Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Skoðun
Frægu verkin á sínum stað.
- Ný endursköpuö i samfélagsþjónustu.
Málverkin kyrrsett
Spurning dagsins
Borðarðu alltaf morgunmat?
Magnús Björgvin Guömundsson nemi:
Já, ég fæ mér alltaf Vitos meó
mjólk.
Þorsteinn Kári Jónsson nemi:
Já, Honey Nut Cheerios og safaglas
meö.
Sveinn Pálmar Einarsson nemi:
Já, ég fæ mér brauó meö kavíar og
mjólk.
Margrét Einarsdóttir 4 ára:
Já, Cheerios og kornflex.
Eftir aö fréttir
bárust um að
fimmtán gámar
féllu í hafið af
leiguskipi Atlants-
skipa, og í þeim
hefðu m.a. verið
fjögur málverk eft-
ir þjóðkunna ís-
Geir R. lenska listamenn,
Andersen k manni í
—....—....... hug eitt og annað
sem stuðlað gæti að meiri varkárni í
framtíðinni að því er varðar dýrgripi
í íslenskum listasöfnum. Sá háttur aö
flytja ógnardýr málverk úr listasöfn-
um hér milli landa til að hengja upp
í sendiráðum íslands erlendis er víta-
veröur. Þetta var reyndar ekki á vit-
orði allra, en er nú upplýst eftir at-
burðinn á hafinu.
Listaverk á borð við málverk eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval
og Þorvald Skúlason eiga ekki skilið
að velkjast í hafl eða í háloftunum,
þegar önnur ráð gæfust mun betur,
og málverkin geta öll „verið á sama
stað en samt að vera að ferðast“. Við
„Við eigum úrvdls „lista-
menn“ sem hafa sýnt að
þeir geta málað nánast
hvaða frœga mynd sem er
og stœlt listamenn okkar,
að fornu og nýju. Það hefur
meira að segja verið sannað
af dómstólum. “
eigum úrvals „listamenn" sem hafa
sýnt að þeir geta málað nánast hvaða
fræga mynd sem er og stælt lista-
menn okkar, að fornu og nýju. - Það
hefur meira að segja verið sannað af
dómstólum.
Ég sé ekkert athugavert við það, að
þeir „listamenn" sem uppvísir hafa
orðiö að því að mála gömlu meistarana
svo nákvæmlega að enginn viðurkenn-
ir muninn fyrr en að lokinni dóms-
rannsókn verði fengnir til að fjölfalda
stóran pakka af „meisturunum" sem
dreifa megi i sendiráð okkar vítt og
breitt erlendis, allt frá Japan í austri
á íslandi
til Ameríku i vestri og Noregi í norðri
til Mosambique í suðri. Aðstöðu geta
hinir viðurkenndu „listamenn" fengið
í Listasafni ísiands, t.d. eftir lokun, fyr-
ir framan fyrirmyndirnar (nema þær
séu líka eftirmyndir?) og þeim gert að
ljúka verkinu á sem skemmstum tíma.
Þau 115 listaverk í eigu Listasafns
íslands og hafa- verið lánuð til sendi-
ráðsbústaða erlendis eiga ekki skilið
þá áhættu sem tíðkuð hefur verið í
áratugi, að senda þau sjóleiðis eða
flugleiðis, þótt ekki hafi farið svo illa
sem nú. Áhættan verður þó ekki eins
óbærileg varðandi „nýju“ verkin.
Nú skulum við hætta að kalla
mestu listamenn siðari ára „falsara"
(„flasharar" upp á ensku hefði þó
verið meira réttnefni, því þeir
brugðu meistaraverkunum undir
nýtt ljós!) og bjóðum þeim að leysa
mikilvægt verk af hendi í samfélags-
þjónustu sem nú á upp á pallborðið.
Og njótum góðs af í leiðinni. - Hin
endurmáluðu verk geta svo hangið í
sendiráðunum öllum til aðdáunar, til
eilífðarnóns.
Geir R.
Andersen
blm. Skrifar:
Fjölskyldur í Húsahverfi
Hafþór Hafsteinsson nemi:
Nei, aldrei, ég er alltaf á seinustu
stundu og boröa því aldrei fyrr en kl.
12 og stundum ekki fyrr en kl.18.
Sölvi Snæbjörnsson nemi:
Auövitaö, ég fæ mér ristað brauð
meö osti.
íbúi í Húsahverfi
skrifar:
Fyrirsögn í frétt nýlega hljóðaði
svo: „Fjölskyldur flýja hverfið". -
Svona myndi fólk ekki auglýsa hús-
in sín í alvöru söluhugleiðingum.
Venjulegt fólk hugsar sig tvisvar
um áður en það kaupir hús í svona
líka slæmu hverfi, eins og hið ágæta
foreldri tjáir sig um í fréttinni.
Ég sem íbúi í Húsahverfi í sex ár,
og er með börn í Húsaskóla kannast
ég ekki við þá slæmu stjórnun í
skólanum sem um var rætt. Vanda-
mál hafa komiö upp hjá mínum
bömum í þessum skóla, en öll hafa
þau verið leyst með farsælum endi í
samvinnu við kennara og skóla-
stjómendur. Húsaskóli er og einn
fárra skóla með þau markmið aö
tengja fjölskylduna við skólann, og
„Ef við foreldrar mœtum
þessu með jákvœðu hugar-
fari og stöndum með börn-
unum okkar í því sem þau
eru að gera í skólanum þá
vœri lífið auðveldara hjá
þessum fáu óánœgðu for-
eldrum í Húsahverfi. “
það er mjög jákvætt. Ef við foreldr-
ar mætum þesu með jákvæðu hug-
arfari og stöndum með bömunum
okkar í þvi sem þau eru að gera í
skólanum, þá væri lífið auðveldara
hjá þessum fáu óánægðu foreldrum
í Húsahverfi.
Mörg börn eru jú agalaus, en
hverjum er um að kenna? Vanda-
mál koma upp í öllum hverfum og
skólum, því hraðinn og kröfurnar í
þjóðfélaginu eru miklar. Því tel ég
að í 95% tilvika liggi vandinn heima
fyrir. Og við viljum ekki að börnin
okkar lesi slæma umfjöllun um
skólann sinn. Við sem eldri erum
eigum að hafa nægan þroska til að
stimpla ekki þetta góða hverfi eða
litlu sveit með svörtu að óþörfu.
Ég vil þakka kennurum og stjórn-
endum Húsaskóla fyrir góð störf
þau ár sem börnin mín hafa verið í
skólanum, því ég stend frammi fyr-
ir því að þurfa að skipta um skóla
fyrir börnin næsta haust, og það
geri ég með trega. Til allrar ham-
ingju var ég búin að selja mína hús-
eign áður en hin niðrandi ummæli
um skólann birtust.
Garri
Júrópoppdillidrullumall
íslendingar stóðu sig eins og hetjur í söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva, sungu, léku og dönsuðu
af hjartans lyst og með bros á vör og náðu þeim
ágæta árangri að standa jafnfætis Norðmönnum,
miklu fjölmennari og ríkari þjóð. En þrátt fyrir
glæsilega frammistöðu íslenskra keppenda telur
Garri þó á engan hallað þótt því sé hér haldið fram
að hinn raunverulegi sigurvegari kvöldins hafi verið
útvarpsráðsmaðurinn Mörður Ámason, oft nefndur
Muddy og jafnvel Waters í kunningjahópi.
Muddy Árna var um tíma hataðasti maður á ís-
landi þegar hann, að dómi þjóðarinnar, hafði fyrir
fram komið í veg fyrir sigur íslendinga í Evróvisjón
með því að skikka þá til að syngja á ástkæra, ylhýra.
En þrábeðinn sýndi Muddy þá málfarslegu víðsýni að
falla frá gerræðislegum kröfum sínum og leyfa hin-
um Tveim brögðóttu að syngja á ensku og það skilaði
okkur þeim frábæra árangri að verða jafnokar Norð-
manna. Því auðvitað er óhugsandi að stigin mikil-
vægu hefðu skilað sér ef Angel hefði verið Birta.
Að mati sérfræðinga var ísland augljóslega með besta
lagið og kotrosknustu flytjendur en þrátt fyrir eftir-
minnilegan árangur í innbyrðisviðureigninni við Noreg
þá sigraði framlag okkar ekki. Og ástæðan er, að mati
sömu sérfræðinga, fyrst og fremst hið niðurlægjandi
kynningarmyndband sem Danir sendu vísvitandi út á
undan Angel. Þar mátti sjá pervisna, líkast til háif-
drukkna bjórvambardani busla í Norðursjónum (senni-
lega skammt frá Hirtshals) og Evrópubúar töldu ugg-
laust að þessi óásjálegu gerpi væru dæmigerðir íslend-
ingar og kusu því að kjósa ekki besta lagið. En keppend-
ur íslands voru landi og þjóð til sóma og framganga
þeirra öll hin glæsilegasta. Þeir mættu ekki sauð-
drukknir til keppni, þeir duttu ekki á hausinn í dansins-
um, fóru ekki út af laginu og sprungu ekki á limminu i
söngnum. Það sama má segja um keppendur annarra
þjóða en það dregur ekki úr stórkostlegri frammistöðu
Islendinga sem lengi verður í minnum höfð.
Sandhverfur
ísland var sem sagt með langbesta lagið. En hiö sama
má reyndar segja um fleiri þjóðir. Þannig var Noregur
og með besta lagið en keppandinn hafði gleymt að
hneppa að sér skyrtunni í óðagoti fyrir keppni svo sá í
drapplitaðan Hagkaupsnærbolinn og þaö öðru fremur
kom í veg fyrir sigur Noregs. ísrael var líka með besta
lagið en klikkaði á því aö flytjandinn var augljóslega
gagnkynhneigður karlmaður en áhorfendur áttu að sjálf-
sögðu von á kynhverfu eða sandhverfu flytjendi, ellegar
millilesbískum klæðskiptingi, og kunnu iila að meta svo
róttækar breytingar í flytjendavali hjá ísraelsmönnm.
Rússar voru einnig með besta lagið en gaurinn sem
söng það var svo stónd að hann mætti með hálsbindið á
skökkum stað, sem sé ekki um hálsinn heldur um mitt-
ið, og þar lafði það niður lærið á honum eins og útvatn-
aður bútungur og kom í veg fyrir sigur Rússa í þetta
sinn. Lettlendingar mættu einnig með besta lag keppn-
innar en halllærisleg sólgleraugu og rúllukragapeysur
flytjenda minntu svo ónotalega á fjöldasöng skemmti-
nefndar á þorrablóti á Tjömesi að Evrópubúar sneru
strax baki við laginu. Maltveijar voru vissulega með
besta lagið, afar dægileg júrópoppdillidrullumaU, en gít-
arleikarinn var svo afskaplega ósmart aö dæmið gekk
ekki upp. Þýska lagið var langbest en söngkonan hafði
stórmóðgað dönsku smókdrottninguna Margréti
skömmu fyrirr keppni og það féll ekki í góðan jarðveg.
Eistar mættu með lélegasta lag keppninnar en unnu
þó. Ástæðan mun, að sögn fjölmiðla, fyrst og fremst sú að
hörðustu aðdáendur keppninnar era ákaflega hallir und-
ir Eista og kannski ekki síður eistu. Og því fór sem fór.
Garri
Dýrmætur dropinn
Samkeppnin á fullu.
Gott hjá FÍB
Sigurlaugur hringdi:
Ég verð að hrósa þeim hjá FÍB fyr-
ir að hafa stuðlað að bensínverðstriði
milli olíufélaganna. Með því að halda
úti vöktun á bensínverðinu á nokk-
urra klukkutíma fresti hefur FÍB
þvingað olíufélögin til að fara að
keppa sín á milli. Ég man ekki eftir
því að hafa áður séð samkeppni um
bensínverð í þessum mæli hér á
landi. En þetta hefði örugglega ekki
gerst nema vegna þess hvað FÍB veit-
ir olíufélögunum mikið aðhald. Fer-
falt húrra fyrir þessu góða framtaki
sem hægt er að fylgjast með á vefsíö-
unni www.fib.is.
Sveppirnir voru
íslenskir
Lilja Guðmundsdóttir I jnnkaupadeild
Hagkaups hringdi:
Á lesendasíðu DV sl. miðvikudag
kom fram í pistli Elinar Guðmunds-
dóttur um ódýra sveppi í Hagkaupi, á
399 kr. kg., að um erlenda sveppi hefi
verið að ræða. Það leiðréttist hér með:
sveppir þessir voru íslenskir - og
komu frá Sölufélagi garðyrkjumanna.
Sælgætið ekki undanskilið
Fólk ekki á varöbergi?
Sælgætið hækkar
Guðjón Ólafsson skrifar:
Þar sem mikið hefur verið rætt um
samkeppni í matvöru- og þjónustu-
geiranum hér og yfirlýsingar gefnar á
báða bóga, smávörukaupmenn og
heildsalar ekki undanskildir (að mað-
ur minnist nú ekki á garðyrkjubænd-
ur og þeirra afurðir), þykir mér und-
arlegt hve neytendur fylgjast lítið
með sjálfir og kvarta til Neytenda-
samtakanna eða hringja tii fjölmiðl-
anna sem margir sinna neytendamál-
um ágætlega. Ég tók t.d. eftir þvi ný-
lega að íslenskt sælgæti sem ég kaupi
stundum hefur hækkað verulega að
undanfórnu og ekki er það gengis-
falli að kenna. Þar hafa heildsalarnir
riðið á vaðið og þá kemst smásalinn
ekki hjá því að selja á hækkuðu
verði. En þarna eru það heildsalarnir
sem ryðja brautina, ekki smásalinn.
Frábær hátíð
Kristinn Sigurðsson skrifar:
Laugard. 5. þ.m. sótti ég afmælishá-
tíö á Keflavíkurflugvelli i tilefni 50
ára vamarsamstarfs Bandarikjanna
og Islands. Þetta var frábær skemmt-
un og fannst mér stórkostlegt að
koma inn á hinn sérstaka og afgirta
Keflavíkurflugvöll sem tilheyrir
varnarliðinu. Þótt veður væri risjótt
og þoka yfir þá var hlýleg framkoma
varnarliðsmanna og íslenskra starfs-
manna til fyrirmyndar. í risastóru
flugskýli var allt sýnt sem viðkemur
starfi varnarliðsins og alls staðar
voru liðsmenn tilbúnir að upplýsa
gesti. Þama voru líka ýmislegt til
sölu og minnti hálfvegis á Kolaports-
stemningu. Þama lék hljómsveit Eyj-
ólfs Kristjánssonar af list og mikil
gleði ríkti meðal gesta. Rútubílar óku
fólki miUi staða á svæðinu . - Stór-
kostleg skemmtun í alla staði.
IDV Lesendur
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangiö:
gra@ff.is
Eöa sent bréf til: Lesendasíða DV,
Þverholti 11,105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.