Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.06.2001, Qupperneq 28
36 ÞRIÐJUDAGUR 12. JÚNÍ 2001 Tilvera DV lí f iö E F T 1 R V I N N U Fiðla og píanó í Sigurjónssafni Sif Tulinius fiðluleikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari koma fram á fyrstu sumartónleikum þessa árs í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesinu. Þeir verða í kvöld og hefjast kl. 20.30. Á efnisskrá eru vel þekkt og vinsæl verk eftir marga vel þekkta og vinsæla höfunda. Pjass I „3“ A CAFE OZIO Hljómsveltin „3“ verður með tónleika í kvöld kl. 21.30 á Café Qzio. Hljómsveitina sklpa: Stefán Órn Gunnlaugsson, söngur, og Ragnar Örn Emilsson, gítar. Á efnisskránni eru lög eftir margar af frægustu einförum popp- sögunnar svo sem Tom Waits, Dav- id Bowie, James Taylor, Paul Simon o.fl. 600 kr. inn Kabarett V\ SPENNANDI HUOÐVERK I NY- I ISTASAFNINll I dag kemur fram lod Summers - Separating Si- rnces: Það er gjörningur og fyrir- jstur um sögu hljóösins frá stóra hvellinum til tungutaks tölvunnar. Þá emur fram Magnús Blöndal Jóhannsson sem flytur verk sitt Hieroglyphics ■ RATLEIKUR í TÚNFÆTINUM í dag er athyglinni beint aö Hátúni 14 á menningarhátíðinni í túnfætinum sem stendur yfir þessa viku í Hátúni 10,12 og 14. Klukkan 17 verður þar kynning á íþróttum fatlaðra, bogfimi, borðtennis og boccia. Kl. 18 er ratleikur. Þá er fimm til sex manns raðað saman í hópa og fer leikurinn fram á lóöum húsanna í kring. Þar leita menn uppi ákveðna pósta og leysa verkefni. Allir geta tekið þátt og verðlaun eru veitt fyrir bestu úrlausn, að mati dómnefndar. Bíó ■ RAFEIND. EGILSSTÓÐUM Bíó- húsið Rafeind sýnir stórmyndina Pearl Harbor kl. 20. Sýningar I HEFÐ OG NYSKOPUN I SIGURJONSSAFNI Sumarsvnine Listasafns Sigurjóns Ólafssonar í Laugarnesinu ber heitið Hefð og nýsköpun. Þar,má sjá úrval verka eftir Sigurjón Ólafsson frá þrjátíu ára tímabili, 1930-60. Á sýningunni eru 30 Ijósmyndir og 24 skúlptúrverk, bæði raunsæ portrett og abstraktverk, þar á meðal þrjú verk sem ekki hafa veriö sýnd opinberlega í fjóra áratugi. ■ HEILBRIGÐISMINJAR í NESSTOFU Nesstofusafn sýnir heilbrigöisminjar frá landinu öllu. Munirnir koma frá einstaklingum, Læknaskólanum í Reykjavík, sjúkrahúsum og víðar og tengjast kennslu I læknisfræði, fæðingarhjálp, sullaveiki, skurðaðgerðum og mörgu fleiru. Nesstofa er eitt af elstu steinhúsum landsins. Hún er opin sunnudaga, þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga milli kl. 13 og 17. Popp I STOR-STEFNUMOT A GAUKNUM Það er ekkert venjulegt Stefnumóta- kvöld á Gaukl á Stöng. Stórvesír- arnir í Maus, plús gestir, mæta á svæðið eftir frekar rólega tíö meö nýtt efni til kynningar. Þetta er eitt- hvað sem allir veröa að tékka á enda yfirleitt ekkert annaö en snilld sem kemur frá Mausurunum. Sjá nánar: Lífiö eftlr vinnu á Vísi.is Veit kúnstina bak viö góöan kaffisopa Lilja Pétursdóttir í Kaffitári í Kringiunni. DV-MYND HARl stappi við lögin Cassandra Sheen, dóttir vandræða- gemsans Charlies Sheens, var hand- tekin fyrir innbrot 1 fatabúð á dögun- um. Stúlkan er einungis 16 ára gömul og var henni sleppt í umsjá móður sinnar. Sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni, hefði margur sagt en Charlie fað- ir hennar hefur ósjaldan gerst brotleg- ur við lög og eyddi stórum hluta af 10. áratugnum í meðferð vegna fikniefna- og áfengisneyslu. Hann var einn af fastakúnnum vændiskonunnar Heidi Fleiss og var margsinnis kærður fyrir likamsárásir á fyrrum kærustur. Nú virðist dóttir hans ætla að halda uppi Sheen- nafninu í réttarskjöl- um. Bíógagnrýni Sam-bíóin/Háskólabíó - Pearl Harbor: Sápuópera í skugga árásar Hilmar Karlsson skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Lilja Pétursdóttir keppti í kaffilögun á Miami: Fjórða á heimsmeistara- móti kaffibarþjóna Dóttir Sheens í „Menn mættu til leiks ábúðar- miklir með James Bond-töskur en í þeim voru ekki byssur heldur freyðikönnur, þjöppur og önnur áhöld sem þarf til kaffilögunar," segir Lilja Pétursdóttir í Kaffitári, nýkomin af heimsmeistaramóti kaffibarþjóna á Miami á Flórída. Keppendur voru 12 og höfðu þeir allir sigrað keppnir í sínum heima- löndum. Lilja hreppti fjórða sætið á heimsmeistaramótinu og raðaðist þar á eftir nágrönnum okkar í norðrinu, Dönum, Norðmönnum og Svíum. Mynstrið er bónus Hinn danski Martin Hildebrandt, sem varð í þriðja sæti á síðasta ári, hreppti heimsmeistaratitilinn í ár og þau úrslit hljóta að gefa Lilju vonir um enn meiri frægð og frama á næsta móti. En hver er kúnstin við fyrsta flokks kaffisopa? „Kúnstin felst í því að gera gott kaffi,“ segir Lilja og heldur áfram: „Til þess þarf úrvalshráefni, góða kvöm og rétta mölun á kaffinu. Síð- an þarf maður auðvitað að vera með vinnubrögðin á hreinu. Það er dæmt um meðhöndlun hráefnisins og ýmis tæknileg atriði, einnig bragð, framreiðslu og útlit.“ Lilja segir að þótt flott sé að bera fram bolla með mynstri í mjólkurfroð- unni skipti það ekki mestu máli. „Það er bara bónus,“ segir hún. Áhuginn vaxandi víöa um helm Auk ýmissa áhalda til kaffilögun- ar kveðst Lilja hafa tekið með sér bollapör og skeiðar, G-mjólk frá MS og expressókaffi. Kvöm og kanna voru á staðnum og kveðst Lilja hafa fengið eina stutta æfingu áður en keppnin sjálf hófst. „En hluti af því að vera góður kaffibarþjónn er að geta komið að öllu ókunnugu og framreitt samt fyrirmyndarkaffi," segir hún. Kaffibarþjónar læra ekki sitt fag í hefðbundnum skóla heldur felst námið í þjálfun og Lilja segir margt hægt að læra í alþjóðlegum mótum eins og því sem hún er ný- komin af. „Tilgangurinn með svona keppnum er að efla fagið sem slíkt og auka þekkingu fólks. Áhuginn á kaffilögun er greinilega vaxandi viða í heiminum og það er frábært því þá getur maður ferðast um og alls staðar fengið gott kaffi.“ -Gun Fær líklega að fjúka frá Virgin Vaxandi líkur eru nú á því að hrollkryddið Mel B verði látið fiúka frá Virgin-útgáfufélaginu. Hún hefur hæst komist í 13. sæti breska smá- skífulistans með lagið Lullaby og for- dæmi eru fyrir því að stjörnur séu látnar fjúka fyrir svo slælega frammi- stöðu. Fyrrverandi Boyzone-drengur- inn Stephen Gately náði smáskifu sinni Stay hæst í 13. sæti listans og var losaður undan samningi fyrr í þessum mánuði. Allar kryddpíurnar nema Victoria Adams hafa átt góðu gengi að fagna i sólóferli og nú síðast sló hæverska barnakryddið Emma rækilega i gegn. Það þarf mikla þolinmæði til að sitja yfir fyrsta einum og hálfa tím- anum í Pearl Harbor. Á þessum tíma, sem verður að teljast eðlileg kvikmyndalengd, er dembt yfir okk- ur ástarsögu sem hefur akkúrat engan sjarma, heldur er samansafn af klisjum úr sápuóperum. Þegar það bætist við að ekki er hægt að segja að gneisti á milli leikaranna þriggja, Ben Afileck, Kate Beck- insale og Joss Hartnett, þá er ótrú- legt til þess að hugsa að jafn reynd- ir fagmenn og Jerry Bruckheimer og Michael Bay skyldu ekki hafa gert sér grein fyrir þessu. Þegar svo aftur á móti er litið til fyrri afreka þeirra, sérstaklega Armageddon, þá á þessi slæma útkoma á fyrri hlut- anum ekki að koma neitt á óvart. í Armageddon sem og í Pearl Harbor er engin virðing borin fyrir persón- um heldur allt lagt í umbúðimar. Bruckheimer hefur sagt að metn- aður hans sé að fá sem flesta í bíó og þegar það er eini metnaðurinn hjá kvikmyndagerðarmanni þá er ekki að sökum að spyrja að lítið er gefið fyrir flóknar söguskoðanir og innihaldsríkan texta. Heldur er far- ið af stað með hugmyndir sem eiga að koma þeirri kynslóð, sem mest sækir kvikmyndahúsin, í bíó. Sú tæknivædda kynslóö vill sjá eitt- hvað sem grípur augað og því verð- ur ekki neitað að þegar liður á myndina og við fáum það sjónarspil sem nafn myndarinnar er dregið af verður atburðarásin tilkomumikil. Áður en það gerist erum við búin að fá dramatíska ástarsögu um tvo æskuvini sem eru flugmenn í bandaríska hemum. Annar þeirra, Rafe, verður ástfanginn af hjúkrun- arkonu, sem lítur fram hjá les- blindu hans og gefur honum vottorð um að hann sé hæfur flugmaður. Þetta gerist rétt áður en hann býður sig fram sem flugmaður í stríðshrjáðu Englandi. Ástin er mikil á milli þeirra og því er sárið djúpt hjá hjúkkunni þeg- ar þær fréttir berast að flug- vél Rafes hafi verið skotin niður. Hún leit- ar huggunar hjá Danny. Þeg- ar svo Rafe birt- ist fullfrískur verða að sjálf- sögðu blikur á lofti í samskipt- um þeirra. Þetta gerist rétt áður en japanskar flugvélar herja á Perluhöfn með hörmulegum afleiðingum. Árásin sjálf er stór- fengleg með öllum sínum tækni- brellum enda Bay og Bruckheimer á heimavigstöðvum hvað það varðar. Þessi hluti myndarinnar lyftir henni verulega. Og ég hélt að eftir nærri klukkutíma orrustugný yrði endirinn tilfinningaþrungið uppgjör á milli aðalpersónanna þriggja. Svo er nú ekki. Bruckheimer hef- ur sennilega spáð í spilin og séð fram á að það gæti dregið úr aðsókn ef Bandarikjamenn væru látnir tapa. Svo hann skellir aðalpersón- um sínum í leynilega aðgerð, árás á Tokyo. Nú er sögukunnátta mín ekki nægilega góð til að geta sagt hvort rétt er farið með í kvikmynd- inni varðandi þessa árás, sem á að hafa komið í kjölfarið á árás Jap- ana. En ef svo er þá hafa Japanar ekki verið þeir einu sem stunduðu sjálfsmorðsárásir. Alla vega er i lok- in komin upp sú staða sem Bruck- heimer hefur viljað, að Bandarikja- menn eru meiri stríðsmenn en Jap- anar. Pearl Harbor er þriggja tíma löng og æði misjöfn, en þegar upp er staðið þá get ég ekki imyndað mér að nokkur hafi sérstaklega gaman af henni. Fyrri hlutinn er ástarsaga sem fær engan til að hafa samkennd með persónunum og síðari hlutinn er, þegar flett er af umbúðunum, ekkert annað en tæknibrellur um leið og myndin sýnir að stundum er nóg að gera fyrir áhættuleikara í Hollywood. Lelkstjóri: Michael Bay. Handrit: Randall Wallace. Kvikmyndataka: John Schwartzman. Tónlist: Hans Zimmer. Aöalleikarar: Ben Af- fleck, Kate Beckinsale, Joss Hartnett, Cuba Gooding jr., Alec Baldwin og Jon Voight.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.