Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Síða 12
12
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001
Skoðun I>V
Þórunn Þorleifsdóttir verslunarmaöur:
Ég fæ súkkulaðitarnir.
Einkamál LÍÚ og Co?
Guðjón Jónsson
skrifar:
Ýmislegt skemmtilegt má lesa út
úr svörum skoðanakannana og er
nærtækast að skoða svar Kristjáns
Ragnarssonar sem vill meina að
þjóðin misskilji veiðar smábáta. Út
úr svari hans má lesa þetta: Hvað
kemur þjóðinni þetta við, þetta er
mál sem snertir fyrst og fremst LÍÚ
og Co, aðrir eiga ekki að hafa á því
skoðun.
Það liggur í hlutarins eðli að gjör-
breyta þarf fiskveiðistjórnun (vissu-
lega þarf stjórnun) þar hafa Færey-
ingar verið okkur skynsamari og
breyttu sínu kerfi í sóknarkerfi sem
hvetur sjómenn til að færa allan afl-
ann að landi en ekki einungis þann
„Því mœtti leggja niður
trúboðsferðir prófessora út í
heim til að kvótakristna fá-
fróðar og fátœkar þjóðir
um nýju fötin keisarans. “
hluta sem mest verð fæst fyrir. Þeir
hafa ekki þurft að senda prófessora
vítt og breitt um heiminn eins og
trúboða til þess að reyna að fá fleiri
þjóðir til þess að taka upp okkar
kolvitlausa kerfi.
Því gæti dæmið litið út á þennan
hátt: Útgerðarfélagið Freðfiskur ehf.
á togarana bv. Frikka freðfisk RE og
bv. Stjána grát RE. Það á í dag 4.400
tonna þorskkvóta sem skipin
veiddu hvort um sig á 220 dögum
sem gerir 10,5 tonn á sóknardag. Á
næsta ári fengi hvort skip 220 daga
- 13% sem er skerðing frá fyrra ári,
og gerir þá 191 dag til sóknar utan
50 sjómílna sem væri sambærilegt
miðað við sl. ár, að frádreginni
skerðingu sem samsvarar 1.915
tonnum.
Þá myndi dæmið líta út einhvern
veginn þannig: Veiði miðað við síð-
asta ár 1915 tonn + brottkast sem er
um 20% eða samtals 2.298,00 tonn,
og útgerðirnar gætu tekið gleði sína
á ný.
Því mætti niður fella trúboðsferð-
ir prófessora út í heim til að
kvótakristna fáfróðar og fátækar
þjóðir um nýju fötin keisarans.
Félagslegt viðfangsefni
Hver er þín helsta fíkn?
Þorbjörg Sigurbjörnsdóttir
verslunarmaöur:
Reykingar og kaffidrykkja.
Bjarki Gunnarsson deildarstjóri:
Kaffidrykkja.
ÓJöf Halla Guörúnardóttir nemi:
Ég myndi segja tyggjónotkun.
Stefanía Helgadóttir deildarstjóri:
Vinnan og barnabörnin.
Páll Lúthersson verslunarmaöur:
Ester, kærastan mín.
Jón Kjartansson
frá Pálmholti, form.
Leigiendasamtak-
anna, skrifar:
íslendingar eru
eina þjóðin í Evr-
ópu a.m.k. sem
lítur á húsnæði
sitt sem fjárfest-
ingu fyrst og
fremst. í öðrum
löndum hefur op-
inber stefna það
meginmarkmið
að tryggja öllum
nauðsynlegt hús-
næði með við-
ráðanlegum hætti. Nauðsynlegt við-
ráðanlegt húsnæði allra verður
aldrei tryggt samkvæmt lögmálum
fjárfestinga á markaði og hefur
aldrei verið. Þetta vissu ráðamenn
annarra þjóða í upphafi síðustu ald-
ar og sums staðar miklu fyrr.
Menn fjárfesta þá í íbúðarhúsnæði
til þess að græða á því, þótt það nýt-
ist á annan hátt einnig. Sá sem tek-
ur lán til að fjárfesta í húsnæði bind-
ur þá um leið vonir viö að fasteigna-
verð haldist hátt og helst að það
hækki svo hann tapi ekki á fyrirtæk-
inu en hátt fasteignaverð þýðir á
mannamáli dýrt húsnæði. Fyrir al-
menning þýðir dýrt húsnæði meiri
útgjöld og í flestum tilvikum meiri
lántökur og því meiri skuldir.
Sá sem kaupir endurgreiðir hús-
næðiskostnað þess sem fór, seni síö-
an endurgreiðir þeim næsta og koll
af kolli. Þannig greiða menn hús-
næðiskostnað annarra í stað þess að
greiða sinn eigin kostnað. Fólk
greiðir alltaf húsnæðiskostnað
hvert sem formið er. Alltaf er undir
hælinn lagt hvort menn græða á
endursölunni nema tryggður sé
skortur til þess að halda verðinu
uppi. Vissulega getur þetta horft
öðruvísi við þeim sem býr alla ævi
á sama stað en hver gerir það nú á
dögum? Og hvaða gagn hafa menn
af því að eiga skuldlausa íbúð á ní-
ræðisafmælinu?
Fjárfest í húsnæöi
- Lántakandi bindur vonir við að fasteignaverð haldist hátt.
„Vissulega getur þetta horft
öðruvísi við þeim sem býr
dlla œvi á sama stað en
hver gerir það nú á dögum ?
Og hvaða gagn hafa menn
af því að eiga skuldlausa
íbúð á níræðisafmœlinu?“
Nú eru skuldir heimila og einstak-
linga um 640 milljarðar króna og
hafa hækkað um 6 milljarða króna á
mánuði (líklega meira nú vegna
hækkaðra lána o.fl.). Heildar fast-
eignamat er hins vegar um 480 millj-
arðar kr. Þetta þýðir m.a. vaxta-
kostnað yfir 40 milljarða króna á ári,
svipað og heilbrigðisþjónustan kost-
ar. Það þýðir 10% viðbótarskatt á
hvert heimili til jafhaðar. Sá skattur
rennur til fjármagnseigenda en ekki
til samfélagsins.
Samkvæmt þessu verða heildar-
skuldirnar um 700 milljarðar króna
næsta vor, sem er svipuð upphæð
og heildarframleiðsla þjóðarinnar!
Hvað gerist ef hér kemur upp at-
vinnuleysi? Alþýðusamband íslands
hefur undanfarið unnið að mótun
nýrrar húsnæðisstefnu sem ástæða
er til að binda vonir við. Þá benda
viðbrögð Félagsmálaráðuneytis til
þess að uppi séu hugmyndir sem
sjálfsagt er að styðja.
í dag skjótum við fíl
Garri botnar ekkert í óvæntri inngöngu Árna
Matt í Alþjóða hvalveiöiráðið. Garri var reyndar
hundfúll yfir því á sínum tíma að íslendingar
mættu ekki skjóta hvali en hann er löngu búinn
að taka gleði sína á ný. Ástæðan er allar fréttirn-
ar sem Garri hefur lesið i blöðunum um allar
milljónirnar sem komið hafa inn í þessari hvala-
skoðun. Svo hefur Garri líka gerst svo frægur að
fara í eina svona skoðunarferð og hann hefur
aldrei séð útlendinga jafnsæla. Og brosandi
túristar eru ávísun á peninga. Það hefur Garra
verið sagt.
Myndi brosa glaður
Auðvitað eru líka einhverjir hagsmunir því
samfara að skjóta hvali og Stjáni Lofts myndi
brosa glaður, sem yrði skemmtileg tilbreyting
fyrir hann. En varla verður bæði sleppt og hald-
ið. Það er langsótt að sjá fyrir sér að aðsókn í
dýragarða erlendis yrði mikil ef boðið yrði upp á
eitt vig á dag. Isbjörn drepinn í dag og fill á
morgun. Ekki nokkur leið. Garri er svo einfald-
ur að hann telur jafnlíklegt aö það tvennt gæti
farið saman og að hrefna yrði sýnd í einum ís-
lenskum firði en drepin í öðrum. Það er bara
svoleiðis.
Garri veit reyndar aö það eru til fleiri hvalir
en ísbirnir en það skiptir úllana engu máli, því
þeir sjá þá ekki annars staðar en hér. Keikó er
líka kominn heim og allir voða glaðir. Nema
Ámi Matt, Stjáni Lofts og svoleiðis gaurar.
Annar markhópur
Reyndar gæti verið einn möguleiki á að skjóta
hval og selja líka útsýnisferðir. Þ.e.a.s. breyta út-
sýnisferðunum í drápsferðir en þá erum við að
tala um annan markhóp en þann sem nú heim-
sækir Húsvíkinga. Hugsa mætti sér að Gaddafi,
Saddam og fleiri slíkir hefðu gaman af að fara í
lúxusferðir með Hval 1, 2 eða 3 en auðvitað yrðu
þeir að borga morðfjár fyrir. Gaddafi gæti fengið
að taka í gikkinn og Saddam eiga fyrsta hnífslag-
ið. Aðrir minni spámenn yrðu að láta sér nægja
að borða hvalinn en þessum hugmyndum fylgja
óneitanlega ákveðnir ókostir. Eiginlega svo mikl-
ir að Garri er ekkert viss um að þetta sé góð
hugmynd.
Svo væri líka hægt að veiða bara hvalina á
laun. Flytja inn nokkra kafbáta og varpa tundur-
duflum á stórhvelin í skjóli nætur. Þá myndu
þeir hætta aö borða fiskana í sjónum og íslenski
gróðadraumurinn gæti gengið upp. Garri er bú-
inn að flnna nýtt slógan fyrir íslenska hugsunar-
háttinn: Gott báðum megin.
Garri
Tapið hjá RÚV
Hafliði Helgason skrifar:
Fyrir nokkru
komu fram upplýs-
ingar um tap hjá
Ríkissjónvarpinu
upp á 94 milljónir!
Er þetta eðlilegt?
Þurfa ráðamenn
þessa lands ekki að
fara ofan í
saumana á þessu,
jafnvel að setja
RÚV á sölulista líkt
og Landssimann?
Ríkisútvarpið, allra sist Sjónvarpið,
er ekkert öryggistæki, það hefur sann-
ast. Ekki er dagskráin heldur beysin,
eða fyrir neðan núllið. Ég skora á al-
menning að hætta að greiða afnota-
gjöldin af RÚV því þar er lítið annað
rusl að hafa. Skjár einn er vonandi
kominn til að vera og bjóða alvöru
dagskrá, án nauðungaráskriftar. Á
sölulistann með RÚV.
Neyðarástand
í húsnæðismálum
J.M.G. skrifar:
í Reykjavík ríkir neyðarástand í
húsnæðismálum. Líklega hefur hús-
næðisneyð Reykvíkinga aldrei verið
jafnmikil og nú. Borgarstjórinn hefur
horft á þetta aðgerðarlaus en gæti ver-
ið búinn að leysa vandamálið. Til þess
að bygga hús þarf lóðir. Reykjavíkur-
borg hefði átt að spara sér menningar-
árið en byggja leiguibúðir fyrir pen-
ingana. Mánaðarleiga fyrir tveggja
herbergja ibúð er u.þ.b. jafnhá og mán-
aðarlaun Sóknarkvenna. Verkalýðs-
hreyfmgin hefur líka sofið á verðin-
um, og þótt hún virðist vera að
rumska er það of seint. Allir hafa virst
sammála um að gera ekki neitt: Borg-
arstjórinn, verkalýðshreyfingin og
Samfylkingin, sem er arftaki gömlu
verkalýðsflokkanna. Fáir hafa haft
áhuga á að vekja athygli á þessu
skelfilega vandamáli. Rödd Jóns Kjart-
anssonar frá Pálmholti, hefur þó verið
rödd hrópandans í eyðimörkinni en
málglaðir fulltrúar félagshyggjunnar
hafa ekki áhuga á öðru en klámi og
hassi. - Svo lífvænlegt sem það nú er!
Kjarnorkuver í Svíþjóö
Hagkvæmt og ódýrari raforku-
framleiðsla.
Kjarnorkuver
fyrir álverin
Magnús skrifar:
Sá sem þetta ritar hefur aflað sér
upplýsinga um að álver og önnur stór-
iðjufyrirtæki sem kaupa rafmagn all-
an sólarhringinn allt árið, og með
350.000 tonn árlega, og þaðan af
stærri, þá væri rafmagnsframleiðsla
með kjarnorkuveri ódýrari og hag-
kvæmari. Þá þyrfti ekki að raska um-
hverfmu, náttúrunni og landslaginu.
Hví gerir Landsvirkjun ekki rekstrar-
lega og tæknilega úttekt á þessu máli?
Fáum við Hedwig?
Sigrún Gunnarsdóttir skrifar:
Nú á dögum útlits og yfirborðs-
mennsku er allt of sjaldgæft að finna
bandarískar kvikmyndir með boðskap
eða andríkt innihald. Hollywood-millj-
arðamyndir á borð við Pearl Harbor
tröllríða kvikmyndahúsunum hér á
landi. Auðvitað er þær ágætar fyrir
sitt leyti, en öllu má nú ofgera. Hvem-
ig væri að taka til sýningar myndir á
borð við Hedwig sem sló í gegn á
Sundance kvikmyndahátíðinni í janú-
ar? Ég auglýsi hér með eftir því, og þá
hvar og hvenær hún verður tekin til
sýninga hér á landi. Þetta er mannleg
saga og innihaldsrík.
Á fréttastofu
Sjónvarpsins
Ekki öryggis-
tæki, og beint á
sölulistann.
Lesendur geta hringt allan sólarhring-
inn í síma: 550 5035.
Eða sent tölvupóst á netfangið:
gra@ff.is
Eða sent bréf til: Lesendasíöa DV,
Þverholti 11, 105 Reykjavík.
Lesendur eru hvattir til aö senda mynd
af sér til birtingar meö bréfunum á
sama póstfang.