Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Qupperneq 14
14 Menning Portrett-tónleikar í Salnum Siálfsmynd Hilmars Annaö kvöld, kl. 20, veróa í Salnum í Kópa- vogi „portrett-tónleikar" Hilmars Þóröarsonar tónskálds sem hlaut Menningarverðlaun DV í ár fyrir að hafa átt frumkvœói aö fyrstu alþjóö- legu raf- og tölvutónlistarhátíð á íslandi, ART 2000. Tónleikarnir bera yfirskriftina: Hilmar Þórðarson: Sjálfsmynd, og vísar titillinn til skyldleika við sjálfsmyndir myndlistarmanna. Tónverk Hilmars skiptast í tvo meginhluta: verk fyrir klassísk hljóðfœri og verk fyrir tölvuunnin hljóð. í samrœmi viö þetta er fyrri helmingur efnisskrár tónleikanna aó mestu fyrir klassísk hljóófœri en í þeim síöari koma tölvuhljóöin mismikió viö sögu. „Ég hlakka mikiö til en þaó eru líka fiðrildi í maganum, “ vióurkennir Hilm- ar, „þetta er svolítiö eins og aó opna dyrnar fyr- ir öllum!" Kópavogsbær bauð kennurum Tónlistarskólans að vera með tónleikaröð í Salnum i vetur og hefur hún verið haldin af miklum myndarskap. Tónleik- ar Hilmars eru í þessari röð, enda er hann annar forstöðumanna tölvutónvers skólans. „Verkin á tónleikunum eru öll frá síðasta ára- tug, flestöll reyndar frá síðustu þremur árum. Tvö þeirra hafa verið flutt nýlega en um önnur má segja að þau hafi ekki verið flutt í margmenni," segir tónskáldið og hlær við, „þannig að það jaðr- ar við að öll dagskráin sé frumflutningur. Elstu verkin, eða öllu heldur þau sem tóku mig lengstan tíma, eru fimm sönglög við ljóð eftir Gyrði Elías- son úr ljóðabókinni Tvö tungi sem Marta Guðrún DV-MYND HILMAR ÞÓR Hllmar Þórðarson tónskáld Almenningur getur óhræddur komiö á tónleika því nú- tímatónskáld eru ekki lengur aö hrella fólk. Halldórsdóttir og Örn Magnússon flytja. Það tók mig fimm ár að ljúka þeim, frá 1992-97! Þessi bók Gyrðis er svo frábær að maður var ekkert að flýta sér, smjattaði bara á ljóðun- um! Lögin hafa aldrei verið flutt áður.“ Aðrir flytjendur eru Camilla Söderberg, blokk- og midiflautuleikari, Martial Nar- deau, flauta, Laufey Sigurðardóttir, fiðla, Páli Eyjólfsson, gítar, Kristinn H. Árnason, gítar, og Ríkharður H. Friðriksson eldinga- leikari. - Valdirðu þá sjálfur? „Já, þeir eru aiiir handtíndir af trjánum!" - Hvemig finnst þér innlendri nútímatón- list vera sinnt hér á landi? „Þetta er auðvitað mikið hark,“ segir Hilmar. „En við höfum verið dugleg við að koma henni á framfæri og ég hef sjálfur ver- ið alveg sæmilega heppinn." - Hyers myndirðu helst óska íslenskri nú- tímatónlist til handa - ef þú hittir nú á óska- stund? Hilmari vefst nokkuð tunga um tönn við þessa spurningu, enda ábyrgðarhluti að bera fram ósk ef maður fær bara eina. Loks segir hann: „Auðvitað myndi maður helst vilja óska þess aö fólk almennt gæfi henni svolit- ið meiri séns. Ég held að fólk hengi sig í gamla fordóma sem eru löngu úreltir. Það má vera að menn hafi 1 eina tíð átt það til að hrella áhorfendur, aila vega situr í fólki að nútímatónlist sé tómir leiðindahrekkir. Ég vildi óska þess að fólk hlustaði meira á hana áður en það dærnir." Tónlist Meiri háttar músík Tónleikar Ólafs Stolzenwalds og félaga komu þægilega á óvart. Tríó með trompetleikara, gítar- leikara og bassaleikara er alls ekki að finna á hverju horni. Þeir félagar eru líka dálítið ólikleg- ir samherjar, Jón Páli gæti verið faðir Ólafs, sem gæti verið faðir Birkis - eða þannig. Samleikur þeirra var ekki hnökralaus, en skemmtilega sam- hljóma þrátt fyrir fáar æfingar. „Jón tók upp á því að fótbrjóta sig í stað þess að æfa með okkur Birki, þannig að æfingarnar urðu ekki íleiri en þrjár," sagði Ólafur og brosti út í annað. „Annars varð þetta tríó til í kennslustund hjá Jóni Páli sem hefur verið að segja mér til í bassaleik af og til undanfarna mánuði." Hvort sem hér er um að ræða áhrif frá meist- ara Jóni Páli eða annað þá hefur bassaleikur Stolzenwalds tekið miklum framfórum frá því að ég heyrði hann leika síðast fyrir næstum því ári. Ólafur er nú kominn með mótaðri tón, hann leik- ur mjög skemmtilegar, næstum því ljóörænar lín- ur og leikurinn er miklu ákveðnari. Tónlist Ég hef verið svo heppinn að fá tækifæri til að hlýða á leik helstu gítarmeistara djassins. Þeirra á meðal hafa verið menn eins og Charlie Byrd, Tal Farlow og Jim Hali. Aðdáun mín á leik slíkra manna minnkaði ekki við að heyra þá leika í eig- in persónu. Maður fær sérstaka tilfinningu undir bringspalirnar þegar svo ber undir. Þetta var ná- kvæmlega tilfinningin sem ég fékk þegar Jón Páll Bjamason lék sér á fimmtudagskvöldið. Lög eins og „Our Love Is Here to Stay“, „It’s You or No One“ eða „Just Friends", sem einhverjir hefðu kallað „gamlar lummur“, fengu á sig nýjan og ferskan blæ. Þegar hinn kunni djassgagnrýnandi Leonard Feather heyrði „ICE“, diskinn hans Jóns Páls, skrifaði hann lofsamlega um leik Jóns og undraði sig á því að hafa ekki heyrt hans getið áður! Þá víkur sögunni að Birki Frey, unglingnum í tríóinu. Trompetleikur hans naut sin ekki sem skyldi. Er þar aðallega um að kenna lélegum hljómburði í Húsi Málarans. Birkir Freyr er mjög áheyrilegur blásari. Trompetleikur hans er góður, tæknilega, og tónninn fallegur, þó ekki kæmist það nægilega vel til skila. Leikur hans á tónleik- unum var helst til sléttur og felldur, þannig að oft á tíðum hefði leikur hans komið betur út með meiri áherslum af og til. Á hinn bóginn lék Birk- ir tvö lög á „flygelhorn" þar sem dekkri tónn hljóðfærisins naut sín betur. Birkir leikur hreint og fallega á þetta erfiða hljóðfæri svo að unun er á að hlýða. „You Stepped out of a Dream“ var ákaflega fallega blásið og með því sannaði Birkir yfirburði sina á hornið! Ég nenni ekki að skrifa um slæman hljómburð og skvaldrið frá gestunum á neðri hæðinni. Gest- ir Múlans hefðu mátt vera fleiri. Ólafur Stephensen Múlinn í Húsi Málarans fimmtudagskvöldið 22.03.01: Tríó Ólafs Stolzenwalds. Birkir Freyr, trpt, Jón Páll, gtr, Ólafur, bs. Pappalöggur í Kópavogi Himnastigatrfóið, sem augsýni- lega er nefnt eftir ballöðunni „Stairway to the Stars“, tróð upp í fyrsta sinn á Stór-Reykjavíkursvæð- inu á laugardaginn. Trióið á miklum vinsældum að fagna, ef taka má mið af sölu geisladisks þess sem kom út fyrir tveim árum hjá Máli og menn- ingu. Það er leiðinlegt, að mér finnst að þetta ágæta tríó hafi ekki fengið að njóta vinsælda sinna hjá útgef- anda sínum og fengið að vera með fyrsta diskinn hjá Eddu, nýja útgáfu- fyrirtækinu sem lofar öUu góðu! Á tónleikunum í Kópavogi léku þeir tónsmíðar „úr bókum“ Chets Baker (“The Thrill Is Gone“), Ellu Fitzgerald (“You’d Be so Nice to Come Home to“), Louis Bonfa, John Lewis, Billie Holiday o.fl., svo eitt- hvað sé nefnt með nafni. Þessi fallegu lög nutu sín vel í flutningi þeirra, tónlistin var áferðarfalleg en áreynslulaus. Það er nú einu sinni þannig að þegar menn eins og Eyþór, Lennart og Sigurður koma fram ætlast maður til mikils. Þeir eru búnir að ná þeirri öf- undsverðu stöðu i tónlistarflutningi sínum að geta spilað alla djasstónlist og skilað henni vel. Á móti kemur hitt að þeir eru ekki aUtaf með sinn eigin „karakter" í farteskinu og þar af leiðandi dálítið einhliða í túlkun. Þetta var nokkuð áberandi á þessum tónleikum, m.a. vegna þess að ekkert lag- anna var meira en í meðaUagi hratt og í löglegri útvarpslengd. Þeir slepptu aldrei fram af sér beisl- Snillingar Himnastigatríósins Tónlistin var falleg en áreynslulaus. inu og þar sem upplagt hefði verið að tvöfalda hraðann í miUikafla var sá kostur ekki valinn. Hápunktur tónleikanna voru þrjú lög sem Sig- uröur lék á barítonsax. Sigurður Flosason er af- burða altoisti. Það sannaði hann rækilega með leik slnum á Jazzhátíðinni í fyrra þegar hann lék í triói með Þóri Baldurssyni, org., og Pétri Östlund, trm. Þar fór Sigurður á kostum og sannaði í eitt skipti fyrir öU að hann er einn af okkar aUra bestu djassleikurum - með afburðagóðan og persónuleg- an stfl (þegar hann viU!!). En barítonleikur Sigurðar er ávaUt stílhreinn og vel uppbyggður. Það er bæði synd og skömm að hann skuli ekki hafa gefið okkur, aðdáendum sín- um, fleiri tækifæri tU að njóta barít- onsins. Ég átti mér um hríð uppá- haldsbariítónleikara. Það var Bob Gor- don, bandarískur vesturstrandar- djassleikari sem því miður lést um aldur fram. Nú hefur Sigurður Flosa- son tekið sæti Gordons á uppáhalds- lista mínum. Eyþór Gunnarsson lék ákaflega var- færnislega. Hann og GUman virtust ná vel saman og samleikur þeirra hljóm- aði mjög faUega. Eyþór er aUtaf góður en hann gaf okkur ekki kost á yfir- burðaspilamennsku, sem búast mátti við, fyrr en í „Coda“ síðasta lagsins (“Only Trust Your Heart") og í auka- dv-mynd einar j íaginu (“Stairway to the Stars“). Lennart Gilman lék hreinar og mjög áferðarfaUegar bassalínur átakalaust. Flestar voru þær nokkuð fyrirsjáan- legar í eðli sínu. Einleikur hans var hins vegar frá- bær. Þetta voru mjög góðir tónleikar en einhvern veginn fannst mér tónlistarmennimir vera eins og „pappalöggurnar" frægu f þetta sinn. Þeir buðu að- eins upp á reykinn af réttunum. Ólafur Stephensen Himnastigatríóiö í Salnum 24.3.: Eyþór Gunnarsson, pno. Lennart Ginman, bs. Siguröur Flosason, alto, bar. _________MÁNUDAGUR 26. MARS 2001 ________________________DV Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Svanurinn á finnsku Nýverið kom út hjá Like forlaginu í Helsinki fmnsk út- gáfa af Svaninum eft- ir Guðberg Bergsson í þýðingu Tapio Koivukari. Guðberg- ur var boðinn til Finnlands í tilefni af útgáfunni og kom fram f mörgum stærstu fjölmiðlum Finna af þessu tilefhi. Meðal annars gerði Rás 1 50 minútna þátt um hann sem sendur verð- ur út tvisvar í maí auk þess sem tekið var sjónvarpsviðtal viö hann. Svanurinn hlaut á sínum tíma íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs. Þetta er tíunda erlenda útgáfan á bókinni og hefúr hún hlotið mjög góðar viðtökur lesenda og gagn- rýnenda. Hvemig birtist valdið? Þýski mynalistarmaðurinn og sýningar- stjórinn, Ina Wudtke, heldur fyrirlestur við Opna listaháskólann, Skipholti 1, á miðviku- daginn kl. 12.30 í stofú 113. Ina Wudtke býr og starfar í Berlin og hafa m.a. ljósmyndaverk hennar verið sýnd víða um heim. Árið 1992 hóf hún útgáfu á blaðinu Neid (Öfund) og sem ritstjóri þess stóð hún fyrir og skipulagði margmiðlunarsýningar og aðrar uppákomur. I fyrirlestrinum mun hún kynna verkefni sem kemur til framkvæmda i júní n.k. i Hollandi þar sem ljallað verður um vald og birtingar- form þess. Ina kemur að þessu verkefni bæði sem sýningarstjóri og listamaður og ætlar að segja frá verkum þekktra listamanna sem taka þátt í sýningunni. Langar þig að læra að syngja? Ingveldur Ýr söngkona heldur söngnámskeið fyrir byrjendur í apríl og maí. Námskeið- in eru ætluð byrj- endum á öllum aldri og veitir inn- sýn í helstu grunn- atriði í söng, radd- beitingu og tónlist. Engin fýrri reynsla er nauðsynleg til þátttöku og lögð er áhersla á sem aðgengileg- asta kennslu svo nemendur hafi fyrst og fremst gaman af því að kynnast eigin rödd og þeim ótrúlegu möguleikum og krafti sem hún hefur að geyma. Einnig verður boðið upp á námskeið fýrir nemendur með reynslu, þá sem vilja rifia upp og fríska upp á söngtækn- ina. Upplýsingar í síma 898 0108. Hefnd konungsins Ný bók eftir fransk-marokkóska verðlaunahöfúnd- inn Tahar Ben Jell- oun hefur vakið gif- urlega athygli í Frakklandi og víð- ar. Hún heitir Cette aveuglante absence de lumiére - Þessi skínandi flarvera ljóssins (eða kannski Ofbirta myrkursins) og fjallar um 58 unga hermenn í Marokkó sem voru grafnir lifandi árið 1973 fyrir samsæri gegn konunginum, Hassan II (á mynd). Graut- arslatta og vatnssopa fengu þeir daglega því konungurinn vildi að þeir dæju eins hægt og mögulegt væri. Mennirnir voru geymdir í dýflissum neðan- jarðar; loft kom inn um rör sem lá upp á yflr- borð jaröar en var snúið til að engin birta bærist inn um það. í gólfmu var gat fyrir úr- gang. Baráttan var ekki bara við hungrið og myrkrið heldur líka skorkvikindi og sóttir. Þama voru þeir í 18 ár. í neðri klefanum lifðu 6 af 29, í þeim efri dóu 7 af 29. Skýringar eru ýmsar á muninum á öölda látinna en sú áleitnust að í efri klefanum komu menn sér upp ákveðinni daglegri hrynjandi með bæna- lestri og umræðum og þar sögðu þeir hver öðrum sögur - ansi miklu lengur en í 1001 nótt. Þessu lífkerfi tókst ekki að koma á í neðri klefanum. Lengi virtist svo sem þessir menn hefðu horfið af yfirborði jarðar en smám saman vitnaðist hin viðbjóðslega meðferð á þeim og 1991 var þrýstingur að utan orðinn svo mikill að Hassan lét þá lausa. Það er einn þeirra sem lifðu af sem sagði Jelloun átakanlega sögu sína og félaga sinna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.