Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 6
22 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 Sport JOV Strax farið að klæja að mæta þeim erlendu „Jú, ég er að sjálfsögðu hæstánægður með að ná mínum fyrsta sigri í þessmn flokki. Brautin í Ólafsfirði fannst mér hrein snilld og gott dæmi um þá skemmtilegu þróun sem orðið hefur í snjókrossinu í vetur. Nú er að nota næstu daga vel til að undirbúa græjuna fyrir baráttuna á alþjóðlega mótinu og keppa við erlendu keyrarana. Mig er strax farið að klæja að takast á við þá," sagði verðlaunahafmn Reynir Stefánsson að lokinni keppni í Ólafsfirði. Reynir er á sinu fyrsta ári í Pro-Open en hann var valinn nýliði ársins í Pro-Stock í fyrra. "Það skyggði að vísu á daginn að hafa keyrt á Helga Reyni í næstsíðasta hítinu en að öðru leyti átti ég góðan dag. Ég vil líka þakka þennan árangur aðstoðarmanni mínum á keppninni, Sigurði Gylfasyni, margreyndum snjókrosskeyrara og meistara. Hans leiðsögn var mér mikils virði í gegnum keppnina," segir Reynir. Þennan veturinn keyrir Reynir Arctic Cat Snopro en segir allt opið um keppnissleða á næsta ári en í fyrra ók hann Polaris. "Það er mjög dýrt að taka þátt í snjókrossinu af fullum krafti og þess vegna verður að koma til stuðningur frá umboðsaðilum og öðrum fyrirtækjum til að halda þessu gangandi. Ég vona að árangur minn í Ólafsfirði hjálpi mér að fá stuðning til að taka þátt í keppnunum áfram," segir Reynir. 5. umferð 10-11 snjókrossins í Ölafsfirði um páskahelgina: - Helgi Reynir Árnason og Alexander Kárason eru jafnir aö stigum í baráttu um titilinn Egilsstaðabúinn og Arctic Cat- ökumaðurinn Reynir Stefánsson kom sá og sigraði í 5. umferð 10-11 snjókrossins í Ólafsfirði á laugar- deginum fyrir páska. Reynir hafði sigur í úrslitahíti dagsins eftir harða baráttu við Helga Reyni Ámason og Alexander Kárason í Pro-Open flokki og með sigri hans hefur heldur betur færst fjör í stigabaráttuna til íslands- meistaratitils því Helgi Reynir og Alexander eru nú jafnir að stigum þegar ein umferð er eftir. Þann 28. apríl verður hápunktur keppnisraðarinnar í snjókrossi þegar lokaumferðin fer fram í stór- skemmtilegri braut í miðbæ Ólafs- fiarðar og jafnframt verður mótið alþjóðleg keppni í snjókrossi þar sem saman munu leiða vélfáka sina snjórkrossökumenn frá 5-6 löndum. Líkast til hefur jafn sterk akstursíþróttakeppni ekki farið fram hér á landi en skipulag og er- lendir keppendur verða kynntir á næstu dögum. Einstakar aöstæöur í Ólafs- firöi Brautin i Ólafsfirði var enn ein sönnun þess hversu frábærar að- stæður eru fyrir þessa grein i mið- bæ Ólafsfiarðar. Hún bauð í senn upp á mikinn hraða, löng og há stökk og reyndi svo sannarlega á aksturshæfni ökumanna. Aðstæður fyrir áhorfendur eru líka eins og best verður á kosið. Þrír sigrar í röð höfðu fært ís- landsmeistarann Helga Reyni Árnason á Arctic Cat nær Alexand- er Kárasyni á Lynx í baráttunni um meistaratitil í Pro-Open flokki stærri sleða og augljóst var að þeir ætluðu sér toppsætið að deginum loknum. Eftir 2. hit hafði Helgi Reynir náð Alexander að stigum en báðir lentu þeir í vandræðum í 3. híti og máttu sætta sig við að sjá á bak Reyni í markið í úrslitahíti dagsins. Auk þess að vera sigurveg- ari dagsins fékk Reynir tilþrifa- verðlaun DV Sport, enda var þetta ein besta keppni hans í vetur. Halldór meö aöra hönd á titlinum í Pro-Stock flokki sigraði heima- maðurinn Halldór Óskarsson á Arctic Cat eftir óvenju jafna bar- áttu við félaga sína. Allt útlit var fyrir að annað hvort Kristinn Gunnarsson á Arctic Cat eða Ingv- ar Þór Óskarsson á Lynx færu með sigur af hólmi en barátta þeirra endaði með árekstri í lokahítinu og þar með náði Halldór að tryggja sér sætan sigur og koma annarri hönd á íslandsmeistatitil í flokknum. Mikil framför í minni flokk- unum í minni flokkunum tveimur er greinilegt að ökumönnum fer fram með hverri keppni. Annað mótið í röð stóð Víðir Garðarsson á Polar- is uppi sem sigurvegari í Sport- Open en Steinþór Stefánsson á Pol- aris er ennþá sjö stigum á undan honum í stigabaráttunni til Is- landsmeistara. í Sport 500 hafði Stefán Vignis- son á Arctic Cat sigur og leiðir hann einnig stigakeppnina til ís- landsmeistara. Heimsviðburður í snjó- krossi um aðra helgi Sannarlega er óhætt að hlakka til keppninnar í Ólafsfirði um aðra helgi, miðað við þær aðstæður sem nú eru í Ólafsfirði. Bæði munu áhorfendur fá að sjá ökumenn úr öllum helstu snjókrosslöndum heims og áhugavert verður að sjá hvernig íslensku keppendumir munu koma út í þeim samanburði því mótaröðin í vetur hefur fært ís- lenskt snjókross á hærra plan og skipað því á stall með því abra skemmtilegasta í mótorsporti hér á landi. Fullar áhorfendabrekkur á öllum keppnum eru ótvírætt merki þess. -ÁS Pað var mikið líf og fjör á Akureyri um helgina þar sem Andrésar Andar-leikarnir fóru fram í 26. sinn. DV-mynd Brink Allir í stuði á Andrésar Andarleikum Andrésar andarleikunum á skíðum, þeim 26. í röðinni, lauk i Hlíðarfialli í gær eftir fiögurra daga skíðaveislu í góðu veðri og við frábærar aðstæður. Þátttakendur voru 749 frá 21 félagi, flestir frá Akureyri eða 94, en 10 kepp- endur koma frá Tasiilaq á Grænlandi. Þetta er meiri þátttaka en búist var við þar sem snjóleysi hefur herjað flest skíðasvæði landsins í vetur, nema Akureyringa. Akureyringar fengu flest verðlaun á Andrésar Andar- leikunum eða alls 68 verð- laun, næstir komu Ólafsfirð- ingar með 52 verðlaun. "Andrésar-meistarar" eru líka flestir frá Akureyri, eða 16 alls. Þeir eru 8 frá Ólafs- firði. Næst kom Siglfirðingar og Víkingar úr Reykjavík með 3 gull en tveir "Andrés- ar-meistarar" komu frá Sauð- árkróki og einn frá félögunum Ármanni, ísaflrði, Neskaupstaö, Breiðabliki, Húsavík og Seyðisflrði. DV-Sport mim fialla betur um mótið í vikunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.