Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 7
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001
23
Sport
Tómas Pór Poroilsson, 6 ára
nemandi SafamJrarskóla. gerir
æfingar í íþrcrtatíma meö
aöstoö Gijðrúnar
Gunnarsdóttur fcróttakennara.
.
n
í miðvikudagsblaði DV var sagt frá
merkilegu starfi sem fram fer í
Safamýrarskóla en þar eru fjölfatlaðir
nemendur á grunnskólaaldri. Tveir
íþróttakennarar hafa umsjón með
íþróttatímum í sal og sundlaug en auk
kennara gegnir aðstoðarfólk mjög
mikilvægu hlutverki vegna fótlunar
nemenda. Hér á siðunni má sjá myndir
frá starfinu í Safamýrarskóla.
Special Olympics-samtökin, sem ÍF er
aðili að, hafa skipulagt íþróttaæfmgar
og keppni fyrir fjölfatlaða einstaklinga
sem felst í margvíslegum verkefnum
sem hver og einn þarf að leysa. Upphaf-
lega var þetta verkefni sett á fót fyrir
fjölfótluð börn sem búa á stofnunum en
staða þessa hóps í aðildarlöndum Speci-
al Olympics er víða mjög slæm.
ÍF hefur fylgst með þeirri þróun sem
orðið hefur við uppbyggingu þessa
verkefnis en það er ljóst að ísland getur
þar lagt hönd á plóg. ÍF hefur leitað til
sérfróðra aðila, m.a. kennara í Safamýr-
arskóla, um hugmyndir og ráðgjöf til
Special Olympics-samtakanna en mikil
reynsla og þekking er til staðar hér inn-
anlands sem getur nýst þeim í öðrum
löndum. -AKV
Hopur nemenda, aöstoðarfólks og
kennara í Safamýrarskóla en þessir
nemendur höföu nýlokið danstíma i
íþróttasalnum.
Hvati orðinn 10 ára
Timarit íþróttasambands Fatlaðra, Hvati,
hefur nú komið út í 10 ár.
Hvati hefur verið mikilvægur þáttur í
kynningarstarfi ÍF en í blaðinu er fjallaö
um helstu viðburði á vegum ÍF og aðildar-
félaganna.
Ýmislegt efni, sem tengist ekki alltaf
íþróttastarfi fatlaðra en er fróðlegt samt
sem áður, hefur auk þess verið tekið fyrir í
blaðinu.
í tilefni útkomu Hvata í 10 ár
merktir bolir afhentir þeim sem skrifað
hafa í blaðið undanfarin ár.
Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýra-
vistfræðingur hefur átt athyglisverðar
greinar í Hvata um fugla á íslandi og í til- Kristinn Haukur Skarphéöinsson ásamt Ólafi Jenssyni, fyrrverandi
efni þess var honum nýlega afhentur bolur formanni ÍF og ritstjóra Hvata, og Sveini Áka Lúövíkssyni, formanni ÍF, í
merktur Hvati 10 ára. bolum sem merktir eru Hvati 10 ára.
Alþjóöleg
ráðstefna
fyrir þjálfara
Fyrsta alþjóðlega ráöstefnan
um afreksíþróttir fatlaðra
verður haldin í Svíþjóð dagana
27.-28. október 2001. Meðal
fyrirlesara á ráðstefnunni er
Vésteinn Hafsteinsson en
fyrirlesarar eru fjölmargir og
spennandi dagskrá er í boði fyrir
þjálfara og þá sem starfa að
uppbyggingu afreksíþrótta
almennt.
Nánari upplýsingar er hægt að fá
á skrifstofu ÍF og www.boson.nu
eða fitness-education.net
Sími 514 4080
Fax: 514 4081
Fræðslufundur í
Grundarfirði
Svæðisskrifstofa málefna fatl-
aðra á Vesturlandi stendur fyrir
fræðslufundi um íþróttir fatlaðra í
samvinnu við íþróttasamband fatl-
aðra þriðjudaginn 24. apríl kl. 20 í
Grunnskóla Grundarfjarðar.
Kynnt verður starfsemi ÍF og
aðildarfélaga þess auk þess sem
kannaður verður grundvöllur að
stofnun félags eða deildar um
íþróttir fatlaðra á svæðinu.
Vonast er til þess að allir sem
áhuga hafa á málinu mæti á svæð-
ið; fatlaðir, aðstandendur þeirra,
fulltrúar sveitarfélaga, íþróttafé-
laga og aðrir sem málið varðar.
Hringferð
ÍF af stað
- hefst í Borgarnesi
Æfmgar í sundi og borðtennis
fara fram í íþróttamiðstöðinni í
Borgamesi og kynningarfundur ÍF
verður kl. 13.30-15 í grunnskólan-
um Borgarnesi
Dagskrá hefst kl. 8.30 á laugar-
dag og stendur til kl. 18.00. Þeir
sem þess óska geta einnig tekið
þátt I dagskrá sem hefst kl. 9.30 og
stendur til 11.30 á sunnudaginn.
Afreksfólk ÍF tekur þátt í æf-
ingabúðunum sem eru einnig ætl-
aðar fotluðu íþróttafólki á Vestur-
landi sem áhuga hefur á að vera
með. Sérstök áhersla er lögð á að
ná til þeirra sem ekki hafa áður
tekið þátt í iþróttastarfi ÍF og að-
ildarfélaga þess. Skráningarblöð
er hægt að fá á skrifstofu ÍF og hjá
Svæðisskrifstofu Vesturlands.
Nánari upplýsingar á skrifstofu
ÍF í síma 514 40 80.
Golf fyrir
fatlaða
íþróttasamband Fatlaðra hefur
átt mjög gott samstarf við Golf-
samband íslands undanfarin ár
vegna kynninga á golfi fyrir fatl-
aða og hefur GSÍ m.a. gefið út
bækling með upplýsingum um golf
fatlaðra.
GSÍ hefur sett á fót í samvinnu
við ÍF sérstaka nefnd um golf fyrir
fatlaða en eitt af hlutverkum
nefndarinnar er að móta stefnu
um hvemig best má efla þessa
íþróttagrein meðal fatlaðra. Sér-
stakt golfmót fyrir fatlaða hefur
verið haldið í nokkur ár í Reykja-
vík og era þeir sem áhuga hafa
hvattir til þess að hafa samband á
skrifstofu ÍF eða GSÍ og fá nánari
upplýsingar um starfsemi nefndar-
innar.
Bréf til íþrótta-
kennara
íþróttasamband fatlaðra sendi
nýlega út bréf til íþróttakennara
um land allt þar sem óskað er að-
stoðar við að koma fötluðum börn-
um og unglingum í tengsl við
iþróttastarf fatlaöra. Vonast er til
þess að beiðni ÍF verði vel tekið og
íþróttakennarar komi með ábend-
ingar um einstaklinga sem talin er
ástæða til að virkja til þátttöku í
íþróttastarfi ÍF. -AKV