Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Qupperneq 2
2
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
Fréttir I>V
Rannsóknarskýrsla um orsakir flugslyssins í Skerjafirði:
Fjölskylda flugmanns-
ins hótar lögsókn
- bróðir hans segir vinnubrögð rannsóknarnefndar ónákvæm
Sami Daglas, bróðir Múhameðs
Daglas, flugmanns vélarinnar sem
fórst í Skerjafirði í ágúst síðastlið-
inn, segir Rannsóknamefnd flug-
slysa hafa breytt sögu sinni um
ástæðu slyssins eftir að Sami og
aðrir aðstandendur Múhameðs fóru
frá landinu eftir slysið. Fimm
manns létust af völdum slyssins og
er hinn sjötti enn þungt haldinn
vegna áverka sem hann hlaut í slys-
inu.
„Tveimur dögum eftir slysið
sögðu rannsóknarmennirnir okkur
að það væri ekkert sem benti til
þess að um mistök af hálfu Mú-
hameðs væri að ræða heldur ein-
göngu vélarbilun. Eftir að við vor-
um farin frá landinu breyttist sag-
an,“ sagði Sami í viðtali við DV.í
gærkvöld en hann býr í Kaliforníu í
Bandaríkjunum. Fjölskylda Mú-
hameðs sendi í gær frá sér yfirlýs-
ingu þar sem Rannsóknarnefnd
flugslysa er harðlega gagnrýnd fyrir
skýrslu sem hún sendi frá sér fyrir
helgina um slysið. I yfirlýsingunni
fullyrðir íjölskyldan að Múhameð
hafl ekki borið sök á slysinu enda
verið afar varkár flugmaður.
„Svona gerðist þetta ekki. Ég trúi
því ekki að þessir menn hafi komist
að nokkurri niðurstöðu, það er svo
mörgum spumingum ósvaraö,"
sagði Sami sem sjálfur er flugmað-
ur.
Tilgangurinn ekki
að skipta sök
„Skýrslan er skoðun mannanna
sem hana gerðu en ekki hið sanna í
málinu. Aðrir rannsóknaraðilar
hefðu komist að annarri niður-
stöðu,“ sagði Sami og bætti því við
að hann teldi að vinnubrögð rann-
sóknarnefndarinnar hefðu verið
mjög ónákvæm. „Þeir ættu að láta
fólk vita að þetta eru eingöngu skoð-
anir þeirra þar sem þeir voru ekki í
vélinni og geta því ekki vitað hvað
gcrðist."
í skýrslunni kemur fram að flug-
maðurinn hafl ekki haft tiltækar
nákvæmar uþplýsingar um raun-
verulega eldsneytiseyðslu vélarinn-
ar, að hann virðist ekki hafa gengið
úr skugga um eldsneytismagnið við
brottför frá Vestmannaeyjum og að
afltap hreyfiisins hafl líklega verið
vegna skorts á eldsneyti til hreyfils-
ins þar sem eldsneyti á þeim tanki
sem stillt var á gekk til þurrðar.
Jafnframt segir að ljóst virðist að
flugmaðurinn hafl ekki beint nefi
vélarinnar niður til þess að halda
eða ná upp flughraða til nauðlend-
ingar á hafíletinum eftir að hann
missti aflið.
Múhameð Sami
Daglas. Daglas.
í skýrslunni segir: „Markmið
flugslysarannsókna er að greina or-
sakaþætti flugslysa í því skyni einu
að koma í veg fyrir að flugslys end-
urtaki sig og stuðla að því að öryggi
í flugi megi aukast. Tilgangurinn er
ekki að skipta sök og/eða ábyrgð."
„En það er ekki hægt að ljúka
rannsókn þegar enn eru svona
margir lausir endar," sagði Sami.
„Það er fullsnemmt að kenna Mú-
hameð um þetta. Þeir hafa ekki
nægar sannanir til þess að gera það.
Múhameð gerði nákvæmlega það
sem honum bar að gera. Það var
ekkert sem hann hefði getað gert
öðruvísi og hvaða flugmaður sem er
getur staðfest það.“
Múhameð var flugmaður hér á
landi, flugkennari og kenndi auk
þess bömum arabísku. Hann var
síðastur þriggja bræðra til þess að
flytja til Islands en hér bjó hann í 10
ár. Sami flutti frá íslandi árið 1992
eftir fimm ára búsetu en þriðji bróð-
irinn bjó hér á landi í sex ár.
Víðhaldsbækur vantaöi
í yfirlýsingunni spyr ijölskyldan
hvort Flugumferðarstjórn hafi stað-
ið sig sem skyldi þetta kvöld, hvers
vegna Múhameð hafi verið gert að
snúa frá veflinum oftar en einu
sinni og hvers vegna aðeins önnur
flugbraut Reykjavikurflugvailar var
í notkun. Þá spyr fjölskyldan hver
beri ábyrgð á því að á hverju ári sé
fjölda árekstra flugvéla naumlega
afstýrt við Reykjavíkurflugvöll.
Einnig vill flölskyldan vita hvar
hreyfill vélarinnar sé nú en rann-
sóknamefndin sendi hann úr landi
viku eftir slysið.
Sami taldi að sú staðreynd að við-
haldsbækur vantaði i vélina þegar
hún kom til landsins ætti að fá
meiri athygli.
„Við getum ekki lífgað hann við
aftur en við munum gera það sem í
okkar valdi stendur tii þess að
koma í veg fyrir að mannorð hans
verði óhreinkað að tilefnislausu,"
sagði Sami en fiölskyldan hótar lög-
sókn á hendur „hverjum þeim sem
reynir að fela sannleikann", eins og
segir í yfirlýsingunni. -SMK
Breiðholt:
Skóflu og
hníf beitt í
átökum
Tveir menn voru fluttir á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi að-
faranótt sunnudagsins eftir átök i
Breiðholti.
Annar maðurinn var stunginn
með hníf og særðist illa en hinn var
barinn með skóflu. Hvorugur þeirra
var talinn vera í lífshættu en sár
hins fyrrnefnda voru samt sem áður
nokkuð alvarleg.
Talið var að átökin hafi tengst
fikniefnabraski en svo virðist sem
hópur manna hafi veist að tveimur
og einn úr hvorum hópnum slasast.
Þrír menn voru handteknir í tengsl-
um við málið en lögreglan í Reykja-
vík er með það í rannsókn. -SMK
DV-MYND HILMAR PÓR
Glæsikettir
Mikil ogglæsileg kynjakattasýning var haldin um helgina í Grafarvogi. Þar mátti sjá ýmsar tegundir katta sem ræktaö-
ar eru hér á landi eins og hann Helios sem er af burmakyni sem er þekkt fyrir sérstaklega falleg blá augu.
Snilldartaktar í vesturbænum
- þegar Rikki bílstjóri flutti ÍR-húsiö
Rikki bílstjóri var ekki lengi að
því. Með risatengivagn í eftirdragi
flutti hann ÍR-húsið frá Landakoti
og niður í Slipp í gær án þess að
förlast eina sekúndu:
„Þetta eru mestu flutningar sem
ég hef lent í og þetta gerir maður
ekki einn. Ég var með góða aðstoð-
armenn," sagði Rikki sem heitir
fullu nafni Ríkharður Pálsson og
vakti verðskuldaða eftirtekt og að-
DV-MYNDIR HK
Lagt af stað
Fyrsti spölurinn - Túngatan.
Trjásnyrting
Nokkur tré fengu óumbeðna
snyrtingu þegar Rikki og húsiö
áttu leið hjá.
A leiöarenda
ÍR-húsiö komiö niöur í
Slipp - þangaö sem feröinni
var heitiö.
dáun íbúa í vesturbænum á meðan
á flutningum stóð:
„Þetta er eins og blanda af
martröð og draumi,“ sagði hús-
freyja við Öldugötu sem trúði vart
sínum eigin augum þegar Rikki ók
fram hjá með ÍR-húsið á pallinum.
„Og hann rekst ekki utan í neitt,“
bætti hún við og klappaði saman
lófunum.
Að visu snyrti Rikki og húsið
Fyrsta beygjan
Rikki beygir trukknum af Túngötu og
niöur á Ægisgötu.
nokkur tré sem slúttu út á gang-
stéttina á Ægisgötunni þar sem leið-
in lá. En þar við sat enda var búið
að taka niður alla ljósastaura og
umferðarskilti á leiðinni til að
greiða flutningnum leið niður í
Slipp.
ÍR-húsið er 80 tonn að þyngd, 21
metri að lengd, 9 metra hátt og rúm-
lega 8 metra breitt:
„Ég þurfti að sýna lagni, Ég neita
því ekki,“ sagði Rikki þegar húsið
var komið niður í Slipp þar sem það
bíður þess að verða flutt enn og aft-
ur á endanlegan stað - hvar sem það
nú verður.
„Blessaður vertu! Þetta hleypur á
milljónum," sagði Rikki þegar hann
var spurður hvað það kostaði að
flytja svona stórt hús og hann er til
í slaginn aftur - hvenær sem er.
-EIR
í mál við Davíð
Öryrkjabandalag-
ið hefur höfðað mál
á hendur Davíð
Oddssyni forsætis-
ráöherra og krefst
þess að fá afhent
minnisblað sem
vitnað er til í fylgi-
skjali með frum-
varpi ríkisstjórnarinnar í öryrkja-
málinu svokallaða.
Allt flug í hættu
Allt flug innaniands og utan fell-
ur niður í flóra daga ef af verkfalli
félaga í Félagi flugmálastarfsmanna
ríkisins verður. Félagar í Félagi
flugmálastarfsmanna ríkisins sam-
þykktu að boða til flögurra skamm-
tímaverkfalla i apríl og maí næst-
komandi ef ekki nást samningar
fyrir þann tíma.
Loðnar loðnuvonir
Sáralítil loðnuveiði hefur verið
síðasta sólarhring og skipstjórar
eru margir þeirrar skoðunar að ver-
tíðinni sé nú lokið.
150 milljónir í íkveikjur
Sjóvá-Almennar áætlar að félagið
hafi greitt hátt í 150 milljónir króna
í bætur í fyrra vegna brunatjóna af
völdum íkveikju.
101 í Rúðuborg
Kvikmyndin 101 Reykjavik var
valin besta myndin á norrænu kvik-
myndahátíðinni i Rúðuborg í
Frakklandi. Af 10 myndum voru 2
íslenskar; 101 Reykjavik og Englar
alheimsins.
Ávísanaheftum stolið
Lögreglunni í Reykjavík var til-
kynnt um innbrot í fyrirtækið Stál-
húsgögn hf. á Skúlagötunni um
kiukkan 18 í gærdag. Þar hafði hurð
verið brotin upp og komst þjófurinn
þannig inn í húsnæðið, sém hýsir
verksmiðju, verslun og skrifstofur
fyrirtækisins. Tveimur ávisanaheft-
um var stolið og töluverðar
skemmdir unnar á hurðinni.
Manndráp af gáleysi
Héraðsdómur Norðurlands eystra
hefur dæmt ökumann fólksflutn-
ingabifreiðar í þriggja mánaða skil-
orðsbundið fangelsi og sviptingu
ökuréttinda í sex mánuði fyrir
manndráp af gáleysi. Ökumaðurinn
var ákærður fyrir að hafa 6. ágúst
síðastliðinn ekið fólksflutningabif-
reið suður Hringveg við Þelamerk-
urskóla í Glæsibæjarhreppi án
nægjanlegrar aðgæslu, of hratt mið-
að við aðstæður.
Eldur í bíl
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæð-
inu var í gærdag kallað að bíl sem
stóð í ljósum logum við Ánanaust.
Bíllinn, sem var af gerðinni Toyota,
var nokkuð kominn til ára sinna og
er það talinn vera hluti af ástæö-
unni fyrir eldinum. Enginn slasað-
ist vegna eldsvoðans og gekk greið-
lega að slökkva logana. Bíllinn er
hins vegar töluvert skemmdur eftir
brunann.
Vatnslaust í Hafnarfirði
Ekkert kalt vatn var í Hafnarfirði
í gærdag eftir að aðalæð fór í sund-
ur á mótum Lækjargötu og Öldu-
götu í gærmorgun. Viðgerð stóð yfir
á æðinni í allan gærdag en hún er
orðin gömul og er það talið vera or-
sök bilunarinnar. -EIR/SMK