Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurapríl 2001næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    293012345
    6789101112

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 21 Sport Hallo Akureyri - sagði Haukamaðurinn Tjörvi Ólafsson eftir sigur á Val í tvíframlengdum oddaleik í gær „Þetta er skemmtilegasti leikur sem ég hef spilað. Nú er það bara „Halló Akureyri" og áframhaldandi stemning og spenna. Við vissum innst inni að ef vörn og markvarsla væri í lagi, sem og hraðaupphlauþin, þá ættu þeir ekki möguleika í okkur,“ sagði Haukamaðurinn Þorvarður Tjörvi Ólafsson sem skoraði mörg mikilvæg mörk í gær þegar Haukar tryggðu sér sæti í úrslitaleik íslandsmótsins í handbolta annað árið í röð með 29-27 sigri á Valsmönnum í ótrúlegum mögnuðum og geðveikislega spennandi tvíframlengdum oddaleik á Ásvöllum. Leikurinn í gær, sem og öll undanúrslitin, buðu upp á háspennu og þar gátu þeir fjölmörgu áhorfendur sem þá sóttu fundið allt það sem handboltinn býður upp á. í gær voru Haukarnir fyrsta sinn í þessum þremur leikjum betri aðilinn í fyrri hálfleik og þeir héldu þessum undirtökum nokkurn veginn þangað til tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá höfðu þeir fjögurra marka forystu og voru með boltann. Valsmenn óhepnnir Það var þá sem Valsmenn vöknuðu almennilega til lífsins og bættu í öll göt varnarinnar og skoruðu fjögur síðustu mörkin í venjulegum leiktima og voru í raun óheppnir að klára ekki leikinn. Framlengingarnar voru ekki fyrir taugasjúka né hjartveika enda hélst spennan alveg þangað til að Rúnar Sigtryggsson tryggði Haukum sigurinn með glæsilegu marki þegar þrjátíu sekúndur voru eftir af seinni framlengingunni. Leikir sem þessir lyfta handboltanum á hærra plan og eiga bæði lið heiður skilinn fyrir frammistöðuna og sárt að annað liðið þurfti að tapa. Meistaraheppnin „Mér finnst það stórsigur hjá okkur að vinna og komast alla leið í lokaúrslitin án tveggja okkar bestu manna, Petr Baumruk og Halldórs Ingólfssonar. Við sýndum gífurlegan karakter í leiknum eftir að hafa verið miklir klaufar að hleypa þeim aftur inn í leikinn, en þetta er sennilega bara meistaraheppnin sem réð þessu í lokin,“ sagði Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka. Stolltur af mínum mönnum „Sigurinn gat fallið hvorum megin sem var en ég er ákaflega stoltur af mínum mönnum sem gáfust aldrei upp. Ég tel að í raun hefðum við átt meira skilið. Það er rosalega dýrt að fá á sig svona brottrekstra í framlengingunni og nú leggst maður yfir myndbandið af leiknum og skoðar hann. Annars dæmdu dómararnir vel þegar að á heildina er litið,“ sagði Geir Sveinsson, þjálfari Vals. -SMS Haukar-Valur 29-27 0-1, 2-3, 6-5, 10-7, 12-9, (14-10), 15-10, 16-13, 16-15, 18-15, 20-16, (20-20), 21-20, 21-22, 22-22, 24-23, (24-24), 25-24, 26-26, 28-26, 28-27, 29-27. Haukar Mörk/víti (Skot/viti): Rúnar Sigtryggs- son 8/3 (13/3), Óskar Ármannsson 6/2 (11/4), Einar Örn Jónsson 4 (8), Tjörvi Ólafsson 4 (8), Aliaksandr Shamkuts 3 (4), Vignir Svavarsson 2 (2), Ásgeir Örn Hall- grímsson 2 (13), Einar Gunnarsson (1), Jón Karl Bjömsson (1/1). Mörk iír hraðaupphlaupum: 5 (Tjörvi 3, Vignir, Rúnar) Vitanýting: Skorað úr 5 af 8. Varin skot/viti (Skot á sig): Bjarni Frostason 12/1 (31/1, 39%), Magnús Sig- mundsson 5 (13, 39%). Brottvisanir: 10 mínútur Valur Mörk/víti (Skot/viti): Markús Máni Michaelsson 8 (16), Sigfús Sigurðsson 5 (7), Bjarki Sigurðsson 4 (7), Snorri Steinn Guðjónsson 4 (11), Valdimar Grímsson 2 (4/1), Freyr Brynjarsson 2 (5), Daníel Ragnarsson 2 (6), Geir Sveinsson (1). Mörk úr hraóaupphlaupum: 4 (Snorri Steinn 2, Freyr, Bjarki) Vitanýting: Skorað úr 0 af 1. Varin skot/viti (Skot á sig): Roland Era- dze 17 (36/2, 49%), Egidijus Petkevicius 6/3 (14/6, 43%). Brottvisanir: 12 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Amaldsson og Gunnar Viðarsson (8). Gcedi leiks (1-10): 9. Áhorfendur: 2200. Maöur leiksins: Rúnar Sigtryggsson, Haukum. Valur-Haukar 24-18 0-1, 1-2, 5-2, 6-4, 7-6, 9-7, (10-8), 11-8, 14-10, 16-12, 19-15, 21-18, 24-18. Valur Mörk/víti (Skot/viti): Valdimar Gríms- son 6/4 (8/4), Sigfús Sigurðsson 5 (6), Dan- íel Ragnarsson 4 (9), Snorri Steinn Guð- jónsson 4 (9), Markús Máni Michaelsson 4 (12), Freyr Brynjarsson 1 (3), Geir Sveins- son (1), Júlíus Jónasson (1). Mörk úr hraðaupphlaupum: 3 (Valdi- mar, Markús, Freyr) Vítanýting: Skorað úr 4 af 4. Varin skot/viti (Skot á sig): Roland Era- dze 16 (34/1, 47%), Egidijus Petkevicius 1/1 (l/l, 100%) Brottvísanir: 8 mínútur Haukar Mörk/víti (Skot/viti): Halldór Ingólfsson 3 (5), Einar Öm Jónsson 3 (5), Jón Karl Björnsson 3/1 (6/2), Þorvarður Tjörvi Ólafsson 3 (7), Einar Gunnarsson 2 (5), Óskar Ármansson 2 (8), Aliakandr Sham- kuts 1 (1), Rúnar Sigtryggsson 1 (6), Vign- ir Svavarsson (1), Ásgeir Örn HaÚgríms- son (4). Mörk úr liradaupphlaupum: 2 (Einar Örn 2). Vitanýting: Skorað úr 1 af 2. Varin skot/viti (Skot á sig): Bjarni Frostason 15 (33/3, 45%), Magnús Sigmundsson 1 (7/1,14%). Brottvisanir: 4 mínútur. Dómarar (1-10): Stefán Arnaldsson og Gunnar Viðarsson (8). Gœði leiks (1-10): 8. Áhorfendur: 1000. Maður leiksins: Roland Eradze, markvörður Valsmanna. Haukamennirnir Bjarni Frostason, Petr Baumruk, Einar Gunnarsson og Einar Örn Jónsson fagna sigri á Val og sæti í lokaúrslitunum. DV-mynd ÞÖK Stórkostleg vörn Valsmanna - og ótrúleg markvarsla Rolands Eradze tryggðu oddaleikinn Valur jafnaði metin í undanúrslitunum í handboltanum á fóstudagskvöldið var er þeir höfðu betur gegn Haukum, 24-18. Leikurinn var eins og alvöru úrslitaleikir eiga að vera; kjaftfullt hús, rífandi stemning og allt á suðupunkti og einbeitt augnaráð leikmanna hefði getað skorið í gegnum gler. Eins og í fyrsta leiknum voru það Valsmenn sem höfðu frumkvæðið mestallan fyrri hálfleikinn en í þetta skiptið hélst þeim á forystunni þótt Haukarnir væru aldrei langt undan. í upphafi seinni hálfleiks buðu bæði liðin upp á mikla markasúpu en á sjöttu mínútu hans meiddist Halldór Ingólfsson og kom ekki meira við sögu og í kjölfarið róaðist leikurinn en aðeins í stutta stund. Valsmenn náðu fljótlega fjögurra marka forystu sem Haukunum tókst nokkrum sinnum að minnka i tvö mörk en nær komust þeir ekki og á lokakaflanum sigldu heimamenn örugglega fram úr. Það sem lagði grunninn að sigri Vals var stórkostleg vörn og oft á tíðum ótrúleg markvarsla hjá Roland Eradze og þá stóðust ungu mennimir í liðinu þetta erfiða próf og þeir eldri stigu vart feilspor. Það var mikið áfall fyrir Haukana að missa Halldór Ingólfsson því ef einhver getur haldið sóknarleik gangandi og fundið smugur gegn vöm eins og Valsmenn spiluðu þá er það hann. Aðrir leikmenn voru að spila ágætlega og Bjarni Frostason stóð sig frábærlega framan af í markinu en það dugði ekki því andstæðingurinn var aðeins of sterkur í þetta sinnið. „Við höfðum fulla trú á þessu núna og einbeitingin hélst allan tímann. Við náðum að stöðva hraðaupphlaup þeirra á öðru tempói sem er þeirra skæðasta vopn og þegar okkur tekst það þá tel ég að við séum sterkari. Við klárum þetta með sama framhaldi og ég held að lukkan sé að snúast okkur í hag og við ætlum að halda þeirri sól áfram enda komum við með sumrinu,“ sagði Valdimar Grímsson, leikmaður Vals, brosandi í leikslok. Viggó Sigurðsson, þjálfari Hauka, haföi þetta að segja: „Þetta var hörkuleikur og góður sem slíkur en þetta snerist við núna eins og kannski við var að búast því þetta var spurning um líf eða dauða fyrir þá. Mér fannst þó við gefa þeim þetta hreinlega því við fórum mjög illa með mörg dauðafæri en reyndar var markvörður þeirra frábær. Núna mætum við einfaldlega tilbúnir í oddaleikinn og vitum hvað gera skal.“ -SMS Vals- menn enduöu sex leikja sigur- göngu Hauka S úrslita- keppninni með sigrinu á föstudag en þessi sigurhrina Hauka er jöfnun á meti KA-manna frá 1997-98 sem unnu þá einnig sex ieiki í röð. Haukar höfðu unn- ið þrjá síðustu leiki sína í lokaúrslitum i fyrra, báða leikina í átta liða úrslitum í ár og svo fyrsta leikinn gegn Val. Guðjón Valur Sigurðsson varð um helg- ina fyrsti leikmaðurinn í sögu úrslita- keppninnar til að eiga tvo 13 marka leiki. Guðjón Valur skoraði 13 mörk gegn FH í átta liða úrslitum í fyrra og svo aftur í sigri KA á Aftureldingu um helgina. Guð- jón Valur var einu marki frá því að jafna markamet Sigurðar Vals Sveinssonar í úrslitakeppni en Sigurður skoraði 14 mörk fyrir Selfoss gegn FH í úrslitum 1992. Oddaleikur KA og Aftureldingar varð 11. oddaleikurinn til að fara í framleng- ingu en jafnframt sá fyrsti til að fara í tvær framlengingar og bráðabana. Aftur- elding haföi unnið alla þrjá framlengdu oddaleiki sína fyrir leikinn um helgina en KA-menn tapað sínum tveimur en um- skipti urðu í þessum leik liöanna í KA- húsinu um helgina. KA-menn höfðu dottið út þrjú ár í röð á Akureyri þegar kom að leiknum á Akur- eyri um helgina og höföu ekki komist í úrslit síðan þeir urðu íslandsmeistarar 1997. í tveimur af þessum þremur skipt- um sem KA hafði dottið út höföu þeir mátt sætta sig við að detta út úr keppni eftir framlengingu. Báðir undanúrslitaleikirnir í ár fóru alla leið í framlengdan oddaleik líkt og 1998 en þetta eru jafnframt fyrstu odda- leikirnir sem eru tvíframlengdir. Fyrsti úrslitaleikur KA og Hauka fer fram á Akureyri á fimmtudagskvöldið. -ÓÓJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: DV sport (23.04.2001)
https://timarit.is/issue/200238

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

DV sport (23.04.2001)

Aðgerðir: