Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 24
28 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 Tilvera !OV lí f iö Fyndnir í Leikhúskjallara Þeir Karl Ágúst og Öm Árna ætla aö vera fyndnir í kvöld á fyndnum fimmtudegi í Leikhús- kjallaranum. Klassík ■ SINFONIUTONLEIKAR A sinfóníu tónleikunum í kvöld veröur lcerap eftir Árna Heimi Sveinsson, Trompetkonsert eftir H.K. Gruber og Sinfónía í þremur þáttum eftir Igor Stravinski leikiö. Hljómsveitar- stjóri er George Pehlivanian og ein- leikari er Hákan Hardenberger. Sem sagt fjölbreyttir og skemmtilegir tón- leikar sem hefjast klukkan 19.30. Klúbbar Í MULINN I HÚSÍ MÁLARANS T kvöld leikur saxófónleikarinn Jóel Pásson ásamt kvartetti sínum á Múlanum í Húsi málarans. Kvartett Jóels skipa að þessu sinni þeir Hilmar Jensson gítarleikari, Valdemar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassaleikari og Matthías MD Hemstock trommulerikari. Á efnisskránni er frumsamin tónlist, meðal annars efni af væntanlegri plötu Jóels. Tónleikarnir hefjast kl. 21. Leikhús ■ ABIGAIL HELPÚR PARTI Leikritiö Abigail heldur parrtí eftir Mike Leigh verður sýnt á Litla sviói Borg- arleikhússins klukkan 20 í kvöld. ■ SKÁLDANÓTT Skáldanótt eftir Hallgrím Helgason veröur sýnd á Stóra sviöi Borgarleikhúsins klukk- an 20 í kvöld. Verkiö fékk Menning- arverölaun DV 2001. Örfá sæti laus. ■ STRÆTI Nemendaleikhúsiö sýnir Stræti eftir Jim Cartwright í Smiöj- unni, Sölvhólsgötu 13, klukkan 20 í kvöld. Orfá sæti laus. Síðustu forvöð ■ BUÐARTAKA I IKEA I dag Ijúka 11 nemar við Listaháskóla islands sýningu í verslun IKEA viö Holta- garða. Framsæknir myndlistamenn sýna hér einlæga list viö kunnar fyr- irmyndir landsmanna. Listamennirnir vinna meö ólíka miöla, eins og myndbönd, innsetningar, gjörninga, texta, Ijósmyndir, málverk, aöstæö- ur, hljóöverk og skúlptúra/nytjahluti. Tekist er á viö hiö tilbúna heimilis- lega umhverfi og þaö sett í nýtt samhengi. Sýningin er unnin í sam- vinnu viö starfsfólk IKEA. Myndlistar- mennirnir eru: Asami Kaburagl, Daníel Karl Björnsson, Gerþrúöur Finnbogadóttir Hjörvar, Julia Stein- mann, Hrund Jóhannesdóttir, Hug- inn Þór Arason, Rósa Halldórsdóttir, Tinna Guðmundsdóttir, Þórarinn Hugleikur Dagsson, Þórunn Inga Gísladóttir og Þuríður Elfa Jónsdótt- ir. Sýningin er lokahluti fimm vikna verkefnis sem þau hafa verið aö vinna meö Hlyni Hallssyni. Sýningin er opin á verslunartíma frá 10 til 18.30. Myndlist ■ ASMUNDARSAFN VH) SÍGTÚN Fjöll rímar viö tröll, Páll Guömunds- son í bland við Ásmund Sveinsson. Opiö kl. 13-16 aila daga. ■ NÝLISTASAFNH) Samsýning Steingríms Eyfjörös, Rögnu Her- mannsdóttur, Finns Arnars Arnar- sonar og Huldu Stefánsdóttur stendur til 25. mars. Opiö þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Sjá nánar: Lífiö eftir vinnu á Vísl.is Chocolat: Súkkulaði sem bætir og kætir Regnboginn frumsýnir á morg- un hina rómuðu kvikmynd Lasse Hallström, Chocolat. Myndin er í skemmtilegum dæmisögustil og gerist í litlum heföbundnum frönskum smábæ þar sem hiö dap- urlega og daglega líf þorpsbúa hef- ur ekki breyst í eitt hundrað ár, eða þar til fögur súkkulaðigerðar- kona, Vianne Rocher (Juliette Bin- oche), kemur til bæjarins og auðg- ar líf þorpsbúa, en súkkulaðið hennar gerir líf þorpsbúa öllu safaríkara, blómlegra og litríkara. Ekki eru samt allir hrifnir af þessari aðfluttu konu. Greifinn í þorpinu, Comte de Reynaud (Al- fred Molina), er stífur og íhalds- samur að eðlisfari. Hann vill alls ekki fórna fornri hefð og íhalds- sömum gildum þorpsins. Það kem- ur þó ekki í veg fyrir aö Vianne eignast marga vini 1 þorpinu þar sem hún og súkkulaðiö hennar hefur fært þeim ferskan andblæ í tilveru þeirra. Meðal þorpsbúa sem leita til hennar er hin sjötíu ára gamla Armande (Judi Dench), dóttir hennar, Caroline (Carrie- Anne Moss) og Josephine (Lena Olin). Og fleiri aðkomumenn bæt- ast í bæjarlífiö, meðal annars hippinn Roux (Johnny Depp) sem kveikir í hjarta Vianne. Hvort þessi súkkulaðisaga hefur góðan endi eða ekki kemur í ljós en eitt er víst: Daglegt líf i þorpinu hefur breyst tfi muna og að flestra áliti til batnaðar. Chocolat hefur hlotið fimm tU- nefningar tU óskarsverðlauna: fyr- ir besta aðalhlutverk (Juliette Bin- oche), aukahlutverk kvenna (Judy Dench), bestu myndina, besta handritiö og bestu kvikmyndatón- listina. Auk þess var hún á dögun- um tUnefnd tU nokkurra Golden Globe-verölauna. Ekki eru taldar miklar líkur á að óskarsverölaun- in verði mörg sem Chocolat fær en tilnefningarnar hafa aukið aösókn á myndina vestan hafs til muna. Lasse HaUström fæddist í Stokk- hólmi 1946. Hafði hann unnið hjá sjónvarpinu þegar hann var feng- inn til að leikstýra ABBA - The Movie. Nokkrum árum síð- ar gerði hann Mitt líf sem hundur og fékk tUnefningu til óskarsverð- launanna sem besti leikstjóri og handrits- höfund- ur. í kringum 1990 fiutti hann vestur um haf og gerði þar strax tvær athyglisverðar kvik- myndir, Once Around og Whats Eating GU- bert Grape, sem kynnti til sög- unnar Leonardo Di Caprio. Síð- ustu tvær kvikmyndir hans, The Cider House Rules og Chocolat, hafa báðar verið tilnefnd- ar til ósk- arsverðlauna sem besta kvikmynd. HaUström er giftur leikkonunni Lenu Olin sem leikur eitt hlutverkið i Chocolat. -HK Biogagnryni Hæðir og lægðir Skæruliöar leitaölr uppi. Russel Crowe í hlutverki samningamannsins Terry Thorne. Oft er sagt að slæm umfjöfiun sé betri en engin. Ekki held ég að Proof of Life hafi grætt á því fjöl- miðlafári sem um tíma stóð i kring- um samband Meg Ryan og RusseU Crowes sem leika aðalhlutverkin í myndinni. ÖU lætin í kringum sam- band þeirra gerði það að verkum að flestir bjuggust við heitum samleik. Staðreyndin er sú að Ryan og Crowe eiga stóran þátt í að myndin nær aldrei neinu flugi. Um leið og spenna og þétt atburðarás myndast dettur hún stax niður þegar þau eru næst saman í mynd. Þaö stafar fyrst og fremst af því að þau eru ekki réttu leikararnir í hlutverkin. Leikstjórinn, Taylor Hackford, á, ekki síður en stjörnurnar, svo sinn þátt í að myndin verður að teljast misheppnuð. Hann hefði mátt stytta hana til muna og leggja meiri áherslu á atburðina sem tengjast mannráninu sjálfu heldur en að láta Ryan og Crowe í pott af tilfinninga- suðu sem bullar ekkert í. Proof of Life fjallar um mannrán í ónefndu ríki í Suður-Ameríku sem á sér þó nokkrar fyrirmyndir í raunveruleikanum. Skæruhernað- urinn gengur ekki lengur út á póli- tík heldur peninga. Tilviljun ræður því að verkfræðingurinn Peter Burman (David Morse) er tekinn höndum. Þegar í ljós kemur að hann er dollaranna virði er farið fram á mikla fjárupphæð. í millitíð- inni leggur fyrirtækið sem hann starfar hjá upp laupana og er yfir- tekið af öðru fyrirtæki sem engan áhuga hefur á að frelsa gíslinn. Sér- fræðingur í mannránum, Terry Thome (Russell Crowe), sem hafði fengið það verkefni að semja við skæruliðana, er kallaður heim. Eig- inkonan, Alice (Meg Ryan), hefur þó sáð efasemdum í sál Thornes um réttmæti þess að skilja við málið í þeirri stöðu sem það er komið í. Upp á eigin spýtur snýr Thorne aft- ur og tekur að sér stjórn málsins. Taylor Hackford (The Devil’s Advocate, Dolrores Claiborne) er í þetta sinn með of mikið á sinni könnu. Þegar á heildina er litið er Proof of Life ekki vel heppnuð kvik- mynd. Hún hefur þó sínar hæðir og lægðir. Efnislega er verið að reyna að gera of mörgu skil sem felst með- al annars i að blanda saman sái- fræðispennu, rómantík og svo í lok- in beinum hasar. Með góðri aðstoð kvikmyndatökumannsins Slawomir Idziak, sem starfaði lengstum með Krzystof Kieslowski, nær Hackford upp áhrifamiklum atriðum þegar komið er í óbyggðirnar en dettur svo niður í flatneskjuna þegar verið er að semja við mannræningjana. Bestu atriði myndarinnar tengj- ast mannráninu og því hvemig gísl- inn Burman tekur á því ástandi - hann skynjar að til að þrífast í búð- um skæruliðanna þarf hann að beita sálfræði. David Morse (Dancer in the Dark) er geysisterkur og ör- uggur í hlutverki sínu, öfugt við Ryan og Crowe sem aldrei ná tökum á hlutverkum sínum og er langt síð- an Meg Ryan hefur sést jafn mátt- laus. Myndin nær síðan upp góðri spennu í löngu lokaatriði þar sem ráðist er til björgunar á tveimur gíslum. Leikstjóri: Taylor Hackford. Handrit: Tony Gilroy. Kvikmyndataka: Slawomir Idziak. Tónlist: Danny Elfman. Aóallelkarar: Meg Ryan, Russell Crow, David Morse, David Caruso og Pamela Reed.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.