Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 13
13
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001
Menning
DV
Umsjón: Sigtryggur Magnason
DV-MYND HILMAR ÞOR
Engin tilviljun
„Ég held aö þaö sé engin tilviljun aö Njála skuli hafa notið þeirra vinsælda sem raun þer vitni, bæöi meöal almennra lesenda og þeirra sem hafa endurritaö
söguna, “ segir Jón Karl Helgason um viöfangsefni nýrrar bókar sinnar, Höfundar Njálu.
Ódysseifur til sölu
Mikil eftir-
spurn er eftir
sjaldgæfum
handritum hjá
uppboðshöldur-
um eins og Sot-
heby’s. Nýlega
var On the Road
eftir Jack Kerou-
ac selt fyrir háar
fúlgur en nú er
komið að James Joyce. Sotheby’s
ætlar í næsta mánuði að selja upp-
kast að frægasta verki hans,
Ódysseifi. Búist er við að uppkast
Joyce fari á um 180 milljónir króna.
James Joyce var sjö ár að skrifa
bókina sem kom út á afmælisdegi
hans, annan febrúar árið 1922.
Uthlutun ur Menn-
ingarborgarsjóði
Úthlutað hefur verið úr Menning-
arborgarsjóði í fyrsta sinn en hann
var stofnaður af borgarstjóra og
menntamálaráðherra í byrjun árs-
ins. Úthlutunamefnd er skipuð Þór-
unni Sigurðardóttur formanni, Kar-
itas H. Gunnarsdóttur, Katrínu
Dóru Þorsteinsdóttur, Kristínu
Árnadóttur og Þórhildi Þorleifsdótt-
ur.
Markmið sjóðsins er að efla ný-
sköpun á sviði lista, menningar-
verkefni fyrir börn og ungt fólk og
menningarverkefni á vegum sveit-
arfélaga á landsbyggðinni. 203 um-
sóknir bárust og var sótt um 250
milljónir. Næsta úthlutun verður í
mars eða apríl á næsta ári.
Alls voru veittir styrkir fyrir 25
milljónir en hæstu einstöku styrkir
voru 1,2 milljónir króna. Fjórir slík-
ir styrkir voru veittir og runnu til
Gamla apóteksins á ísafirði vegna
sumarleikhúss ungs fólks, Kistan.is
vegna margmiðlunardagskrár um
Megas á Nýlistasafninu, Kvik-
myndafélagið Einstefna vegna
heimildarmyndarinnar Býrðu í
bragga og Óperustúdíó Austurlands
vegna Bjartra nótta í júní 2001.
Styrki að upphæð ein milljón
króna hlutu Borgarbókasafn
Reykjavíkur vegna bókmenntavefj-
ar, Listasafnið á Akureyri vegna
sýningar á verkum Pers Kirkeby,
Fræðslumiðstöð Reykjavíkur vegna
Heimsóknar til höfuðborgarinnar,
Háskóli íslands vegna Opins há-
skóla á landsbyggðinni, Kvik-
myndaverstöðin vegna myndar um
listsköpun Sveins Björnssonar og að
lokum Schola Cantorum vegna ís-
lenskrar jólaóratóríu eftir John
Speight.
Alls hlutu 40 menningarverkefni
styrki og meðal annarra verkefna
voru Galdrastef á Ströndum, Þjóð-
lagahátíðin á Siglufirði, Framtíðar-
músík, Ný tónlist - gamlar myndir,
Skuggaleikhús Ófelíu, Eyðibýla-
verkefni og Grýlugleði.
Austfirsku
meistararnir
Á morgun
verða opnaðar
tvær myndlist-
arsýningar að
Skriðuklaustri
i Fljótsdal.
Listasafn ís-
lands hefur
tekið saman
sýningu fyrir
Gunnarsstofnun sem nefnist Aust-
firsku meistararnir. Á sýningunni
eru verk eftir myndlistarmenn sem
eiga rætur að rekja til Austurlands
en meðal þeirra eru Jóhannes S.
Kjarval, Finnur Jónsson, Jón Þor-
leifsson, Gunnlaugur Scheving,
Svavar Guðnason, Tryggvi Ólafsson
og Elías B. Halldórsson.
Einnig verður í Gallerí Klaustri
opnuð sýning Ólafar Bjarkar Braga-
dóttur á ljósmyndaverkum sem hún
vann i Frakklandi.
Njála er vírus
„Náin kynni okkar Njálu hófust fyrir um 10
árum þegar ég byrjaði að rannsaka endurritun
sögunnar í tengslum við doktorsritgerð sem ég
varði við háskóla í Bandaríkjunum. Ritgerðin,
sem fjallar um íslenskar, enskar, norskar, dansk-
ar og bandarískar útgáfur og þýðingar Njálu,
kom út í Bretlandi árið 1999. Hluti af þessum
rannsóknum skilaði sér í bók sem ég sendi frá
mér árið 1998 og nefndist Hetjan og höfundurinn
og hluti þeirra lögðu grunn að Höfundum Njálu,“
segir Jón Karl Helgason höfundur bókarinnar
Höfundar Njálu sem kom út fyrir skömmu. í bók-
inni fjallar hann um endurritun Njáls sögu er-
lendis, einkum í Bretlandi, Danmörku og Banda-
ríkjunum. Bókinni fylgir margmiðlunardiskur-
inn Vefur Darraðar sem inniheldur meðal annars
texta eins elsta handrits Njálu og fjölda ljóða og
myndskreytinga sem sprottið hafa upp úr frjóum
jarðvegi sögunnar. Sveinn Yngvi Egilsson og Þór-
ir Már Einarsson unnu með Jóni Karli að gerð
margmiðlunardisksins en hann er að nokkru
leyti byggöur á verki Matthíasar Johannessens,
Njála í íslenzkum skáldskap, sem út kom 1958.
Diskurinn tengist báðum bókum Jóns Karls um
Njálu og er m.a. unnin með styrk úr Upplýsinga-
fæknisjóði Rannsóknarráðs íslands.
Víðfeömt samfélag
Það kemur manni nokkuð á
óvart við lestur bókarinnar hversu
víðfeðmt samfélag er í kringum
Njáls sögu.
„Já, það eru ekki mörg íslensk
verk sem hafa fengið jafn mikla út-
breiðslu og Njáls saga og verið
endurrituð með jafn fjölbreytileg-
um hætti. Ég hef stundum viljað
líkja þessu við vírus: ákveðin bók-
menntaverk eru þess eðlis að
margir sem lesa þau finna ekki
frið í beinum sínum fyrr en þeir
hafa umorðað þau eða endurskap-
að á einhvem hátt. Njála virðist
vera svona vírus. Þannig hafa
ótrúlega mörg íslensk ljóðskáld
fundið sig knúin til að yrkja að
minnsta kosti eitt ljóð upp úr sqg-
unni, en það sem er einstakt við
Njálu er hvað margir útlendingar
hafa endurritað hana. Þeir hafa
líka í mörgum tilvikum verið
djarfari í efnistökum en íslensku
skáldin."
En endurritun sögunnar hér á
landi hefur aðallega verið stunduó
af Ijóðskáldunum?
„Viðamesti flokkurinn af ís-
lenskum endurritunum sögunnar eru ljóð og
kvæði, þó svo að hér megi einnig fmna bama-
bækur, skáldsögur, leikrit og jafnvel kvikmynda-
handrit byggð á Njálu. í seinni tíð hafa íslending-
ar reyndar leyft sér meiri léttúð í endursköpun
sögunnar en það eru heimildir fyrir því að ís-
lenskir leikritahöfundar hafi á árum áður verið
varaðir við þvi að fást við íslendingasögurnar í
verkum sínum.
Staðreyndin er sú að flestir íslendingar lesa og
meta endurritanir á Njáls sögu og öðrum Islend-
ingasögum með hliðsjón af almennum útgáfum
sögunnar. Erlendis eru slík verk fremur lesin á
sínum eigin forsendum. í Höfundum Njálu reyni
ég aö skoða erlendu verkin í því samhengi sem
þau verða til í, sem sjálfstæð höfundarverk, þó að
ég hafi reyndar alltaf annað augað á viðkomandi
„frumtexta", sem í flestum tilvikum er einhver
þýðing sögunnar."
Jón Karl segir að gott dæmi um stöðu þessara
endurritana erlendis séu viðtökur sögulegrar
skáldsögu eftir bandarísku skáldkonuna Dorothy
James Roberts sem fjallar um Hallgerði langbrók:
„Skáldsaga Roberts fékk þann dóm í virtum blöð-
um vestra að höfundi tækist að bæta úr ýmsum
göllum sem einkenndu íslendingasögurnar."
Njála Jónasar
í hverju heldurðu aó Njálu-vírusinn felist?
„Ég held að það sé engin tUviljun að Njála
skuli hafa notið þeirra vinsælda sem raun ber
vitni, bæði meðal almennra lesenda og þeirra
sem hafa endurritað söguna. í sögunni er sagt frá
óvenjulega mörgum eftirminnilegum persónum
og fengist við áleitnar grundvaUarspurningar
sem eiga enn erindi við okkur. Það virðist sama
hver lesandinn er, hann getur aUtaf heimfært
eitthvað úr Njálu upp á sjálfan sig og sitt um-
hverfi. Mér hefur í þessu sambandi dottið í hug
að lýsing Njálu á Gunnari á Hlíðarenda sé í raun
eins og málaði gapastokkurinn í Tívolí: hver sem
er getur stungið hausnum inn og látið taka mynd
af sér. Menn sjá Gunnar fyrir sér sem fuUtrúa
ólikustu hugmynda, sem segja oft meira um þann
sem túlkar verkið en Njálu sem slíka.“
Hvaóa skrif helduróu aó hafi mest áhrif á ís-
lenskan samtímalesanda þegar hann opnar Njálu?
„Rannsókn min sýnir að vissu leyti fram á að
þótt Njála sé stöðugt endursköpuð eiga fæstar
endurritanir sögunnar sér langt líf fyrir höndum.
Tilteknar þýðingar hafa reyndar orðið furðu
lifseigar en hér á íslandi virðist einn texti standa
upp úr: Gunnarshólmi Jónasar Hallgrímssonar.
Hann hefur haft mikil áhrif á skilning manna á
sögunni, sérstaklega á kaflanum sem lýsir þvi
þegar Gunnar snýr aftur. Það er
hægt að túlka þann atburð á margan
hátt en einhvern veginn hefur túlk-
un Jónasar orðið sú „eina rétta“.
Ljóð Jónasar er enn fremur endur-
ritað af yngri skáldum, auk þess
sem finna má ýmsar þýðingar þess.“
Darraðardans
Hefuróu sagt skilió við Njáls sögu
meó þessari bók?
„Ég held að þetta sé að verða
ágætt, að minnsta kosti i bili. Þetta
er þriðja bókin sem ég sendi frá mér
um Njálu á rúmlega þremur árum.
Á margmiðlunardiskinum Vefur
Darraðar, sem fylgir með bókinni,
má finna umtalsvert magn af viðbót-
argögnum: 150 Njáluljóð eftir um 100
höfunda, nýja útgáfu Sveins Yngva
Egilssonar á Njálu og hátt í 300
myndskreytingar úr útgáfum og
þýðingum sögunnar. Þetta efni er
tengt saman þannig að hægt er að
ferðast að vild á milli sögunnar og
tengdra ljóða og mynda. Hugmyndin
er að bjóða lesendunum upp í dans;
þeir eiga þess kost að spinna þennan
þráð frekar."
Ekki lengur
grannvaxin
f Höfundum Njálu er að finna
mikið af skemmtilegum textum sem
eru lítt þekktir hér á landi. Til
dæmis er fjallað um skáldsögu
Dorothy James Roberts, Fire in the
Ice, sem er söguleg skáldsaga um
ævi og ástir Hallgerðar langbrókar.
Erlendir gagnrýnendur sögðu þegar
bókin kom út 1961 að Roberts hefði
bætt úr ýmsum göllúm sem ein-
kenndu íslendingasögumar. Hér að
neðan fer mannlýsing Hallgerðar
Höskuldsdóttur.
Oft var hún drukkin þegar hún
staulaóist í rúmiö í morgunsáriö.
Endrum og eins, þegar karlmaóur
freistaöi hennar, gaf hún sig honum
en hún gœtti þess aó fara ekki of
geyst á því sviði. [...] Innan árs var
fríöleiki hennar farinn aö samrœm-
ast aldrinum. Innan tveggja ára var
hún ekki lengur grannvaxin. Innan
fimm ára var hún svo langt leidd aó
sjálfsagi og hófsamir lifnaóarhœttir
heföu ekki dugað til að endurheimta
feguróina sem hún hafði glataó. Hún
hafði gœtt vel að útliti sínu frá því
hún komst til meðvitundar um eigin
kvenleika, og nú greindi hún hrörn-
unarmerkin og harmaöi þau. En ég
get ennþá gengió framhjá karlmönn-
um sem hópast hafa um unga stúlku
og náð óskiptri athygli þeirra, hugs-
aói hún með sér; ég stend á fertugu
og hef ekki enn fyrirhitt konu sem
ber af þegar ég er viðstödd.