Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2001, Side 23
FIMMTUDAGUR 14. JÚNÍ 2001 27
I>V Tilvera
;1H
Boy George fertugur
Boy George verður
fertugur í dag. Geor-
ge, sem var söngvari
Culture Club á fyrri
hluta níunda áratug-
arins, vakti athygli
fyrir klæðaburð, hár-
greiðslu og að vera
óhræddur við að viðurkenna samkyn-
hneigð sína. George reyndi fyrir sér
sem sólósöngvari en náði aldrei sömu
vinsældum og áður. Hann hefur því
meira verið tíður gestur á slúðursíð-
um dagblaða, enda komist í kast við
lögin vegna eiturlyfjaneyslu. Hann er
í dag búinn að rétta úr kútnum og hef-
ur endurvakið Culture Club.
Gildir fyrir föstudaginn 15. júní
Vatnsberinn (20. ian.-t S. fehr.l:
. Dagurinn verður við-
f burðaríkur og þú hef-
in- meira en nóg að
gera. Varaðu þig á að
vera ekki of tortrygginn.
Happatölur þínar eru 5, 9 og 35.
Fiskarnlm9. febr.-20. mars):
Þótt þú sért ekki fylli-
llega ánægður með
ástandið eins og er er
það ekki endilega
ástæðá til að íhuga miklar breyt-
ingar.
Hrúturinn (21. mars-19. aprilt:
k Þú verður var við illt
Jumtal og ættir að forð-
^ ast í lengstu lög að
^ koma nálægt þvi. Það
gæti haftleiðinlegar afleiðingar.
Happatölur þínar eru 2, 10 og 30.
Nautið (20. aDril-?0. maíl:
■ Taktu ekki meira að
þér en þú ræður við.
Þú vilt vinna verk þín
vel og er því afar mik-
ilvægt að þú náir góðri einbeit-
ingu.
Tvíburarnir (21. mai-21. iúníu
Atburðir dagsins gera
”þig líklega bjartsýnan
en þú verður að gæta
hófs, sérstaklega í pen-
a. Ekki vera kærulaus.
Happatölur þínar eru 7, 13 og 33.
Krabbinn (22. iúní-22. iúiít:
Einhver vandamál
| koma upp en þegar þú
' kynnir þér málið nán-
ar sérð þú að þú þarft
ekkl aö hafa áhyggjur. Fáðu hjálp
ef þú getur.
i viuuiamii u.
-£i
ingamalum.
Líónið (23. iúlí- 22. áeústl:
Þú þarft að einbeita
þér að einkamálunum
og rækta samband þitt
við ákveðna mann-
eskju sem þú ert að fjarlægjast.
Rómantíkin kemur við sögu í dag.
Mevian (23. áeúst-22. sept.l:
Haltu þig við áætlanir
þínar eins og þú getur
og vertu skipulagður.
Þér bjóðast góð tæki-
færi í vinnunni og skaltu fremur
stökkva en hrökkva.
Vogin (23. sept.-23. okt.l:
J Fréttir sem þú færð
r>*/ eru ákaflega ánægju-
V/ legar fyrir þína nán-
r / ustu. Hætta er á
smávægilegum deilum seinni
hluta dagsins.
Sporðdreki (24. okt.-21. nnv.V.
Viðbrögð þín við því
sem þér er sagt eru
mikilvæg. Þú mátt
ekki vera of gagnrýn-
in, það gæti valdið misskilningi.
Happatölur þínar eru 9, 18 og 27.
Bogamaður (22. nóv.-21. des.l:
Taktu ekki mark á
fólki sem er neikvætt
og svartsýnt. Kvöldið
verður afar skemmti-
legt í góðra vina hópi. Happatölur
þínar eru 5, 8 og 23.
Steingeitin (22. des.-19. ian.1:
Eitthvað sem þú vinn-
ur að lun þessar mund-
ir gæti valdið þér hug-
arangri. Taktu þér
góðan tíma til að íhuga málið. Þú
færð fréttir sem gleðja þig mjög.
Sportvörugerðin hf..
Skipholt 5. s- 562 83K3.
DV-MYND SÆDÍS HELGA GUÐMUNDSDÓTTIR
Ailt á fullu í löggustöðinni
Galleríkonur á fullu að mála nýja húsnæölö, þær eru ekki búnar
aö taka fangaklefana niöur og þeir veröa til sýnis fyrir þá
sem vilja skoöa slíkar vistarverur.
Arkað í íþróttahúsið.
Börn fjölmenntu meö foreldrum sínum á Þorláksvöku 2001
Þorláksvaka 2001:
Fjölskylduskemmt-
un á stórafmæli
Þorlákshafnarbær er fimmtíu ára
um þessar mundir og er mikið um
dýrðir í bæjarfélaginu og Þor-
láksvakan 2001 stendur nú sem
hæst. Um síðustu helgi var haldin
fjölskylduskemmtun í íþróttamið-
stöðinni. Áður en dagskráin hófst
var farið í skrúðgöngu og fóru skát-
ar fyrir henni. Lúðrasveit Þorláks-
hafnar lék nokkur lög og formaður
afmælisnefndar, Sigurður Bjarna-
son, setti hátíðina. í kjölfarið fylgdi
söngur leikskólabarna, kóra og
söngvara, keppni yngri barna,
íþróttaálfurinn mætti á svæðið og
boðið var upp á „hoppukastala",
rennibraut, fótstigna bíla og teygju-
stökk fyrir þá allra huguðustu.
Á laugardagskvöld var skemmt-
uninni haldið áfram. Guitar
Islancio lék fyrir gesti, heimahljóm-
sveitin Hálfbræður kom fram og
Steinn Ármann fór með gamanmál.
Hin vinsæla hljómsveit Sóldögg lék
síðan fyrir dansi. Mál manna var að
þessi skemmtun hefði tekist mjög
vel og ekki skemmdi blíðskaparveð-
ur fyrir hátíðarhöldunum.
Reynir ad hætta
reykingum
Kvikmyndaleikkonan Melanie
Griffith, sem er orðin 43 ára, ætlar nú
að leggja hart að sér við að reyna að
hætta að reykja. I mai síðastliðnum sat
Melanie, sem er eiginkona
hjartaknúsarans Antonios Banderas,
við dánarbeð fóður síns sem lést af
völdum lungnakrabbameins. Fyrr á
þessu ári tókst kvikmyndaleik-
konunni að venja sig af neyslu
Vicodintaflna. Hún telur það hafa
verið miklu auðveldara en að hætta að
reykja.
„Þetta verður erfitt en þjáningar
föður míns veita mér vonandi styrk,“
sagði Melanie þegar hún tók þátt í
göngu gegn reykingum i Los Angeles
nokkrum dögum fyrir andlát fóður
sins.
Vill vinina með
í heimildarþátt
Söngkonan Madonna á nú í
samvinnu við BBC um
heimildarmynd um ævi hennar og
feril. Og eins og venjulega er það
Madonna sem ræður mestu. Hún
hefur hvatt vini sína til að koma fram
í þættinum og segja álit sitt á henni.
Meðal þeirra sem hún hefur leitað til
eru Stella McCartney, Britney Spears
og Jean Pard Gaultier, að því er
erlend slúðurblöð fullyrða. Samtímis
varar Madonna vini sína við
rithöfundinum Andrew Morton sem
er að rita ævisögu hennar. Nýja
heimildarmyndin verður að öllum
líkindum vingjarnlegri í garð
Madonnu.
Sérfraeðingar
í fluguveiði
Mælum stangir,
splæsum línur
og setjum upp,
, ■ H
gir, J
lur
Áhugasamir áhorfendur
Þaö má meö sanni segja aö hin fjölmörgu skemmtiatríöi hafi fangaö
ungu kynslóðina.
DV-MYNDIR RAGNAR JESPESEN
Teygjustökk
Þeir huguöustu í Þorlákshöfn
fengu aö prófa sig í teygjustökki.
Gallerí Grusk í gömlu lögreglustöðina:
Fangageymslur til
sýnis í galleríinu
DV, 6RUNDARFIRÐI:____________________
Gallerí Grusk í Grundarfirði hef-
ur fengið gömlu lögreglustöðina í
Grundarfirði undir starfsemi sína
og hafa félagarnir í Grusk undan-
farnar tvær vikur unnið af kappi
við að standsetja húsið. Þær fengu
styrk frá málningarverksmiðjunni
Hörpu til að mála húsið. Veggir
hafa verið rifnir niður til að fá opn-
ara og betra rými og lögð verða ný
gólfefni og fleira endurnýjað.
Fangageymslur sem eru enn á
sínum stað verða til sýnis fyrir þá
sem það vilja. Hægt verður að nálg-
ast þar bæklinga o.fl. Ef undirbún-
ingurinn gengur að óskum er stefnt
að því að opna næstkomandi laugar-
dag.
-DVÓ/SHG