum. íslenskir neytendur búa heldur ekki við heil- brigt umhverfi því hér eru t.d. enn opnir sorphaugar víða um land.“ Þuríður segir að þó séu flest þessi mál í réttum farvegi þar sem al- þjóðasamþykktir með hertari regl- um hafa beint okkur inn á réttar brautir. t.d. i umhverfismálum og samkeppnismálum. Fjárskortur hamlar starfi samtakanna Þuríður segir að Neytendasam- tökin séu undirmönnuð og í sífelld- um fjárskorti og þvi nái þau ekki að sinna öllum þeim málum sem þarf. Þó hafa samtökin rekið upplýsinga- og kvörtunarþjónustu sem fjögur þúsund neytendur leita til ár hvert til að fá upplýsingar og aðstoð við að ná fram rétti sínum. Samtökin reka einnig upplýsingaþjónustu á Netinu og gefa út Neytendablaðið fimm sinnum á ári. Einnig vinna þau að ýmsum hagsmunamálum neytenda og eru málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum og selj- endum vöru og þjónustu. Samtökin eru að mestu fjármögn- uð með gjöldum félagsmanna, en þeir eru nú um 17.000 talsins. Auk þess eru þau með samning við við- skiptaráðuneytið sem felur það í sér að þau sinna upplýsingagjöf til allra neytenda sem til þeirra leita, burt- séð frá því hvort þeir eru félags- menn eður ei. Hins vegar verða ut- anfélagsmenn sem þurfa lagalega aðstoð Neytendasamtakanna eða milligöngu í einstökum málum að greiða sérstakt gjald fyrir þjónust- una. Það gjald er jafnhátt félags- gjaldi í samtökunum. SLEÐADAGAR Ymsir fylgihlutir á vélsleða á tilboðsverði 5 68 68 68 iMúbmus •» •» MjMú 'l'- ■ / m ■ Sprengitilboð ! jjf þcr Jjúffcjrí ií J) I - ú t í n ci ii rMAur u Tru&usrum jsrhum m mura í CT) v. y Þú sækir mlðstærð af pizzu með 2 áleggstegundum á . A ^ w 749 kr. Þú sækir stóra (16") pizzu með 2 áleggstegundum á 999 kr. i ■f

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.