Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2001, Page 9
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 DV Neytendur 9 Árið 1981 kostaði bensínið 8 kr. sem samsvarar 122 kr. á núvirði: Bensínið ódýrara en 1979-85 - af helstu fljótandi nauðsynjavörunum hefur kókið hækkað mest Línurit: Þróun á veröi bensíns, mjólkur og gosdrykkja frá 1970 til 2001, reiknað til núvirðis m.v. vísitölu neysluverðs Tekiö skal fram að Hagstofan miðaði verö á gosi fyrst við 25 cl glerflöskur, árin 1980-1985 við litlar kókflöskur og síðan við áldósir svo veröiö er ekki alveg sam- bærilegt allt tímabiliö. Ljóst viröist þó að þaö hefur yfirleitt sótt upp á viö. Finnist mönnum bensíniö nú dýr- ara en nokkru sinni skýrist það af gleymsku. Lausleg athugun á bens- inverði undanfarna áratugi leiðir nefnilega í ljós að það var raunveru- lega miklu dýrara fyrir 15-20 árum. Hæst fór það haustið 1981, þegar bensínlítrinn kostaði 8 krónur, sem framreiknað með vísitölu neyslu- verðs samsvarar nú 122,30 kr„ eða um 20 krónum meira en bensín- lítrinn kostaði í gærmorgun. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar rauk bensínverðið upp árið 1979 um rif- lega þriðjung frá árinu áður. Og næstu sex árin rokkaði það svo oft- ast á milli 114 og 122 kr./l að nú- virði en lækkaði síðan aftur um nær 40% árið 1986. Mjólkin líka ódýrari en á 9. áratugnum í leiðinni þótti blaðamanni fróð- legt að líta á verðþróun tveggja ann- arra af helstu fljótandi nauðsynja- vörum flestra heimila: mjólkur og gosdrykkja. I ljós kom að núvirði þeirra hefur, ef eitthvað er, rokkað enn meira en bensínverðið sem glöggt má sjá á meðfylgjandi línu- riti. Núviröi mjólkurlítrans var þó yfirleitt upp á við, uns það snar- hækkaði árið 1983 í sem svarar tæp- ar 105 kr. lítrinn. Hæst komst mjólk- urlítrinn í jafnvirði 108,50 kr. árið 1985 og var áfram yfir 100-kailinum allt fram undir 1990. Goslö hækkað allra mest Það sem kom mest á óvart var að gosdrykkirnir skuli hafa hækkað meira í verði en bæöi bensín og mjólk. Öfugt við það sem ætla mætti virðist gosdrykkjaverð hafa hækkað í takt við stóraukinn markað og væntanlega vaxandi framleiðslu- tækni á umliðnum áratug. Gos- drykkir (aðallega mælt í kóka kóla) eru nú dýrari, og jafnvel miklu dýr- ari, en nokkru sinni a.m.k. í hálfa öld. Innihald 25 cl glerflösku er t.d. kringum tvöfalt dýrara en fram- reiknað verð frá árunum 1970-1975. Innihald lítillar (19 cl) kókflösku er sömuleiöis tvöfalt dýrara en á árun- um 1980-1985. Og 0,5 lítra kókdós (sem Hagstofan hefur miðað við undanfarin ár) hefur hækkað um fjórðung að raunvirði síðan 1995. -hei Virðisaukaskattskyldar sendingar frá útlöndum: Bögglarnir hrúgast upp - og afgreiðsluferlið lengist Komast seinna til skila Eftir hæstaréttardóm nýveriö veröur aö fá skriflegt samþykki viötakenda sending anna til aö tollurinn geti opnaö þær og hefur þaö lengt afgreiöslutímann töluvert. Maður nokkur átti von á bóka- sendingu frá Þýskalandi og fékk til- kynningu heim til sín þess efnis að hann ætti sendingu frá útlöndum. En áður en hann gat fengið hana í hendur þurfti hann að senda tollin- um yfirlýsingu þess efnis að þeir mættu opna hana til að kanna verð- mæti sendingarinnar. Hann reyndi nokkrum sinnum að faxa yfirlýsing- una til tollsins en faxið þar tók ekki á móti. Þá fór hann með hana á næsta pósthús til að fá faxið sent og var honum vel tekið. Þegar hann svo spurðist fyrir daginn eftir kom í ljós að tollinum hafði ekki borist faxið og hann varð því að leggja leið sína upp á Ártúnshöfða með yfirlýs- inguna. Hann var að vonum ekki ánægður með að þurfa að snúast svona til að fá sendinguna sina í hendur og segir að mikil afturför hafi orðið á þessari þjónustu undan- farið. Ástæða þess að viðtakendur þurfa nú að skila inn skriflegu sam- þykki fyrir því að tollverðir opni póstsendingar er sú að nýverið féll hæstaréttardómur þess efnis að toll- gæslunni væri óheimilt að opna póstsendingar til landsins í þeim til- gangi einum að finna út verðmæti sendingarinnar. En það hefur verið gert til að finna út verömæti henn- ar og leggja á hana opinber gjöld. í kjölfar dómsins breyttist vinnuferli við afgreiðslu slíkra sendinga hjá ís- landspósti og tollinum. Þyngra og erfiðara ferli Áskell Jónsson, framkvæmda- stjóri sölu- og markaðssviðs íslands- pósts, segir að hæstaréttardómur- inn hafi haft töluverð áhrif á vinnsluferlið hjá fyrirtækinu og tollinum við afgreiðslu virðisauka- skattsskyldra sendinga. „Áður fyrr var ferlið þannig að ef upplýsingar um verðmæti vöru var ekki utan á pakka þá var sendingin einfaldlega opnuð af okkar fólki og undir eftir- liti tollsins í þeim tilgangi að ná í þær,“ segir Áskell. „Nú verðum við að fá skriflegt leyfi frá viðtakendum sendinganna til að opna þær. Þetta skriflega leyfi verður að berast til okkar á faxi, í pósti eða koma verð- ur með það til okkar. Þetta er svo sem ekki flókið mál en það skapar óþægindi." Þvi er nú öllum viðtak- endum sendar tilkynningar um að leyfið vanti og þeir þurfa að koma því til póstmiðstöðvarinnar á Stór- höfða. Því veltur afgreiðsluhraðinn nokkuð á því hversu fljótur viðtak- andinn er að bregðast við og koma leyfinu þangað. „Við sjáum að þetta fyrirkomulag hægir á öllu ferlinu og pakkar safnast upp hjá okkur í meira mæli en við eigum að venjast. Þetta ástand skapar verulegan aukakostnað fyrir íslandspóst og viðtakandann og ég er viss um að mun þyngra og erfiðara er fyrir toll- inn að afgreiða sendingar sam- kvæmt þessum nýju reglum." segir Áskell að lokum. Aðspurður segir Áskell að á ákveðnum tímum geti verið að álag sé svo mikið á faxtækið að það anni ekki að taka á móti öllum þeim sendingum sem berast en hann tel- ur ekki að vandinn liggi þar. „Lausnin á vandanum liggur ekki í því að bæta við faxtækjum. Frekar ætti að reyna finna skynsamlega leið til að losna út úr þessari klemmu svo afgreiðslan gangi vel fyrir sig og að fulls jafnræðis sé gætt þannig að tollayfirvöld, póstur- inn og viðtakendur verði tiltölulega sáttir. ÓSB Húsráö: í eldhúsinu Sundurliflun greiflslu Ábyrgdartr. ökutækis Ðónus 75% Slysatr. ökumanns og eig. Iögjald framrúðutr. STOFN-afslátmr kr. kr. kr. kr. kr. 195.346 -146.510 10.596 4.236 -6 367 57.301 Dnia»rvcx(if Bifreiöatryggingar: Margir að fá hækkun núna Maður hafði samband við neyt- endasíðuna og var ekki par ánægð- ur með að bifreiðatryggingar af Isuzu Trooper bifreið hans höfðu hækkað um tæplega 50% á milli ára. Honum fannst þetta mikil hækkun því bifreiðin var sú sama og hann hafði ekki lent í neinu tjóni. Tryggingarupphæðin var á síðasta ári 38.324 kr. en eins og sjá má á myndinni 57.301 kr. í ár. Þegar haft var samband við Sjóvá- Almennar fengust þær upplýsingar að hér væri um að ræða hækkun sem sem varð á bifreiðatryggingum í fyrra vegna aukinnar tíðni tjóna auk þess sem hvert tjón kostaði meira. Hækkunin var sett á í byrjun sum- ars og því fá þeir sem voru nýbúnir að endurnýja tryggingar sinar hækk- unina ekki fyrr en nú. Mataruppskriftir eru góðar til síns brúks en hvers vegna er aldrei sagt frá því hvað getur farið úr- skeiðis við eldamennskuna? Þær hljóma nefnilega flestar eins og mat- argerðin sé ekkert mál, hægt sé að galdra fram léttsteikt heilag- fiski með pönnugljáðu græn- meti með engiferkeim á kvöldmatarborðið. Svo þegar allt fer úrskeiðis er sökinni varpað á aum- ingja kokkinn sem ekki var að gera annað en fylgja leiðbeiningum út í ystu æsar. Við búum nefnilega ekki öll í stál- slegnu tilraunaeldhúsi þar sem ró og friður ríkir klukku- stundum saman og ekkert truflar listakokkinn við sköpun listaverks- ins. Á heimilum landsmanna hring- ir síminn, hundurinn bítur bréfber- ann og bamið brýtur rúðu og allt þetta getur gerst á meðan kvöldmat- urinn er undirbúinn. Því brennur sósan viö, það gleymist að setja kartöflurnar yfir og saltstaukurinn veltur um koll og allt saltið rennur í kássuna. Og hvað er þá til ráða? Matreiðslubækumar gefá ekki svör við því þar sem ekki þykir söluvæn- legt að telja upp öll þau mistök sem geta átt sér stað þegar tilteknir rétt- ir eru eldaðir. Því eru hér nokkur góð ráð sem gott er að hafa við hendina þegar eitthvað fer úrskeið- is í eldhúsinu. * Ef avocado- ávöxturinn er óþroskaður er gott að skera hann í tvennt og láta liggja með tómötum, eða öðru grænmeti sem gefur frá sér etylen í nokkra stund. Þá ætti hann að mýkjast. * Ef ísinn er of fros- inn til að hægt sé að ná honum úr forminu er ekki ráðlagt að setja box- ið í heitt vatn því þá bráðnar ísinn of mikið. Heldur skyldi nota kalt vatn, það gerir sama gagn og ísinn heldur sér betur. * Ef ekki er til rjómi/mjólk í kaffið má þeyta eggjahvítu og nota hana í staðinn. * Þurfi að sjóða kartöflur í hvelli þá má auðvitað skera þær í minni bita en einnig getur verið gott að stinga hreinum stálnöglum í gegn- um þær því málmurinn leiðir hit- ann inn í kartöflurnar og þær verða tilbúnar fyrr. * Ef nota á egg í uppskrift og þau eru ekki til á heimilinu má not- ast við mjólk og edik í staðinn. Þá er einn dropi af ediki settur í eitt glas af mjólk og það notað i staðinn fyrir egg. Þetta ráð dugar þó ekki ef eggin eru mikilvægur þáttur upp- skriftarinnar. * Ef rúsínur eru þurrar má hella sjóðandi vatni yfir þær, setja lokiö á og láta standa í smá stund. Vatninu er síðan hellt af og þá ættu rúsín- urnar að vera eins og nýjar. * Ef maturinn verður of krydd- aöur, t.d. af pipar eða chilli, má bjarga sér með því að bæta vatni út i. En ef rétturinn er þannig að ekki má þynna hann of mikið er ráð að nota rjóma í staðinn. Rjóminn tekur nokkuð af sterka bragðinu úr réttin- um. ÓSB VM59I TH797 RM294 TLI24 PU439 Hyundai Pony SE Verö: 290.000 Nýskr. 05.1993, I300cc vél, 4 dyra, 5 gíra, blár, ekinn 106 þ. Hyundai Sonata GLSi Tilboð: 930.000 verð: 1.180.000 Nýskr. 03.1998,2000cc vél, 4 dyra, sjálfskiptur, brons, ekinn 31 þ. Mazda 323 Verð: 990.000 Nýskr. 03.1999, 1500cc vél, 4 dyra, 5 gíra.grár, ekinn 60 þ. Renault Megane RT Verð: 1.290.000 Nýskr. 04.1999, 1600cc vél, 4 dyra, 5 gíra.grænn, ekinn 14 þ. Toyota Corolla Terra Verð: 890.000 Nýskr.01.1998, I300cc, 4 dyra, 5 gíra.grænn, ekinn 59 þ. úrval af góðum notuðum bílum í síma 575 1230 Grjóthálsi bílaland.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.