Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Síða 11
11 FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 H>V______________________________________________________________________________________________ Hagsýni Útilegubúnaður fyrir alla fjölskylduna: Kostar svipað og sólar- landaferð fyrir einn HÖTTAKA Þó íslendingar flykkist í hópum til útlanda á hverju sumri eru æ fleiri sem kjósa að ferðast innan- lands og upplifa hina einu sönnu útilegustemningu. En til þess að svo megi verða þarf fólk að eiga viðlegu- búnað. Þeir sem ekki hafa komið sér upp slíkum búnaði geta búist við töluverðum útgjöldum en grunnbúnaður fyrir fimm manna fjölskyldu, þ.e. tjald, dýnur og prím- us, kostar um 40.000 kr. og er þá miðað við að keypt sé tjald á tæpar 30.000 kr., frekar ódýrar dýnur og prímus. Vilji fólk betri aðbúnað, eins og stórt tjald, góðar dýnur, svefnpoka, stóla og borð og allt ann- að sem nútímamaðurinn telur nauð- synlegt í góða útilegu er auðvelt að eyða mörgum tugum þúsunda í við- bót. Oft getur borgað sig að kaupa vandaðan búnað, þó hann sé aðeins dýrari. Það er ekki þörf á að eiga allt til að komast af stað, margt má missa sin, og oft gerir það ferðirnar skemmtilegri og eftirminnilegri ef redda þarf t.d. borði á einhvern frumlegan hátt. Þórarinn Einar Engilbertsson, sölumaður í Nanoq, féllst á segja lesend- um DV frá því helsta sem í boði er og skoð- aðir voru útilegu- pakkar frá Nanoq og Intersport. í Nanoq var stillt upp pakka fyrir 5 manna fjöl- skyldu en í Intersport fyrir fögurra manna fjölskyldu. Ekki er um verðkönnun að ræða, eingöngu er verið að reyna að gefa fólki einhverja hugmynd um hvað búnaðurinn kostar. Reynt var að nota vörur sem eru i milli- verðflokki en að sjálf- sögðu er hægt að kaupa bæði dýrari og ódýrari samsetning- ar. Kúlutjöld vinsælust Tjöld kosta allt frá nokkur þúsund krón- um og upp í tugi þús- unda. Verðið fer að sjálfsögðu eftir því hversu stór þau eru og frá hvaða fram- leiðanda því gæðin eru misjöfn. Æ minna selst af appel- sínugulum segldúks- tjöldum með bursta- lagi, nú eru kúlu- og braggatjöld vin- sælust. Þó eru margir sem eiga gömul tjöld og standa þau enn fyrir sínu. Flest ný tjöld eru úr polyester og segir Þórainn að tjöld úr því efni skýli fólki ekki- síður en segldúkstjöldin auk þess sem þau séu mun léttari og oft ein- faldari í uppsetningu. „Fólk velur sér auð- vitað tjöld eftir þvi hvernig á að nota þau. Tveggja til þriggja manna tjöld eru það lítil að þau nýtast nær ein- göngu sem svefnstaður á meðan fjögurra til átta manna tjöldin eru áest með aukarými þar sem fjöl- skyldan getur hafst við, t.d. þegar borðað er. Þegar kemur að því að kaupa tjald fyrir flölskylduna þá Utilegupakki fra Nanoq Gott veöur, góður búnaður og gott skap. Meira þarf ekki í hina fullkomnu útilegu. Við mælum þó ekki með að tjaldað sé við Kríngluna eins og á þessari mynd. Allur þessi pakki kostar 81.130 kr. og er hann miðaður við 5 manna fjöl- skyldu. Inni í þessari tölu er þetta skemmtitega tjald sem er með tveimur „svefnálmum", 5 góðir svefnpokar, 5 vind- sængur, pumpa, þorð, 2 stórir stólar, prímus með tveimur hellum, pottasett, kælikista og borðbúnaður. aldri bama hvort kaupa skuli sér- staka barnasvefnpoka fyrir þau eða bara venjulega poka sem þau síðan vaxa upp í. „Svo eru líka til pokar sem hægt er að stytta, eða taka end- ann af. Þeir nýtast vel, því þegar barnið vex stækkar pokinn með. Þeir geta þó kostað um 2000 kr. meira en aðrir pokar. Það eykur út- gjöldin í upphafi en sparar kaup á nýjum poka seinna meir.“ Endalaust hægt að bæta við Þegar búið er að fjárfesta í grunn- búnaðinum má sífellt bæta við eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Prímus er nauðsynlegur, margir nota hann sem hitagjafa í tjaldinu þó ekki sé mælt með notkun þeirra inni. Á gaskútana er hægt að fá ým- iss konar búnað, svo sem eldunar- hellur, ljós og fleira. Utilegupakki frá Intersport Þessi pakki er ætlaður fyrir 4 manna fjölskyldu og kostar hann 69.070 kr. eða svipað og tveggja vikna sólarlandaferð fyrir einn. Inni í þessum pakka er tjaldið, 2 svefnpokar fyrir full- orðna og 2 fyrir börn, tvær tvíbreiðar vindsængur, pottasett, diskasett, borð og stólar og prímus meö tveimur hellum. Á myndina vantar kælibox,sem kostar frá 2990 kr., og pumpu sem eru frá 560 kr. i Intersport. Tekið skal fram að í báöum verslununum er hægt að fá bæöi ódýrari og dýrari vörur en hér eru sýndar. höfuðmáli og þar er tjaldið i aðalhlutverki. Ég mæli ekki með því að keypt sé tjald eftir því hvernig það lítur út á mynd, aUtaf skyldi skoða tjöldin uppsett áður en ákvörðun er tekin,“ segir Þórainn. Eins og á fínasta hóteli Glös á fæti, fallegir diskar og taumunnþurrkur eru meðal þess sem prýða þetta borð, auk þess sem sjá má litla salt- og pipar- stauka á. trébretti og tvær litlar kertalugtir. Ekki amalegt að snæða góðan gríllmat við þessar aðstæður úti í náttúrunni. Vör- urnar fást í Nanoq. hvet ég fólk tU að skoða vel úrvalið á markaðnum og taka vel ígrundaða ákvörðun. Tjaldið á eftir að fylgja fjölskyldunni í mörg ár, jafnvel ára- tugi, og þarf því að uppfyUa vel kröfur hennar. Þegar ferðast er með börn getur góður aðbúnaður skipt Með innbyggðri pumpu Til eru nokkrar gerðir dýna, fyrst ætti að nefna gömlu góðu svampdýn- urnar. Þó þær séu góðar til síns brúks geta þær tekið töluvert pláss í fjöl- skyldubílnum, sérstak- lega ef um er að ræða dýnur fyrir fimm manna fjölskyldur. Þórarinn segir að oft taki fólk svampdýnur fyrir litlu börnin en sofi á ein- hverju öðru sjálft, eins og t.d. vind- sæng. Þær eru sígildar og til í mörg- um verðflokkum. Rétt er að benda fólki á að kaupa ekki vindsængur með kodda því þá er erfitt að ráða hæð undir höfði. Fyrir góðan næt- ursvefn á vindsæng er betra að vera á sléttri dýnu með gamla góða svæfilinn undir höfðinu. Með vind- sængunum er gott að hafa pumpu en einnig eru til vindsængur með innbyggðum pumpum, svo og vind- sængur sem blásast út sjálfar þegar þær eru teknar í sundur. Þær eru afskaplega þægilegar en jafnframt töluvert dýrari en hinar. Halo-fiber eða gæsadúnn? Svefnpoka er gott að eiga þegar farið er í útilegur en ef fjárfesta á í útilegubúnaði og ekki eru til nægir peningar fyrir öllu má alveg láta þá bíða. í staðinn er hægt að taka með sér hlý teppi og sængur og láta það duga þar til peningar eru til fyrir svefnpokum. Ókosturinn við sæng- urnar er að þær taka allt of mikið pláss í skottinu þegar koma þarf þeim fyrir með öllu hinu sem með- ferðis þarf að hafa i fjölskylduúti- legu. Ágætir svefnpokar kosta frá 8.000 kr. í Nanooq og væntanlega er hægt að fá þá ódýrari einhvers staðar. Þórarinn segir að verð svefnpoka ráðist mest af því hvaða fylling er í þeim, hvort um sé að ræða halo- fiber eða gæsadún, svo dæmi séu tekin. Gæsadúnssvefnpokar eru dýrir en mun hlýrri. „Svefnpokar sem þola 8’ C frost eru fínir til notk- unar í sumarútilegur hér á landi og ef eingöngu á að nota pokann þannig er óþarfi að eyða peningum í poka sem þolir meiri kulda. Ég nota sjálfur þannig poka og það er alveg nóg,“ segir Þórarinn. Að- spurður segir hann að það fari eftir Þórarinn Einar Engilbertsson „Þegar kemur að því að kaupa tjald fyrir fjölskylduna þá hvet ég fólk til að skoða vel úrvalið á markaðnum og taka vel ígrundaöa ákvörðun. Tjaldið á eftir að fylgja fjölskyldunni í mörg ár, jafnvel áratugi, og þarf því að uppfylla vel kröfur hennar. “ í stærri tjöldum er fólk með borð og stóla sem fást í miklu úrvali. Kröfurnar sem fólk gerir til þessara hluta eru misjafnar, sumir láta sér nægja lítið borð og fjóra kolla á meðan aðrir vilja veglegri stóla eða jafnvel uppblásin sófasett. í þessum efnum hefur plássið í tjaldinu mest að segja, hvað rúmast inni í því. Pottasett og borðbúnaður fást einnig í miklu úrvali og meðan sumir láta sér nægja einnota diska og glös eru þó flestir með léttan búnað úr plasti. Hægt er að kaupa þennan búnað í settum eða stökum hlutum og ættu allir að finna eitt- hvað við sitt hæfi. -ÓSB LINCOLN TOWN CAR, 04/99, 4800 cc, ek. 5.000 þús. km, drapplitur, ssk., álfelgur, ABS, hraðastillir, rafdrif, leður o.fl. Verð aðeins kr. 3.990.000 Bildshofða 5 • S. 567-4949 bilahollin.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.