Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 14
30 MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001 Sport____________________________________________________________________pv Gönguhópur hefur verið starfræktur í Borgarnesi í nokkur ár: Dagskrá Fjalla- freyja í apríl og maí 28. apríl: Helgafell. Mæting við Hafnarflarðarkirkjugarð kl. 10. 5. mal: Garðaholt-Álftanes. Mæting við Garðaholt kl. 10. 12. maí: Nauthólsvík-Skerjaíjörður. Kaffi í Perlunni á eftir. Mæting í Nauthólsvík kl. 10. 19. maf: Höskuldarvellir-Lambafell. Farið í Bláa lónið á eftir. Mæting við HafnarQarðarkirkjugarð kl. 10. Gönguklúbburinn í Borgarnesi gekk á Strút á Jónsmessu í fyrra og var myndin tekin á miönætti. í Borgarbyggð hefur verið starfræktur gönguhópur um nokkurra ára skeið. Þetta er óformlegur og opinn hópur sem hittist u.þ.b. þrisvar í viku við íþróttamiðstöðina og fer þaðan í gönguferð. Oftast er farið keyrandi á einhvern fallegan stað í nágrenninu þar sem menn ganga og njóta náttúrunnar en einnig er gengið innan bæjar. Ein af þeim sem er í hópnum er Anna Ólafsdóttir sem starfar hjá bæjarskrifstofunum i Borgarbyggð. „Á vetuma göngum við innanbæjar og þá er aðeins genginn einn klukkutími í senn. Á sumrin höfum við hins vegar farið út fyrir bæinn og tekið lengri gönguferðir allt að einu sinni í viku að jafnaði. Auk þess hefur kjarni úr þessum hóp farið í lengri ferðalög." Anna segir að fjöldinn sé afar misjafn. „Á vetuma fer þetta kannski allt um tíu manns en hefur jafnvel farið allt niður í þrjá. Á sumrin er svo meiri þátttaka enda gerum við þá meira af því að auglýsa lengri gönguferðir. Þá eru þetta allt að 20 manns sem ganga með hópnum, flestir þá í kvöldgöngum. Þarna er fólk á öllum aldri en flestir þó á milli fertugs og fimmtugs." Og hreyfing þessi er mjög gefandi. „Þetta er bæði andleg og líkamleg upplyfting. Maður hefur með þessum gönguferðum kynnst héraðinu og umhverfmu mun betur með þessu móti. Við erum sífellt að leita að nýjum svæðum til að ganga á þannig að við höfum fundið ýmsar náttúruperlur í nágrenninu sem gaman er að njóta. Það er t.d. gaman að keyra út á Seleyri og fá sér gönguferð um Hafnarskóg. Á sumrin höfum við skipulagt a.m.k. hálfsmánaðarlega lengri göngur þar sem þarf að keyra allt að klukkutíma. Með þessu höfum við lært að meta umhverfið betur og komist að því að það þarf ekki endilega að fara langt til að skoða merkilegt umhverfi," sagði Anna að lokum. -HI Utivist og almenningsíþróttir •w Þessi mynd var tekin af hópnum sem gekk á Pýreníafjöllin á Spáni: Fremst frá vinstri: Björg Kristófersdóttir, Eygló Lind Egilsdóttir, Guörún Helga Andrésdóttir, Hólmfríður Héöinsdóttir, Anna Olafsdóttir. Miöröö: Þóröur Bachmann, Gunnar Emilsson, Margrét Ingadóttir, Bjarney Ingadóttir, Guömundur Hallgrímsson. Aftasta röö: Heba Magnúsdóttir, Guömundur Árnason, Siguröur Daníelsson, Sólrún Egilsdóttir, Björn R. Jónsson. upplyfting" 26. maf: Hellisheiði-Kolviðarhóll. Gengin gamla þjóðleiðin yfir Hellisheiði, ca 5 km. Mæting við Hafnarfjarðarkirkjugarð kl. 10. Fjallafreyjur við Úthlfö í Biskupstungum á leið í Brúarárskörð. Fjallafreyjur í Hafnarfiröi hafa gengið saman í sex ár: Gengið til gleði og góðrar heilsu Fjallafreyjur er gönguhópur fyrir konur sem hefur starfað í Hafnarfirði í sex ár. Dagskrá hópsins fyrir þetta sumar er nýhafin og samanstendur af löngum gönguferðum á hverjum laugardegi. Auk þess eiga þær sem stunda leikfimi saman það til að taka sér frí í henni í miðri viku og taka stuttan göngutúr. Dagskráin stendur út októbermánuð. Á veturna stundar hópurinn síðan leikfimi saman. Mottó hópsins er: „Göngum til gleði og góðrar heilsu." Sigríður Skúladóttir er í forsvari fyrir hópnum. „Þetta er óformlegur félagsskapur kvenna á öllum aldri sem hefur það markmið að ganga sér til heilsubótar og hressingar. Við göngum bæði léttar göngur og fjallgöngur og höfum gengiö á öll helstu fjöll í nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Við erum sífellt að færa okkur upp á skaftið með þaö.“ Sigríður segir margar hafa komið við á þessum árum og nú eru á annað hundrað konur skráðar í þennan félagsskap. „Það ganga að jafnaði um 15-20 manns í hvert skipti en stundum fer fjöldinn upp í 30 manns. Það er ekkert félagsgjald og klúbburinn er mjög opinn. Einu skilyrðin til inngöngu er að vera kvenmaður en þó leyfum við einstaka sinnum karlmönnum aö koma með,“ segir hún og bætir við að flestir í hópnum séu á aldrinum 40-60 ára. Sigríður segir félagsskapinn af þessum gönguhópi gefa konunum mjög mikið. „Þaö hafa mörg vináttubönd bundist í þessum hópi og samkenndin er mikil. Svo er svo hollt og gott að njóta útiverunnar og náttúrunnar. Við höfum allar áhuga á að hreyfa okkur og erum miklir náttúruunnendur þannig að við fáum allar mikið úr þessu. Svo kveðumst við á og syngjum saman meðan á þessu stendur þannig að það er oft glatt á hjalla," segir Sigríður að lokum. -HI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.