Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Síða 22
26
íslendingaþættir
IJmsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
90 ára_____________________
Helgi K. Helgason,
Víðinesi, Kjalarnesi.
80 ára_____________________
Elías Pálsson,
Stóragerði 4, Reykjavík.
Helgi Þorvaldsson,
Gamla-Hrauni 2, Eyrarbakka.
Sigurður Ragnar Björnsson,
Hraunbæ 87, Reykjavík.
75 ára________________
Anna S. Stefánsdóttir,
Auðsholti 4, Flúðum.
70 ára
aSkarphéðinsdóttir,
Vesturgötu 148, Akranesi.
Laugard. 16júnívæntir
hún þess að ættingjar og
vinir komi og geri sér glað-
an dag með henni I Jóns-
búð, Akranesi (Akursbraut 13). Húsið
verður opnað kl. 18.30.
Hreinn Guömundsson,
Heiðarbraut lf, Keflavlk.
Vilhjálmur Þórhallsson,
Gónhóli 8, Njarðvík.
SO ára________________________________
Friðrika Hermannsdóttir,
Arnarsmára 14, Kópavogi.
Suörún Emilsdóttir,
Sunnuhlíð, Flúðum.
Ingibjörg Lúðvíksdóttir,
Smáragrund 15, Sauöárkróki.
iJte Ingrid Bellemare,
Kleppi starfsmhúsi, Reykjavík.
SO ára________________________________
Anna A. Ingvadóttir,
Skipholti 5, Snæfellsbæ.
Auður Hermannsdóttir,
Huldugili 10, Akureyri.
Erna Björnsdóttir,
Háaleiti 13, Keflavík.
Guðfinna Guörún Guðmundsdóttir,
Álfaheiði 10, Kópavogi.
Guöiaug Koibrún Leifsdóttir,
Espigerði 2, Reykjavlk.
Helga Jónsdóttir,
Laugarvatni Mörk, Laugarvatn.
Jóhanna Gísladóttir,
Búhamri 40, Vestmannaeyjum.
Sigurgeir B. Gunnarsson,
Barmahlíð 6, Reykjavík.
Sólveig D. Kjartansdóttir,
Hraunbæ 196, Reykjavik.
Svanhildur Sigurðardóttir,
Selvogsgrunni 5, Reykjavík.
40 ára_________________________________
Guöfinnur Georg Pálmason,
Sóltúni 28, Reykjavík.
Guömundur Ólafur Halldórsson,
Kambaseli 28, Reykjavlk.
íris Högnadóttir,
Sólvallagötu 46f, Keflavík.
Kolbrún Dagbjört Siguröardóttir,
Pólgötu 5a, Isafirði.
Oddur Þór Sveinsson,
Bergstaðastræti 45, Reykjavik.
Sigríður Rósa Víðisdóttir,
Kvistalandi 1, Reykjavik.
Sigurður Árni Snorrason,
Miðhvammi, Húsavik.
Þorkell Guðmundsson,
Hjallavegi 15, Reykjavík.
XJrval
- Gott í flugið
Dóra Thoroddsen, Austurbrún 2, lést
aðfaranótt miðvikud. 6.6. Útförin hefur
farið fram í kyrrþey.
Björgvin Þórðarson, Sólvangsvegi 3,
Hafnarfiröi, lést laugard. 26.5. Útförin
hefur fariö fram I kyrrþey að ósk hins
látna.
Guörún Eiríksdóttir Ijósmóðir, Fossheiði
1, Selfossi, lést á Ljósheimum,
Selfossi, mánud. 11.6.
Ingibjörg Steinunn Guðmundsdóttir frá
Brúarhlið, Hnjúkabyggö 27, Blönduósi,
lést á Héraössjúkrahúsinu á Blönduósi
sunnud. 10.6.
FIMMTUDAGUR 14, JÚNÍ 2001
Fólk í fréttum_______________
Ólafur Níels Eiríksson
oddviti sveitarstjórnar Búðahrepps
Ólafur Níels Eiríksson, oddviti sveitarstjórnar Búðahrepps
Ekki veröur sagt um hinn unga oddvita aö hann skorti jarösamband viö
mannlífiö á Fáskrúösfiröi. Hann fór ellefu ára til sjós, hefur veriö á trillum,
bátum og togurum og unniö í síld, fiskvinnslu og sláturhúsum.
Ólafur Níels Eiríksson, nýkjörinn
oddviti sveitarstjórnar Búðahrepps,
er yngsti oddviti landsins eins og
fram kom í DV-frétt í gær.
Starfsferill
Ólafur Níels fæddist á Akranesi
20.6. 1977 en ólst upp á Fáskrúðs-
firði. Hann var í Grunnskóla Búða-
hrepps, lauk þaðan grunnskóla-
prófi, stundaði nám í vélvirkjun við
Verkmenntaskóla Austurlands í
Neskaupstað, lærði vélvirkjun og
vélsmíði hjá Vélaverkstæði Kaupfé-
lags Fáskrúðsfirðinga, Fáskrúðs-
firði og Búðum, og lauk I. stigs vél-
stjóranámi og sveinsprófi í vélvirkj-
un 1999.
Ólafur hóf ungur störf m.a. við
síldarsöltun hjá Pólarsíld og Sól-
borg á Fáskrúðsfirði, var á trillu frá
Fáskrúðsfirði á sumrin frá ellefu
ára og til fjórtán ára aldurs, starfaði
1 sláturhúsinu á Breiðdalsvík tvær
vertíðir eftir grunnskólanám og var
á bátum og togurum frá Fáskrúðs-
firði til 1999. Þá fór hann til Reykja-
víkur og starfaði þar hjá Stál og
suðu í nokkra mánuði. Hann var
síðan á afleysingum sem vélstjóri og
háseti á bátum frá Fáskrúðsfirði og
Neskaupstað.
Ólafur stofnaði, ásamt Ólafi Atla
Sigurðssyni og Högna Páli Harðar-
syni, vélaverkstæðið Vélgæði á Fá-
skrúðsfirði árið 2000 og hafa þeir
starfrækt það síðan. Auk þess hefur
hann stundað sjómennsku í afleys-
ingum.
Ólafur stofnaði ásamt fleira ungu
fólki á Fáskrúðsfirði framboðslist-
ann Óskalistinn fyrir síðustu
sveitarstjórnarkosningar og var
hann í öðru sæti listans. Hann hef-
ur setið í sveitarstjóm Fáskrúðs-
fjarðar frá 1998 og átt þar fast sæti
frá 1999. Hann hefur verið formaður
byggðarráðs frá 2000 og er nú ný-
kjörinn oddviti sveitastjórnarinnar.
Þá er hann varaformaður hafnar-
nefndar.
Ólafur starfaði mikið með Loga,
ungliðasveit björgunarsveitarinnar
á Fáskrúðsfirði og var formaður
hennar. Síðan starfaði hann í björg-
unarsveitinn Geisla um skeið.
Fjölskylda
Unnusta Ólafs er Ásta Særún Þor-
steinsdóttir, f. 17.2. 1979, vinnur við
fiskvinnslu og pitsugerð og er að
ljúka stúdentsprófum. Hún er dóttir
Þorsteins Björgvinssonar, vélstjóra
í Neskaupstað, og Huldu Sigurðar-
dóttur húsmóður.
Systkini Ólafs eru Jóhanna Lilja
Eiríksdóttir, f. 15.3. 1973, húsmóðir í
Vestmannaeyjum, gift Hermanni
Inga Long plötusmið og eiga þau tvö
börn; Reynir Svavar Eiríksson, f.
21.9. 1983, nemi við ME.
Foreldrar Ólafs eru Eiríkur Ólafs-
son, f. 28.10. 1951, fulltrúi kaupfé-
lagsstjóra hjá Kaupfélagi Fáskrúðs-
fjarðar, Fáskrúðsfirði og Búðum, og
útgerðarstjóri, og Guðrún Níelsdótt-
ir, f. 19.9. 1949, húsmóðir.
Ætt
Eiríkur er sonur Ólafs ísleifs, vél-
stjóra í Neskaupstað, Eiríkssonar,
b. í Búrfellskoti í Grímsnesi, bróður
Kristjóns, afa Jóhönnu, blaðamanns
og rithöfundar, móður rithöfund-
anna Illuga, Hrafns og Elísabetar
Jökulsbarna. Eiríkur var sonur Ás-
mundar, b. á Apavatni efra, Eiríks-
sonar, b. á Gjábakka í Þingvalla-
sveit, bróður Jóns, langafa Ólafs
Ragnars Grímssonar forseta. Eirík-
ur var sonur Gríms, b. á Nesjavöll-
um í Grafningi, Þorleifssonar, ætt-
föður Nesjavallaættar, Guðmunds-
sonar, b. í Norðurkoti, Brandsson-
ar, b. á Krossi í Ölfusi, Eysteinsson-
ar, bróður Jóns, fóður Guðna í
Reykjakoti, ættföður Reykjakotsætt-
ar, langafa Halldórs, afa Halldórs
Laxness. Guðni var einnig langafi
Guðna, langalangafa Vigdísar Finn-
bogadóttur. Móðir Ásmundar var
Guðrún Ásmundsdóttir, b. á Vallá á
Kjalarnesi, Þórhallssonar og Helgu
Alexíusdóttur. Móðir Helgu var
Helga Jónsdóttir, ættfoður Fremra-
Hálsættar, Árnasonar, forföður
Styrmis Gunnarssonar ritstjóra og
Össurar Skarphéðinssonar.
Móðir Eiríks er Lilja, systir Stef-
áns, íþróttafrömuðar í Neskaupstað.
Lilja er dóttir Þórleifs, útvegsb. í
Naustahvammi, Ásmundssonar, b. í
Vindheimum, Jónssonar. Móðir
Þórleifs var Þórunn Halldórsdóttir.
Móðir Lilju var María, systir Önnu
Guðrúnar, móður Alla krata. María
var dóttir Ara, b. í Naustahvammi,
Marteinssonar og Vilhelmínu Mar-
íu Bjarnadóttur, af Viðfjarðarætt.
Guðrún er dóttir Níelsar, sjó-
manns á Fáskrúðsfirði, Lúðvíksson-
ar og Petru Þórðardóttur.
Attræöur
Þórhallur Kristinn Árnason
skipstjóri í Kópavogi
Þórhallur Kristinn Árnason, fyrrv.
skipstjóri, Gullsmára 11, Kópavogi, er
áttræður í dag.
Starfsferill
Þórhallur Kristinn fæddist á ísa-
firði en ólst upp í foreldrahúsum í
Kolbeinsvík í Árneshreppi í Stranda-
sýslu. Hann lauk barnaskólanámi og
tók síðar skipstjórnarpróf á ísafirði
árið 1946.
Þórhallur byrjaði tólf ára til sjós og
stundaði sjómennsku til ársins 1975
en lengst af var hann skipstjóri á ýms-
um bátum við Húnaflóa og síðar á
Suðurnesjum.
Þórhallur og kona hans byrjuðu
sinn búskap á Skagaströnd og bjuggu
þar í níu ár en fluttu í Garðinn haust-
ið 1964 þar sem þau áttu heima í ellefu
ár. Þau fluttu þá til Reykjavíkur en
hafa búið í Kópavogi frá 1990.
Þórhallur Kristinn var svo hús-
vörður í tíu ár eftir að hann kom í
land.
Fjölskylda
Þórhallur Kristinn kvæntist 26.9.
1956 Guðbjörgu Sigrúnu Björnsdóttur,
f. 22.10. 1927, húsmóður en hún er
dóttir Björns Sigurðssonar, bónda að
Kleppustöðum í Staöardal, og Elínar
Sigurðardóttur húsfreyju.
Börn Þórhalls Kristins og Guð-
bjargar Sigrúnar eru Árni Ólafur, f.
13.6.1956, skipstjóri 5 Keflavík, kvænt-
ur Önnu Mörtu Valtýsdóttur og eiga
þau tvær dætur, Sigrúnu Ýr og Val-
dísi Ösp; Halla, f. 11.10. 1957, húsmóð-
ir í Garði, gift Magnúsi Helga Guð-
mundssyni, kennara og skipstjóra, og
eiga þau fjögur börn, Brynjar Þór,
Guðmund Ragnar, Kristínu og Sig-
rúnu Guðbjörgu.
Systkini Þórhalls Kristins: Júlíus, f.
16.7. 1922, d. 24.3. 1985, sjómaður í
Sandgerði, var kvæntur Steinunni
Guðmundsdóttur húsmóður; Ólöf, f.
17.11. 1925, d. 11.5. 1973, húsmóðir á
Skagaströnd, var gift Viggó Maríus-
syni sjómanni; Sigurður, f. 8.3. 1927,
lengst sjómaður, búsettur í Keflavík;
Guðrún, f. 8.3. 1928, d. 1.12. 1967, hús-
móðir á Skagaströnd og síðast í Kefla-
vík, var gift Ingbirni Hallbjörnssyni
sjómanni; Baldur, f. 7.5.1930, lengst af
'17' f
rs í
sjómaður, búsettur í Sandgerði,
kvæntur Ester Olsen húsmóður;
Kristín, f. 9.6.1931, húsmóðir í Reykja-
vík, ekkja eftir Ingimund Loftsson
bónda.
Foreldrar Þórhalls Kristins voru
Árni Ólafur Guðmonsson, f. 20.9.1895,
d. í nóvember 1948, b. og sjómaður í
Kolbeinsvík, og kona hans, Halla Júl-
íusdóttir, f. 4.5. 1897, d. í nóvember
1980.
Ætt
Árni Ólafur var sonur Guðmons, b.
í Kolbeinsvík, Guðnasonar, b. á Brú-
ará, Jónatanssonar, b. í Ásmundar-
nesi, Hálfdánarsonar, b. í Þurranesi,
Bjarnasonar. Móðir Jónatans var
Kristín Þorsteinsdóttir frá Kvenhóli,
Illugasonar. Móðir Guðna var Guðný
Jónsdóttir, b. í Fagradalstungu,
Bjarnasonar. Móðir Guðmons var
Monika Einarsdóttir, b. á Víðivöllum,
Jónatanssonar, hálibróður Guðna.
Móðir Árna Ólafs var Guðrún Krist-
jánsdóttir, b. f Tungu, Brynjólfssonar.
Halla var dóttir Júlíusar, vinnu-
manns í Kambi, Jónssonar í Stóru-Á-
vík, Péturssonar. Móðir Júlíusar var
Guðríður Guðmundsdóttir, b. á
Dröngum, Ólafssonar, b. á Eyri, Andr-
éssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún
Sigurðardóttir. Móðir Höllu var Ólöf
Kristinsdóttir, b. í Kambi, Magnús-
sonar i Reykjarfirði. Móðir Kristins
var Ólöf Andrésdóttir. Móðir Ólafar
Kristinsdóttur var Halla Sveinbjarn-
ardóttir frá Múla Egilssonar, Sigurðs-
sonar réttláta í Múla í Gilsfirði, Jóns-
sonar.
Þórhallur Kristinn er að heiman á
afmælisdaginn.
Guörún Egilsdóttir Kjærnested, Hraun-
teigi 30, Reykjavik, verður jarösungin frá
Áskirkju 14.6. kl. 13.30.
Útfö'r Margrétar Jónsdóttur Hrafnistu,
áöur Grettisgötu 53b, Reykjavik, fer
fram frá Áskirkju 15.6. kl. 13.30.
Roman Jesionowski veröur jarösunginn
frá Flateyrarkirkju 19.6. kl. 16.00.
Kristinn Gunnlaugsson, fyrrv. verkstjóri,
Ásgarði 11, Keflavík, veröur jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju 15.6. kl. 14.00.
Kristrún Dagbjört Guömundsdóttir,
Espigeröi 6, Reykjavík, verður jarðsungin
frá Fríkirkjunni i Reykjavik fimmtud.
14.6. kl. 13.30.
Magnús Jóhannsson, Unufelli 46,
Reykjavík, veröur jarðsunginn frá Fella-
og Hólakirkju fimmtud. 14.6. kl. 15.00.
Merkir Islendingar
Níels Harald Pálsson Dimgal fæddist þann 14. júní
1897 á ísafirði. Foreldrar hans voru Páll Halldórsson
skipstjóri og síðar skólastjóri Stýrimannaskólans í
Reykjavík og kona hans, Þuríður Níelsdóttir hús
freyja. Niels var albróðir Höskuldar læknis.
Níels varð stúdent þann 28. júní 1915 í Reykja-
vík. Hann varð cand. phil. í Kaupmannahöfn ár-
ið 1916 og cand. med. í Reykjavík árið 1921.
Hann stundaði nám til undirbúnings kennslu
við Háskóla Islands í Þýskalandi, Austurríki og
í Danmörku.
Þann 1. október árið 1926 var hann skipaður
dósent í sjúkdómafræði við Háskóla íslands og
prófessor við læknadeildina sléttum sex árum síð-
ar. Að auki var hann forstöðumaður Rannsóknar-
stofu Háskólans, í sjúkdóma- og sýklafræði, frá árinu
1926.
Níels Dungal
Árið 1929 framleiddi hann nýtt bóluefni gegn
bráðapest. Hann fann sýkilinn sem olli
lungnapest í sauðfé árið 1930 og framleiddi
bóluefni gegn veikinni sama ár. Hann inn-
leiddi einnig nýja meðferð við ormaveiki
í sauðfé.
Níels sat í manneldisráði frá stofnun
þess árið 1939 til æviloka og í læknaráði
frá stofnun þess árið 1942, einnig allt til
æviloka.
Hann skrifaði allmörg rit og fékk fjöl-
margar læknisfræðilegar ritgerðir birtar
í erlendum vísindaritum.
Níels varð einnig þekktur fyrir að vera
mjög andsnúinn spíritisma og átti meðal
annars í langvarandi deilum um spíritisma
við séra Svein Víking um miðbik aldarinnar.