Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 28
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ tllboösvorA kr. 2.750,- Merkilega heimilistækiðS Nú er unnt að o merkja allt á o heimilinu, kökubauka, spólur, skóla- dót, geisla- diska o.fl. Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport___ Rafport y- SYLVANIA Sjómannadeilan: Verkfall í kvöld Enginn árangur var af samninga- fundi deiluaðila í sjómannadeilunni en þeir áttu óvenjulangan fund hjá sáttasemjara í gær. Fundurinn hófst skömmu eftir hádegi og stóð til mið- nættis. Nýr fundur var boðaður klukkan . hálftíu í morgun og mun væntanlega standa lengi. Verkfall hefst kl. 23 í kvöld, en þá verða öll fiskiskip að taka inn veiðarfæri sin og halda til lands. Menn eru almennt þeirrar skoðunar, ef ekki kemur út eitthvert óvænt útspil, að verkfallið muni standa lengi og er jafnvel rætt um 4-6 vikur í því sambandi. -gk Andvirði sölu greiðslumarks tilheyrir eigendum lögbýla: Bændasamtökin bótaskyld fýrir kvóta - höfðu áður synjað mótmælum meðeigenda Andvirði sölu á greiðslumarki - það er kvóta á rétti til mjólkurfram- leiðslu - tilheyrir öllum þeim sem eiga hlut í lögbýlum, ekki einungis ábúendum. í ljósi þessa hefur Hæsti- réttur dæmt Bændasamtök íslands og ábúendur að Geitaskarði skaða- bótaskyld gagnvart meðeigendum ábúendanna. Áður hafði úrskurðar- nefnd greiðslumarks synjað kröfu meðeigendanna um eignaraðild að greiðslumarkinu. Bæturnar sem Bændasamtökin og ábúendurnir eiga að greiða vegna hluta meðeigend- anna nema tæpum 700 þúsund krón- um með vöxtum og dráttarvöxtum frá árinu 1997 þegar greiðslumarkið var selt - án vitneskju meðeigend- anna. Að auki er bótagreiðendum gert að greiða meðeigendunum 400 þúsund í málskostnað. Þegar greiðslumarkið var selt og meðeigendurnir komust að því mótmæltu þeir sölunni til Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins. Töldu þeir þörf á samþykki allra þing- lýstra eigenda enda væri greiðslu- mark bundið lögbýli. Salan hlaut engu að siður samþykki Bænda- samtakanna. Meðeigendur ábúend- anna kærðu ákvörðunina til úr- skurðarnefndar greiðslumarks sem synjaði kröfunni. Var málinu þá skotið til héraðsdóms sem féllst á bótakröfur meðeigendanna en sýknaði Bændasamtökin. Ágrein- ingsmálinu var af hálfu aðila að síðustu áfrýjað til Hæstaréttar. Hvað varðar eignarréttinn var nið- urstaða hans eins og héraðsdóms að greiðslumark sé sameign með- eigenda sem ættu hluta af eignum sem nýttust beint eða óbeint til mjólkurframleiðslu. Ábúendum hefði borið að gæta þess að allir sameigendur fengju hluta af and- virði eignanna í samræmi við eignarhluta. En Hæstiréttur gekk lengra en héraðsdómiu og dæmdi Bændasamtökin einnig tO að greiða meðeigendunum bætur með ábúendunum. Niðurstaðan var að Bændasamtökunum hefði verið kunnugt um eignarhald meðeig- endanna - og mótmæli þeirra gegn sölu greiðslumarksins - en samt hefði sölusamningurinn verið stða- festur þó svo að samtökunum hefði borið að ganga eftir samþykki allra þinglýstra eigenda. Með hliðsjón af því voru Bændasamtökin dæmd bótaskyld með ábúendunum. -Ótt Verkfall stöðvar loðnuveiðar: Verulegt verðmætatap -* Sá króníski DVJVIYND ELMA GUOMUNDSDOUIR Keppst við vegna yfirvofandi verkfalls Vegna yfirvofandi verkfalls sjómanna keppast útvegsmenn viö aö ná sem mestu af loönukvótanum. Hrognavinnsla stendur nú yfir á Noröfíröi og eru kaupendur mjög ánægöir meö gæöi hrognanna. í gær voru væntanleg til Neskaup- staöar öll þrjú nótaskip Síldarvinnslunnar, Beitir, Birtingur og Börkur meö fullfermi aö vestan. Sjómenn telja sig nú hafa fundið austurloönuna, suður af Hrollaugseyjum og eru einhver skip komin á þaö svæöi. mæti loðnuafurða sem tap- ast, skelli verkfallið á, nemi 1,5-2 milljörðum króna. Út- gerðarkostnaður kemur að nokkru á móti þeirri upp- hæð. Hæstu löndunarstaðir í gærmorgun voru Vest- mannaeyjar með74.272 tonn, Eskifjörður 69.029 tonn, Nes- kaupstaður 58.447 tonn, Seyðisfjörður 46.780 tonn, Grindavík 43.887 tonn og Akranes 40.500 tonn. -gk Verkfall sjómanna hefst í kvöld og eru loðnuveiðar í hámarki. í gærmorgun höfðu veiðst 593 þús- und tonn á vetrarvertíð, samtals 719 þúsund tonn á vertíðinni, og þá voru ekki eftir nema 99 þúsund tonn af útgefnum kvóta. Sennilega næst að veiða um 30-40 þúsund tonn til viðbótar áður en verkfallið hefst. Þá verða óveidd 60-70 þúsund tonn af kvót- anum, auk þeirra 100 þúsund tonna sem Hafrannsóknastofnun hefur lagt til að bætt verði við kvótann. Talið er að brúttóverð- í Fókus á morgun er að finna viðtal við rappkonung íslands, Róbert Aron Magnússon, sem gengið hefur í gegn- um ýmislegt á krossferð sinni í að boða fagnaðarerindið, rætt er við ungt fólk sem gifti sig langt á undan jafn- öldrunum og skoðað hvað það er sem gerir ísland að besta landi í heimi. Lagðar eru línurnar fyrir íslenskan Survivor-þátt og spjallað við ungan snjóbrettakappa sem kvartar sáran undan snjóleysinu. Verðmætatap Skelli sjómannaverkfall á í kvöld næst ekki aö klára loönukvótann. 3YÐUR R-LISTINN FÁ FRAM KLOFIÐ? Zafira Opel BHheimar FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 15. MARS 2001 Flokkakönnun DV: Mikill stuðningur á „í undanfömum skoðanakonnun- um höfum við verið um og yfir 20 prósent. Mér virðist við vera að festa okkur þar í sessi. Hins vegar má búast við að slíkar kannanir séu breytilegar frá einum tíma til annars. En að sjálfsögðu erum við ánægð með þennan mikla stuðning sem við fáum við okkar málstað,“ sagði Ögmundur Jónasson, þing- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs í Reykjavík. Á réttri leið Ég er ánægður með þetta,“ sagði Sverrir Her- mannsson, þing- maður Frjáls- lynda flokksins í Reykjavíkur- kjördæmi. „Við höfum orðið vör við að þetta er á réttri leið.“ Ekki úrslit „Skoðanakannanir eru skoðana- kannanir," sagði Bryndís HQöðversdóttir, þingmaður Sam- fylkingarinnar í Reykjavík. „Það hefur oft sýnt sig í gegnum tíöina að það er langur vegur milli þess sem flokkar fá í skoðanakönnun- um og þess sem þeir fá í kosningum. Þetta yrði ekki okkar óskaniðurstaða ef um væri að ræða úrslit í kosningum. En það er nokkuð langur tími til kosninga og við stefnum að sjálf- sögðu á betri árangur þá. Nú er lag „Það er ánægjulegt að í kjölfar mikiUar umræðu um stjórnmál í Reykjavík að undanförnu sé staða Sjálfstæðis- flokksins þetta sterk og flokkur- inn eykur fylgi sitt,“ sagði Björn Bjarna- son, mennta- málaráðherra og þingmaður Reykvíkinga, um niðurstöður skoðanakönnunar DV. „Hitt er einnig athyglisvert að Samfylk- ingin hefur ekki miklu fylgi að fagna enda veit enginn lengur fyr- ir hvað hún stendur," sagði Björn og aðspurður hvort þessi niður- staða hefði áhrif á hugsanlegt framboö hans sjálfs til borgar- stjórnar í Reykjavík svaraði hann: „Hér er lag fyrir Sjálfstæð- isflokkinn.“ Séö það svartara „Framsóknarflokkurinn er að hefja mikla sókn og við höfum séð það svartara," sagði Hjálmar Ámason alþing- ismaður um skoðanakönnun DV. „Flokkurinn mælist alltaf lægri í könnun- um en kosning- um og ég hef trú á því að við eig- um eftir að sjá faliegri tölur að loknu flokksþingi sem nú er að hefjast.“ Ekki náðist í þingmenn Fram- sóknarflokksins í Reykjavík. -JSS/EIR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.