Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 29 DV Sport HESTAmolar Pórunn Kristjánsdóttir, Hrafnhildur Jóhannesdóttir, Pála Hallgrímsdóttir, Hrefna M. Ómarsdóttir, Þórdís E. Gunnarsdóttir og Unnur B. Vilhjálmsdóttir, sem hér sjást ásamt Heiki frá Álfhólum, sýndu fáka sina í skrautklæönaöi í Reiöhöllinni í Reykjavík. DV-mynd Eiríkur Jónsson Engar lufsur - í reiðhöllinni á Hestadögum 2001 síðastliðinn föstudag Hestadagar 2001 voru haldnir í reiðhöllinni í Víðidal síðastliðinn föstudag og laugardag. Sýningastjórar voru Hafliði Halldórsson og Vignir Jónasson og völdu þeir mikinn flota glæsilegra hrossa á sýninguna. Mikil breyting og framfarir hafa orðið á sýningum í reiðhöllinni frá fyrstu árum reiðhallarinnar. Nú er lögð áhersla á stutt og snörp atriði þar og eru hlé milli atriða stutt. Einnig hefur Hestamiðstöð Islands og Hólaskóli eru með gæðaátak hrossaræktarbúa sem samstarfsverkefni og var bænd- um á Noröurlandi vestra boðin þátt- taka. Ellefu þátttakendur þekktust boðið og komu á námskeið á Hólum í Hjaltadal þann 10. mars um fóðrun og heilbrigði og 16.-17. mars um kynbæt- klæðnaöur knapa stórbatnað og er lögð mikil áhersla á ýmiss konar skrautklæðnað. Val á hrossum í sýningar er einnig strangara og koma ekki neinar lufsur í reiðhöllina lengur. Athygli vekur einnig hve margt fólk á íslandi, sem ekki telst til atvinnumanna, getur tekið þátt í slíkum sýningum og glansað eins og stúlkurnar tuttugu og fjórar í upphafsatriði sýningarinnar og Sportmennirnir ur hrossa. 24.-2S. ágúst verður nám- skeið um landnýtingu, 20.-21. október um tamningu og þjálfun og 24.-25. október um sölu og markað hrossa. í kjölfar fyrstu tveggja nám- skeiðanna verða þátttakendur heim- sóttir og meðal annars gerð bú- stofnsúttekt. I lok árs 2001 skulu úr Mána frá Keflavík. Blandað var saman hæfilegum skammti af glensi og alvarlegri atriðum, sýningum á þekktum og reyndum hrossum og ungum og áhugaverðum. Gaman var að sjá saman hross með afkomendum slnum svo sem Krás frá Laugarvatni og Óð frá Brún. Meðal þeirra atriða sem voru á dagskrá var kynning á fjórðungsmótinu á Kaldármelum og er greinilegt að það mót verður liggja fyrir greiningar, markmið og áætlanir varðandi hvem hinna fimm þátta sem teknir eru fyrir í verkefn- inu. Viðhald verkefnisins hefst strax eftir fyrsta ár, eða 2002, þá verður ár- angur metinn, markmið endurskoðuð og gerðar nýjar áætlanir. töluvert yfir meðallagi. Kynnt voru þau ræktunarbú sem hafa verið valin ræktandi árins undanfarin sjö ár, hestaíþróttamenn ársins 1996-2000 sýndu atriði, Félag tamningamanna kynnti gæðinga- fimi, tíu bestu skeiðreiðarmenn landsins létu gamminn geisa og sýnd voru þekkt og óþekkt kynbótahross. Þama voru mörg af þeim hrossum sem eru hvað best í dag og var greinilega vandað til verka við val á hrossunum. Sýningarstjóramir styrkja íslenska landsliðið í hestaíþróttum með ágóða af sölu happdrættismiða á sýningunum i reiðhöllinni. Seldir voru 4000 miðar og voru dregnir út tollar 13 stóðhesta hvort kvöld. Folatollamir eru úr flestum bestu stóðhestum landsins. Miðinn kostaði 1000 krónur og var því hægt að næla sér í ódýran toll fyrir lítið og styrkja landsliðið í leiðinni. -EJ Reiðhöllin Svaðastaðir á Sauðár- króki hefur gefið Skagfirðingum nýja sýningamöguleika. Síðastliðið laugar- dagskvöld var stórsýning í reiðhöU- inni. Skagfiróingar og gestir þeirra höfðu samiö tuttugu atriði sem voru sýnd. Má þar nefna Ræktunarbússýningar, Hólaskóla og Félag tamningamanna, verðlaunaafhendingu frá kynbótasýn- ingu fyrr um daginn, stóðhestana Hilmi frá Sauðárkróki, Smára frá Skagaströnd og Galsa frá Sauðár- króki sem voru sýndir með afkvæm- um, hryssur, Hrímni frá Hrafnagili, Glampa frá Vatnsleysu, Hestamið- stöðina á Gauksmýri, Benedikt Lín- dal og Létti frá Stóra-Ási, svarf- dælska gangnamenn, skeiðgamma, gæðinga o.fl. Söngdúettinn Hundur i óskilum skemmti eftir sýningu. Mánafélagar voru glaðbeittir eftir ÁG-æskulýðsmótið, sem haldið var í Kópavogi nýlega. í barnaflokki sigr- aði Camilla P. Sigurðardóttir (Mána) á Glampa frá FjaUi og Her- mann R. Unnarsson (Mána) sigraði í unglingaflokki á Takti frá Stóra-Hofi. í ungmennaflokki sigraði Daniel I. Smárason (Sörla) á Tyson frá Bú- landi. Logi og Sleipnir héldu sameiginlegt töltmót í reiðhöllinni að Ingólfshvoli nýlega. í flokki 16 ára og yngri hjá Sleipni sigraði Sandra Hróbjarts- dóttir á Verðandi frá Grund, en í flokki 17 ára og eldri Sigurður Ó. Kristinsson á Kviku frá EgUsstaða- koti. í flokki 16 ára og yngri hjá Loga sigraði Eldur Ólafsson á SUkisif frá Torfastööum, en í flokki 17 ára og eldri Maria Þórarinsdóttir á Hnotu frá Fellskoti. Logamenn spöruðu hvergi við sig í keppninni því hryss- ur sigurvegaranna eru báðar meö 1. verðlaun. Lóa D. Smáradóttir á Gyllingu frá Kirkjubæ sigraði í barnaflokki fyrir Smiðjuna sf. i firmakeppni Geysis. Unnur L. Hermannsdóttir sigraði í unglingaflokki á Eitli frá Bjarnastöð- um fyrir Félagsbúið Selalæk. Guð- björn S. Ingvarsson sigraði í áhuga- mannaflokki á Þræði frá Markar- skarði fyrir Tamningastöðina Bakka- koti og Theresa Sundberg sigraði í atvinnumannaflokki á Gormi frá Vot- múla fyrir Rangárvallahrepp. Frami frá Bakkakoti var valinn glæsilegasti hestur mótsins og var knapi hans Anna F. Finnsdóttir. GlæsUegasta par i yngri flokkum var valið Ragn- heióur Arscelsdóttir og Framtíð frá Bakkakoti. Glaósmenn í Búðardal héldu á laug- ardaginn ísmót á Svarfhólsgrjótun- um, en þar er góður veiðistaður á sumrin. I 100 metra skeiði meö fljót- andi starti sigraði Finnur Kristins- son á Mist frá Akureyri á 7,9 sek., í opnum flokki í tölti sigraði Þórður Heióarsson á Svarti frá Hoft og í ungknapaflokki sigraði Gróa Bald- vinsdóttir á Yrpu frá Spágilssstöð- um. -EJ -EJ Ágúst Sigurðsson landshrossaræktarráðunautur: Vonbrigdi með hestakostinn „Dómarnir gengu vel á Sauðár- króki,“ segir Ágúst Sigurðsson landshrossaræktarráðunautur um nýafstaðna og fyrstu dóma sumars- ins á Sauðárkróki. „Aðstæður voru frábærar í stórglæsilegri höll og ágætum velli, en ég varð fyrir von- brigðum með hestakostinn. Ég bjóst við 10-15 hrossum i dóm, en 34 voru dæmd, þar af 12 í byggingadómi. Þama vom þrjár hryssur, allt annað voru stóðhestar. Nokkrir eldri hest- ar sem hafa komið áður voru þokka- legir og allt upp í frambærilegir, en ekki neitt nýtt verulega spennandi. Þrír til fjórir þeirra sem voru bygg- ingadæmdir eru áhugaveröir. Þetta eru viss vonbrigði, ég bjóst við meira spennandi hrossum,11 segir Ágúst. Sjö stóðhestar, 6 vetra og eldri, fengu fullnaðardóm á Sauðárkróki og fengu sex þeirra 7,75 eða meir 1 aðal- einkunn. Ómur frá Brún stóð efstur með 7,89 fyrir sköpulag, 8,34 fyrir hæfiieika og 8,16 í aðaleinkunn. Hann er undan Kveik frá Miðsitju og Ósk frá Brún og er í eigu Hermínu Ó. Valgarðsdóttur og Matthíasar Eiðssonar. Óslogi frá Efri-Rauðalæk fékk 8,12 í aðaleinkunn, Glófaxi frá Þóreyjamúpi fékk 8,04, Pardus frá Ólafsvík 7,99 og Brói frá Miðhvammi 7,93. Átta 5 vetra stóðhestar fengu fulln- aðardóm, þar af sex með hærri ein- kunn en 7,75. Glampi frá Efri-Rauða- læk, undan Galsa frá Sáuðárkróki og Brynju frá Kvíarhóli, stóð efstur með 7,85 fyrir sköpulag, 8,21 fyrir hæfi- leika og 8,07 í aðaleinkunn. Hann er í eigu Guðlaugs Arasonar og Snjó- laugar Baldvinsdóttur. Spuni frá Bjarnastöðum fékk 7,93, Mosi frá Lundum II fékk 7,82, Gammur frá Steinnesi fékk 7,89 og Sómi frá Vog- um 7,78. Hæst dæmdi fjögurra vetra folinn af fjórum fékk 7,56 í aðalein- kunn, en nokkrir folar fengu ágætis byggingareinkunn. Garri frá Hóli, undan Galsa frá Sauðárkróki og Sunnu frá Hóli, í eigu Þorleifs K. Karlssonar fékk 8,36 og Máni frá Sauðárkróki, undan Páfa frá Kirkju- bæ og Hetju frá Stóra-Hofi, í eigu Sauðárkróks-hesta, fékk 8,26. Klárhryssan Gola frá Ysta-Gerði, sjö vetra, undan Garði frá Litlagarði og Drottningu frá Kleifum, fékk 7,66 fyrir sköpulag, 8,51 fyrir hæfileika og 8,17 í aðaleinkunn, sú eina af þrem- ur fulldæmdum sem komst yfir 8,00. Hún er í eigu Baldvins A. Guðlaugs- sonar. -EJ Gæðaátak hrossaræktarbúa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.