Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.2001, Blaðsíða 14
14 19 Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýslngar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: Þverholti XI, 105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritsfjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, síml: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Plótugerð: ísafoldarprensmiðja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblað 280 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu fomii og í gagnabönkum án endurgjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fýrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Framtíð Vatnsmýrar Ríkið og Reykjavíkurborg eru í þann veginn að ákveða að velja langþráðu tónlistarhúsi og ráðstefnumiðstöð stað á Faxaskálsvæðinu beint i fluglinu aðalbrautar flugvallar- ins í Vatnsmýri. Hinir opinberu aðilar gera tæpast ráð fyrir hléum á sinfóníum við flugtök og lendingar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi eru nýlega farin að gamna sér við að reisa bryggjuhúsahverfi á uppfyllingu í fluglínu þessarar sömu aðalbrautar flugvallarins. í því tilviki sem hinu fyrra eru stjórnvöld óbeint að gera ráð fyrir, að dag- ar gamla flugvallarins í Vatnsmýri séu taldir. Innanlandsflugið flyzt til Keflavíkurvallar fljótlega eftir að stjórn Bandaríkjanna ákveður að leggja niður eftirlits- stöðina á íslandi. Hernaðarþarfir heimsveldisins hafa ger- breytzt frá dögum kalda stríðsins. Nú steðja hættur að Bandaríkjunum úr öðrum áttum en norðri. Þegar þar verður komið sögu, mun öllum ljóst vera, að ríkið getur ekki tekið á sig rekstur Keflavikurvallar án þess að leggja niður Reykjavíkurflugvöll. Þá verður miklu ódýrara að reisa innanlandsflugstöð við Leifsstöð en að leggja nýjan flugvöll á einhverjum þriðja stað. Við flutninginn lengjast ferðir frá húsdyrum til hús- dyra um þrjátíu mínútur í innanlandsflugi og fargjald hækkar um 2%. Það er nú allur vandinn. Auðvitað finnst fólki í erindisrekstri slíkt ekki gott, en fjölskyldur í einka- erindum hafa þegar tekið bílinn fram yfir flug. Nokkur atvinna mun flytjast með innanlandsfluginu, en það eru smámunir í samanburði við aðra atvinnu, sem verður til í fyrirtækjum, er koma sér fyrir á svæðinu. Reykjavík fær til ráðstöfunar land, sem jafngildir tveimur Austurbæjum milli Lækjargötu og Snorrabrautar. í háskólanum hafa menn áætlað, að hækkun á verðgildi Vatnsmýrar og nágrennis við langþráð brotthvarf flugvall- arins nemi frá þrjátiu milljörðum króna og upp i fimmtíu milljarða. Borgarland, sem hingað til hefur verið nánast arðlaust, verður allt i einu gulls ígildi. Frá sjónarmiði borgarinnar og borgarbúa getur fátt ver- ið óhagkvæmara en að leggja miðbæjarland undir innan- landsflug. Fólk og fyrirtæki í Vatnsmýrinni munu leggja stórfé í sköttum til Reykjavíkurborgar, ekki bara hundrað sinnum meira en nú kemur þaðan frá flugrekstri. Með flutningi innanlandsflugsins fær Reykjavíkurborg frábært og einstakt tækifæri til að skipuleggja viðbót við gamla miðbæinn. Um það geta menn verið sammála, hvort sem þeir vilja byggja mikið eða lítið á svæðinu, hvort sem menn vilja fremur háhýsi eða fuglatjarnir. Margs konar sjónarmið og hagsmunir rúmast í senn i Vatnsmýrinni. Þótt mikið verði byggt í Vatnsmýrinni, verður unnt að koma upp samfelldu útivistarsvæði frá Tjörninni upp að Elliðaárvatni, eins konar framlengingu á hinum vinsæla Elliðaárdal alla leið niður í miðbæ. Með atkvæðagreiðslunni um framtíð flugvallarins í Vatnsmýri fá borgarbúar einstakt tækifæri til að ákveða að flýta fyrir þvi, að borgin auðgist af veraldlegum og nátt- úrufarslegum verðmætum í senn. Slíkt tækifæri til beinna afskipta af málinu kemur ekki nema einu sinni. Þótt kjósendur geti ekki beinlínis ákveðið framtið Vatnsmýrar í atkvæðagreiðslunni, geta þeir þvingað fram- bjóðendur og framboðslista til að lofa því í kosningabar- áttunni að ári að rýma svæðið við fyrstu hentugleika, hvort sem það verður eftir fimmtán ár eða fyrr. Ráðagerðir um tónlistarhöll og ráðstefnumiðstöð í annarri fluglínu aðalbrautar vallarins og bryggjuhverfi í hinni eru góðir fyrirboðar um framtíð Vatnsmýrar. Jónas Kristjánsson 4f FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2001 DV Reyk j avíkurf lugvöllur — er í þágu Reykvíkinga Skiptir Reykjavíkurflugvöll- ur máli? Þetta er grundvallar- spurning. Henni geta engir svarað betur en farþegarnir sem nota þetta samgöngu- mannvirki. Nær hálf milljón flugfarþega sem fara um völl- inn á ári segir sína sögu. 1200 til 1300 farþegar að jafnaði á degi hverjum segja okkur að flugvöllurinn skiptir máli. Er raunar lykilatriði í samgöng- um í landinu. Að þessu leyti þarf ekki frekari vitnanna við. Það er heldur enginn vafi á því að flugvöllurinn er gríðar- lega verðmætur vinnustaður. í fyrsta lagi fyrir það fólk sem vinn- ur að hvers konar flugvallarstarfsemi. Jafnt við bein störf að flugvellinum, en einnig við innanlandsflugið sjálft. Síðan liggur það fyrir að flugvöllurinn er í sjálfu sér uppspretta margs konar konar starfsemi, sem ekki þrifist í nú- verandi mynd, ef innanlandsflugið yrði ekki til staðar. Innanlandsflug legðist af í allri umræðu er best að menn tali hreint út. Tillaga um að leggja af innanlandsflug til Reykjavíkur er í rauninni tillaga um að leggja niður innanlandsflug í núver- andi mynd. Valkostirnir sem menn hafa verið að bjóða upp á eru í besta falli afleitir og jafnvel frá- leitir. Tæknilegir ann- markar eru svo marghátt- aðir, að öllum sem kynna sér málin er ljóst að þessir kostir geta aldrei svarað þeim kröfum sem farþegar i innanlandsflugi gera. Við það dregst flugið svo mik- ið saman að það verður ekki lengur svipur hjá sjón. Fyrir vikið mun það leggjast af i núverandi mynd. En hvað tekur þá við? Það er ljóst að umferð um vegi landsins mun aukast. Þær byggðir, sem eiga greið- asta leiðina til höfuðborgarsvæðisins, munu nota sér vegina. Fyrir þá sem búa i meiri fjarlægð verður sá kostur nær ómögulegur. Nútíminn krefst hins vegar hraða. Þess vegna ferðast menn fremur með flugi á milli landa Einar K. Gu&finnsson alþingismaöur Sjálf- stæöisflokksins á Vest- fjöröum en með skipum. Hið óumflýj- anlega mun gerast. Ómót- stæðileg krafa hlýtur að spretta upp um land allt að færa þjónustuna frá höfuð- borgarsvæðinu, rétt eins og bent hefur verið á. Á það vitaskuld bæði við um opin- bera þjónustu og þjónustu einkafyrirtækja. Þá mun það koma glögglega í ljós hver hin jákvæðu áhrif innan- landsflugsins eru fyrir Reykjavík. Stóraukið byggingar- rými í Reykjavík Því er haldið á lofti að flugvöllurinn taki upp dýr- mætt pláss og komi í veg fyr- ir eðlilegt borgarlíf. Þetta er aldeilis fráleitt. Það eru allt aðrir hlutir sem hafa ráðið mestu um þróun á þjónustustarfsemi í miðborginni. En eins og bent hefur verið á, er vel unnt að þétta byggð og skipuleggja með þeim hætti að það auki umsvif gömlu miðborgarinnar. Fyrir nú utan það að þær tillögur „Það er heldur enginn vafi á því að flugvöll- urinn er gríðarlega verðmœtur vinnustaður. í fyrsta lagi fyrir það fólk sem vinnur að hvers konar flugvallarstarfsemi. Jafnt við bein störf að flugvellinum, en einnig við innanlandsflugið sjálft. “ sem íslensk flugmálayfirvöld vinna að miða að því að takmarka mjög það landrými sem verður innan flugvall- argirðingar. Flugvallarsvæðið innan girðingar er nú 133,7 hektarar en mun verða um 100 hektarar, eða fjórðungi Landið eitt kjördæmi Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, vill að landið sé eitt kjördæmi með 52 þingmönnum. .Alþýðuflokkurinn hafði áratugum saman lagt hið sama til með svipuð- um þingmannafjölda en aðrir flokkar verið því andvígir. Einn af hornstein- um lýðræðisins er að allir kosninga- bærir menn hafi jafnan atkvæðisrétt en eins og kunnugt er hefur misvægi atkvæða eftir landshlutum veriö allt að fjórfalt lengst af. Landshorna- og fyrirgreiðslupóli- tík, einkanlega vegna kjósenda dreif- býlisins, hefur viðhaldið þessu ólýð- ræðislega skipulagi og nú á sam- kvæmt síðustu kjördæmabreytingu að skipta höfuðborginni í tvö kjördæmi til að minnka misvægi atkvæða. Hverjum þjónar þessi fáránleiki? - Ekki kjósendum. Allir vita þó að landsmönnum mun fjölga áfram á höfuðborgar- svæðinu á kostnað landsbyggð- arinnar á næstu árum. Á þá kannski að skipta Reykjavík í þrennt og gera Kópavog að sér- stöku kjördæmi? Við erum aðeins 280 þúsund manns í þessu landi og erum því hæfilegur fjöldi fyrir eitt kjördæmi og hugsanlega myndu þingmenn líka sinna landshefldinni betur þar sem þeir yrðu að treysta á kjörfylgi sitt á landsvísu. Og prófkjör myndu verða með allt öðrum hætti en nú tíðkast þar sem fámennar flokksklíkur ráða oft framboðum í skjóli valds og fjármagns. Strangar prófkjörsreglur Að sjálfsögðu hindrar þessi mikli aðstöðumunur að hæfari og efna- minni menn geti boðið sig fram tfl Alþingis þar sem algengt er að prófkjör kosta frambjóðendur háar fjárfúlgur. Hér erum við enn og aftur að bregða fæti fyrir eðlilegan fram- gang lýðræðislegra kosn- inga. Prófkjör flokka, mið- að við að landið væri eitt kjördæmi, yrði með þeim hætti að hver flokkur myndi tilnefna ákveðinn fjölda frambjóðenda,en hinn almenni kjósandi gæti bætt a.m.k 25% af nöfnum á prófkjörslistann og strikað út nöfn þeirra sem þeir væru ósáttir við. Settar yrðu strangar prófkjörsregl- ur um aðgang frambjóðenda að fjöl- miðlunvsem leiddu til jafnræðis, hins vegar væri þeim frjálst með fundar- Kristján Pótursson fyrrv. deildarstjóri „Öll þekkjum við stóran hóp hœfileikaríka athafna- og hugsjónamanna sem œttu meira er- indi inn á Alþingi íslendinga en þeir sem þar sitja í dag og sjálfsagt œttu konur greiðari aðgang á þing með framangreindri breytingu.“ höldum að koma sér og sínum mál- efnum á framfæri svo málfrelsið sé virt. Sömu jafnræðisreglur giltu einnig um alþingiskosningar. Sá mikli aðstöðumunur flokka til póli- tískra skoðanamyndunar með að- gangi að ótakmörkuðu fjármagni, blaðaútgáfu og auglýsingum í sjón- varpi er andstæður lýðræðislegum skoðanaskiptum. Fjársterkir menn með sterkan bakhjarl geta nánast keypt sér þingsæti miðað við núver- andi aðstæður. Spilling og hroki Öll þekkjum við stóran hóp hæfi- leikaríka athafna- og hugsjónamanna sem ættu meira erindi inn á Alþingi íslendinga en þeir sem þar sitja í dag og sjálfsagt ættu konur greiðari að- gang á þing með framangreindri breytingu. Þá hefur alþingi á seinni árum verið að breytast í ákveðin hagsmunasamtök, þar sem frammá- mönnum flokka, sem láta af störfum er úthlutað með pólitískum hrossa- kaupum, svo sem sendiherrastöðum, eða banka- og framkvæmdastjórastöð- um í veigamestu stjómsýslustofnun- um þjóðarinnar. Þá er ekki spurt hvort viðkomandi uppfylli þær kröf- ur og skilyrði sem þarf tfl stöðuveit- inga. Ráðherrar réttlæta gjörðir sínar við slíkar veitingar, líkt og þingmenn og ráðherrar hafi öðlast þvílíka reynslu og visku á þingi, að þeir séu öðrum hæfari til þessara stjórnunar- starfa. En pólitík hefur ekkert með þetta að gera. - Misnotkun valds af þessu tagi sýnir spfllingu og hroka. Kristján Pétursson Með og á móti J %S J Innanlandsflug á ekki framtíð fyrir sér völl til Keflavíkur? Þjónustan er í Reykjavík j „Sé tekið mið af j£jZ. heildarhagsmunum þjóðfélagsins er ég persónulega þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að vera á því svæði sem hann er í dag. Verði niðurstaðan hins vegar sú að hann fari af því svæði liggur beinast við að færa hann til Keflavikur. Slík stað- setning mun opna ný tækifæri fyrir ferðaþjónustuna á lands- byggðinni, þar sem „flöskuháls- inn“ í dreifingu ferðamanna um landið er f Reykjavík. Meðan hótel á lands- byggðinni standa illa nýtt eða ónýtt stóran hluta ársins, þá er skortur á hót- elrými í höfuðborginni. Viða erlendis getur maður farið beint á milli alþjóða- Reinhard Reynisson, bæjarstjóri Húsavíkur flugsins og innanlandsflugsins innan sömu flugstöðvar. Er- lendir ferðamenn sem hingað koma þurfa hins vegar að taka rútu til Reykjavíkur og oft gista þar eina nótt áður en tekin er önnur vél út á land - og eins er þetta á leiðinni til baka. Ef það verður líka niðurstaða sam- gönguráðuneytisins að innan- landsflug skuli rekið alfarið á forsendum markaðarins þá tel ég aö innanlandsflug - í þeirri mynd sem við þekkjum - eigi ekki fram- tíð fyrir sér, heldur muni það verða undir í samkeppninni við einkabílinn. Ef þetta gerist svona sé ég ekki annað en að miðstöð flugsamgangna í landinu verði á Keflavíkurflugvelli." agBbHj „Það sjónarmið ■ Hi að ferðaþjónusta “Hr úti á landsbyggð- r inni njóti góðs af ef innanlandsflug flyst til Kefla- vfkur á vissulega við rök að styðjast, einkum ef framreikn- ingar ferðaþjónustunnar ræt- ast og erlendum ferðamönnum hingað tfl lands fjölgar til muna frá því sem er í dag. Inn- anlandsflug frá Keflavík mun án efa skapa ný tækifæri í ferðaþjónustu víða um land - helst í Reykjavík. En frá mínum bæjardyrum séð snýst umræðan um miðstöð innanlandsflugs fyrst og fremst um það að íbúar þessa lands hafi sem greiðastan aðgang að Birna Lárusdóttir, forseti ^bæjarstjórnar ísafjaröarbæjar nema þjónustu hins opinbera. Hún hefur nær öll byggst upp í Reykjavík og það er eðlilegt. Á móti er réttmætt að gera þá kröfu að borgin ræki skyldur sínar sem höfuðborg og mið- stöð samgangna í landinu. Flugvöllurinn er mikilvægur hluti af því eins og landið ligg- ur í dag en samgönguþarfir ís- lendinga verða hugsanlega allt aðrar að nokkrum árum liðn- um og því flnnast mér kosning- arnar, og fárið sem þeim hefur fylgt undanfarið, með öllu ótímabærar. En úr því verið er að halda slíkar kosning- ar á annað borð hvet ég Reykvíkinga til að fara á kjörstað og láta álit sitt í ljós.“ minna, samkvæmt tillögu Flugmálastjórnar. Svo er nauðsynlegt að minna á að það er ríkið - en ekki Reykjavíkur- borg - sem á 60 hektara af landinu á flugvallarsvæðinu, þar af um 50 hektara innan girðingarinnar. Með þessum breytingum opnast þvi ríflega 30 hektara rými, sem borgaryf- irvöld geta nýtt til fram- kvæmda, að lyst sinni. Reykjavíkurflugvöllur - sameiginlegt hags- munamál þjóðarinnar Allt lýtur því að hinu sama. Flugvöliurinn er hið mesta þarfaþing. Ekki síst fyrir höf- uðborgarbúa. Þeir hafa beina hagsmuni af tilvist hans. Þess vegna er ástæða tfl þess að hvetja þá sem hyggjast taka þátt í atkvæðagreiðslu um málið að verja hagsmuni sem eru sameiginleg- ir landsbyggð og höfuðborgarsvæði og styðja áframhaldandi flugvallarstarf- semi í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Einar K. Guðfinnsson Bæjarráö Húsavíkur hefur samþykkt bókun þess eölis aö ef þaö veröi niöurstaöa borgaryfirvaida i viö aö Keflavíkurflugvöllur veröi miöstöö flugsamgangna í landinu. Reykjavík aö flugvöllurinn skuli úr borginni liggi beinast Kjósum um framtíð borgar „Það er útbreiddur misskilningur, að auk- in íbúðabyggð í mið- borginni muni auka umferðarþungann 1 borginni. Umferð frá íbúðabyggð í Vatns- mýrinni mun að mestu leggjast á tómu akreinamar á álagstímum við upphaf og lok vinnu- dags ... Við verðum að horfa til fram- tíðar og bjarga borginni með því að kjósa völlinn burt. Við getum tryggt forystuhlutverk Reykjavíkur á höfuð- borgarsvæðinu, en það hlutverk er í hættu eins og nú háttar." Einar Eiríksson, form. í hverfafélagi sjálfstæöismanna í miöborginni, í Mbl.-grein 14. mars. „Skyldur höfuðborgar"? „Skyldur höfuðborgar" er nýtt hug- tak sem hvergi mun vera að fmna i stjórnsýslulögum né ákvæðum um skyldur og réttindi sveitarfélaga. En nú á öllum að vera ljóst hverjar era skyldur höfuðborgar. Sú ábyrgð virðist einskorðast við móttökuskilyrði utan- bæjarmanna, enda hefur höfuðborgin tekið ljúflega við tugþúsundum að- fluttra sem kjósa fremur að búa þar en í öðram byggðarlögum. Veikburða til- raunir eru gerðar til að flytja höfuð- borgina frá Reykjavik, sem þvi miður skila ekki tilætluðum árangri." Oddur Ólafsson blm. í Degi 14. mars. Mikilvægt byggingarland „Líklegt er að á næstu tveimur ára- tugum muni enn draga úr nauðsyn þess að flugvöllurinn sé í miðborginni vegna þess að þar sé helstu stofnanir stjórnkerfisins að finna ... Jafnframt er ljóst, að Vatnsmýrin er mikilvægt byggingarland fyrir Reykvíkinga. Eigi höfuðborgin að standa undir nafni þarf hún að hafa öfluga miðju með sterkum og blómlegum kjarna menn- ingar og mennta ... Við íslendingar höfum ekki efni á að reka tvo stóra flugvelli á sama svæði.“ Úr forystugreinum Mbl. 14. mars. Tvöföldun akstursleiða „Mér liggur nokkuð í léttu rúmi, hvert vall- arstarfsemin flytiu því vart verður það á færi okkar að gera út tvo stóra flugvelli þegar „Kaninn" verður hætt- ur að greiða viðhald og rekstur Keflavikurflugvallar. Tvö- földun akstursleiða út úr Reykjavík, bæði til noröurs og suðurs, er ekki bara framkvæmd fyrir borgarbúa, heldur alla landsmenn, ef þeir meina eitthvað með þessu tali um „skyldur höfuðborgarinnar" við landsmenn." Bjarni Kjartansson verkefnisstjóri í Mbl.-grein 14. mars. Skoðun Gjörið svo vel Uppistaðan í þessu er trúin, með smá svettu afskinhelgi og örlitlu á enáurlausn. Æj við vorum að gera okkur vonir um að fá smá skammt af húsaleigustyrk! Lítilsvirðing s j álf stæðismanna — við Reykvíkinga „Vér einir vitum,“ sagði Estrup, forsætis- ráðherra vors danska arfakóngs á ofanverðri 19. öld. Þetta segja sjálf- stæðismenn í borgar- stjóm Reykjavíkur enn þá á 21. öldinni og berjast á mót því að Reykvíkingar greiði atkvæði um flugvöll- inn. Svar Estrups var við kröfum fólksins um lýðræðislegar kosningar. Hann taldi að þegnarnir, þar á meðal ís- lendingar, hefðu ekki þroska til að taka vitrænar ákvarðanir, því væri best að VÉR réðum öllu. Það er að segja hann sjálfur og arfakóngurinn auðvitað, þegar hann mátti vera að. Þetta þótti mönnum á nítjándu öldinni hið versta afturhald og svo fór að fólkið kaus og hafði bein áhrif á stjórn landsins. Hætti að vera þegnar, varð sjálfstætt fólk. Þetta telur lýðræðissinnað fólk sjálfsagt í dag. Auðvitaö geta Reykvíkingar myndað sér vitræna skoöun Þeir geta það í þessu máli sem öðr- um. Mikið hefur verið ritað og rætt um flugvallarmálið, alls konar kost- ir ræddir og þeim velt fram og aftur. Kostnaðurinn við flugvöllinn er á herðum ríkisins. Svo verður einnig um allar breytingar á honum, við- hald og endurskipulagning hans, hvar svo sem hann verður í framtíð- inni. Reykvíkingar ráða ekki yflr því fjármagni einir, það gera allir lands- menn sameiginlega. En flugvöllur- inn sjálfur er í Reykjavík og þeir hafa fullan rétt til að segja vilja sinn í atkvæðagreiðslu. Lýðræði á Vesturlöndum byggist á fulltrúalýðræði. Það er að segja að fólkið kýs sér fulltrúa á þing eða sveitarstjórnir til að fara með mál í sínu nafni. Einnig tíðkast að kosið sé sérstak- lega um einstök mál sem talið er að skipti miklu. Sumt er bundið í lög en sumt ræðst af eðli málsins. Hérlendis var kosið um hvort fólkið vildi stofna lýðveldi á sínum tíma, eins er kosið um léttvægari mál, t.d. hvort íbúar vilji hafa áfengisútsölu eða heimila hundahald i byggðarlaginu, svo nokkuð sé nefnt. Sjálfstæðismenn á móti því að Reykvíkingar segi skoðun sína Af hverju skyldu sjálfstæðis- menn vera á móti þvi að Reyk- víkingar segi núna skoðun sína í atkvæðagreiðslu í flugvallarr- mállinu? Er allt í lagi að greiða atkvæði um hunda, ekki flug- völl, eða hvað? Viða erlendis eru kosningar um ýmis mál miklu algengari en hér og taldar sjálfsagðir hornsteinar lýðræðisins. Þær virka til mótvægis við að stjórnmálamenn, sem starfa í umboði fólksins, ofmetnist. Þeir gleymi hvaðan þeir hafa umboð sitt og telja sig þurfa að hafa vit fyrir fólkinu og gera það sem þeir einir vilja og telja og reyna að telja fólki trú um að það sé því fyrir bestu. Gæti það verið að fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn séu komnir á þetta stig? í andstöðu sinni við atkvæða- greiðsluna þyrla sjálfstæðismenn upp aUs konar moldviðri. Þeir láta m.a. að því liggja að Reykjavíkurlist- inn vilji flugvöllinn burt úr borginni og atkvæðagreiðslan sé tæki til að ná því fram. Staðreyndin ekki sú. Það er ekki einhugur innan Reykjavíkur- listans um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Það er hins vegar einhugur í Reykjavíkurlistanum að Reykvíkingar sjálfir eigi að hafa um það að segja hvort flugvöllurinn verður áfram eða ekki í þeirra landi. Besta leiðin er að þeir greiði hrein- lega atkvæði um það og sýni þar með ótvírætt vilja sinn. Reykjavíkurlistinn vill að Reykvíkingar segi skoðun sína milliliðalaust Sjálfstæðismenn eru á móti því, telja væntanlega að þeir viti best af öllum hvað Reykvíkingum sé fyrir bestu. Þeir einir viti best - þeir ein- ir viti. Og þá erum við komin aftur að Estrup gamla, ráðherra Danakóngs og afturhaldssegg á 19. öldinni, sem myndi hlæja dátt að þessum „sjálf- stæðu mönnum“ á 21. öldinni, væri hann ekki löngu dauður. Sjálfstæðisflokkurinn á langa og virðulega sögu, og í stefnu flokksins hefur lýðræði og sjálfstæði einstak- lingsins verið gert hátt undir höfði. Þessi timaskekkja er því illskiljanleg. Andstaða sjálfstæðismanna við að Reykvíkingar tjái vilja sinn i lýðræð- islegri atkvæðagreiðslu verður lengi i minnum höfð og verður Sjálfstæðis- flokknum til vansa um langa framtíð. Pétur Jónsson ÁBAIMGUR/y 33. landsfunöur Siállstæðistlokksins 11.-14. „Sjálfstceðisflokkurinn á langa og virðulega sögu, og i stefnu flokksins hefur lýðræði og sjálfstæði einstaklingsins verið gert hátt undir höfði. Þessi tímaskekkja er því illskiljanleg. Andstaða sjálfstœðismanna við að Reykvikingar tjái vilja sinn í lýðræðislegri atkvæðagreiðslu verður Sjálfstœðis- flokknum til vansa um langa framtíð.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.