Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2001, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2001 DV Útlönd u wmximmvm Átök Júgóslava og Albana við Kosovo: Áfall fyrir Vajpayee Atal Behari Vajpayee, forsætis- ráðherra Indlands, og stjórn hans urðu fyrir enn einu áfall- inu í gær þegar úr- slit voru ljós í fylk- iskosningum í land- inu. Niðurstöðurn- ar voru aftur á móti uppörvandi fyr- ir Kongressflokkinn sem Sonia Gandhi leiðir. Þjóðernissinnar fá mest Þjóðernissinnar sem hafa stjórn- að Baskalandinu á Spáni undan- fama tvo áratugi fengu fleiri at- kvæði en nokkur annar flokkur í héraðskosningum í gær. Kosninga- spár gera þó ekki ráð fyrir að þeir fái meirihluta. Fagnað sem hetjum Eistnesku Evróvisjónsigurvegur- unum var fagnað sem hetjum við heimkomuna í gær þegar tíu þús- und manns tóku á móti þeim í mið- borg Tallinn. Skaðabætur fyrir flugslys Lögmenn flestra ættingja fórnar- lamba slyssins þegar Concorde-þota franska flugfélagsins fórst nærri París í fyrra sögðu í gær að þeir hefðu komust að samkomulagi um skaðabætur. Ekkert miðar hjá Hague William Hague og félögum hans í breska íhalds- flokknum hefur ekkert orðið ágengt við að saxa á for- skot Verkamanna- flokks Tonys Blairs forsætisráðherra á fyrstu dögum kosningabaráttunnar. Blair og félagar hafa mikið forskot á íhaldið fyrir kosningarnar 7. júní. Uppreisnarmenn drepa Alsírskir uppreisnarmenn gerðu öryggissveitum stjómvalda fyrirsát i gær og felldu ellefu menn. Uppgjör við fortíðina Uppljóstranir fransks fyrrum hershöfðingja um kerfisbundnar pyntingar af hálfu Frakka í Alsir- stríðinu hafa hleypt af stað miklum umræðum um þennan þátt í sögu Frakklands sem þagnarmúr hefur umlukið í áratugi. Holger tapaði Holger K. Niel- sen, formaður Sós- ialíska þjóðar- flokksins í Dan- mörku, og aðrir leiðtogar urðu und- ir í atkvæöa- greiðslu um mál- efni innflytjenda og flóttamanna á landsfundi flokksins í gær. Meirihluti fundarmanna taldi að forystan hefði of lengi daðrað við fjandsamlega afstöðu til innflytj- enda sem hún hefur sakað borgara- legu flokkana um. Perry Como látinn Söngvarinn og sjónvarpsstjarnan Perry Como er látinn, 88 ára gamall. Bjartara fyrir seli Vonir eru bundnar við að hundr- uð þúsundir sveltandi sela á ísbreið- um í Hvíta hafinu komist í æti eftir að hlýnaði í gær. Skæruliðarnir vara við stríði Átök blossuðu upp í gær milli júgóslavneskra hersveita og al- banskra skæruliða á hlutlausu svæði við Kosovo, sem komið var á fót eftir stríðsátökin þar. Atlants- hafsbandalagið (NATO) ákveður í dag hvort hleypa á serbneskum her- sveitum inn í vígi uppreisnarmanna á svæðinu. Albanskir skæruliðar hafa varað NATO við því að strið muni brjótast út verði heimildin veitt. Ekki er bú- ist við öðru en að sú veröi niður- staðan. Eftir að til átaka kom, bæöi á laugardag og í gær, var haft eftir innanríkisráðherra Júgóslavíu að ef til vill væri þörf á að slá ákvörðun- inni á frest. Hann varaði einnig við nýjum stríðsátökum. Talsmenn stjórnvalda í Júgóslavíu sögðu að albanskir skæruliðar í þorpinu Oraovica hefðu beitt stórskotaliðsbyssum og þungum vélbyssum gegn stjórnar- hemum. Stjórnarhermenn svöruðu skothríðinni og að sögn varð enginn þeirra fyrir meiðslum. Háttsettur maður í friðargæslu- liði NATO í Kosovo sagði að öllu ró- legra hefði verið á svæðinu í gær en á laugardag. Serbar í eftirlitsferð Serbneskir lögreglumenn fara aö öllu meö gát í eftirlitsferð sinni nærri borginni Presovo í sunnan- veröri Serbíu í gær. 54' FESTIVAL INTEKNA'l IONAE 1)U FJLM CANNES 2001 rrtwrf iXWffö i, / \ mms t. / v, 4 rt-Wr; -f wmwí-i ■*'eJWJMtMHmKW vmm». / v, 4 j B iwi f r t r'.* -1- -WI *I Ryksugað fyrir stjörnurnar Eins gott að rauöi dregillinn aö sýningarhöllinni í Cannes sé hreinsaður fyrir stjörnusýningu kvöldsins. Þessi mynd var tekin í gær þegar allt vargert klárt fyrir sýningu nýjustu myndar bandaríska leikstjórans Joels Coens, The Man Who Wasn’t There, á kvikmyndahátíðinni heimsþekktu. Lögmenn spá í ný réttarhöld: Aftöku McVeighs ekki frestað aftur Lögmaður Timothys McVeighs, sprengjuvargsins í Oklahomaborg, sagði í gær hugsanlegt að farið yrði fram á ný réttarhöld yfir honum. Lögmenn McVeighs fara nú yfir þúsundir síðna af gögnum sem al- ríkislögreglan FBI hélt leyndum fyr- ir þeim. Fyrirhugaðri aftöku McVeighs á miðvikudaginn kemur fyrir sprengjutilræði við alríkis- byggingu í Oklahomaborg árið 1995, þar sem 168 týndu lífi, var frestaö af þeim sökum til 11. júni. John Ashcroft, dómsmálaráð- herra Bandaríkjanna, hét því að fresta aftökunni ekki í annað sinn, þótt verjendumir vildu fá meiri tíma til að fara yfir gögnin. Þingmaður demókrata hefur farið fram á úttekt á starfsemi FBI vegna máls þessa. John Ashcroft Dómsmálaráöherra Bandaríkjanna telur aö lögmenn McVeighs eigi aö hafa nægan tíma til aö yfirfara gögn- in frá alríkislögreglunni FBI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.