Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 I>v Fréttir Krafa 43 ára Hafnfirðings sem fer í skaðabótamál við örorkunefnd/ríkið: Tugmilljónabætur fyrir að „stela“ sjúkraskýrslum - og nota gegn eigandanum - umboðsmaður úrskurðar einn úr nefndinni vanhæfan 43 ára Hafnfírðingur, Guðmundur Ingi Kristinsson, hefur stefnt ríkissjóði þar sem hann krefst 36,8 milljóna króna i skaðabætur þar sem örorkunefhd hafi árið 1998 tekið sjúkraskrá hans ólöglega úr skjalasafhi Sjúkrahúss Reykjavíkur. Hann krefst einnig bóta í ljósi þess að á sama ári hafi nefndin einnig tekið ólög- lega bráðasjúkraskrá og göngudeildar- nótur frá 1993 á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þetta hafi verið gert án samþykkis Guðmundar Inga og ekki hafi verið kvittað fyrir af hálfu nefndar- innar þegar skýrslurnar voru afritaðar. Guðnumdur Ingi segir nefndina síðan hafa notað gögnin gegn honum. Þannig hafi nefndin hafnað endurupptöku í ör- orkumatsmálinu og hún valdið honum flártjóni og miska. Einn í örorkumatsnefnd vanhæfur Umboðsmaður Alþingis úrskurðaði á siðasta ári að einn úr örorkumatsnefnd, Brynjólfur Mogensen læknir, hefði ver- DV-MYND HILMAR PÓR Guömundur Ingi Kristinsson var eitt sinn lögreglumaöur og þar á eftir starfsmaöur Brynju í 12 ár. Eftir þaö lenti hann í örlagariku slysi. Nú er hann /' skaöabótamáli viö ríkiö. ið vanhæfur til setu í nefndinni þegar hún fjallaði um endurupptökubeiðni Guðmundar árið 1998. Umfjöllun nefnd- arinnar endaði þá á þann veg að hún hafnaði beiðni Guðmundar um endur- upptöku. Guðmundur Ingi lenti í árekstri árið 1993 sem hafði í fór með sér slæm meiðsl á hálsi. Hann gekkst undir að- gerö og var negldur á fjórum stöðum. Eftir það varð hann að gangast undir aðgerð í mjóbaki og var hann einnig spengdur þar. Niðurstaða örorkunefndar, áður en Guðmundur Ingi gekkst undir mjóbaks- aðgerðina, var að hann væri 30 prósent öryrki og mætti hvorki stunda vinnu með andlegu né lfkamlegu álagi. Þessu mótmælti síðan Guðmundur og fór fram á að örorka hans yrði endurmetin og hækkuð. Því neitaði nefndin og hélt hún því reyndar fram að meiðsl þau sem maðurinn átti við að stríða hefðu einnig orsakast áður en hann lenti í slysinu árið 1993. í ágúst 1999 komu til dómkvaddir matsmenn í mál Guðmundar. Niður- staða þeirra varð sú að þeir töldu að hann hefði verið heilbrigður líkamlega fyrir siysið árið 1993. Guðmundur Ingi var síðan metinn með 75 prósent örorku og 45 prósent miska. Guðmundur Ingi hefur fengið greiddar bætur í samræmi við þessa niðurstöðu. Var nánast á götunni meö 4 börn Guðmundur krefst nú dráttarvaxta, skaðabóta og miska frá ríkinu. Hann hafl t.a.m. staðið með 4 börn á götunni á tímabili og orðið að selja ofan af sér íbúð árið 1999. „Það er skelfilegt að menn sem eiga að fara að lögum og vera hlutlausir æði inn á sjúkrahús og hirði sjúkraskýrslur án þess að hafa skriflegt leyfi frá mér og án þess að biðja um þær samkvæmt lögum og kvitta svo fyrir - þetta varð ég a.m.k. að gera. Þetta er ekkert annað en gróf valdníðsla,“ sagði Guðmundur Ingi. Þegar DV leitaði eftir viðbrögðum Ragnars Hall, formanns örorkunefndar, kaus hann að tjá sig ekki um málið, a.m.k. ekki að svo stöddu. -Ótt Mikil mengun þegar skólpræsi stíflaðist: Skólpi veitt í Varmá á undanþágu - lagað innan þriggja ára, segir heilbrigðisfulltrúi Mannasaur og annar sá úrgangur sem venjulega ferðast eftir skólpleiðsl- um gusaðist út í Varmá þegar skólpræsi stífLaðist. Við stífluna sullað- ist skólpið upp úr brunni og rann út í ána. Ekki er vitað hversu lengi rörið hefur verið stíflað en verulegrar meng- unar var farið að gæta í ánni af völd- um þessa. Þorsteinn Narfason, heilbrigðisfull- Sigur Rós á sigurgöngu Sveitin veröur útnefnd bæjarlista- maöur Mosfellsbæjar 17. júní. i; Mosfellsbær: SigurRósbæj- arlistamaður trúi í Mosfellsbæ, fór þegar á staðinn eftir að DV hafði haft samband við hann i gær. Hann sagði að skólpræsið lægi ofan úr Álafossbyggðinni. Þegar var kallað á hreinsibíl til að Qarlægja stífluna. Þorsteinn sagði að bæjarstarfsmenn færu mánaðarlega milli staða til þess að kanna bilanir á skólplögnum. Eins væri treyst á að almenningur léti vita ef svona nokkuð kæmi upp á. Bakvakt væri allan sólarhringinn í áhaldahúsi bæjarins þar sem hægt væri að ná í starfsmenn í sérstöku númeri. „Það er mjög sorglegt að þetta skyldi hafa komist í ána,“ sagði Þorsteinn, sem sagði að hún yrði látin hreinsa sig sjálf af lífrænum úrgangi. Það rusl í henni sem væri sýnilegt yrði hreinsað burt. Aðspurður um tilhögun skólpræsa- mála á svæðinu sagði Þorsteinn að Mosfellsbær hygðist tengja fráveitu- kerfi sitt til Reykjavíkur innan þriggja ára. Nú færi allt skólp í rotþróarkerfi og endaði neðst í Varmá. Ekkert sýni- legt færi í ána en allur fljótandi úr- gangur færi þangað sem stæði. Varmá rennur sem kunnugt er út í Leirvog. Þar gætir áhrifa flóðs og fjöru. Vogur- inn er mikið notaður til útivistar og því tíðar mannaferðir í fjörunni. Spurður um hvort þetta væri brot á reglum um fráveitur sagði Þorsteinn að samkvæmt reglugerð um mengun vatns væri þama um að ræða „gildi sem væri yfir mörkum". Sveitarfélög hefðu frest til 2006 til að leysa sín mál. Fráveitan í Mosfellsbæ væri því á und- anþágu, ef svo mætti segja. -JSS DV-MYND HILMAR ÞÓR Skólp í Varmá Þaö gaf heldur á aö líta þegar Ijós- myndari DV kom aö Varmá í fyrradag. Mikil mengun var í ánni og auöséð að þar svam m.a. lífrænn úrgangur manna í stórum stíl. Þaö skiptir þó ef til vill ekki sköpum því allt skólp endar hvort eö er neöst í ánni. Á inn- felldu myndinni er brunnurinn sem skólpiö sullaöist upp úr. Þetta er væntanlega komiö í lag nú. Hugmyndir Bolla í Sautján um stækkun Sundhallarinnar: Viðkvæmt en spennandi - segir Alfreð Þorsteinsson, formaður átaks um Heilsuborg - leysir Stefni af hólmi | Hljómsveitin Sigur Rós verður út- nefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar á sunnudaginn, 17. júní. Sveitin hefur að undanfómu haldið til í Mosfells- bænum og nýverið komu piltamir sér upp hljóðstúdíói í gömlu Álafosshús- unum. Sigurganga Sigur Rósar hefur verið mikil að undanfómu og nýlega kom sveitin úr vel heppnaðri tónleika- ferð um Norður-Ameríku og Evrópu. Mosfellingar em að vonum stoltir af hljómsveitinni og samkvæmt heimild- um blaðsins þótti menningarmála- nefnd við hæfi að heiðra sveitina með þessum hætti. Sigur Rós kemst þar með i flokk frækinna listamanna en áður hafa til dæmis Diddú og Karla- kórinn Stefnir verið kjörin bæjarlista- menn. Sigur Rós leikur á tónleikum í Barcelona á Spáni í kvöld en heimild- ir herma aö fulltrúar sveitarinnar verði viðstaddir hátíðarhöldin á sunnudag og taki formlega við bæjar- listamannsnafnbótinni. Auk heiðurs- ins fær bæjarlistamaður Mosfellsbæjar þriggja mánaða starfslaun. -aþ „Mér líst vel á hugmyndir Bolla en það verður ekki fram hjá því litið að málið er við- kvæmt en um leið spennandi," sagði Alfreð Þorsteins- son, borgarfulltrúi og formaður átaks- ins, um að mark- aðssetja Reykjavik sem heilsuborg er- lendis. „Þessar hugmyndir falla vel að átakinu um Heilsuborgina því við erum ekki sist að kynna sund- laugar okkar og heita vatnið er- lendis. En ég man þá tíð þegar ég flutti tillögur í borgarstjóm fyrir 25 árum um breyt- ingar á Sundhöil- inni þá féOu þær Sundhöllin er teiknuð af Guðjóni Sam- Alfreð í Sund- höllinni Vildi sjálfur breyta Sundhöll- inni fyrir 25 árum. Björn Bjarnason Daglegur gestur. í grýttan jarðveg. BoHi i Sautján með ttorbrotnar bugmyndir um rniðbwinn: VIII stœkka Sundhöllina um helming - og relm nýjan Kvennaskóla víö Aust urbæjanikrtlatm Frétt DV um hugmyndir Bolla Hefur komiö róti á fastmótaöar hugmyndir manna um hvernig umgangast skuli menningarverömæti. úelssyni og það líta margir á byggingu sem sjálfstætt lista- verk,“ sagði Alfreð. Tillögur Bolla Kristinssonar, kaup- manns í tískuversluninni Sautján, sem kynntar vom hér í DV í gær, ganga út á að byggja risapall með bílageymslu á túnbletti sem stendur ónýttur sunnan við Sundhöilina og koma þar fyrir bamasundlaug, heitum pottum og sól- baðsaðstöðu. Tillögur Alfreðs Þor- steinssonar fyrir aldarfjórðungi vora hins vegar róttækari því Alfreð lagði til að byggð yrði kaffitería á þaki Sund- hallarinnar. Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra er fastagestur í Sundhöllinni á hverjum morgni og hefúr látið sér annt um bygginguna. Ekki náöist í hann í gær þar sem hann var að opna myndlistarsýningu í Ósló. Bolli Krist- insson, höfundur fyrirhugaðra breyt- inga á Sundhöllinni, hefúr staðfest að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri hafi skoðað tillögur hans með opnum hug, velvilja og litist vel á. EIR Ingibjörg Sólrún Líst vel á Bolla. BffiaiÆIIH—c Tónlistarhús 2003 Framkvæmdir við tónlistarhús f miðborg Reykjavík- ur hefiast árið 2003 og munu standa í tvö til þrjú ár. Þetta kom fram í ræðu sem Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir borgarstjóri hélt í gær þegar hug- myndasamkeppni um skipulag mið- borgar og Austurhafnar var kynnt. 3000 í Norður-Víkingi Um 3000 manns taka þátt i heræf- ingu varnarliðsins á Keflavíkurflug- velli, Norður-Víkingi, sem fram fer hérlendis í næstu viku. Landhelgis- gæslan mun m.a. æfa uppgöngu í skip þar sem veitt er mótspyma. Einangrunarstöðvar Umboðsmaður Alþingis hefur birt niðurstöðu þar sem segir að landbúnaðarráðuneytinu hafi ekki verið heimilt, samkvæmt lögum, að neita einkaaðilum að stofna ein- angrunarstöðvar fyrir gæludýr. Fjallgöngumað- urinn Haraldur Örn Ólafsson lenti í blindbyl í hlíðum Denali-fialls, hæsta fialls N-Ameríku, í gær og þurfti að skilja mestallan far- angur sinn eftir. Hann varð viðskila við Iridium- gervihnattasíma sinn. Flugvél flutti Harald og félaga hans, Erik Wyman, til Anchorage í Alaska. Skýrari bensínmerkingar Samkeppnisstofnun hefur beint þeim tilmælum til olíufélaganna að verðmerkingum á eldsneyti verði komið í viðunandi horf. I bréfi sem stofnunin sendi kemur fram að á mörgum sjálfsafgreiðslustöðvum sé ekki hægt að lesa verðið fyrir en að dælingu lokinni. Lögbann á Lyfjaverslun Þrír hluthafar í Lyfiaverslun Is- lands hafa lagt fram lögbannsbeiðni hjá Sýslumanninum í Reykjavík vegna fyrirhugaðra kaupa Lyfia- verslunar íslands á Frumafli ehf. I blindbyl Rammstein komnir Þýska hljómsveitin Rammstein kom til landsins í gærkvöld. Sveitin heldur tvenna tónleika í Laugar- dalshöll um helgina. Alls hafa verið seldir 11 þúsund miðar á tónleika hljómsveitarinnar. Varð fyrir lyftara Vinnuslys varð við Suðurhöfnina í gær þegar maður varð fyrir lyftara frá Eimskip. Maðurinn lenti með fótinn undir lyftaranum og var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. Meiðsl mannsins reyndust ekki alvarleg. Sleppt úr gæsluvarðhaldi Tveimur mannanna, sem setið hafa í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á skattsvikum í byggingariðnaði, var sleppt í gærkvöld. Þeir játuðu báðir brot sín. Þriðji maðurinn verður yfir- heyrður í dag. Tekur á móti forseta Ólafur Ragnar Grímsson forseti fer í þriggja daga heim- sókn til Færeyja í lok júní. Margrét Danadrottning hefur veitt Anfinn Kafis- berg, lögmanni Fær- eyja, leyfi til að vera gestgjafi Ólafs. Færeyingar fagna nú annarri forsetaheimsókn sinni en Vig- dís Finnbogadóttir fór þangað, fyrst forseta, árið 1987.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.