Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ
SÍMINNSEM ALDREISEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notaö í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Við tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001
Veitt atvinnuleyfi
- janúar tll apríl
1.323
Atvinnuleyfi
63% fleiri í ár
Rúmlega 350 atvinnuleyfi voru gefin
út í apríl þrátt fyrir verkfóll miðað við
200 í apríl 2000. Veitt atvinnuleyfi
fyrstu flóra mánuði ársins eru þar með
1.320 eða 63% fleiri en á sama tímabili
* í fyrra, samkvæmt yfirliti Vinnumála-
stofnunar. í aprfl mældist atvinnuleysi
1,6% af mannafla en miklu meira á
Norðurlandi og ríflega tvöfalt meira á
Austurlandi, þar sem atvinnulausum
Qölgaði um 75% milli mánaða og nær
100% frá april í fyrra. Um 2.760 manns
voru á skrá í apríllok, um 500 fleiri en
í lok mars. Riflega fjórðungur var í
sjávarútvegi og fiskvinnslu. -HEI
( a
Skemmtistaðaveiðar
Fókus morgundagsins færir þér ná-
kvæman leiðarvísi um hvemig á aö
bera sig að við veiðar á skemmtistöð-
unum. Þú færð að vita allt um hvemig
á að draga hitt kynið á tálar og leiðin
verður greið í framhaldinu. Hljóm-
sveitin Ham ræðir um endurkomuna,
spjallað er við hugsjónamenn sem em
á ieið á kommúnistaþing í Alsír og birt-
ur er nákvæmur leiðarvísir um hvem-
ig ungdómurinn á að lifa af „þrælavist-
ina“ í unglingavinnunni. Tvíeykið Rósi
og Dúsa ræða um tískutrendin í dag og
í Lífinu eftir vinnu finnur þú nákvæm-
an leiðarvísi um það sem er að gerast
um helgina.
1»
Sóldýrkendur dv-mynd hilmar þór
Blíðviöri hefur heilsað iandsmönnum síðustu daga og hitinn stigið vel vel á annan tuginn. Þessar stútkur lágu mót sói
'í Laugardainum í gær. Spáð er ágætu sólfari víðast hvar á landinu næstu daga. Sjá veðurspána bls. 4
Mjög hörð lending fram undan að mati ASÍ:
Skattalækkunin mistök
hjá stjórnvöldum
- raðgreiðslulánum skuldbreytt í lífeyrissjóðslán
Rannveig Sig-
urðardóttir, hag-
fræðingur hjá Al-
þýðusambandi Is-
lands, telur að við-
snúningur sé að
verða í efnahags-
lífinu. Greinilegt
sé að heimili og
Rannveig fyrirtæki séu að
Sigurðardóttir. byrja að aölaga sig
minni tekjuaukn-
ingu og hærri skuldastööu. Eins og
fram kom í DV í gær þýðir 6% árs-
veröbólga í stað 4% að skuldir
heimilanna aukast um 10 milljarða
á ári. Hver mifljón í skuld einstak-
lings tfl 25 ára hækkar í afborgun-
um um tæplega 1000 krónur á ári
fyrir hvert prósentustig verðbólgu
og þegar aðrar hækkanir bætast
við hafi þetta veruleg áhrif á fjár-
hag almennings.
Varöandi tölur um kaupmátt-
araukningu milli fyrstu ársfjórð-
unga 2000 og 2001 segir Rannveig
að hafa verði í huga að inni í
þessum tölum séu umsamdar
launahækkanir tveggja ára sem
geta verið á bilinu 7-16%. „Um-
skiptin eru í nánd og þau eiga
eftir að verða mjög skjót. Hjá líf-
eyrissjóðunum berast t.d. sögur
af því að mikið sé orðið um að
fólk sé að skuldbreyta rað-
greiðslulánum í lífeyrislán. Nú
kemur þessi verðbólga, minni
tekjuaukning og meiri útgjöld,“
segir Rannveig.
ASÍ vill ekki spá um hvort for-
sendur kjarasamninga muni
halda en Rannveig segir ljóst að
ráðstöfunartekjur fólks muni
ekki aukast jafn hratt og verið
hefur undanfarin ár. Hún gagn-
rýnir ákvarðanir stjórnvalda.
„Það sem gerðist í kjarasamning-
unum 1997 var að þá urðu all-
miklar launahækkarnir á sama
tíma og verðbólgan var mjög lág.
Þá voru skattar llka lækkaðir og
mín skoðun er að það hafi verið
mistök. Það hefði verið betra að
eiga hana inni nú þegar dregur
úr tekjuaukningunni, þar sem
þenslan var ærin fyrir,“ segir
Rannveig.
Um það aðlögunarskeiöið sem
þegar er hafið spáir Rannveig
harðri lendingu: „Ég held að að-
lögunin muni gerast mjög hratt.
Það sést á innflutningi og veltu-
tölum og við vitum að það mun
draga úr byggingarframkvæmd-
um með haustinu."
Reynt var ítrekað að ná í
Geir H. Haarde fjármálaráðherra
vegna þessa máls, án árangurs.
-BÞ
Bandaríski herinn vill íslenska presta á Völlinn:
Gaman að predika í strápilsi á Hawaii
- segir presturinn í Keflavík
Séra Sigfús
B. Ingvason.
með
Bandarfsk her-
málayfirvöld á
Keflavíkurflug-
vefli hafa aflétt
þeirri kvöð á
presta sína að
þeir séu banda-
rískir ríkisborg-
arar. Er þetta gert
vegna skorts á
prestum á Vellin-
um. Opnast þar
möguleiki fyrir íslenska
presta að sækja um starf meðal
hermanna en slíkt myndi hafa í
för með sér mögulegan tilflutning
á milli bandarískra herstöðva víða
um heim.
„Það væri gaman að predika f
strápilsi á Hawaii þó svo ég hafi
ekki hug á að sækja um,“ segir
séra Sigfús B. Ingvason, sóknar-
prestur í Reykjanesbæ, sem telur
þessa breytingu á skipan mála hið
besta mál. Ekki séu til nógu mörg
brauð f landinu fyrir alla þá presta
sem þess óska og sífellt sé verið að
útskrifa nýja guðfræðinga. „Þetta
er gott fyrir atvinnuástandið í
stéttinni," segir séra Sigfús.
Á Keflavíkurflugvelli starfa
bæði lúterskir prestar og kaþólsk-
ir. Að auki gegna fjölmargir gyð-
ingar herþjónustu og því er kirkja
hermannann'a á Keflavíkurflug-
velli byggð sem fjölnota guðshús.
Séra Sigfús telúr að herprests-
þjónusta íslenskra presta gæti
opnað þeim möguleika til ferða-
laga víða um heim þó ekki henti
starfið fjölskyldufólki vel: „Menn
eru svo stutt á hverjum stað. Mað-
ur er rétt búinn aö kynnast prest-
unum á Vellinum þegar þeir eru
flognir annað." -EIR
Ferðaskrifstofur:
15-20%
samdráttur í
sólarflugi
- framboð minnkað
15%—20% samdráttur verður milli
ára í sólarlandaflugi helstu ferðaskrif-
stofa í sumar. Þær gerðu ráð fyrir
aukningu frá árinu 2000 þannig að
tekjurýrnun er mikil miðað við áætl-
un.
Guðrún Sigurgeirsdóttir, fram-
leiðslustjóri hjá Úrvali-Útsýn, segir að
fyrirtækið hafi brugðist við þessum
búsifjum með því að minnka framboð-
ið og meðai annars hafi nýr áfanga-
staður verið lagður af. Ferðirnar í ár
kosta um 11% meira en sambærileg
ferðalög í fyrra en Guðrún telur að
skýringar á hruninu séu ekki aðeins
fall krónunnar. „í fyrra kom endir á
gríðarlega uppsveiflu og kannski voru
áætlanir okkar ekki raunhæfar. Allur
annar kostnaður almennings er líka
að hækka,“ segir Guðrún og nefnir
sem dæmi bensínverð.
Staðan þýðir að þeir sem eru til-
búnir að stökkva af stað í ferðalög
með örskömmum fyrirvara geta keypt
ferðir á hagstæðu verði en í góðærinu
var svo mikil eftirspurn að litið var
um slík tækifæri, að sögn Guðrúnar.
Guðjón Auðunsson, framkvæmda-
stjóri hjá Samvinnuferðum-Landsýn,
skýtur á að þar nemi samdrátturinn
15-20 prósentum. Líkt og aðrir í grein-
inni telur hann þó að ferðaskrifstofur
nái nokkuð að bjarga sér fyrir horn
með því að skera niður framboð. Þær
aðgerðir hafl valdið því að nýting vél-
anna sé góð. „Það er líka bara þannig
að ákveðinn hópur fólks virðist ætla
að bóka seinna en áður,“ segir Guðjón
sem getur ekki skotið á hve mikið
tekjutap verður miðað við áætlun.
Árið 2000 var sett met i sólarferða-
gleði landans. Nú blasir hins vegar
við að íslendingar muni spara sér
mikinn gjaldeyri. -BÞ
Dráttarvélarslys:
Þyrla sótti slas-
aöan mann
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
slasaðan mann úr Vatnsdal á slysa-
deild Landspítalans í Fossvogi. Maður-
inn haföi orðið undir dráttarvél þar
sem hann var við störf ásamt föður
sinum. Að sögn lögreglunnar á
Blönduósi vildi slysið þannig til að
maðurinn hugðist taka sér far með
dráttarvélinni með því að standa á
tröppu. Trappan gaf sig og féll maður-
inn kylliflatur til jarðar og fékk aftur-
hjól dráttarvélarinnar yfir sig. Ekki
liggur ljóst fyrir hversu mikil meiðsl
maðurinn hlaut en hann var ekki tal-
inn i lífshættu í gærkvöld. -aþ.
Jói útherji
Knattspyrnuverslun
Ármúla 36 • sími 588 1560
*
*
*
/
*
*
í
/
*
*
*
*
*
*