Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Side 20
24
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001
DV
+ Tilvera
ÆLmilEM
Traffic
★★★★ Áhrifamikil og vel gerð
kvikmynd frá Steven Soderbergh
þar sem í þremur sögum, sem
tengjast óbeint, er fjallað um
margar hliðar á eiturlyfjavandan-
um. Soderbergh kvikmyndaði
Traffic að langmestu leyti sjálfur
með myndavélina í höndunum og
gefur það myndinni sterkara yfir-
bragð en ella, stundum minnir
hún að þessu leyti á dogma-mynd-
irnar dönsku, sérstaklega Mexíkó-
hlutinn. Leikarar eru upp til hópa
mjög góðir þar sem fremstir með-
al jafningja fara Benecio Del Toro
og Michael Douglas.
-HK
Memento
★★★★ Sumar myndir eru svo
góðar að þær fara meö manni út
úr kvikmyndahúsinu. Góð dans-
mynd gerir mann léttan í spori,
góö gamanmynd getur spriklað í
manni heilan dag og góðir þriller-
ar skilja mann eftir óöruggan og
spenntan og Memento gerir það
svo um munar. Pálminn fer til
leikstjórans og handritshöfundar-
ins Christophers Nolans sem vef-
ur sögu áreynslulaust úr nútíö í
fortíð í nútíð þannig að allt geng-
ur upp og enginn laus endi sem
situr eftir eins og vont bragð í
munni.
-SG
Spy Kids
★★★ Robert Rodriguez er held-
ur betur búinn að skipta um gír í
Spy Kids, laufléttri og skemmti-
legri fjölskyldumynd þar sem
honum tekst að skemmta öllum
fjölskyldumeðlimum á hvaða
aldri sem þeir eru. Spy Kids er al-
veg laus við sykursætan söguþráð
sem oftar en ekki einkennir fjöl-
skylduvænar kvikmyndir Myndin
er stórfenglegt sjónarspil tækni-
brellna og fyndinna atriða í sam-
> anþjappaðri atburðarás sem svík-
ur engan.
-HK
Les riviers pourpres
★★★ Hörð sakamálamynd með
hraðri atburðarás þar sem verið
er að eltast við raðmorðingja sem
skilur við fórnarlömb sín þannig
að áhorfandinn fær gæsahúð.
Myndinni hefur verið líkt Seven
og má að hluta réttlæta þá lík-
ingu, meðal annars er útlitið líkt.
Les riviers pourpres hefur samt
sín sérkenni og þó sjokkerandi sé
þá stendur hún hinni mögnuöu
Seven að baki í þeim efnum. Kvik-
myndataka og klipping er fyrsta
flokks og Jean Reno og Vincent
Cassel eru trúverðugir í hlutverk-
um lögreglumannanna.
-HK
Liv Tyler leikur í One Night at McCool’s:
Frétti tólf ára gömul
hver faðir hennar er
sinni
fyrstu
Liv Tyler leikur aðalhlutverkið
í One Night at McCool’s sem frum-
sýnd verður á morgun. Myndin
gerist á stuttum tíma og segir frá
samböndum sem myndast á milli
einnar konu og þriggja karl-
manna. Þetta byrjaði eitt kvöld á
McCool’s-barnum. Þrir grunlausir
menn og ein ákveðin kona hittast.
Það er mikið að gera og spenna í
andrúmsloftinu. Komiö er að lok-
un, Randy (Matt Dillon) er að
vinna á bamum. Lögfræðingurinn
Carl (Paul Reiser) er enn þá inni á
staðnum og rannsóknarlögreglu-
maðurinn Dehling (John Good-
man) er nýkominn í hús enda er
staðurinn orðinn að vettvangi
glæps. Hvað er það sem tengir
þessa þrjá aðila? Er það líkið eða
er það hin sjóðheita Jewel (Liv
Tyler)? Áður en kvöldið er á enda
er Jewel orðinn afgerandi þáttur í
lífí þeirra allra og þeim er ljóst að
hún er meira en þeir ráða við... og
einnig að hún ræður við meira en
þá þrjá.
Liv Tyler er ekki
gömul, fædd 1.
júlí 1977. Var
hún sautján
ára þegar
hún lék í
kvikmynd. Hafði hún þá
kynnst frægðinni frá
mörgum hliðum, verandi
dóttir rokkarans Steven
Tyler i Aerosmith og
fyrirsætunnar Bebe
Buell og stjúpdóttir
Todd Rundgrens.
Tyler segir um sjálfa
sig að hún sé sönnun
þess að ljóti andar-
unginn geti breyst í
svan. Hún hafi alltaf
haft lítið álit á útliti
sínu. Þetta hafi þó
breyst þegar henni
voru boðin sýningar-
störf fjórtán ára gamalli.
Það var fjölskylduvinur,
súperfyrirsætan Paulina
Porizkova, sem fékk hana
til að fara úr gallabuxun-
um og í fín föt fyrir
myndavélina. Áður hafði
hún lent í því að uppgötva
tólf ára gömul hver faðir henn-
ar var. Áður hafði hún verið lát-
in halda að Todd Rundgren væri
faðir hennar.
Þegar myndavélin og
Liv Tyler hittust í
fyrsta sinn var það
ást við fyrstu sýn og
áður en langt um
leið var hún kom-
in á forsíður ung-
lingablaðanna'
Liv Tyler í One
Night at
McCool’s
Leikkona
sem þrátt
fyrír ungan
aldur á að
baki merki-
iegan feril.
Seventeen og Mirabella. Eitt skipt-
ið þegar hún var að leika í auglýs-
ingakvikmynd ákvað hún að
hætta sýningarstörfum og snúa
sér að kvikmyndum. Sjálfsagt
hafa margar stúlkur hugsað eins
en eins og allt sem Tyler hefur
tekið sér fyrir hendur þá var ekki
að sökum að spyrja að hún var
fljótt komin á lista yfir eftirsóttar
leikkonur af yngri kynslóðinni og
má hún þakka því þriðju kvik-
myndinni sem hún lék í, Stealing
Beauty.
Á kvikmyndahátíðinni í Cannes
árið 1996 var það þessi nítján ára
gamla leikkona sem stal senunni
og var prinsessa hátíðarinnar.
Ferill hennar blómstraði í kjölfar-
ið og lék hún með góðum árangri
í gamanmyndum og spennumynd-
um auk þess sem hún sýndi hvað
i henni býr í Onegin þar sem hún
lék dramatískt hlutverk á móti
Ralph Fiennes. Næst munum við
sjá Liv Tyler í tríólógíunni sem
gerð hefur verið eftir Hringadrótt-
inssögu.
Kvikmyndir sem
Liv Tyler hefur leikiö í:
Silent Fall, 1994
Heavy, 1995
Empire Records, 1995
Stealing Beauty, 1996
That Thing You Do, 1996
Inventing the Abbots, 1997
U-Turn, 1997
Armageddon, 1998
Plunkett & Macleane, 1999
Cookie's Fortune, 1999
Onegin, 1999
Dr. T & the Women, 2000
One Night at McCool's, 2001
Filmundur og Háskólabíó sýna Some Voices:
Geðsjúklingur í samfélaginu
State and Main
★★★ Það skín í gegn að allir
hafa skemmt sér vel viö gerð
State and Main og þess vegna
ómögulegt annað en skemmta sér
viölíka vel sem áhorfandi þótt
hún sé kannski ekki svo ýkja
merkileg. Myndin skartar líka
fyrirtaks leikarahópi sem hefur
greinilega gaman af að leika sér
með þennan afburðavel skrifaða
texta. William H. Macy er leik-
stjórinn Walt Price sem þarf að
kljást við allt og alla og er frábær.
j, David Paymer leikur hinn dóna-
lega framleiðanda, Marty Rossen,
og skemmtir sér vel og Alec Bald-
win og Sarah Jessica Parker fara
létt með kvikmyndastjömurnar.
-SG
Along Came a Spíder
★★★ Morgan Freeman endur-
tekur úr Kiss the Girls og satt best
að segja bjargar hann miklu með
yfirveguðum leik í mynd sem er
flöt þegar haft er í huga hversu
áhugaverðar persónurnar eru og
söguþráðurinn flókinn. Á móti
— kemur að leikstjórinn, Lee Tama-
~ hori (Once Were Warriors), er fag-
maður og góð kvikmyndataka og
klipping, ásamt tónlist sem passar
vel við efnið, skapar spennuþrung-
ið andrúmsloft sem fleytir mynd-
inni áfram og gerir hana að af-
þreyingu sem er þess virði að eyða
kvöldstund yfír.
4C
Að þessu sinni frumsýnir Fil-
mundur í samvinnu við Háskólabíó
bresku verðlaunamyndina Some
Voices sem leikstýrt er af Simon
Cellan Jones. Myndin er fyrsta
kvikmyndin sem Jones leikstýrir og
hefur hann fengið mikla og verð-
skuldaða athygli fyrir þessa
frumraun sína.
í Some Voices segir frá bræðrun-
um Ray og Pete. Ray er nýlega út-
skrifaður af geösjúkrahúsi og Pete
rekur kafFihús. Hann hefur mikið á
sinni könnu en þarf engu að síður
að líta til með Ray og sjá til þess að
hann taki geðlyfin sín. Ray vinnur á
kaffihúsinu og þar kynnist hann
Lauru, ungri, skoskri konu sem er
nýskilin við mann sinn sem beitti
hana líkamlegu ofbeldi, og verður
ástfanginn af henni. Smám saman
fer Ray að telja sér trú um að hann
geti verið án geðlyfjanna og í fram-
haldi af því tekur gjáin milli heims-
ins sem hann upplifir og umhverfis-
ins að breikka ískyggilega.
Some Voices tekur á þeim siðferð-
islegu málum sem geta komið upp
þegar samfélaginu sjálfu er falið að
glíma við geðsjúkdóma, í stað stofn-
ana, og sýnir fram á að undir þeim
kringumstæðum þýðir lítið að taka
á málum með svarthvitum hætti,
ekki fremur en á öðrum sviðum
mannlífsins. Tæknin er notuð til
hins ýtrasta til að koma sýn Rays á
heiminn til skila, áhersla er lögð á
það hvernig hann sér og skynjar
heiminn en ekki á það hvernig
heimurinn skynjar hann, eins og
svo oft vill verða.
Með aðalhlutverk fara Daniel
Craig, Kelly McDonald og David
Morrissey. Leikstjórinn Simon Cell-
an Jones hefur í mörg ár veriö með-
al virtustu sjónvarpsleikstjóra
Breta og fer hann einkar glæsilega
af stað í kvikmyndaheiminum.
Hann byrjaði feril sinn i skemmt-
anabransanum sem sendill hjá 20th
Century Fox í London. Áhugi á ljós-
myndum gerði það að verkum að
hann lagði það starf fyrir sig og var
meðal annars fréttaljósmyndari í
Beirút áður en hann réð sig til BBC
þar sem hann hefur starfað megnið
af sínum starfsferli. Meðal nýrri
verka hans fyrir BBC má nefna
fyrstu seríuna í myndaflokknum
Cracker, The Riff Raff Element, Our
Friends in the North og In Your
Dreams, allt sjónvarpsmyndir sem
hafa verið verið verðlaunaðar.