Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2000
15
DV
Menning
Nína Margrét Grímsdóttir gefur út öll píanóverk dr. Páls ísólfssonar:
Ófeiminn og síðrómantískur
DV-MYND E.ÖL.
Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari
Píanóverk Páls eru alveg sambærileg viö verk erlendra tónskálda frá sama tímabili og hann þarf
aö taka sinn sess meöal þeirra.
Á miövikudaginn sendir Nína Margrét
Grímsdóttir píanóleikari frá sér á geisla-
diski heildarútgáfu á frumsömdum píanó-
verkum dr. Páls ísólfssonar, hins vinsœla
tónlistarfrömuöar, hljómsveitarstjóra, kór-
stjóra, organista og tónskálds með meiru. Á
diskinum eru Þrjú píanóstykki óp. 5, Glett-
ur, Svipmyndir og Tilbrigði um sönglag eft-
ir ísólf Pálsson en öll þessi verk lék Nína
Margrét viö firnagóöar undirtektir á Tí-
brártónleikum í Salnum í nóvember. Hún
lék inn á diskinn fyrir ári síöan í Stokk-
hólmi og BlS-hljómplötufyrirtœkiö gefur
hann út en Tónskáldasjóöur RÚV, Þjóöhá-
tiöarsjóöur og American Scandinavian Soci-
ety i New York styrktu útgáfuna.
„Diskurinn var tekinn upp í gömlum sal
sænsku tónlistarakademíunnar, um 200 manna
sal frá aldamótunum 1900 sem allur er gulli sleg-
inn og með konungsstúku,“ segir Nína Margrét
og brosir við minninguna. „Ég vann með afar
færum tónmeistara sem heitir Martin Nagorni
og stemningin var mjög góð þó að við Martin
værum bara ein í salnum. Almennt þykir betra
fyrir upptökur á klassískum verkum að taka upp
í tónleikasal, bæði út af stemningu og hljóm-
burði. í upptökuverum er óskaplega þurr hljóm-
burður og maður verður svolítið feiminn við að
spila og beita sér inn í hljóðfærið af því maður
fær ekki þessa nauðsynlegu svörun frá salnum."
Nína Margrét sendi hugmyndina að geisla-
diskinum til BIS
vegna þess að þeir
hafa hljóðritað
mikið af tónlist
Jóns Leifs og hafa
áhuga á norrænni
tónlist, ekki síst ís-
lenskri. BIS bað
um 20 mínútna
sýnishorn sem
Nína Margrét tók
upp í New York og
er skemmst frá því
að segja að hún
fékk jákvætt svar
um hæl. Platan var
tekin upp á aðeins
fjórum dögum sem
var vel að verið.
Verkin taka rétt undir 70 mínútum þannig að
diskurinn er alveg fullur en Nínu Margréti
fannst mikilvægt að geta kynnt þetta sem heild-
arútgáfu.
Týndi hlekkurinn fannst
- Hvenær kynntist þú sjálf píanóverkum Páls?
„Mörg þeirra eru auðvitað partur af námsefni
pianónemenda," segir Nína Margrét. „Svo skrifaði
ég mastersritgerðina mína um íslensk pianóverk
en á þeim hafði ekki verið gerð nein sérstök rann-
sókn. Þá rakst ég á þekktustu verk Páls, Gletturn-
ar og Tilbrigðin. Svipmyndimar höíðu ekki verið
gefnar út og ég vissi ekki um þær en mér fannst
alltaf vanta eitthvað milli námsáraverkanna og
Tilbrigðanna. Upp úr 1992 fór Öm Magnússon pí-
anóleikari á stúfana og kynnti sér Svipmyndimar
sem lágu óútgefnar i handritasaíni. Hann undirbjó
svo útgáfu á þeim
á vegum íslenskr-
ar tónverkamið-
stöðvar, fram-
flutti þær og lék
þær inn á geisla-
disk sem var
verulega gott
framtak. Ég hef
sjálf gert talsvert
af því að kynna ís-
lenska píanótón-
list erlendis og
bætti eftir þetta
Svipmyndum á
efnisskrána hjá
mér. Smám sam-
an þróaðist svo
hugmyndin að
gera heildarútgáfu af Páli, af þvi að þetta er í
rauninni eina stóra safnið af píanóverkum í þess-
um stíl eftir islenskt tónskáld."
-1 hvaða stíl?
„Síðrómantíska stílnum. Hið eina sem við eig-
um hliðstætt við verk Páls era píanóverk Svein-
bjöms Sveinbjömssonar sem liggja meira og
minna óútgefm og flestum gleymd. Þau era tón-
listarlega heOsteypt þó að þau jafnist ekki á við
verk Páls. Pianóverk Páls era alveg sambærileg
við verk erlendra tónskálda frá sama tímabili
þannig að hann þarf að taka sinn sess meðal
þeirra.“
A5 vera eða vera ekki frumlegur
Nú era góðar líkur á að hann fái þann sess þvi
BIS dreifir plötum sínum í 45 löndum og hefim
fengið góða dóma fyrir verkefnaval og hljóðritan-
ir. BIS hefur líka gefið út verk eftir Jón Leifs sem
hafa fengið góðar umsagnir víða og Nina er spurð
hvom þeirra hún haldi meira upp á.
„Það er erfitt að stilla þeim upp hlið við hlið,“
segir hún, „þeir era svo ólíkir. Verk Jóns eru afar
athyglisverð en þau era svo ólík öllu öðra og svo
ólík því sem Páll var að gera að mér fmnst þeir
eins og svart og hvítt - þó að báðir séu mikilvæg-
ir. Jón er bæði nútímalegri og meira inn í sinn
eiginn stíl. Páll hefur engar áhyggjur af þvi þó að
hann sé að semja í stíl annarra tónskálda, hann
semur til dæmis verk í barokkstíl og það er engin
leið að heyra hvort það er eftir hann eða Bach!
Þetta var hugsunarháttur margra tónskálda af
hans kynslóð, ekki bara hér á landi heldur alls
staðar í Evrópu. Þegar þeir sömdu verk í tiltekn-
um eldri stíltegundum var það virðingarvottur
við eldri tónskáld. Páll er ekkert feiminn við að
semja undir áhrifum píanóverka Griegs til dæmis
eða Schumanns og lítur þá á þau sem innblástur,
og hann er hreint ekki einn um þetta. Þessi tón-
skáld litu ekki á það sem skilyrði að vera framleg
en Jón Leifs gefur sér það sem forsendu að tón-
smíðum að vera framlegur. Fyrir Jóni Leifs var
líka mikið atriði að vera íslendingur og vinna út
frá þjóðlögum og sögulegum íslenskum efniviði en
Páli var ekkert umhugað um slíkt þó að hann
semdi líka lög eins og Brennið þið vitar sem era
mjög íslensk."
Nína Margrét vinnur nú að doktorsritgerð um
Pál ísólfsson og er geisladiskurinn stór áfangi í
rannsókn hennar á verkum hans. Japis dreifir
diskinum hér heima.
Páll ísólfsson vlð stjórnvölinn
Svona minnast ótalmargir íslendingar hans.
Ljóð ungra skálda
Einar Karl Haraldsson, sem tók viö verðlaunum fyrir Gró Einarsdóttur, Hugrún Geirsdóttir, Sigrún
ísleifsdóttir, Snærós Sindradóttir, Ragnheiöur Sjöfn Reynisdóttir og Ólafur Randver Stefánsson.
Vel á annað þúsund ljóð bárast í verðlauna-
samkeppni um Ljóð unga fólksins sem Þöll, sam-
starfshópur um bama- og unglingamenningu á
bókasöfnum, stendur fyrir. Á laugardaginn voru
sex ung skáld heiðrað í Norræna húsinu og
fengu þau einnig afhent eintök af bókinni Vetur,
sumar, vor og haust sem Mál og menning gefur
út með verðlaunaljóðunum og úrvali úr innsend-
um ljóðum.
Ljóðunum var skipt í tvennt eftir aldri þátttak-
enda, 9-11 ára og 12-16 ára. Fyrstu verðlaun í
yngri hópnum hlaut Snærós Sindradóttir (Freys-
sonar, skálds), 9 ára, fyrir ljóðið „Árstíðirnar":
Vorió er nýþveginn grœnn
dúkur með blómamynstri, sem breiddur
er út á snœvi þakið boró.
Sumarið er tvö lítil börn sem
hlaupa berfœtt um í blautu grasi.
Haustið er mörg lítil líf sem
falla þegar dimm kvöld taka við.
Veturinn er margar hvítar stjörnur
sem dansa saman niður úr
háloftunum.
Einnig hlutu viðurkenningu Ragnheiður Sjöfn
Reynisdóttir, 10 ára, fyrir ljóðið „Ég vildi að ég
væri“ og Ólafur Randver Stefánsson, 10 ára, fyr-
ir „Dag“. í eldri hópnum hlaut Sigrún ísleifsdótt-
ir, 15 ára, viðurkenningu fyrir ljóðið „í spegli“:
Ég horfi á þig, í augum þínum blika
þœr þrár sem ég í brjósti mínu finn
og vonir þar og sorgir líka kvika
og allur innri óróleiki minn.
Á þröskuldi nýs lífs ég stend og hika
og þaö veit guö, ég þori ekki inn.
Þá hlaut Gró Einarsdóttir, 12 ára, viðurkenn-
ingu fyrir „Trén“ og Hugrún Geirsdóttir, 15 ára,
fyrir „Ég er“. Mikið er um náttúrustemningar í
ljóðum yngri bamanna, árstíðimar er'u vinsælt
yrkisefni og einnig áhugamál og ýmiss konar
hugrenningar. Eldri skáldin era uppteknari af
ástinni og hræringum í sálarlífi unglingsins.
Fyrst var efnt til samkeppninnar um Ljóð
unga fólksins áriö 1998 og stefnt er að því að
halda hana annað hvert ár.
Við sama tækifæri voru veittar árlegar Vor-
vindaviðurkenningar Bama og bóka - Islands-
deildar IBBY, fyrir menningarstarf í þágu bama
og unglinga. Þær hlutu Margrét Gunnarsdóttir,
sem hefur kennt barnabókmenntir í Fósturskól-
anum í 25 ár, Silja Aðalsteinsdóttir fyrir fræðslu-
störf á sviði barnabókmennta og Þórarinn Eld-
jám fyrir leikverkið Völuspá.
Myndlistin vinsœl
Vinsælasta myndlistarsýning í heimi í
fyrra var haldin í Aþenu í Grikklandi á mynd-
um E1 Greco, hana sóttu alls tæplega sjö hund-
ruð þúsund manns eða 629.572, að meðaltali
6.843 gestir á dag. Þetta kemur fram í The
Economist 5. maí ásamt tölum yfir gesti níu
sýninga í viðbót sem fjölsóttastar voru í heimi
árið 2000.
Hermitage-safnið í Pétursborg í Rússlandi
er með tvær þær næstu; þemasýningin Jarð-
nesk list, himnesk fegurð fékk um 570 þúsund
gesti, sýning á íslamskri list um hálfa milljón
gesta. Fjórða í röðinni var sýning á þróun
Kristsmynda, Seeing Salvation, í Þjóðlista-
safninu í London. Þangað komu 355 þúsund
gestir sem var talsvert meira en forráðamenn
safnsins áttu von á.
Listasafn vestrænnar myndlistar í Tókíó
var bæði með fimmtu og sjöttu vinsælustu
sýninguna á árinu. Sú vinsælli var á barna-
myndum Picassós og fékk 386 þúsund gesti,
hin var á málverkum Rembrandts og Vermeer
og fékk 280 þúsund gesti. Sjöunda vinsælasta
myndlistarsýningin var á framúrstefnulist í
Guggenheim í Bilbao, gullöldin í Ríkislista-
safninu í Amsterdam sú áttunda og sýningin
„Van Gogh: Augliti til auglitis" var í níunda
sæti í Boston og tiunda sæti í Detroit.
Ekkert lát virðist á aðsókn á listsýningar í
toppklassa en áberandi hvað dauðir listamenn
trekkja meira en lifandi.
Gamalt og nýtt
Hér heima eru
oftast fleiri en
ein sýning í
gangi í einu í
söfnunum sem
selt er inn í og
erfitt að telja
gesti safna sem
taka ekki að-
gangseyri. Til
dæmis er ókeyp-
is í Nýlistasafnið
en gestir skrifa
sig í gestabók -
ef þeir taka eftir
henni. Vin-
sælasta sýningin
þar í fyrra var á
verkum Rósku. Þá skrifuðu um 1800 manns
sig í gestabók en giskað er á að um 2.500
manns hafi séö sýninguna.
Gestir Listasafns fslands voru rúmlega 37
þúsund allt árið í fyrra og vinsælasta staka
sýningin var á verkum Þórarins B. Þorláks-
sonar en ekki eru til nákvæmar tölur yfir aö-
sóknina á hana. Þar voru líka Stafrænar sýn-
ir sem löðuðu að sér fjölda ungmenna. Önnur
slík var Café9.net í Listasafni Reykjavíkur
Hafnarhúsi sem einnig var vinsæl, þó ekki
eins og Braggalíf sem kom aðstandendum
mjög á óvart vegna þess hve margir sýndu
henni brennandi áhuga.
Róska laðaöi minnst
2000 gesti að Nýló.
Glerverk Chihulys voru ævintýraleg.
Á Kjarvalsstöðum hékk Kjarvalssýning
uppi allt árið við nokkuð jafna athygli en af
stökum sýningum var sérstaklega nefnd hin
ótrúlega glerlistasýning Dale Chihuly sem
gerði Reykvíkinga vitlausa af hrifningu.
Einnig löðuðu Mót, sýning á íslenskri hönn-
un, og Garðhúsasýningin að sér fjölda gesta.
Ekki getum við státað af tölum til jafns við
hinar erlendu en skyldu Náttúrusýnir nú í
vetur í Listasafni fslands ekki slá þeim öllum
við - ef miðað er við höfðatölu? Hana sáu 20
þúsund manns.
Hallgrímur
heillar Dani
Danska bókaritið Week-
end-avisen hefur ráðið hóp
norrænna rithöfunda til að
skrifa fyrir sig greinar um
„lífið í norðri". Meöal þeirra
er Hallgrímur Helgason enda frammistaða
hans á bókmenntaþingi í Kaupmannahöfn
vorið 1999 öllum minnisstæð sem fylgdust
með henni. 101 Reykjavík er líka komin út á
dönsku og fær þessa dagana flottar umsagnir
í blöðum.