Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Blaðsíða 7
7 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 DV BIR: Þetta helst IWflBSIÍ HEiLDARVIÐSKlPTI 3000 m.kr. - Hlutabréf 800 m.kr. - Húsbréf 900 m.kr. MEST VIÐSKIPTI © Pharmaco 181 m.kr. € íslandsbanki 125 m.kr. ©Össur 106 m.kr. MESTA HÆKKUN © Olíufélagið 3% ©Össur 1,7% © Búnaöarbankinn 1,3% MESTA LÆKKUN ©Marel 12% ©Opin kerfi 8,4% © Nýherji 6,3% ÚRVALSVÍSITALAN 1054 stig - Breyting O -1,19% Krefjast lögbanns Þrír hluthafar í Lyfjaverslun ís- lands hf., þar af einn stjórnarmaður í félaginu, hafa þann 12. júní lagt fram lögbannsbeiðni hjá Sýslu- manninum í Reykjavík í tilefni af fyrirhuguðum kaupum Lyfjaversl- unar íslands hf. á Frumafli ehf. Beinist beiðnin að Lyfjaverslun Islands hf. og Jóhanni Óla Guð- mundssyni, eiganda Frumafls ehf. Krefjast hluthafarnir þess að lagt verði lögbann við því að Lyfjaversl- un geri kaupsamning við Jóhann Óla, f.h. eigenda Frumafls ehf., um kaup á hlutafénu og við því að Lyfjaverslun ráðstafi til Jóhanns Óla, eða annarra seljenda, hlutafé í Lyfjaverslun sem endurgjaldi sam- kvæmt slíkum samningi. Ossur fær 13,5 milljóna dollara lán Fulltrúar Össurar, Islandsbanka og Norræna fjárfestingarbankans (NIB) undirrituðu í gær lánssamn- inga að jafnvirði 13,5 milljóna doll- ara eða um 1,4 milljarða íslenskra króna. Um er að ræða endurfjármögnun vegna kaupa Össurar á bandarisku stoðtækjafyrirtækjunum Flex Foot og Century II Innovations og sænsku fyrirtækjunum Pi Medical og Karlsson & Bergström, að því er fram kemur í frétt frá Össuri hf. Lánið er til þriggja ára. GENGH) i-HSgS 14.06.2001 kl. 9.1 KAUP SALA HfigDollar 104,590 105,130 y^Pund 145,560 146,300 l*ÍKan. dollar 68,860 69,290 EHbönskkr. 11,9610 12,0270 BBHNorskkr 11,2240 11,2860 ESsænsk kr. 9,6530 9,7060 9Hn. mark 14,9962 15,0863 | Fra. franki 13,5928 13,6745 j 5 Bolg. franki 2,2103 2,2236 ' ,| Sviss. franki 58,4300 58,7500 C3hoII. gyllini 40,4604 40,7036 ^Þýskt mark 45,5884 45,8623 lh. líra 0,04605 0,04633 HJC Aust. sch. 6,4797 6,5187 Port. escudo 0,4447 0,4474 \ ' , Sná peseti 0,5359 0,5391 ; 1 * l.lap. yen 0,85680 0,86190 B 1 írskt pund 113,213 113,894 1 SDR 130,8100 131,6000 Hecu 89,1631 89,6989 Viðskipti Umsjón: Viöskiptablaðiö Vísitala neysluverðs hækkar um 1,5% í júní - hækkunin ekki eins mikil síðan í janúar-febrúar 1990 Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júníbyrjun 2001 var 212,6 stig og hækkaði um 1,5% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis var 211,7 stig og hækkaði um 1,8% frá maí. Þetta er töluvert meiri verðbólga en fjármálafyrirtækin höfðu spáð en þau spáðu að meðaltali 1,2% breyt- ingu milli mánaða. Hækkunin hefur ekki verið eins mikil og frá því milli janúar-febrúar 1990. Verðbólga síð- ustu þriggja mánaða mælist nú tæp 4,2% og tæp 18% á ársgrundvelli og hefur hún ekki verið eins mikil og frá því milli nóvember, desember og janúar áramótin 1985/1986 þegar hækkunin var 4,3%. Síðastliðna tólf mánuði hefur visitala neysluverðs hækkað um 6,8% og vísitala neysluverðs án hús- næðis um 7,1%. I samtali Viðskiptablaðsins við Birgi ísleif Gunnarsson seðlabanka- stjóra kom fram að bankinn hefði ekki tekið neina ákvörðun um hvort að bankinn hygðist grípa til ein- hverra aðgerða vegna þessara verð- bólgutalna. „I þeirri yfirlýsingu sem við gáfum út sameiginlega, ríkis- stjórnin og Seðlabankinn, í lok mars kemur fram að ef 12 mánaða verðbólgan vikur frá settu marki sem er 6% þá ber okkur að senda greinargerð til ríkisstjórnarinnar um ástæður og hvernig við bregð- umst við og hversu langan tíma það taki að ná verðbólgunni aftur inn fyrir mörkin. Þetta erum við að undirbúa núna en það tekur auðvit- að einhvern tíma. Meira get ég ekki sagt á þessu stigi,“ sagði Birgir ís- leifur. Verð á innfluttum vörum hækk- aði um 2,5% (vísitöluáhrif 0,9%) en verð á innlendum vörum og græn- meti hækkaði um 1,7% (0,32%). Þá hækkaði verð á þjónustu um 0,9% (0,28%). Af hækkunum má nefna að verð á nýjum bílum hækkaði um 4,1% (0,35%) og verð á bensíni og olíu hækkaði um 3,0% (0,15%). Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 1,6% (0,27%). Markaðsverð á hús- næði lækkaði um 0,5% (0,05%). VST býður 53% af kostnaðaráætlun Tilboð í verkfræðihönnun og vinnu við útboðsgögn Kárahnjúkavirkjunar hafa verið gerð opinber. Af þeim má sjá að hópur verkfræðifyrirtækja sem verkfræðiskrifstofan VST leiðir er með langlægsta tilboðið sem hljóðar upp á einungis 53% af reiknaöri kostnaðaráætlun. Tilboð VST hljóðar upp á 1150 millj- ónir. I hópnum með VST eru Al- menna verkfræðiskrifstofan, Elect- rowatt, Harza og Rafteikning. I samtali við Þorstein Hilmarsson, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, kom fram að í upphafl hefðu sex aðil- ar verið valdir til að bjóða í hönnun- ina en fimm hefðu skilað inn tilboð- um. Við val á tilboöinu gefur Lands- virkjun sér ákveðnar forsendur á því hverjir hljóti verkið. Þær forsendur taka mið af upphæð tilboðsins og mat Tilboö í verkfræöihönnun Viö val á tilboöinu gefur Landsvirkjun sér ákveönar forsendur á því hverjir hljóti verkiö. er einnig lagt á tæknilega getu og hæfni aðilans. Þorsteinn sagði að mið- að við þessar forsendur hefði hópur- inn sem VST leiðir fengið hæstu ein- kunn en lagði mikla áherslu á að ekki væri enn ljóst hver hlyti verkið. Þor- steinn sagði að mikil vinna af hálfu Landsvirkjunar hefði verið lögð í það að tryggja jafnræði þeirra aðila sem buðu í verkið varðandi allar upplýs- ingar. Þorsteinn sagði þó að því væri ekki að leyna að VST hefði verið sá aðili sem vann grunnvinnuna við Kárahnjúkavirkjun í upphafi þannig að þeir byggju kannski yfir einhverj- um upplýsingum sem hinir aðilarnir hefðu ekki. „Ef VST fær ekki verkið mun þó sá aðili sem hlýtur verkið geta nálgast öil gögn sem VST aflaði sér við grunnvinnuna," sagði Þor- steinn. Hinir hóparnir sem buðu í verkið voru leiddir af Hönnun, Colenco, Mott og Norconsult. Innan þeirra raða voru meðal annars íslensk fyrirtæki og fyr- irtæki sem höfðu unnið við hönnun hér á landi áður. 1,8 milljarða tap á fyrirtækjum Stökktu til Costa del Sol Verri staöa Eiginfjárhlutfall félaga á VÞÍ lækkaöi úr 33,8% 1999 í 30,1% áriö 2000. Hagnaður fyrirtækj- anna á VÞÍ fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nam alls 27,9 milljörð- um króna í fyrra. Hagn- aðurinn skiptist þannig að sjávarútvegur var með 8,7 milljarða hagn- að, samgöngur með 2,4, hugbúnaður með 1,6 og iðnaður og framleiðsla með 5,5 milljarða í hagnað. En vegna neikvæðra fjármagnsliða og af- skrifta var hagnaður fyrirtækjanna eftir skatta neikvæður um 1.8 milljarða. Mest tap var í sjávarútvegi, eða 4.8 milljarðar. Næst- mesta tapið var í sam- göngum, eða hálfur milljarður. Hagnaður varð þó á hugbúnaðar- framleiðslu sem nam i milljarði og iðnaði og framleiðslu um 1,3 milljarða. Hagnaður fyrirtækjanna eftir skatta árið 1999 nam aftur á móti 8,1 milljarði og 6,7 milljörðum árið þar á undan. Hagnaður fyrirtækjanna eftir skatta dróst mest saman í sjávar- útvegi, eða um alls 9,9%. Þar á eftir komu samgöngur með 3,5%. Hagnað- ur í hugbúnaðarframleiðslu og iðnaði og framleiðslu jókst um 0,4 og 0,7%. Eiginfjárhlutfall félaga á VÞl lækk- aöi úr 33,8% 1999 í 30,1% árið 2000. Arðsemi eiginfjár félaga á VÞÍ var neikvæð upp á 1,7% en hafði verið 7,1% og 8,2% árin þar á undan. Arðsemi eiginfjár banka og spari- sjóöa dróst verulega saman milli ár- anna 1999 og 2000. Arðsemi eiginfjár árið 1999 var 17,8% en aðeins 9,8% árið 2000. 5. júlí, í viku, frá kr. 39.985. Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt tækifæri á síðustu sætunum til Costa del Sol 5. júlí í viku. Þú bókar núna og 4 dögum fyrir brottför segjum við þér hvar þú gistir og að sjálfsögðu nýtur þú traustrar þjónustu fararstjóra okkar allan tímann. Kr 39.985 Kr. 49.930 Verð á mann miðað við hjón með 2 böm, 2 til 11 ára, flug. gisting, skattar. Verð á mann miðað við 2 í íbúð, viku, 5. júlí. 0 Heimsferðir Skógarhlíð 18 sími 595 1000. www.heimsferdir.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.