Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 DV 5 Fréttir afsláttur Meiri framleiðslukostnaður íslensks grænmetis en meiri gæði: Niðurfelling tolla kann að setja 1.500 ársverk í uppnám Garðyrkjubændur bíða nú átekta þeirra áhrifa sem afnám tolla af inn- fluttu grænmeti kann að hafa á markaðinn, jafnvel þótt um sé t.d. að ræða lauka sem ekki eru fram- leiddir hérlendis eóa íssalat. Anna Sigriður Pétursdóttir, garðyrkju- bóndi að Brúnalaug í Eyjafjarðar- sveit, segir að ársverk í grænmet- inu séu um 1.500 og garðyrkjubænd- ur um 200 talsins, þar af grænmetis- framleiðendur 72, svo atvinna margra er í húfi ef niðurfelling tolla kippir undirstöðunum undan fram- leiðslunni. Anna Sigríður segir að framleiðslukostnaður íslensks grænmetis verði alltaf meiri en er- lendis en á móti komi meiri gæði svo eðlilegt sé að verð á því sé hærra. Bent hafi verið á að á móti niðurfellingu innflutningstolla komi lækkun á rafmagni en þeir bændur sem nota hvað mest raf- magn hérlendis eru að framleiða blóm. Gerð hefur verið tilraun með * framleiðslu á papriku í skammdeg- inu og nota til þess raflýsingu en það hefur ekki gefist vel en gengur betur við agúrkuframleiðslu þar sem þær eru fljótari að skila af sér uppskeru og tekjum. Niðurfærsla rafmagnsverðs skipti því ekki neinu höfuðmáli. Ólafsfjörður Ólafsfiröinga sárvantar kennara. Ólafsfjörður: Vantar í helming stöðugilda Fyrirsjáanleg er mikill barátta milli sveitarfélaga landsins um kennara á skólaárinu 2001/2002. Reykjavíkurborg hefur nú bæst í þennan hóp en allt fram á yfirstand- andi skólaár var tiltölulega létt að manna grunnskóla borgarinnar með réttindakennurum, en ekki lengur. Gylliboð Fræðslumiðstöðvar Reykjavikur til kennara á lands- byggðinni undirstrikar meira en annað þessa stöðu sem nú er. Tilboð sveitarfélaga á landsbyggð- inni eru með ýmsum hætti. í Ólafs- firði er kennurum boðin 50% niður- greiðsla á húsaleigu fyrstu 2 árin og síðan 25% niðurgreiðsla á 3. ári og flutningskostnaður til Ólafsfjarðar greiddur og hafi kennari starfað í 4 ár eða lengur er flutningskostnaður frá Ólafsfirði greiddur. Þórgunnur Reykjalín, skólastjóri Gagnfræðaskóla Ólafsfjarðar, segir að búið sé að auglýsa eftir kennur- um en því miður hafi engin við- brögð orðið, ekki eitt símtal. Til Gagnfræðaskólans vantar 4 kennara en fyrir eru 5 kennarar með rétt- indi.og sumir í hlutastarfi. Þór- gunnur segist vona að einhverjir þeirra leiðbeinenda sem starfað hafi í vetur haldi áfram, sæki engir kennarar um. „Við Hildur Ólafs- dóttir Arnars, skólastjóri Barna- skóla Ólafsfjarðar, auglýstum sam- an eftir kennurum en það er sama ástandið þar því þar vantar 4 kenn- ara. Ég er mjög svartsýn á þetta. Okkur vantar t.d. dönskukennara en það er mjög erfitt að fá dönsku- kennara og það er mjög erfitt að manna dönskukennsluna," segir Þórgunnur. -GG Af öllum Sony og Panasonic vörum! Fimmtudaginn 1 O. maí til laugandagsins 12. maí 0CO hugsaðu | skapaðu | upplifðu Skaftahiíd 24 • 105 Reykjavík • www.aco.i» „Við sem erum að framleiða papriku óttumst helst við óheftan innflutning að þar er um að ræða niðurgreidda vöru erlendis frá og paprikurækt hérlendis muni leggj- ast af. Við munum þá væntanlega fara út i það að framleiða agúrkur og tómata og vegna aukins fram- boðs mun verðið á þeim vörum falla niður í nánast ekki neitt og þar með er grundvellinum kippt undan allri stéttinni. Okkur finnst það hart að vera að borga meira fyrir rafmagnið hér en t.d. Akureyringar en á móti kemur að ég get notað virðisaukaskattinn til frádráttar," segir Anna Sigríður Pétursdóttir. Gjaldskrá Norðurorku á Akur- eyri er um 27 til 30% lægri en gjald- skrá RARIK, sem er raforkusalinn í Eyjafjarðarsveit. Lægstu raforku- gjaldskrá landsins er að finna á Suð- urnesjum en síðan koma Akureyri, Hafnarfjörður og Reykjavík með svipaða gjaldskrá. Óttast um vinnuna Anna Sigríöur Pétursdóttir, garöyrkjubóndi segir atvinnu margra geta veriö í húfi ef niöurfelling tolla eigi sér staö. "*cr< Á www.aco.is velun þú hvaða lönd lenda ( 5 efatu saetunum ( réttni nöö. í vinning en Sony sjónvanp aö andvinöi einnan mitljón knóna. Ef fleini en einn enu með nétta svaniö venðun dnegið ún þeim hópi. Taktu þátt í netleik ACO á www.aca.is. 1.000.000 króna Sony sjónvarp í vinning.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.