Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 28
44
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001
Tilvera DV
Two Tricky á sviðinu í Parken
Nanna, Gunnar, Kristján og Yesmine á sviðinu í Parken að flutningi loknum sem dugði þó aðeins í neðsta sætið.
Úrslitin komu keppendum mjög á óvart:
Tekur fulla ábyrgð
á ósigrinum
Ovæntir sigurvegarar
Eistar komu öllum á óvart og líka sjálfum sér með því að sigra í
keppninni.
Evrópska söngvakeppnin:
Sigurvegararnir
veðjuðu á Angel
- Eistland vann, Danir í öðru sæti
lí f iö
Salsa, matur og
magadans
Brasilísk stemmning verður í
Listaklúbbi Leikhúskjallarans í
kvöld. Fram koma Josyane
Konráðsson sem sýnir
magadans, Ignacio Pacas
myndlistamaður og kokkur og
Jackeline Cardoso sem gefur
gestum kvöldsins að bragða ekta
brasilískan rétt, „fesjoada“.
Dagskráin hefst kl. 20. 30.
Fundir
■ FYRIRLESTUR I HUGVISINDA-
HUSI Franski rithöfundurinn, há-
skólakennarinn og fræðimaðurinn
Guy Scarpetta heldur fyrirlestur í
Hugvísindahúsl Háskóla íslands,
Odda, kl. 17 og mun þarfjalla um
Francois Rabelais og verk hans,
Gargantúi og Pantagrúll. Fyrirlestur-
inn er á frönsku en verður þýddur
jafnóöum og er öllum opinn.
Bíó
■ FILMÚNDUR SÝNIR BLADÉ
» RUNNER Kvikmyndaklúbburinn Rl-
mundur sýnir myndina Blade Runner
frá 1982 í salarkynnum Háskóla-
bíós kl. 22.30. Hér er um að ræða
eina af bestu framtíðarmyndum sem
gerð hefur verið, leikstýrt af hinum
virta leikstjóra Ridley Scott.
Síðustu forvöð
■ JEAN POSOCCO I HAFNAR-
BORG I dag lýkur Jean Posocco
sýningu í Sverrissal, Hafnarborg. Á
sýningunni, sem nefnist Stemning -
Ambiance, eru vatnslitamyndir,
flestar unnar á þessu ári.
■ JÓN GUNNARSSON I HAFNAR-
BORG Sýning á olíu- og vatnslita-
myndum Jóns Gunnarssonar lýkur í
dag í Hafnarborg í Hafnarfirði. Jón
fæddist í Hafnarfiröi 1925 og hefur
haldiö flölmargar einkasýningar og
tekið þátt í samsýningum. Sýningin
er oþin frá 11-17 alla daga nema
þriðjudaga.
■ SIGLINGAR ÍSLENDINGA OG
UPPHAF KRISTNI I Arnastofnun,
Arnagaröj eru sýndar heimildir um
siglingar íslendinga og
Grænlendinga til Vínlands pg
kristnitökuna á alþingi viö Óxará.
Sýningunni lýkur á morgun.
Tónlist
■ VISNASONGUR A GAUKNUM
Bill Bourne, kanadískur
vísnasöngvari og barnabarn
Steþhans G. Stephanssonar, heldur
tónleika á Gauki á Stöng í kvöld og
hefjast þeir kl. 22. Bill Bourne er
vinsæll vísnasöngvari í Kanada.
t Tónlist hans er frumleg og sérstæð
alþýðutónlist, blues, keltnesk tónlist
og indíánatónlist.
■ SÖNGVAKA ELDRI BORGARA
Sóngvaka verður hjá eldri borgurum
í Ásgarði, Glæsibæ, í kvöld kl. 20
(athugið breyttan tíma). Stjórnandi
er Gróa Salvarsdóttir. Búast má við
óvæntri upþákomu, auk þess sem
Gönguhrólfar koma í heimsókn.
Sýningar
■ KROSSINN. ÞRIHYRNINGURINN
OG LITURINN A sýningu Kristínar
Geirsdóttur í Hallgrímskirkju getur
aö líta 7 olíumálverk. Áhersla er
> lögð á krossinn, þríhyrninginn og
litinn. Sýningin er opin frá 9-17 alla
daga og lýkur 20. maí.
■ REYKJAVÍK. FJÖLÞJÓÐLEG
BORG Erla Haraldsdóttir og Bo
Melin sýna í Gallerí Hlemmi undir
yfirskriftinni „Here, there and
everywhere". Þar breyta þau
Reykjavík í fjölþjóðlega borg með
, aðstoö Ijósmynda.
Sjá nánar: Lífið eftlr vinnu á Vísi.is
„Það er ekki
hægt að kenna
krökkunum um
eitt eða neitt.
Svona fá stig
dæmast á lagið og
lagahöfundinn,"
sagði Einar Bárð-
arson, höfundur
Angel, eftir
keppnina, en úr-
slitin komu hon-
um algerlega i opna skjöldu. „Þau
stóðu sig frábærlega á sviðinu og
ef einhver þarf á sökudólgi að
halda þá er það ég. Ég ber fulla
ábyrgð á síðasta sætinu og reyni
að taka því eins og maður.“ Eftir
keppnina var mjög þungt hljóðið
í íslenska söng- og danshópnum.
„Þetta kom okkur öllum á óvart
þótt við hefðum ekki gert okkur
vonir um annað en að lenda ein-
hvers staðar fyrir miðju,“ sagði
Gunnar Ólason stuttu áður en
hann dreif sig upp á hótel og ekki
í neinu skapi til að skemmta sér
fram á rauðanótt.
„Við gerðum okkar besta og
það var bara ekki nóg,“ sagði
Kristján Gíslason og bætti því við
að hann væri mjög hissa, og þau
öll í rauninni, að fá svona fá stig,
gegn öllum spám.
Þetta voru því erfiðir klukku-
tímar fyrir keppendur og að-
standendur þeirra á laugardags-
kvöld en augljóst er að íslending-
ar koma ekki til með að vera með
aftur fyrr en 2003. -MT
Danska ríkissjónvarpið var að von-
um fegið því að Danir töpuðu fyrir
Eistlendingumi á laúgardagskvöldið.
Þeir urðu þó í öðru sæti og var hljóm-
sveitin Rollo & King hæstánægð með
þau úrslit. En Eistarnir Tanel Padar
og Dave Benton unnu keppnina og
fóru heim með verðlaunagripinn. Fyr-
ir íslendinga skiptir það litlu máli því
enginn er á leið til Eistlands á næsta
ári en þjóðinni til huggunar má nefna
Bakraddasöngkonumar Regína Ósk
Óskarsdóttir og Margrét Eir Hjartar-
dóttir stálu senunni oftar en einu
sinni á dögunum fyrir Evrópsku
söngvakeppnina. Þær sungu án undir-
spils í nokkrum partíum og var
ósjaldan sem erlendir blaðamenn
beinlínis neyddu þær til að hefja upp
rausn sína. Eftir keppnina tóku þær
svo að sjálfsögðu lagið í eftirpartíinu
og vöktu mikla lukku.
„Þetta kom bara af sjálfu sér,“ seg-
ir Regína um fjöriö í bakraddasöng-
að á blaðamannafundi eftir sigurinn
lýstu Eistamir því yfir að uppáhalds-
lögin sín væru Angel og Two Long
með póska flytjandanum Piasek. Þeir
félagar veðjuðu á að þessi lönd yrðu í
efstu þrem sætunum. Enda var mál
erlendu blaðamannanna í Parken að
úrslit Evrópsku söngvakeppninnar í
ár væru nánast óskiljanleg því mörg
góð lög hefðu algerlega týnst í sjálfri
keppninni. -MT
konunum íslensku. „Við erum búnar
að skemmta okkur vel og getum ekki
verið annað en ánægðar með það
hvemig hópurinn hefur staðið sig.“
Þær stúlkur vildu samt ekkert gefa
út á það hvort þær tækju að sér að
fara fyrir íslands hönd á Evrópsku
söngvakeppnina 2003 en ýmsir í hópi
íslendinganna í Parken voru farnir að
ræða það sín á milli hvort ekki ætti
að senda bakraddirnar næst þar sem
þær hefðu hvort eð er stolið senunni.
-MT
Norömenn líka neöstir
Noregur deildi síðasta sætinu með íslendingum.
Regína og Margrét Eir 2003:
Bakraddirnar
áttu eftirpartíið