Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 19 I>V Sport Fýrstur Islendinga 1 •; ^ - til að eiga tvo 30 stiga leiki í úrslitum Logi Gunnarsson braut blað í sögu lokaúrslita íslandsmótsins meö því að veröa fyrsti íslenski leikmaðurinn til að eiga tvo 30 stiga leiki 1 úrslitaleikjunum um titilinn. Pálmar Sigurðsson er stigahæsti islenski leikmaðurinn í einum leik en hann gerði 43 stig í þriðja leik Hauka og Njarðvíkur 1988 en sá leikur var tvíframlengdur oddaleikur sem Haukar unnu ekki síst fyrir 11 þriggja stiga körfur Pálmars. Stigin 36, sem Logi gerði í öðrum leiknum i úrslitunum í ár, er hæsta skor íslendings í sjö ár eða frá því að Hjörtur Haröarson gerði 37 stig með Grindavík gegn Njarðvík 1994. Stigahæstu leikir íslendinga í lokaúrslitunum 43 Pálmar Sigurðsson, Haukum, gegn Njarðvík 1988. 37 Valur Ingimundarson, Njarðvík, gegn Haukum 1985. 37 Teitur Örlygsson, Njarðvík, gegn Keílavik 1991. 37 Hjörtur Harðarson, Grindavík, gegn Njarðvík 1994. 36 Logi Gunnarsson, Njarðvík, gegn Tindastóli 2001. 35 Teitur Örlygsson, Njarðvík, gegn Grindavík 1994. 32 Logi Gunnarsson, Njarðvík gegn Tindastóls 2001 32 Valur Lngimundarson, Njarðvik, gegn Haukum 1986. 32 Guðjón Skúlason, Keflavík, gegn KR 1990. -ÓÓJ Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvikurliðsins í körfubolta, átti frábæra leiki gegn Tindastóli í Sík- inu á Sauðárkróki þegar Njarðvík tryggði sér íslandsmeistaratitilinn í ellefta sinn á 20 árum. Þetta var annar íslandsmeistaratitill Loga en hann var einnig með í liðinu þegar það vann síðast árið 1998, þá aðeins 17 ára gamall. Logi verður 20 ára á þessu ári en hann er fæddur 5. september 1981, á því ári sem Njarðvík fagnaði einmitt fyrsta íslandsmeistara- titlinum. Njarðvík hefur orðið tíu sinnum meistari frá þeim tima. Hann er 190 cm á hæð og leikur sem bakvörður en hann hefur leikið all- an sinn feril í Njarðvík fyrir utan einn og hálfan vetur þegar hann fór út til Bandaríkjanna í skóla. Margar minningar Það eru ófáar minningarnar sem, Logi hefur skilið eftir sig í vetur og það vekur enn meiri athygli að þrír stigahæstu leikir hans / eru annars vegar tveir á' útivelli í lokaúrslitum ís^ landsmótsins og hins vegar ge; Slóveníu, einu af bestu liðum ópu sem vann 9 af 10 leikjum sinum í riðli okkar íslendinga. Aðeins einn leikmaður skoraði fleiri stig gegn Slóvenum í þessari keppni en þau 29 sem Logi gerði í þeim leik en þá hitti Logi úr 67% skota sinna (15/10) og öllum sjö vít- um sínum. Logi skoraði 13,2 stig að meðaltali í fimm leikjum landsliðs- ins í Evrópukeppninni í vetur og með þvl að hitta úr 94,1% úr víta- skotum (17/16) varð hann sjötta besta vítaskytta keppninnar. Bestur þá mest á reyndi Logi fann sig síðan einnig frábær- lega í Síkinu á Sauðárkróki þar sem hann var með 34 stig að meðaltali í tveimur útileikjum lokaúrslitanna sem eru tveir stigahæstu leikir hans í meistaraflokki og það er ekki slæmt að leik- ™. maður leiki ^jj best þegar mest á reynir. Alls hefur Logi leikið 9 landsleiki fyr- ir fslands hönd og skorað í þeim 99 stig eða 10,7 stig, að með- altali, Logi hefur enn fremur hitt úr 43% skota sinna og 80% vítanna í íslenska landsliðsbún- ingnum. -ÓÓJ í / ' Logi á fleygjferð Það er oft ótrúlegt að sjá til hraða og tækni Loga á vellinum og hér á síðunni eru nokkrar myndir af kappanum sem sýna hann á fleygiferö, bæöi í og úr jafnvægi. Á myndinni neðst til hægri fagnar Logi síðan í lok fjórða ieiksins gegn Tindastóli þegar titillinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.