Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 25
29
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001
l>v Tilvera
Eminem hótar
mordi á plötu
Þrátt fyrir að ný plata rapparans
Eminems sé enn ekki komin á mark-
að er hún þegar umdeild. í síðasta lag-
inu hótar hann söngvurum banda-
rísku hljómsveitarinnar Limp Bizkit
lifláti. „Ég ætla að stinga byssu upp í
munninn á þér og sprauta á vegginn,"
rappar Eminem. Hann reynir ekki að
leyna því að hótununni er beint gegn
DJ Lethal. Fredi Durst fær einnig
sinn skammt. Eminem hljómar reið-
ari en nokkru sinni þegar hann kallar
söngvara Limp Bizkit aula sem hermi
bara eftir honum.
Bond-leikari í
hnapphelduna
Pierce Brosnan Bond-leikari hefur
ákveðið að giftast unnustu sinni,
Keely Shaye Smith, i byrjun ágúst.
Brúðkaupið verður haldið í rómversk-
kaþólskri kirkju í vesturhluta heima-
lands hans, Irlands. Brosnan er ekkill
en hann var giftur fyrrverandi Bond-
stúlkunni Cassöndru Harris. Hann
hefur tvisvar frestað að giftast núver-
andi unnustu sinni, nú síðast vegna
veikinda sonar síns.
Talið er að leikarinn hafi samið við
breska tímaritið Hello um einkarétt á
myndatöku í brúðkaupinu og fengið
tugi milljóna fyrir.
Puff Daddy
kominn meö
nýja Lopez
Rapparinn Puff Daddy virðist vera
búinn að jafna sig eftir að hin íðil-
fagra Jennifer Lopez lét hann flakka
fyrir skemmstu. Hann spókaði sig
með nýrri Lopez í Mónakó á dögun-
um, að minnsta kosti ígildi .nýrrar
Lopezar. Sú nýja er nefnilega ískyggi-
lega lík hans fyrrverandi og er síst eft-
irbátur hennar hvað fegurð varðar.
Jennifer er hins vegar hörkukvendi
og það má ekki vanmeta snarræði
hennar í erfiðum aðstæðum. Það
sannaði hún þegar hún bjargaði nýja
kærastanum sínum frá því að kafna í
mat sínum. Hún beitti Heimlich-að-
ferðinni, prýðiskvenkostur það.
Heilbrigðisstofnunin á Selfossi:
Liósmæður á Netið
Ljósmæður á Heil-
brigðisstofnun Suður-
lands á Selfossi opn-
uðu nýlega heimasíðu
þar sem finna má
helstu upplýsingar
um meðgöngu, fæð-
ingu og sængurlegu.
Ljósmæðurnar við
stofnunina lögðu I
sameiningu til efni
á síðuna góðu
sem hefur
fengið
mjög
já-
= með upplýsingar fyrir foreldra
kvæðar viðtök-
ur. „Við höfum
á síðustu dög-
um verið að fá
mörg bréf í
tölvupósti frá
til dæmis for-
eldrum sem
eru afskaplega
ánægðir með það
efni og upplýsing-
ar sem fæst á
heimasíö-
unni,“
segir Svanborg Egilsdóttir yfirljós-
móðir.
Vatnsfæöingar vinsæiar
Fæðingar á Heilbrigðisstofnun-
inni á Selfossi eru gjarnan á bilinu
140 til 180 á ári hverju. „Á árinu
2000 voru 167 fæðingar hjá okkur.
Það er greinilegt að margir foreldr-
ar hafa kosið að eignast börn á
tímamótaárinu 2000. Fæðingarnar
verða sjálfsagt eitthvað færri í ár
enda þótt við sjáum árið aldrei ná-
kvæmlega fyrir,“ segir Svanborg
Egilsdóttir. Hún er ein átta ljós-
mæðra sem starfa við stofnuina
auk þess sem einn af yflrlæknun-
um, Jón B. Stefánsson, er sér-
menntaður í kvensjúkdómum og
fæðingarhjálp.
Vaxandi vinsælda nýtur
meðal þeirra barnshafandi
kvenna sem koma á fæðingar-
deildina á Selfossi að ala börn
sín I vatni. Fyrir sjö árum
var þar settur upp myndar-
legur vatnspottur sem kon-
urnar geta alið böm sín í ef
áhugi er fyrir hendi. Það hef-
ur talsvert verið að aukast á
síðustu árum en á síðasta ári
ólu rúmlega þrettán prósent
DV-MYNQ EÖJ
Á fæðingardeildinni.
Á bilinu 140 til 180 konur
fæöa börn á Heilbrigöisstofn-
uninni á Selfossi á ári hverju.
Margar konur kjósa aö fæöa
börn sín í vatni.
þeirra sem komu á deildina börn
sin pottinum góöa. Að fæða börn
með þvi lagi þykir mörgum konum
afbragðsgott.
Barnsfæöing eölilegur
hluti af lífinu
„Við erum að færa okkur inn í
nútímann með þvl að bjóða fólki
upp á að nálgast upplýsingar um
barneignir og fæðingar á Netinu,"
segir Svanborg Egilsdóttir. Það var
Guðlaug Einarsdóttir, ljósmóðir
við deildina, sem óf síðuna sem er
mjög aðgengileg og er á slóðinni
http://hss.selfoss.is/bom. „Við
viljum að fólk geti nálgast allar
upplýsingar, skýrar og fordóma-
lausar, á einum stað. Stundum
hafa farið af stað ýmsar sérkenni-
legar sögur um að hlutirnir í þessu
ferli „meðganga-fæðing-sængur-
lega“ eigi að vera með einhverjum
allt öðrum hætti en raunin er. Upp-
lýsingar um hið sanna og rétta í
málinu getur fólk aflað sér þarna.
Við lifum líka á þeim tímum nú að
barnsfæðing sé eðlilegur hluti af
lífinu en ekki sjúkdómur en þessa
viðhorfs varð vart á síðari hluta
síðustu aldar,“ segir Svanborg.
Auk þess sem ljósmæður, sem
starfa við Heilbrigðisstofnunina á
Selfossi, sinna fæðingarhjálp og
konum í sængurlegu eru þær nú í
seinni tíð einnig farnar að sinna
mæðravernd á heilsugæslustöðv-
um vítt og breitt á Suðurlandi. Fer
sá þáttur raunar vaxandi rétt eins
og sjálf meginstarfsemin á sjúkra-
húsinu á Selfossi. -sbs
Dagsins amstur látið lönd og leið á björtu sumarkvöldi
Bæjarstjórn lét
spretta úr spori
- á fantagóðum reiðvegum í upplandi Hafnarfjarðar
Veðrið lék við hesta og
menn þegar stjórn Hesta-
mannafélagsins Sörla í Hafn-
arfirði bauð bæjarstjórnar-
mönnum á hestbak í fyrra-
kvöld. Tilgangurinn var auð-
vitað fyrst og fremst að
skemmta öðrum og sjálfum
sér. Máttarvöldin lögðu sitt af
mörkum því vorveðrið var
eins og hest gerist. Góðir
reiðvegir sem lagðir hafa ver-
ið af myndarskap fyrir góðan
stuðning HafnarQarðarbæjar
og reiðvegasjóðs Landssam-
bands hestamannafélaga
spilltu heldur ekki fyrir.
Það var einmitt um hluta
þessara reiðvega sem ferð-
inni var heitið. Einnig var lit-
ið á hið góða keppnissvæði fé-
lagsins. Þar er aðstaða öll með besta
móti og þar veröur íslandsmót barna
og unglinga í hestaíþróttum einmitt
Nýtt kort
Forsíöa á hinu
nýja reiðvega-
korti sem feröa-
nefnd Sörla er
aö láta gera og
veröur tilbúiö inn-
an skamms.
haldið dagana 22., 23! og 24.
júní nk.
Fyrir þá sem ekki þekkja
til má geta þess að net reið-
vega liggur um uppland Hafn-
arfjarðar. Þannig liggja sam-
tengdar götur í Gráhellu-
hrauni. Þar er hægt að velja
sér styttri reiðleiðir eða
lengri. Þá er hægt að fara svo-
nefndan Hamraneshring, frá
Hlíðarþúfum og út fyrir
Hamranes, að Hvaleyrar-
vatni. Einnig er hægt að fara
Kjóadalshring, leið sem ligg-
ur í kringum Kjóadal,
Seldalsveg, frá Hvaleyrar-
vatni, um Seldal (og inn á
Kjóadalshring) og Smyrlabúð-
arleið, frá Kaldárselsvegi með
Smyrlabúð í norðúrbotn Búr-
fellsgjár.
Þannig tengist Hamranesleiðin
Seldalsleiðinni sem tengist Kjóadals-
DV-MYNDIR EOJ
Lagt í ‘ann
Bæjarfulltrúar ásamt bæjarstjóra tilbúnir í slaginn. F.v.: Tryggvi Haröarson,
Valgeröur Halldórsdóttir, Magnús Gunnarsson bæjarstjóri, Steinunn Guöna-
dóttir og Þorsteinn Njálsson.
Magnús og Blossi
Þaö fór vel á meö þeim Magnúsi
Gunnarssyni bæjarstjóra og hestin-
um Blossa frá Árgeröi, bæöi fyrir
reiðtúr og eftir.
Sveifla á Tryggva
Þaö var sveifla á Tryggva Haröarsyni
bæjarfulltrúa á hestinum Skildi í
upphafi feröarinnar.
hring o.s.frv.
Frá Kaldárseli er hægt að ríða
hringinn í kringum Helgafell eða taka
stíginn til vinstri og ríða í Valaból.
Einnig er hægt að
ríða suður til
Krýsuvíkur.
Reiðveganefnd
Sörla er að láta
vinna reiðleiða-
kort af svæðinu,
allt frá Rauða-
vatni, suður fyrir
Helgafell og austur
fyrir Elliðavatn.
Þar verða m.a.
kennileiti og vel
merktar reiðleiðir.
Félagsmenn Sörla
fá kortið án endur-
gjalds en öðrum
verður það selt við
vægu verði. Og auðvitað skorar nefnd-
in á önnur hestamannafélög að halda
uppi merkinu og láta útbúa góð reið-
vegakort af sínu svæði. -JSS
Móttaka
Viðhjálmur Ólafsson, formaöur Sörla, bauö Magnús
Gunnarsson bæjarstjóra og bæjarfulltrúa velkomna á
svæöiö. T.v.: Guörún Guömundsdóttir og Stefania Sigurö-
ardóttir, stjórnarmenn í Sörla.
IGNIS 4x4
SPORTJEPPLINGURINN
Meðaleyðsla 6,9 I
1.545.000,-
SUZUKI BILAR HF
Skeifunni 17. Simi 568 51 00.