Dagblaðið Vísir - DV - 26.03.2001, Page 17
16
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
MÁNUDAGUR 26. MARS 2001
33
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf.
Stjórnarformaður og útgáfustjórl: Sveinn R. Eyjólfsson
Framkvffimdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason
Aðstoðarritstjóri: Jónas Haraldsson
Fréttastjóri: Birgir Guömundsson
Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift:
Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
Grffin númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafrsn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/
Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is
Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is
Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf.
Plötugerð: ísafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf.
Áskriftarverö á mánuði 2050 kr. m. vsk. Lausasöluverð 190 kr. m. vsk., Helgarblaö 280 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiðir ekki viömælendum fyrir viötöl viö þá eöa fyrir myndbirtingar af þeim.
Sjálfsritskoðun
Jón Steinar Gunnlaugsson lögfræðingur ritaði grein í
Morgunblaðið á dögunum og kom síðan fram í sjónvarps-
þætti hjá Agli Helgasyni þar sem hann gerði að umtalsefni
þjóðfélagslegan rétttrúnað og ótta manna við að ganga
gegn slíkum rétttrúnaði. Jón Steinar taldi réttilega að sú
sjálfsritskoðun, sem felst í því að menn skirrast við að
segja skoðanir sínar af ótta við að verða að skotspæni hins
breiöa massa rétttrúaðra, væri hættuleg lýðræðinu og al-
mennri upplýstri þjóðfélagsumræðu. Vissulega má taka
undir þessa skoðun lögmannsins - svona almennt séð. Það
er hins vegar erfitt að átta sig á framhaldsrökum Jóns og
hvemig honum tekst að tengja þetta því að hann hafi orð-
ið fyrir barðinu á pólitískum rétttrúnaði. Sérstaklega virð-
ist það langsótt í öryrkjamálinu en það dæmi hefur hann
gjarnan nefnt í þessu sambandi. Þar tókust einfaldega á til-
teknir hagsmunir og mismunandi sjónarmið og hann var
fenginn sem sérstakur trúnaðarmaður forsætisráðherra til
að túlka hæstaréttardóm og því ekkert óeðlilegt við að
hann og túlkun hans og málflutningur lenti í eldlímmni.
Annað dæmi sem Jón Steinar nefndi var það að lög-
menn virtust ekki tilbúnir að hafa skoðanir á ýmsum laga-
legum álitamálum af ótta við að þær skoðanir féllu ekki í
kram hins lagalega rétttrúnaðar. Þetta kemur fram í því að
lögmenn virðast tilbúnir að hafa skoðanir á þessum mál-
um í einkasamtölum þótt þeir séu síðan ekki tilbúnir að
hafa þær á opinberum vettvangi. Ekki er hægt að skilja
Jón Steinar öðruvísi en svo að hann telji að óttinn við rétt-
trúnaðinn hafi orðið til þess að hættulega margt tilheyri
nú þeim hluta umræðunnar sem fram fer í einkasamtölum
en að sama skapi sé það fátt sem tilheyri opinberri um-
ræðu. Slíkt er auðvitað mjög alvarlegt fyrir þróun lýðræð-
isins í landinu. Og úr því ástandið er svona hjá lögmanna-
stéttinni er engin ástæða til að ætla að það sé öðruvísi hjá
öðrum stéttum sérfræðinga, embættismanna eða yfirleitt
hjá almenningi.
En sú hætta sem Jón Steinar bendir á - að menn ástundi
sjálfsritskoðun í stórum stíl - á ekki einvörðungu rætur
sínar að rekja til hins tiltölulega illa skilgreinda hugtaks:
„rétttrúnaður“. Óttinn getur líka verið til kominn af mun
áþreifanlegri og beinni ástæðu, s.s. endurteknum hvössum
aðfinnslum og refsiaðgerðum frá yfirvöldum. Embættis-
menn sem telja sig geta átt von á refsivendi yfirboðara
sinna, t.d. ráðherra, eru ekki líklegir til að tjá sig frjáls-
lega. Aðfinnslur forsætisráðherra gagnvart embættis-
mönnum og jafnvel pólitískum samferðamönnum eru
þannig dæmi um stjórnunarstll sem hlýtur að hvetja til
sjálfsritskoðunar. Davíð Oddsson er einmitt þekktur fyrir
sín þrumuskot í þessum efnum og þau eru orðin hluti af
ímynd hans sem hins sterka leiðtoga. „Svona gerir maður
ekki“ er þannig að festast í málinu sem orðatiltæki! Fyrir
helgina lét Davíð skammirnar dynja á Þjóðhagsstofnim og
þjóðhagstofustjóra fyrir nýjustu þjóðhagsspána - einmitt
vegna þess að þar eru menn með varfærnislegum hætti að
tjá skoðun um stjórn efnahagsmálanna. Það þarf sterk bein
ef Þjóðhagsstofnun ætlar að halda þessu áfram, ekki síst
þegar menn skoða „greatest hits“ lista Davíðs um þá sem
skammaðir hafa verið. Nægir þar að nefna jafn fjölbreytta
flóru manna og Þórð Ólafsson, fyrrum forstöðumann
Bankaeftirlits, Bjarna Felixson, útvarpsmanninn sem tók á
móti Bermúdabikarnum, sr. Örn Bárð Jónsson, herra Karl
Sigurbjörnsson og Sverri Hermannsson er hann var
bankastjóri Landsbankans. í þessu ljósi sýnist aðvörun
Jóns Steinars Gunnlaugssonar um sjálfsritskoðun vissu-
lega vera orð í tima töluð. Birgir Guðmundsson
Þorparar eða þarfir þegnar?
Málsókn tæplega 40 lyfjafyr-
irtækja gegn stjórnvöldum
Suður-Afríku hratt nýverið af
stað öldu mótmæla víða á Vest-
urlöndum. Af fréttum að dæma
beinast mótmælin fyrst og
fremst gegn alþjóðlegum lyfja-
fyrirtækjum sem þykja með
lögsókn sinni fórna velferð
milljóna Afríkubúa skamm-
laust á altari Mammons.
Eitt brýnasta
vandamál samtímans
Mótmælin, sem einkum hafa
beinst gegn háu verði á lyfjum við al-
næmi og einkaleyfum lyfjafyrirtækja
á nýjum lyfjum, hafa beint athygli
heimsins að hörmulegum aðstæðum
þeirra milljóna manna sem sýktar
eru af HlV-veirunni í ríkjum Afríku
sunnan Sahara. Jafnframt hafa
möguleikar þróunarlanda á að nálg-
ast ýmis lífsnauðsynleg lyf komið við
sögu en ljóst er að vaxandi heilbrigð-
isvandi þriðja heims ríkja er með
bráðustu viðfangsefnum alþjóðasam-
félagsins.
Lyfin gagnslaus eln og sér
Hinn gríöarlegi vandi sem þróun-
Hjörleífur
Þórarinsson
lyljafræöingur
arlönd standa andspænis
á sviði heilbrigðismála
| er mun flóknari og víð-
tækari en svo að hann
einskorðist við verð og
framboð mikilvægra
lyfja. Vandinn lýsir sér
fyrst og fremst í óburð-
ugri heilbrigðisþjónustu
og afar vanþróuðu vel-
ferðarkerfi. Þessi erfiða
staða þýðir að lyf koma
ein og sér að litlu og
jafnvel engu gagni þegar
verst lætur. Þekkingin
og getan til að meðhöndla lífshættu-
lega sjúkdóma er það miklum tak-
mörkunum háð.
Hættan á ónæmi
Svo dæmi sé tekið kom áhrifarík
lyfjameðferð gegn alnæmi fram fyrir
u.þ.b. 5 árum. Meðferðin tvinnar
saman töku ólíkra lyfja og er afar
flókin í framkvæmd.
Sé rangt að henni staðið getur
HTV-veiran kallað fram ónæmi gegn
lyfjunum, með þeim skelfilegu afleið-
ingum að fram kemur stofn sem lyf
fá ekki unnið gegn, á svipaðan hátt
og ónæmar berklabakteríur hafa
myndast t.d. í fyrrum Sov-
étríkjunum.
Aðgengi lyfja er ekki
háö einkaleyfum
Afleiðingar lélegrar
heilbrigðisþjónustu geta
þannig orðið martröð lík-
astar. Einkaleyfi lyfjafyr-
irtækjanna hafa jafnframt
lítil áhrif á aðgengi þró-
unarlanda að mikilvæg-
um lyfjum. Einungis 5%
þeirra eru bundin einka-
leyfum auk þess sem um-
fangsmikið samstarf al-
þjóðlegra hjálparstofnana
og lyflafyrirtækja miðar
að því að tryggja nægt
framboð lyfja þar sem
þörfin er brýn, endur-
gjaldslaust eða gegn vægu
verði. Vanbúin heObrigð-
isþjónusta þróunarland-
anna hamlar á hinn bóg-
inn flestu hjálparstarfi á
heilbrigðissviði.
Aöstoð hafnað
Umræða um vanda þró-
unarlanda og breikkandi
„Mótmcelin, sem einkum hafa beinst gegn háu
verði á lyfjum við alnœmi og einkaleyfum lyfja-
fyrirtœkja á nýjum lyfjum, hafa beint athygli
heimsins að hörmulegum aðstœðum þeirra
milljóna manna sem sýktar eru af HlV-veirunni
í ríkjum Afríku sunnan Sahara. “
Úrbætur á leigumarkaði
Ummæli
bO á mOli ríkra og fá-
tækra þjóða er í senn við-
kvæm og vandmeðfarin.
Meginrót vandans, hin
mikla og sára fátækt, er
oftar en ekki af pólitískum
toga. Á sama tíma er sið-
ferðOeg skylda Vestur-
landa tO að koma íbúum
fátækra ríkja tO hjálpar
skýr. Pólitísk og siðferði-
leg markmið eiga á hinn
bóginn ekki aOtaf samleið.
Sem dæmi má nefna að
heilbrigðisráðherra Suð-
ur-Afríku hefur lýst því
yfir að þótt alnæmislyf
fengjust ókeypis hefðu
stjómvöld ekki efni á
sjálfri meðferðinni. Þar
með hafnaði ráðherrann
í reynd boðum hjálpar-
stofnana og lyfjafyrir-
tækja um aðstoð um
svipað leyti og þarlend
stjórnvöld vöröu sem
samsvarar 600 mOljörð-
um króna tO kaupa á kaf-
bátum," eldflaugum og
öðrum vígtólum.
Ujörleifur Þórarinsson
WMi:
Langir biðlistar hafa myndast eft-
ir leiguhúsnæði sveitarfélaga og fé-
lagasamtaka og húsaleiga á almenn-
um leigumarkaði hefur rokið upp úr
öOu valdi. Þessi alvarlega staða er í
beinu samhengi við að félagslega
húsnæðiskerfíð var lagt niður fyrir-
varalaust án þess að gripið væri tO
nauðsynlegra úrræða fyrir þá hópa
sem með breytingunni var skákað út
af hefðbundnum húsnæðismarkaði.
Samfylkingin varaði við breyting-
unum sem tóku gOdi í ársbyrjun
1999 og benti á afleiðingar þess að
loka félagslega húsnæðiskerfinu án
þess að stóraukin framlög og stuðn-
ingur við byggingu leiguíbúða kæmi
tO. Stjórnvöld skeUtu við skoOaeyr-
um og nú rúmum tveimur árum síð-
ar er öUum ljósar hörmulegar afleið-
ingar þessara aðgerða.
Blölistar og stórfelldar
hækkanir
Þar sem skrúfað var fyrir bygging-
ar sveitarfélaga í einu vetvangi sem
•• >•.
Rannveig
Guömundsdóttir
þingmaöur
Samfylkingarinnar
„Felagsmalaraðherra fagnaði tillögum Samfylkingar-
innar um átak. Hann lýsti því yfir í umrœðunni að
víðtcek samstaða vceri að myndast um að bceta úr
skorti á leiguíbúðum á höfuðborgarsvceðinu. “ - Páll
Pétursson félagsmálaráðherra.
námu hundruðum íbúða á
ári varð mikOl samdrátt-
ur á byggingamarkaði. Á
sama tíma og þessum
stóru hópum var vísað út
á opinberan leigumarkað
voru stórfeOdir fólksflutn-
ingar af landsbyggðinni
suður.
Afleiðingamar þekkja
flestir. Fyrir utan erfið-
leika þeirra sem þurftu á
félagslegum úrlausnum að
halda hafði eftirspumin
sprengiáhrif á markaðinn.
íbúðaverð hækkaði um 30
tO 40% og leiguverð enn meira, fast-
eignamat fasteignagjöld og eigna-
skattar stórhækkuðu. Hækkað eigna-
mat lækkaði þar að auki vaxta- og
barnabætur jafnvel um tugi þúsunda
króna.
Það sorglega við þessar aðstæður
var að þarna var um heimatObúinn
vanda stjórnvalda að ræða. Félags-
málaráðherra hefur þverskallast við
að taka á málum. Hann æflaði m.a.s.
að hækka vexti á lánum tO leiguí-
búða í 4,9% um áramótin, sem þegar
höfðu allt að fjórfaldast frá 1998, en
þeirri ákvörðun var sem betur fer
frestað.
Tillögur Samfylkingarinnar
Samfylkingin hefur gagnrýnt þess-
ar aðgerðir harðlega og krafist úr-
bóta. Nú í mars voru ræddar tOlögur
Samfylkingarinnar á Alþingi og þá
gerðist það gleðilega að komið var
annað hljóð í strokkinn hjá ráðherr-
anum.
TiOögur Samfylkingarinnar eru
um framkvæmdaáætlun til 4
ára þar sem ríki, sveitarfé-
lög, lífeyrissjóðir og féaga-
samtök taki höndum saman
tO að koma á laggir leiguí-
búðum. Veitt verði 95% lán
tO sveitarfélaga og félaga-
samtaka sem byggja leigu-
íbúðir.
Með stofnstyrkjum, vaxta-
endurgreiðslmn, breytingu á
stimpilgjöldum og hugsan-
lega gatnagerðargjöldum
verði tryggt að leiga fari ekki
yfir 6% af íbúðaverði. Leigu-
skilyrði rýmkuð og húsa-
leigubætur auknar og stefnt að þvi
að útrýma með átakinu biðlistum
sem um 2000 manns fyUa nú, mest á
höfuðborgarsvæðinu.
Góöar undirtektir
Nú gerðist það að félagsmálaráð-
herra fagnaði tOlögum Samfylkingar-
innar um átak. Hann lýsti því yfir í
umræðunni að víðtæk samstaða væri
að myndast um að bæta úr skorti á
leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu.
Hann upplýsti um góðar undirtektir
lífeyrissjóða, verkalýðshreyfingar og
samtaka atvinnurekenda um aðkomu
að átaki og þá hugmynd að viðkom-
andi sveitarfélög leggi lóðir og gatna-
gerðargjöld fram sem hlutafé í eignar-
haldsfélög sem lifeyrissjóðir og fleiri
legðu fjármagn í.
Þessar umræður á Alþingi kveikja
vonir um að loksins verði brugðist
við og úrbætur gerðar á hart keyrð-
um húsnæðismarkaði á höfuðborgar-
svæðinu. Það er ekki seinna vænna.
Rannveig Guðmundsdóttir
Háskólasjúkrahús
„Fyrir sameiningu
spítalanna í Reykjavík
sögðu sumir starfsmenn
að með henni opnaðist
tækifæri tO að móta
nýtt háskólasjúkrahús.
Aðrir, einkum utan spít-
alans, lögðu ekki síður
áherslu á rekstrarhagræðingu og nauð-
syn þess að draga úr tvíverknaði, t.d. í
tækjakaupum, og sameina sérgreinar.
AOt eru þetta verðug markmið. Aðals-
merki hverrar þjóðar er góð heObrigð-
isþjónusta en nauðsynleg forsenda er
menntun heObrigðisstétta og framsæk-
ið starf á öUum sviðum hennar. Þvi er
spítalanum mikOvægt að hlutverk
hans sem háskólasjúkrahúss sé vel
skUgreint. Háskólanum er að sama
skapi nauðsynlegt að deUdir heUbrigð-
ismenntunar og heUbrigðisvísinda séu
öflugar, vel skipulagðar og krefjandi
um árangur í starfl."
Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala-
háskólasjúkrahúss, í Mbl. 23. mars.
Þingmenn og sannfæring
„Ég vU minna þá
þingmenn, sem nú
hafa gengið gegn eigin
sannfæringu, á að það
kemur dagur eftir
þennan dag og þeir
skulu fá að standa skU
gerða sinna. Ekki get
ég séð að reykvískir sjómenn óski eftir
að heyra hvamingarræðu sjávarútvegs-
ráðherra á sjómannadag. Líklegt er að
hann verði að taia í fámennara hófi,
hófi þar sem vinir hans og samherjar
verða samankomnir. Þetta á einnig við
um aðra þá sem hafa nú gengið í lið
með sægreifunum og framið hryðju-
verk á sjómönnum."
Birgir Hólm Björgvinsson, stjórnarmaöur í Sjó-
mannafélagi Reykjavíkur, í Mbl. 23. mars..
ÐV
Skoðun
Ný skýrsla sem unnin hefur verið fyrir dómsmálaráðuneytið leiðir þetta í Ijós.
Það eru solarlitlir dagar fram undan hja ríkisstjóminni.
Fortíðarspá sem
vísar til framtíðar
Fortíðarspár eru oft ör-
uggari en framtíðarspá-
dómar. Með þvi að rýna í
liðna tíð hefúr Þjóðhags-
stofnun komist að því að
fjármálastjórn lýðveldis-
ins hafi verið með
glannalegasta móti á síð-
ustu árum liðinnar aldar.
Skuldasöfnun og öfugur
viðskiptahalli tröUriðu
þá fjármálakerfunum og
var skriðurinn slíkur á
efnahagslífinu að ekki
tekst að stöðva þróunina
þótt rauðu ljósin séu hvarvetna
blikkandi og er bágt að sjá í hverju
breytingar eru fólgnar á nýrri öld.
Þjóðhagsstofnun heyrir undir for-
sætisráðuneytið og er húsbóndahoUt
apparat. Því túlkaði hún skjanna-
birtuna sem umlék ráðherra hennar
eftir hans höfði og var sama á hverju
gekk, ávaUt var jafnbjart fram und-
an, enda yfirstjórn efnahagsmála í
trausum höndum.
En nú hefur spádómsgáfa stofnun-
arinnar snúist við, að minnsta kosti
hvað fortíðina varðar, enda eru
gamlir spádómar þeirra sem aldrei
fengu glýju i augu vegna ofbirtu
efnahagsundranna, að rætast. En
samt er farið varlega í yfirlýsingum
og varast að gagnrýna neitt í núver-
andi fjármálastjórn þótt hún sé í
rauninni hin sama og á þeim
árum sem fortíðarspáin vísar
to.
Breyttir búskaparhættir
Mikið liggur við að allir
séu bjartsýnir og fuUir vænt-
inga um arðsama framtið. Þvi
er ábyrgðarhluti að draga upp
dökkleitar horfur, skuldadaga
og aUs kyns hremmingar sem
kunna að varpa skugga á
gróðaleiðir peningahyggjunn-
ar. Það er að minnsta kosti
ekki hlutverk Þjóðhagsstofn-
unar að draga úr trú manna á
óskeikuUeika páfans í stjómarráð-
inu, sem er óþreytindi að lýsa íðil-
björtum og gróðavænlegum framtið-
arhorfum.
Ríkissjóður er rekinn með góðum
hagnaði ár eftir ár. Það þykja mikil
undur og nýstárleg. Minna er gert úr
því hvenig stendur á þeim breyttu
búskaparháttum. Málið er einfald-
lega það að ríkissjóður hagnast af of-
boðseyðslu og óráðsíu.
Gegndarlaus innflutningur, langt
umfram útflutningstekjur, og viðvar-
andi kaupæði þjóðar, sem borgar
fjórðung vöruverðs í virðisaukaskatt
með meiru, fitar landssjóðinn jafnt
og þétt, eins og örlátur vinnumaður
Sæmundar í Odda gladdi kunningja
sinn á fjósbitanum forðum daga.
Fleira má telja tfl sem skOar rík-
inu góðum tekjum, sem er efna-
hagsífmu tæpast eins hollt og látið
er í veðri vaka.
Húsbóndavaldiö
Skuldasöfnun einstaklinga og fyr-
irtækja er í öfugu hlutfaOi við góða
afkomu ríkissjóðs og fer síst minnk-
andi.
Mokstur peninga úr landi er
einnig öndverður erlendum fjárfest-
ingum í riki Davíðs, sem á erfitt
með að sjá raunverulegt ástand
vegna ofbirtunnar sem stafar af
skínandi framtíðarsýn hans.
Versnandi afkoma fjölda fyrir-
tækja með tOheyrandi verðfalli
hlutabréfa, drápsklyfjar heimilis-
skulda og stöðugur viðskiptahafli
árum saman hlýtur að segja til sín
fyrr en varir.
Þetta veit Þjóðhagsstofnun mæta-
vel, en hún veit lika hver hefur hús-
bóndavaldið og það má ekki styggja.
Því er tryggara að spá í fortíðina en
að rugga skútunni óþægilega með
því að segja frá núverandi ástandi
efnahagsmála og framtíðarhorfum.
Lagasetning tO að reka sjómenn
um borð í veiðiskipin í nýbyrjuðu
verkfafli sýnir þó að forsætisráð-
herra getur farið að taka af sér sól-
gleraugun.
Oddur Ólafsson
Oddur Olafsson
blaöamaöur
Nektarstað-
ir ekki
einir sekir
Arn-
fjörö
Guömundsson
veitingamaöur á
Club seven
„Vændi
hefur átt sér
stað meðal
þjóða í þús-
undir ára og
að það sé
stundað á ís-
landi ætti
engum að
koma á
óvart. Um-
ræða um
þessi mál er
af hinu góða en ekki má gera
nektardansstaðina eina og sér
að blórabögglum þótt þar sé
sjálfsagt víða pottur brotinn.
Mikilvægt er að mál þetta sé
skoðað í heild sinni og þá tO
dæmis tengsl vændis og vímu-
efnaneyslu. Að þrettán ára
börn selji sig fyrir næsta
skammti flnnst mér sorglegt -
en það er einmitt staðfest í
þessari nýju skýrslu sem gerð
hefur verið fyrir dómsmála-
ráðuneytið.“
Engar nýj-
ar fréttir
„Þeir sem
starfa við sál-
gæslu og ráð-
gjöf og vinna
með fólki
vita að
vændi hefur
lengi verið
staðreynd í
okkar samfé-
lagi. í þess-
ari nýju
——~~ skýrslu er
ekkert að finna sem ég hef
ekki heyrt áður en skýrslan
mun sem opinbert skjal og út-
rkennd staðreynd í íslensku samfélagi?
nr
Jóna Hrónn
Bolladóttir
miöborgarprestur í
Reykjavík
gefið af stjórnvöldum hins veg-
ar auðvelda okkur alla baráttu
gegn þessu ofbeldi. Ég held að
ástæða sé tO þess að reyna að
setja lög á þá einstaklinga sem
kaupa sér þessa nauðungar-
þjónustu. Rödd klámheimsins
er rödd lyginnar. Því verða all-
ir þolendur sem tOheyra hon-
um - og þeir sem úr þessum
niöurlægjandi aðstæðum vilja
komast verða að eiga góða og
greiða leið að hjálp tfl að eiga
afturkvæmt til heilbrigðis.
Margir geta veitt hjálpina og
nauðsynlegt að vekja athygli á
þeirri samfélagsþjónustu sem í
boði er þannig að fólk eigi
greiðan aðgang að hjálp.“
Höfðum til
siðferðis-
kenndar
Asgeirsson,
aöstoöaryfirlög-
regluþjónn á Akur-
eyri.
“Nei,
reyndar
ekki. Vændi
viðgengst í
víðast hvar í
heiminum og
yfirleitt ólög-
lega. Ég hef
aOtaf talið að
ísland væri
engin undan-
tekning í
þessum efn-
um, eða að minnsta kosti má
maður ekki vera svo grænn að
trúa öðru. Ef grípa á tO að-
gerða gegn þessari ólyfjan tel
ég að rétt sé og best að höfða
tO siðferðiskenndar fólks,
fremur en að farin sé leið laga
og réttar því sönnunarbyrði í
svona málum verður aOtaf erf-
ið.“