Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 14. JtJNÍ 2001
Fréttir DV
Tveir menn úr Reykjavík töldu sig vera aö nýta hlunnindi í Reykhólahreppi:
Eru ákærðir fyrir að
skjóta 115 toppskarfa
- fuglafræöingur kvaddur til af dómara
til aö kanna hræ sem geymd eru í frosti
Sýslumaðurinn á Patreksfirði
hefur gefið út ákæru á hendur
tveimur Reykvíkingum fyrir að
hafa skotið 115 toppskarfa og 6
lunda í Hergilseyjarlöndum í Reyk-
hólahreppi í Barðastrandarsýslu í
ágúst á síðasta ári.
Réttarhöld áttu að hefjast í vik-
unni en var frestað þar sem héraðs-
dómari kvaddi til fuglafræðinga til
að rannsaka hræin af fuglunum.
Þau hefur sýslumaður látið geyma í
frosti á Patreksfirði frá því í fyrra
þegar málið kom upp. Fuglafræð-
ingurinn mun m.a. kanna hvort hér
var um að ræða unga eða fullorðna
fugla.
Mennirnir sem skutu fuglana
töldu sig í fullum rétti þar tU lög-
reglan hafði af þeim afskipti. Þeir
voru í Hergilseyjarlöndum með
fuUu leyfi landeigenda.
Skarfur er friðaður á þeim árs-
tíma sem um er að ræða í ákæru.
Hins vegar töldu mennirnir sig vera
að nýta hlunnindi jarðarinnar sem
var heimilt þrátt fyrir friðunina. í
málinu verður því sterklega gripið
til varna.
Sýslumaður ákærir mennina ann-
ars vegar fyrir brot á lögum um
vernd og veiðar á viUtum fuglum og
spendýrum en hins vegar fyrir brot
á reglugerð um fuglaveiðar og nýt-
ingu hlunninda af villtum fuglum.
Ófremdarástand:
Margar
læknastööur
ómannaöar
Aðalfundur Félags íslenskra
landsbyggðarlækna, sem haldinn var
nýlega í Borgamesi, vekur athygli
stjórnvalda á því ófremdarástandi
sem ríkir í heilbrigðisþjónustu
landsbyggðarinnar. Um skeið hafi 15
tU 20 læknisstöður á landsbyggðinni
verið ómannaðar eða aðeins setnar
læknum um stundarsakir. Ástandið
hafi versnað og nú sé svo komið að i
sumum héruðum sé brostinn á flótti
þar sem sem álag og starfsskUyrði
eru algjörlega óviðundandi.
Landsbyggðarlæknar telja fyrir-
sjáanlegt, verði ekki gripið inn i
þessa atburðarás með rótttækum
hætti, aö þeim læknishéruðum
fjölgi sem sjá á bak læknum sínum
til annarra starfa. -GG
VG til viðræðna:
Vilja helst stilla
upp eigin lista
Samfylkingarfé-
lag Akureyrar hef-
ur ákveðið að
bjóða fram i næstu
sveitarstjórnar-
kosningum vorið
2002. Félagið hefur
ákveðið að leita
eftir því hvort
Steingrímur J. skapast geti breið
Sigfússon. samstaða fólks á
vinstri væng stjórnmálanna á Akur-
eyri og því markmiði telur Samfylk-
ingarfélagið að ekki verði náð nema
með því að sameina krafta félags-
hyggjufólks.
Jón Ingi Cæsarsson, formaður
Samfylkingarfélags Akureyrar, seg-
ir að vilji sé til að kanna hvort ekki
sé um sameiginlegan málefnagrund-
völl að ræða. Samfylkingin telur að
saga bæjarmála á Akureyri hafi ein-
kennst af gríðarlegum styrk Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
til skiptis og því þurfi félagshyggju-
fólk að breyta.
Valgerður Jónsdóttir, formaður
kjördæmisráðs VG í Norðurlandi
eystra, segir að VG ætli að ræða við
Samfylkinguna en mun fleiri VG-
fylgjendur á Akureyri séu fylgjandi
þvi að fara fram einir með lista.
Steingrímur J. Sigfússon, þing-
maður og formaður VG, segir það
alls ekki yfirlýstan vilja VG að fara
fram einir með lista við næstu sveit-
arstjórnarkosningar þó sá andi svífi
nokkuð yfir vötnum. -GG
Skall á brúar-
handriðið á Höfn
Jepplingur með tjaldvagn í eftir-
dragi hafnaði á handriöi brúarinnar
yfir Hornafjarðarfljót i gærmorgun.
ökumaðurinn slapp ómeiddur en
jepplingurinn skemmdist það mikið
að hann er óökufær og varð að flytja
burt með krana. Að sögn lögreglu
var maðurinn á löglegum hraða en
brúin mun erfið yfirferðar, einkum
þegar aftanívagnar eiga í hlut. -aþ
^ Ólína Þorvarðardóttir skólameistari MÍ:
Isfiröingar tárfelldu af
gleöi yfir umsókninni
- einhugur í skólanefnd um ráðninguna
Menntaskólinn á ísafiröi
ísfiröingar bíöa spenntir eftir aö Ólína Þorvaröardóttir veröi skótameistari.
Samkvæmt
heimildum DV
ríkti einhugur í
skólanefnd
Menntaskólans á
ísafirði um að
beina þvl til
menntamálaráð-
herra að doktor
Ólina Þorvarðar-
dóttir þjóðfræðing-
ur verði ráðin næsti skólameistari
MÍ. Gengið var frá erindinu skrif-
lega í gær en ráðherra ber að fara
að umsögn skólanefndar. ísfirðingar
bíða nú spenntir endurkomu Ólínu
sem er gamall nemandi skólans.
Ólafur Helgi Kjartansson, formað-
ur skólanefndar, sagðist ekki geta
tjáð sig um niðurstöðu nefndarinn-
ar fyrr en ráðherra hefði fengið þær
í hendur.
Hann sagði þó að einhugur hefði
verið í nefndinni en valið stóð að-
eins um einn umsækjanda eftir að
annar umsækjandi, Ásgerður Bergs-
dóttir, dró sig í hlé.
„Umsækjandinn er mjög hæfi-
leikaríkur og hefur mikla menntun,
mikla reynslu og nám í stjórnun að
baki,“ sagði Ólafur Helgi Kjartans-
son, „en það er ráðherrans að
ákveða hver verður skólameistari.“
Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt
situr með Ólafi Helga Kjartanssyni,
Gunnari Þórðarsyni, Birnu Lárus-
dóttur og Önnu Jensdóttur í skóla-
nefnd MÍ ásamt áheyrnarfulltrúa
kennara og nemenda og Birni Teits-
syni skólameistara. Hún sagðist
heldur ekki geta tjáð sig um niður-
stöðu nefndarinnar að svo stöddu.
Aðspurð um hugsanlega komu
Ólínu í starfið sagði Elísabet.
Mikill fengur
„Hún hefur gríðarlega reynslu og
það yrði mjög mikill fengur að fá
hana. Mér finnst stórkostlegt að
hún skuli vilja takast á við stjóm
þessa skóla. Fólkið í bænum nánast
komst við af hrifningu yfir því að
hún skuli hafa sótt um og einnig
þeir kennarar sem hafa tjáð sig um
málið.“
Björn Teitsson sem verið hefur
skólameistari til margra ára lætur
nú af þessari stöðu og er á leið til
kennslustarfa á Akureyri. Ákvæði
eru í lögum um að kennsluréttinda
sé krafist í slíkar stöður á fram-
haldsskólastigi. Þau réttindi hefur
Ólína þó ekki en það er talið létt-
vægt þar sem hún hafi mjög miklar
prófgráður og reynslu sem dygðu
henni að óbreyttu til að taka að sér
rektorsstöðu í háskóla. Hún var
m.a. metin hæf til að gegna lektors-
stöðu við Háskóla íslands. Ólína gat
þess líka í umsókn sinni að hún
væri tilbúin að afla sér kennslurétt-
indanna á fyrsta starfsári. Ráðherra
hefur heimild samkvæmt 24. gr.
laga númer 70/96 að setja mann til
reynslu í embætti til eins árs í senn
áður en hann er skipaður en þó
aldrei lengur en í tvö ár.
„Ég finn fyrir jákvæðum hug
heimamanna en nú er það bara ráð-
herrans að úrskurða um málið. Ef
til kemur að ég fái stöðuna þá
hlakka ég til að koma vestur á ísa-
fjörð og takast á við þau verkefni
sem þar bíða. Það var margskorað á
mig að sækja um þessa stöðu. Ég
vona því að þetta verði niðurstaðan
og ég geti komið aftur heim í hérað
með mitt fólk,“ sagði Ólína Þorvarð-
ardóttir sem er tilbúin að pakka um
leið og kallið kemur.
-HKr.
Vinnupallar óhreyföir í þrjú ár:
Ekkert annaö
en slysagildra
- stendur til bóta, segir framkvæmdastjóri
Vinnupallar við Domus Medica
við Egilsgötu hafa staðið óhreyfðir í
þrjú ár og á þeim tíma hefur vinna
við frágang hússins að mestu legið
niðri. Nágrannar hafa miklar
áhyggjur af ástandinu en þeir segja
vinnupallana, sem orðnir eru gaml-
ir og lúnir, vera vinsælan sam-
komustað ungmenna. Mikið er um
veggjakrot á þeirri hlið hússins þar
sem vinnupallarnir standa.
„Þolinmæði margra sem hér búa
er á þrotum. Pallarnir eru búnir að
standa þama árum saman og það
sér hver maður að öryggisnetin
þjóna ekki lengur hlutverki sínu.
Þetta er ekkert annaö en slysagildra
og spurning hvenær einhver slasast
þarna. Svo er líka sjónmengun af
húsinu," sagði nágranni í samtali
viö DV .
Jón Gauti Jónsson, framkvæmda-
stjóri Domus Medica, sagði fram-
kvæmdir við húsið hafa tekið mun
lengri tíma en áætlað var. „Við höf-
um að sjálfsögðu haft áhyggjur af
þessu en sem betur fer standa þessi
mál nú til bóta. Vinna viö klæðn-
ingu hússins hefst innan skamms
og við stefnum að því að Domus
Medica verði fint og fallegt í sumar-
lok,“ segir Jón Gauti Jónsson. -aþ
DV-MYND JAK
Gamlir og lúnir vinnupallar
Unglingar sækja í vinnupallana og
halda sig gjarna á þaki hússins,
eins og sést á veggjakrotinu
á efstu hæö.
Umsjón: Hörður Kristjánsson
netfang: hkrist@ff.is
Sighvatur hættir...!
Glæný tíðindi berast nú af málefn-
um forystumanna Samfylkingarinnar
úr höfuðstað Vest-
fjarða og fyrrum
eldrauðum bæ
krata. í blaðinu
Skutli á Isafirði,
sem kom út á sjó-
mannadaginn og
reyndar er enn titl
að í haus „blað A1
þýðuflokksins í Vestfiarðakjördæmi",
er að finna „skúbb“ ársins á forsíðu.
í fimm dálka fyrirsögn segir: „Sig-
hvatur Björgvinsson hættir á
þingi“ og f undirfyrirsögn að séra
Karl V. Matthíasson taki við þing-
sætinu. Einhvern tíma hefðu minni
tíðindi en þetta þótt tilefni til mikill-
ar umræðu. Við rannsókn pottverja á
málinu kom í ljós að ansi margir
mánuðir eru siðan fréttin var í há-
mæli í öllum fiölmiðlum sem gefnir
eru út í Reykjavík. Skýringin á upp-
slættinum í Skutli hljóti því að vera
að fréttin hafi ekki borist vestur fyrr
en með vorskipinu...
Kippt af dagskrá!
Stöð tvö hleypti af stað f vetur
spurningaþættinum Viltu vinna
milljón?
Naut
hann fá-
dæma vin-
sælda og
sátu menn
sem límdir
fyrir framan skjái landsmanna með-
an svarendur helltu úr viskubrunn-
um sínum. Svo góðir þóttu þættirnir
aö ákveðið var að endursýna þá í
sumar. Það vakti því athygli á
þriðjudag að endursýningunni var
kippt út úr áður prentaðri dagskrá.
Þykir það synd því mörg óborganleg
svör komu fram við spumingum
þáttarstjórnanda. Þar minnast menn
til dæmis nýyrðis á öðru heiti á kart-
öflum sem kallaðar voru „moldarapp-
elsínur." Eins þegar annar svarandi
var ekki alveg klár á hvað teikni-
myndakapparnir Rip, Rap og Rup
voru margir....
Ólíkt hafast menn að
Á meðan íslenskir hvalveiðisinnar
rembast éins og rjúpan við staurinn
að fá Áma M.
Mathiesen sjávar-
útvegsráðherra til
að heimila hval-
veiðar berast önd-
verö tíðindi af
næsta nágranna
okkar í vestri,
Grænlendingum,
sem fram til þessa
hafa mátt veiða hvali. Þar á bæ horfa
menn nú fram á það dragi stórlega
úr veiðunum á næstu árum. Ekki
vegna Greenpeace eða Pauls
Watsons, sem eru að hrella þarlenda
veiðimenn með skæruhernaði, heldur
hafa Grænlendingar sjálfir ekki leng-
ur áhuga á að veiða hvali. Þeir nýta
ekki einu sinni þá kvóta sem þeir þó
hafa til hvalveiða. Nú hyggjast
stjórnvöld þar í landi auka eftirlitið
og hreinlega reka útgerðarmenn til
að nýti hvalveiðileyfin. Ætli Konráð
Eggertsson hrefnuskytta og félagar
hafi frétt af þessu..?
Hvaða vesen...?
Vestur á fiörðum hafa menn verið
að velta sér upp úr þvf að dr. Ólína
Þorvarðardóttir
hefði ekki kennslu-
j réttindi sem fram-
'! haldsskólakennari
og væri því óhæf til
að hljóta ráðningu
sem skólameistari
Menntaskólans á
ísafirði. Pottverjum
þykir þetta alvarlegur hlutur þvf þaö
er langt síðan ákveðið var i heita
pottinum að Ólína fengi ,jobbið“.
Birni Bjarnasyni ráðherra hefði því
verið í lófa lagið að ráða Ólínu strax
eftir lestur heita pottsins fyrir margt
löngu. Auk þess þykir skjóta skökku
við í pottinum að meiri kröfur þurfi
að gera til menntaskólarektors vestur
á fjörðum en doktors og háskólakenn-
ara við Háskóla íslands...