Dagblaðið Vísir - DV - 16.03.2001, Page 17
I
„Maður var alltaf með einhverja
frasa og svona í þáttunum og ég
held að ég verði að íslenska það
alit. Það þýðir ekkert að vera með
einhverjar enskuslettur því þá fær
maður bara útvarpsráð á bakið.
Mörður verður bara kominn alveg
bandbrjálaður i stúdíóið. Maður
verður bara að bera virðingu fyrir
þvi,“ segir hinn króníski Robbi
rapp hlæjandi. Gamli rapphundur-
inn er loksins að komast á öldur
ljósvakans aftur með hipp-hopp-
þáttinn sinn „The Chronic" og með
honum Frikki Fingaprint,
margfaldur íslandsmeistari í
skífuskanki. Að þessu sinni verður
þátturinn á bylgjulengd Rásar 2 og
þar heitir það sko að „beina kúlna-
hríð í afturenda blámanns" en ekki
„bust a cap in a niggas ass“. Nafn
þáttarins verður þó enn upp á eng-
ilsaxneskuna. „Já, ég var búinn að
tékka á því. Hann myndi þá annars
bara heita Króník, eða Krónískt
flæði,“ svarar Robbi og glottir við
íslenskuninni.
Gamla góða X-ið
Þátturinn var fimm ár við lýði á
X-inu sáluga - allt frá fyrsta útsend-
ingardegi þess - og „The Chronic“
hlýtur að eiga nokkurn heiður af
því að buxurnar sigu jafnlangt nið-
ur á rasskinnar unglingshjarðanna
og raun ber vitni og að jafnvel fyrr-
um síðhærðir gruggrokkarar
kunna fyrstu línurnar í fyrstu lög-
um Snoop Doggy Dogg. „Þetta kom
eiginlega eins og sprengja. Allt í
einu voru allir að flla þetta. Erlend-
is er þetta ekki einu sinni tíska, þar
er þetta menning, sem þú ert ann-
aðhvort hluti af eða ekki. Hérna
heima var þetta tískubóla. í dag er
mjög finn kjarni sem leggur allan
sinn metnað í rímurnar óg tónlist-
ina,“ segir Robbi um sveiflukennt
fylgi við hipp-hopplífsstílinn.
Chronic hætti í árslok ‘98 eftir
stutta viðdvöl á útvarpsstöðinni
Skratz og Robbi fékk tveggja ára
óumbeðið frí frá útvarpsstörfum
þar til Mono 877 ætlaði að ættleiða
sameiningartákn allra skoppara.
„Það gekk ekki nema í þrjár vikur
áður en Mono hætti,“ segir Robbi.
Nú verður þátturinn á undan Party
Zone Rásar 2. „Þetta er sama
„lineöppið" og var á X-inu, gamla
góða X-inu, þegar það var í kofan-
um í Austurstræti, að Frikka
viðbættum" segir hann.
Frelsun á Beat Street
Robhi hefur ekki mikið hórasi á
milli tónlistarstefna og haldið trún-
aði við hipp-hoppið um áraraöir.
Áhuginn kviknaði snemma.
„Ég var að kíkja í gegnum plötu-
safnið mitt um daginn og fann
plötu sem ég hafði merkt mér þegar
ég var tíu ára. Það var fyrsta hipp-
hoppplatan mín sem afi hafði keypt
handa mér erlendis. Hún er algjör
klassík, með Fat Boys. Ég byrjaði
eiginlega að fila þetta þegar breikið
kom, svona um ‘84.“ segir Robbi og
rifjar upp hipp-hoppfrelsun sina á
frumsýningu breikmyndarinnar
Beat Street í Háskólabíói fyrir
margt löngu. í kjölfarið segist hann
hafa orðið nokkuð lunkinn í
skrykkinu. „Ég get reddað mér með
nokkur spor ef út í það fer,“ segir
hann sannfærandi. Þeir hafa alla
tíð verið fáir, jafnaldrar Robba með
svipuð áhugamál en hann segist
hafa orðið litið var við það á skóla-
göngunni. „Ég gat nú alltaf svarað
fyrir mig, en ef við vorum að fara í
skólaferðalög og svoleiðis þá var
allur hópurinn með eitt kassettu-
tæki og ég með mitt. Þannig skar
maður sig úr,“ segir hann.
Skammbyssan í
hanskaholfinu
„Það eru fordómar gagnvart
hipp-hopptónlist og klæðnaðinum
sem henni fylgir. En það er bara
hér á íslandi. Maður er spurður að
því hvort maður ætli ekki að fara
að vaxa upp úr þessu. Fólk áttar sig
ekki á því að þetta er komið til að
vera. Ég ætla að vera eins og Rúni
Júl. Það er alveg á hreinu. Orðinn
fimmtugur og bara i góðu flippi
með Chronic enn þá. Þá verð ég
kominn á Útvarp Sögu eða eitt-
hvað,“ segir hann með látbragði.
Hann segist hafa orðið skotspónn
kjaftasagna á tímabili. „Það voru
tvær helvíti fyndnar sögur sem
gengu um mig og ég var oft spurð-
ur um úti á götu. Ein var sú að ég
geymdi skammbyssu í hanskahólf-
inu. Fólk var að spyrja mig um
þetta og öskra á eftir mér „Má ég
sjá byssuna?" Svo var önnur. Þegar
Éugees komu hérna þá átti ég að
hafa gengið til þeirra og sagt að ég
væri svartur maður, fastur i hvit-
um likama. Sú saga er búin að fara
út um allt og fullt af fólki sem held-
ur ekki bara að ég hafi sagt þetta,
heldur bara veit að ég sagði þetta,“
segir hann og rekur upp hlátur
samfara sögustundinni. Það mætti
samt eiginlega segja að Robbi hafi
tímabundið náð þeim status að vera
heimsfrægur á íslandi, eða að
minnsta kosti á íslandi, fyrir litlar
sakir.
Áttu þér marga aödáendur?
„Nei, nei. Maður fær virðingu
fyrir það að hafa lagt sitt af mörk-
um og lagt sig allan í það. En ís-
land er svo lítið að þú þarft ekki
annað en fara i megrun í sjónvarp-
inu og þá ertu orðinn þjóðhetja og
frægari en forsetinn," segir Chron-
ic og gerir lítið úr vinsældunum.
Hlustaðiróu aldrei á Vanilla Ice?
„Jú, jú. Ég man alveg eftir því
þegar hann kom fram,“ játar sá
króníski með semingi. „Hann setti
mark sitt á hipp-hoppsöguna með
því að eiga eitt versta rapplag fyrr
og síðar.“
En geta hvítir menn yfirleitt rapp-
að?
„Já. Ég held að það hafi sannað
sig með komu Eminem á markað-
inn. Af því að fyrir þremur-fjórum
árum var hann einn heitasti und-
erground-rapparinn. Það var ekki
fyrr en Dr. Dre tók hann upp á sína
arma að allt sprakk. Hann fór úr
því að vera mjög ferskur
neðanjarðarrappari yflr í að verða
söluhæsti rappari allra tíma og það
gerist ekki nema þú kunnir
eitthvað fyrir þér í rímnaflæði."
Fann sig ekki í
rapparanum
Plötusnúðadjobbið kom í kjölfar
útvarpsþáttanna. „Einhvern tímann
var ákveðið að ég ætti að vera skóla-
plötusnúðurinn eða eitthvað svoleið-
is og fékk nú fljótt leið á því. Svo
þegar X-ið kom þá var enginn að
sinna hipp-hopptónlist. Ég fór til
þeirra og spurði hvort ekki væri
möguleiki að vera með hip-hopþátt.
Á þeim tíma spilaði ég bara diska og
það náttúrlega þýðir ekkert að vera
hipp-hoppplötusnúður og spila bara
geisladiska og snéri ég fljótt yfir í
vínilinn," segir Robbi. „Út frá þætt-
inum byrjaði ég að spila mikið. Ég
hef að vísu minnkað það, en spila r
reglulega á Prikinu og fleiri stöðum
og finnst það alltaf jafn gaman.“
Hefurðu aldrei sjálfur íhugaó að
snúa þér að tónlistarsköpuninni?
„Jú, jú,“ segir hann og brosir.
„Fyrir 4-5 árum rappaði ég með
Bubbleflies. En ég einhvern veginn
fann mig aldrei í þessari rappara-
stöðu. Ég fann meiri þörf hjá mér til
að spila tónlistina og skemmta fólki
á þann háttinn. Síðan pródúseraði ég
smá með Bigga bix. Ég er með smá-
aðstöðu úti í bæ til að dútla sjálfur .
bara og er aðallega að leika mér,“
segir hann. Hr. Chronic hefur einnig
verið iðinn við að flytja inn plötu-
snúða og segist hafa fundið þörf hjá
sér til þess, oftast vegna þess að
hann sjálfan hafi langað að berja þá
augum. Hann er ekkert á leiðinni að
kveðja það svið og vonast til þess að
hipp-hoppið komi sterkt undan vetri
með erlendum tónlistarmönnum
sem hann ætlar að fá til liðs við sig
og láta troða upp á Gauki á Stöng.
Vinirnir á vellinum
Hvernig veröur þessum köppum
vió þegar þú hringir í þá og bióur þá
um aó koma til íslands?
„Þeim finnst það nefnilega svo
frábært. Þeir spyrja „ísland, hvað er 1
það?“ og svo segja þeir að það sé
ekkert mál. Flestir þessara gæja eru
til í að koma bara upp á grínið.
Margir hafa heyrt að það séu sætar
stelpur hérna og það er nóg fyrir
þá.“
Og hvernig taka svertingjar þér?
„Þeir taka mér eins og hverjum
öðrum. Svo lengi sem þú ert bara þú
sjálfur er ekkert hægt að taka þér
neitt öðruvísi. Tónlistarformið hef-
ur breiðst út um allan heim og ís-
land er bara einn af viðkomustöðun-
um. Ég held að þeim finnist bara
mjög kúl að það hafl náð til svona
lítillar eyju.“ Fyrir kaldhæðni örlag-
anna eyðir Robbi vinnudögum sin-
um í amerískasta umhverfi á ís-
landi, nefnilega á herstöðinni á Mið-
nesheiði, og gæti mörgum þótt fynd-
ið. „Það er nú bara tilviljun. Afi
minn var fjármálastjóri á vellinum
þannig að ég fór að vinna þama á
sumrin. Svo þegar ég kláraði Versló
losnaði þarna staða og ég hef verið
þar síðan, enda kann ég ágætlega
við mig hjá Kananum.“
Og hvernig kanntu við Bandaríkin
og Kana almennt?
„Ég kann ágætlega við mig í
stórborgunum enda hef ég lítið
annað séð af Bandaríkjunum.
Ameríkanar eru mismunandi eins ^
og allir, og ég hef eignast nokkra
ágæta félaga þarna úti sem uppi á
velli. Þannig að þetta er hið
ágætasta fólk,“ segir sá króníski að
lokum.
16. mars 2001 f Ó k U S
17