Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2001, Blaðsíða 15
I
MÁNUDAGUR 23. APRÍL 2001
Sport
DV
í, ‘ ~.wðs 1
Veiðivon
Teitur Örlygsson, nýkrýndur Islandsmeistari meö Njarövík í körfuknattleik, meö fallega bleikju viö Eyjafjarðará.
SVFR ð£ Lax-á
langstærst á veiðimarkaðnum sem veltir 2 milljörðum
Ef kíkt er á hverjir eru stærstir
á laxveiðimarkaðinum hvað
leigutaka varðar kemur í ljós að
tveir aðilar eru langstærstir,
Veiðifélagið Lax-á og Stangaveiði-
félag Reykjavíkur.
Lax-á og Árni Baldursson hafa
heldur betur sótt í sig veðrið enda
mánaðarlega að bæta við sig nýj-
um veiðisvæðum. Nýjasta dæmið
er Ytri-Rangá, sem var tekin á
leigu fyrir 26 milljónir á ári, og
svo Meðalfellsvatn og Vatnasvæði
Lýsu. Síðan er ekki langt síðan
Lax-á leigði Blöndu. Þar fyrir
utan er Lax-á með Brynjudalsá í
Hvalfirði, Straumana í Borgar-
firði, Laugardalsá og Langadalsá
við ísafjarðardjúp, Miðfjarðará í
Húnavatnssýslu og stóran hluta
af veiðileyfunum í Eystri-Rangá
þar sem Lax-á stendur í byggingu
veiðihúss. Lax-á er mest í við-
skiptum við útlendinga en selur
íslendingum lika veiðileyfl.
Stangaveiðifélag Reykjavikur
er stórt og Norðurá í Borgarfirði
er stærsta trompið hjá því en síð-
an er félagið með Gljúfurá í Borg-
arfirði, Elliðaárnar, Korpu, Laxá
í Kjós, Hítará á Mýrum, Tungu-
fjót, Sogið og Stóru-Laxá í Hrepp-
um, svo eitthvað sé nefnt.
Langt fyrir neðan þessa tvo risa
eru leigumakarnir Brynjólfur
Markússon og Gestur Árnason
með Víðidalsá í Húnvatnssýslu og
Laxá í Dölum. Þverá og Kjarrá i
Borgarfirði er Veiðifélagið Sporð-
ur með á leigu. Einar Sigfússon
og Óttar Ingvason eru með Haf-
fjarðarál, Sigurður Helgason og
fjölskylda með Hofsá í Vopnafirði,
Þröstur Elliðason með Ytri-Rangá
og Breiðdalsá. Ingvi Hrafn Jóns-
son og fjölskylda með Langá á
Mýrum, í Selá i Vopnafirði eru
ýmsir mektarmenn og Pétur
Pétursson og franskur vinur
hans, Guy Geffroy, með Vatns-
dalsá í Húnvatnssýslu. Bændur
og landeigendur eru líka með
puttana ennþá í laxveiðiánum
eins og í Laxá á Ásum, langdýr-
ustu laxveiðiá landsins. Bændur
selja líka veiðileyfi í Grímsá í
Borgarfirði.
Laxveiðimarkaöurinn veltir í
kringum 2 milljörðum með öllu,
veiðileyfum, þjónustu og öðru
sem fylgir. Þetta er orðin mikil at-
vinnugrein og stækkar á hverju
ári með fleiri erlendum veiði-
mönnum.
-G. Bender
Þad gœíi oróid fjör á árbakk-
anum norðan heiða og sunnan 1.
maí en þá verða Litlaá í Keldu-
hverfi og Elliðavatnið opnuð.
Því er spáð að góð opnum gæti
orðið á báðum þessum stöðum og
fiskurinn sem veiðist verði vænn,
alla vega í Litluánni. Urriðasvæð-
ið í Laxá í Þingeyjarsýslu verður
síðan opnað 1. júní.
Á þessu ári eru liðin 12 ár sið-
an Skotfélag Ólafsfjarðar var
stofnað og setti félagið sér það
markmið að koma upp æfinga-
svæðum fyrir félagsmenn sína,
vinna gegn hvers konar gálausri
meðferð skotvopna og hefja skot-
veiði til vegs og virðingar. Eru
menn sammála um að vel hafi
tekist til í gegnum árin. í haust
sem leið keypti félagið miðunar-
græjur fyrir loftskammbyssu og
Skotfélag Ólafsfjarðar ætlar síðan
að halda miðnæturmót í leirskifu-
skotfimi 23. júní.
Veidihornid hefur verið iðið að
brydda upp á ýmsu nýju fyrir
veiðimenn, t.d. var íslenski flugu-
hnýtingadagurinn haldinn á laug-
ardaginn. Þar mættu margir af
bestu hnýturum landsins og
hnýttu flugur fyrir sumarið. Flug-
umar voru síðan seldar og ágóð-
ann á að gefa til góðgerðarmála.
Það var heldur betur fjör í
fimmtugsafmælinu hjá Björgvin
Halldórssyni fyrir fáum dögum
og afmælisbarnið fékk helling af
veiðigræjum, stangir og veiðidót,
sem hann á eftir að reyna víða í
sumar. Björgvin byrjar veiðisum-
arið í Hlíðarvatni • í Selvogi eftir
nokkra daga. Þangað fór hann líka
í fyrra með þeim Ragnari Hólm
Ragnarssyni og Berki Baldurs-
syni og fengu þeir fina veiði.
Þaö var heldur skrýtinn svip-
ur á lesendum Veiðimannsins
þegar síðasta blað kom út. Eins og
reyndar flestir vita eiga félagar í
Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að
fá blaöið frítt. Það hefur eitthvað
skolast til því sumir fengu reikn-
ing fyrir áskriftinni en þeir eru
beðnir að farga honum hið snar-
asta.
Af Veiðimanninum er það ann-
ars að frétta að Gylfi Pálsson rit-
stjóri ætlar að ritstýra næsta
blaði en hætta síðan.
-G. Bender
„Hef hnýtt
margar fyrir-
tækjaflugur"
- segir Þóröur Pétursson
-c
Sjóbirtingsveiðin:
900 fiskar á land
„Veiðin hefur verið ágæt í Geirlandsá og
Vatnamótum en stærstu fiskarnir eru 14
punda. Miklu af fiskinum hefur verið
sleppt aftur,“ sagði Gunnar J. Óskarsson,
formaður Stangaveiðifélags Keflavíkur, en
þeir hjá félaginu hafa verið manna iðnast-
ir i sjóbirtingnum fyrir austan.
Marga ára hefð er fyrir sjóbirtingsveiði í
félaginu. Það er erfitt að segja til um hvað
mikið hefur veiðst af fiski núna í vorveið-
inni en Varmá hefur gefið best eins og oft
áður. Ltklega hafa veiðst um 600 fiskar og
þar eru stærsti fiskurinn 7 punda en heild-
arveiðin í vorveiðinni núna er um 900 fisk-
ar og sá stærsti er 14 punda.
„Við fengum nokkra fiska en það hefur
oft verið meira fjör, fiskurinn er í ánni en
tekur illa,“ sagði veiðimaöur sem var við
veiðar í vikunni í Varmá og stærsti fisk-
urinn hjá þeim var 3 pund. Flestir fiskarn-
ir sem veiðast í Varmá eru sjóbirtingar og
þónokkuð hefur veiðst af regnbogasilungi.
Ein og ein bleikja veiðist líka í bland við
sjóbirting og regnboga.
í Brúará hefur veiðin gengið sæmilega
en bleikjan hefur verið treg að taka. Veiði-
menn sem DV-Sport frétti af fyrir fáum
dögum veiddu 4 bleikjur. Hellingur var af
fiski en hann var mjög tregur að taka.
Eftir að hlýnaði hefur bleikjan byrjað að
gefa sig í Soginu og þar geta þær verið
vænar, næstu dagar gætu gefið góða veiði.
Það er ekki óalgengt að bleikjan þar sé 4 til
5 pund.
-G. Bender
„Það er rétt að það hefur veriö
mikið að gera við að hnýta flugur
fyrir hin og þessi fyrirtæki síð-
ustu tvö árin, miklu meira en ég
hélt að yrði að gera í þessu fyrst
þegar ég byrjaði á þessu,“ sagði
Þórður Pétursson á Húsavík, leið-
sögumaður í Laxá í Aðaldal til
fjölda ára, í samtali við DV-Sport.
„Núna um helgina var ég á
handverksýningunni í Laugar-
dalshöll og það gekk mjög vel.
Þeir hjá íslenskri erfðagreiningu
voru að panta flugu meðal ann-
arra fyrirtækja fyrir sumarið og
mörg eru að láta hnýta fyrir sig
þessa dagana. Ætli ég hafi ekki
hnýtt hundrað nýjar flugur á síð-
asta ári.“
- Hvernig verður veiðin í
drottningunni, Laxá í Aðaldal, í
sumar?
„Veiðin hefur alls ekki verið
góð í henni síðustu árin en hún
batnar vonandi og það strax í
sumar, við skulum vona það,“
segir Þórður ennfremur.
Þórir Ólafsson meö sjóbirtinga sem hann veiddi í Grenlæk.
-G. Bender
■í